Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTÚRS TRÆ7I22 INNSTRÆTI, SIMIJ1633 OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTAÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11340 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Markús Á. Einarsson, veðurfræðingur, um hafísinn: „ÍSINN er ordinn ískyggilega nærri landi fyrir veslan," sagói Markús Á. Kinarsson, veóurfræðingur, er Mbl. ræddi vió bann í gærmorgun í kjöl- Samið í Eyjum SAMNINGAR náðust seint á fostudagskvöld í kjaradeilu Vestmannaeyjakaupstaóar og starfsmanna bæjarins og hefur vinnustöóvun því verió aflýst meó þeim fyrirvara aó samkomulagið verði samþykkt af báðum aðilum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu starfsmenn bæjarins ekki hafa náð fram kröfum sínum að fullu, það er að yfirvinna yrði greidd sam- kvæmt lágmarkslaunum, ekki samkvæmt lægri töxtum. Sam- komulagið byggist á samning- um ASI og VSX en þar umfram eru launaflokka- og starfsald- urshækkanir, sem koma til móts við kröfur starfsmanna bæjarins. Það voru samninganefndir deiluaðila, sem náöu þessu sam- komulagi, en fundir bæjarráðs og starfsmanna bæjarins verða haldnir nú um helgina og verði samningarnir samþykktir mun vinna hjá bænum verða með eðlilegum hætti á ný á mánu- dag. far fregna um erfiðleika skipa, sem höfóu lent í ís NV af landinu. „Við fengum t.d. fregnir nú í morgun af skipi, sem var á siglingu f ís aóeins 6—7 mílur undan Deild.“ Að sögn Markúsar er ísinn nærri landi aðeins jakahrafl en nokkru þéttari er utar dregur. Meginspöngin liggur um 10—12 mílur NV af Deild og Straumnesi og norður af Horni. Þá er ís skammt norðan Kolbeinseyjar. Þéttleiki íssins er óvíða mikill, yf- irleitt um 1/10—3/10. Is við landið á þessum tíma er ekkert einsdæmi, að því er Markús sagði. „Þetta er að vísu ekki ár- visst, en alls ekki einsdæmi," sagði hann. Bætti hann því við, að'það væri helst að ísinn nálgaðist land- ið eftir að vindur hefði verið vest- lægur um skeið. Svo hefði verið undanfarna daga. Heimsókn Schliiters hafin PAUL Schltiter, forsætisráóherra Dana, og kona hans Lisbeth komu f opinbera heimsókn hingaó til lands í gærmorgun og verða hér fram á þriójudag. Þessi mynd er tekin við komuna í gær til Reykjavfkurflugvallar, er Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og kona hans Edda Guðmundsdóttir tóku á móti hinum dönsku gestum. f gær fóru dönsku forsætisráóherrahjónin til Þingvalla, snæddu þar málsveró og í gærkvöldi var kvöldverður haldinn þeim aó Hótel Sögu. Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra: Frumkvæðið á að koma frá Húsnæðismálastjórn „AUÐVITAÐ á frumkvæóið að I gert ráó fyrir, að upplýsa fólk um koma frá Húsnæóisstofnun í svona möguleika sína,“ sagói Alexander málum. Það er alveg Ijóst Þaó er Stefánsson, félagsmálaráóherra, er líka ætlunin, að stofnunin taki sig á Morgunblaðið spurði hann hvort í þessum málum og sinni þvf hlut- ekki hefði verið rétt, að láta fólk verki sínu, eins og lög hafa raunar I vita, að það gæti fengið vaxtakjörum Ríkisspítalar reyna nýja fjáröflunarleið: Selja gamlar rönt- genfilmur á 3 millj. „í allt er um að ræða 16 til 17 tonn af gömlum röntgenfilmum, sem við fáum 3 til 4 dali fyrir kflóið af og ætlum síðan að kaupa sónartæki á röntgendeild Landspítalans fyrir,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstöðu- maður ríkisspítalanna, er Mbl. innti hann frétta af nokkuð nýstárlegri fjáröflunaraðferð ríkisspítalanna. Úr gömlum röntgenfilmum er hægt að vinna silfur og þar sem ríkisspítalarnir eru í stöðugri fjárþörf, var ákveðið að bregða á þetta ráð. „Það hefur reyndar lengi verið vitað að gamlar röntgenfilmur mætti selja. Við vitum að aðrir spítalar hafa gert þetta í einhverj- um mæli og seldum sjálfir nokkrar filmur fyrir u.þ.b. sex árum. Þá var aðalástæðan plássleysi, en núna ákváðum við að gera þetta vegna þess að okkur vantaði peninga fyrir þessu tæki og neyðin kennir naktri konu að spinna," sagði Davíð. En hann býst við, að Landspítalinn hafi á bilinu tvær til þrjár milljón- ir upp úr silfursölunni. Rðntgenfilmur eru geymdar af- skaplega lengi og við áttum mikið af áratugagömlum filmum, sem stjórn spítalans tók ákvörðun um að láta fara, en mörkin eru við fimm til tíu ára gamlar filmur. Við höfum, held ég, ekki enn selt burt yngri filmur en tíu ára. Menn verða víst seint sáttir um það hve lengi eigi að geyma röntgenfilmur, en staðreyndin er sú, að það er ekki húsnæði til þess að gera það von úr viti. Helsta ástæðan fyrir því að geyma filmur, er ef upp koma skaðabótamál, sem ná langt aftur i tímann. En það er afskaplega óal- gengt, að slíkt gerist og auk þess er miklu dýrara að geyma filmurnar en það væri að bera skaða ef ein- hver væri. Síðan er eldhætta af svona filmum og ýmislegt fleira, sem mælir á móti því að geyma þær. Fyrir nokkrum árum komu hingað kaupmenn frá Ameríku og keyptu m.a. eitthvað af filmum af Borgarspítalanum og við gerðum við þá afar hagstæðan samning um sölu á einhverju magni. En þegar til kom, vildu þeir ekki standa við samninginn. Þá hafði silfurverðið skyndilega breyst en silfurmarkað- urinn er nokkuð ævintýralegur og alltaf að breytast," sagði Davíð. „Eftir þetta fórum við að kanna silfurmarkaðinn betur og komumst að því, að með því að senda beint til endurvinnslufyrirtækis og ráða því hvenær silfrið fer á markað má ná hámarksverði fyrir þessa vöru. Við höfum nú komist í samband við málmendurvinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum, sem vinnur úr þeim filmum sem eftir eru og seld- ar verða í ár. Það eru sjö tonn, sem seld verða í júlí, en f haust seldum við níu. Þetta þýðir að við ráðum því hvenær silfrið, sem hefur verið unnið úr röntgenfilmunum, fer á markaðinn og verðum því að fylgj- ast níeð silfurmarkaðnum. Hvað sá markaður er síbreytilegur má sjá af því, að þ. 11.10/83 var silfurverð- ið tólf dalir únsan, en 12.11/83, mánuði síðar, var það komið niður í 8,39 dali fyrir únsuna," sagði Dav- íð Á. Gunnarsson. á lánum Byggingasjóðs ríkisins frá 1974 til 1979 breytL „Það er mjög brýnL Þessum þætti málanna er allt of lítill gaumur gefinn. Fólk er alveg berskjaldað fyrir þessu og hefur rekið sig illilega á það, því miður. Á undanförnum árum hefur þetta því miður farið algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem hafa átt að stjórna þessum mál- um. Eg tel að þessum lánum eigi að breyta, en á þessari stundu er ekki hægt að gefa yfirlýsingu um, að það verði gert, en ég mun stuðla að því, að möguleikarnir á því verði skoðaðir. Ég er á þeirri skoðun að leiðrétta þurfi þessi lánakjör vegna þess, að það er augljóst misrétti fólgið í þeim eins og þau eru nú. Hitt er annað mál að það á eftir að taka ákvörðun um það og hún tengist ákvörðun um vexti, sem er á næstu grösum. f nýju lögunum er heimild til þess að breyta eldri kjörum, en frumkvæðið þar að lút- andi verður að koma frá húsnæð- ismálastjórn, en það hefur í för með sér verulega röskun ef lánum verður breytt einhliða. Frá eðli- legu sjónarmiði hefði verið réttara að breyta þessu yfir línuna, en það þarf að skoða ýmsar tæknihliðar á því, áður en farið verður út í það,“ sagði Alexander Stefánsson. Bfllinn fór út af veginum og lenti á hvolfi ofan í gjótu og er þakkarvert að ekki fór ver. Ljósm. Jón Snorrason. Þrennt slasast LAUST FYRIR miðnætti á föstudagskvöldið valt fólksbfll út af Krfsuvíkurvegi skammt frá Reykjanesbrautinni. Þrír unglingar voru í bflnum og voru þeir fluttir á slysavarðstofu Borgarspítalans. Unglingarnir voru 1 bfltúr og var ökuþórinn 17 ára gömul stúlka sem nýbúin var að fá bflpróf. Er talið að hún hafi keyrt of greitt f beygju, misst stjórn á bflnum og hann þvf farið út af veginum. Meiðsli unglinganna eru ekki talin alvarleg og er það mesta mildi en þeir munu samt hafa fengið höfuð- högg og skaddast í andliti. Bfllinn er talinn ónýtur. „ískyggilega nærri landi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.