Morgunblaðið - 01.07.1984, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 01.07.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984 •17 texti: Valgerður Jónsdóttir Mikiö var lagt upp úr útstill- ingum, og mikil vinna fólst í því að stilla upp vörum um alla verslunina, sérstaklega fyrir jól. Hér eru myndir af útstill- ingum frá tímabilinu 1920—1930, Sveinbjörn sá um útstillinguna á neöri myndinni. í Haraldarbúð Og þá erum við komin að Hafn- arstræti 22, verslun Haraldar Árnasonar, því þangað lá stígur örlaganna hjá mér. í þessa verslun kom ég fyrsta sinni þann 17. janú- ar 1920, aðeins hálfum mánuði eft- ir að ég kom til Reykjavíkur. Ég hafði hitt Harald tvisvar þennan tíma, en var náttúrulega feiminn þegar ég kom í fyrsta sinn í versl- unina, eins og maður hefur oft verið síðar í lífinu. En þetta var mjög elskulegt fólk, Haraldur og samstarfsfólkið, og þetta gekk því allt sarnan mjög vel. Verslunin var fimm ára þegar ég byrjaði og þarna er ég alinn upp við algeng verslunarstörf. Dagurinn byrjaði þannig hjá mér að fyrst voru giuggarnir pússaðir og gangstéttin fyrir framan sópuð eða snjóhreinsuð. Þá tóku við sendlastörf, farið með reikninga og ýmsir snúningar á bak við, vörumerkingar og fleira þesshátt- ar. Þannig liðu fyrstu árin, ef á þurfti að halda var ég einnig lát- inn afgreiða. Það gekk á ýmsu í versluninni upp úr 1920. Það kom talsvert meira vöruúrval og vörurnar Iækkuðu sumar um allt að þriðj- ung, þannig að þeir kaupmenn sem áttu mikla vöru á lager fóru ílla á þessu. En verslunin gekk vel á þessum tíma og þetta var mikið blómatímabil. Sumrin 1926 og 1927 stundaði ég nám i útstillingum í London, og er ég kom heim sá ég um útstillingar og afgreiðslustörf í Haraldarbúð, og það var oft unnið langt fram á kvöld. Ég var lánsamur að vinna þarna með mörgu ágætisfólki, verslunarstjórinn hét Kristján Gestsson og skrifstofustjóri var Páll Árnason. Þetta voru unaðs- legir tímar, Haraldur var góður húsbóndi og langt á undan sinni samtíð. Hann gaf fólkinu sínu frí, t.d. sumarfrí, en það voru engar reglur um slíka hluti i þá daga. Öllu starfsfólkinu var boðið í sumarferðalag einu sinni á ári, oftast var farið einhverntíma í kringum afmæli verslunarinnar. Og ein samkoma var haldin að vetri til þar sem öllum var boðið. A árunum frá 1920—1930 byggðist Austurstræti upp. Landsbankinn flyst þar sem hann er nú, Jacobsenverslunin er byggð á þéim stað þar sem hún er enn þann dag í dag, og húsið þar sem verslunin London er í dag byggðist upp á þessum tíma. Og miðbærinn iðaði af lífi... Umferðin um Austurstræti var iðandi af lffi og á kvöldin var genginn rúntur frá horninu á Har- aldarbúð að Vöruhúshorninu eða að Uppsölum. Þetta var oftast nær ungt fólk, lítil sem engin bílaum- ferð, fólk gekk um, skrapp í kvikmyndahúsin, eða fékk sér kaffibolla á veitingahúsunum Hótel Islandi, Skjaldbreið eða Uppsölum. Það var líka mikið skoðað í búðarglugga, menn lögðu talsvert á sig í þeim efnum, hver verslun reyndi að hafa sinn sér- staka stil. Sfðasta laugardag fyrir jól voru flestar verslanirnar með sérstakar jólaskreytingar, versl- unargluggarnir voru eins og sýn- ingarsalir. Þá iðaði Austurstræti af prúðbúnu fólki, menn tóku ofan hattana í gríð og erg, þeir slitnuðu jafnvel á klukkutfma gangi um Austurstrætið. Oft var ekki hægt að taka útstillingarnar niður fyrr en eftir miðnætti á aðfaranótt mánudags, þvf ein helsta skemmt- un fólksins var að skoða f glugg- ana. Verslunarhættir voru þá með allt öðrum brag en nú tfðkast, það var snúist í kringum viðskiptavin- ina, þeir sem vildu voru í reikning og hægt að fá allar vörur sendar heim. Meira að segja var hjólað með heilu gardfnuefnisstrangana heim til viðskiptavinanna til að þeir gætu mátað efnið við hið rétta umhverfi. Árið 1930 voru miklar annir í kringum Alþingishátíðina, Har- aldur var í móttökunefndinni og sá um ýmsan undirbúning ásamt Magnúsi Kjaran. Það komu marg- ir til landsins f tilefni afmælisins, Kristján 10. og fjölmargir sendi- herrar. Heimili Kristjáns hér var þá Menntaskólinn í Reykjavík sem svo oft áður, en aðrir gistu á Hótel Borg sem þá var nýopnað. Það eru miklar framfarir á þessu tímabili, 1920—1930, í versl- uninni. Upp úr 1930 rennur svo upp tímabil hafta, innflutnings og verðlagshafta sem stendur allt til ársins 1939. Skömmtunartfmabilið um 1947 var eitt leiðinlegasta tím- abil verslunarinnar. Upp úr 1951 fer að rofa til í frelsisátt sem haldist hefur allt fram á okkar daga. Ég hef þá bjargföstu trú að verslun sé einn af hornsteinum sjálfstæðis, hvort sem verslunin er innanlands eða milli landa. Hvað ég myndi gera ef ég væri ungur í dag? Ætli ég færi bara ekki aftur i verslun, reyndi að verða góður verslunarmaður, ferð- ast um heiminn og seldi íslenska vöru. Nei, ég er ekkert hrifinn af stórmörkuðum, því þeir fylla ekki upp í þá mynd sem ég geri mér af verslun. Það vantar stórar og fal- legar verslanir eins og þær gerast bestar á hverjum tíma og hvar sem er f heiminum. Reyndar spái ég því að slfkar verslanir komi aft- ur, þar sem mikið verði lagt upp úr góðri vöru og góðri þjónustu og snúist í kringum viðskiptavinina, og þar sem fólk verslar sér til skemmtunar. Án verslunar er Reykjavfk líflaus borg hvort sem mönnum lfkar það betur eða verr. Þegar ég lft til baka finnst mér lífið hafa leikið við mig. Hvort ég ætli að halda áfram verslunar- störfum? Það er nú það, ég fæ ekki pláss á Droplaugarstöðum fyrr en um aldamótin 2000, eitthvað verð ég því að gera þangað til!“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.