Morgunblaðið - 04.07.1984, Qupperneq 1
Ferðamál á fslandi 36
Bölvaldurinn 36
Fenrisúlfur 38
Skák 38
Rúmenia 39
Borgin okkar 40
Leikhús/bókmenntir 42/43
Málefni aldraðra 44
Einn skóli fyrir alla 44
Grænhöfðaeyjar 48
Miðvikudagur 4. júli
Laxaslátrun 49
Steinasöfnun 50/51
Sjónarhorn 52
í reiði 53
Álver við Eyjafjörð 54
Við gluggann 54
Lif eftir jarðlífið 55
Fólk í fréttum 57
Bió/leikhús/dans 58/59
Garðaúðun 62/63
Forna borgin Jaffa, sem Jafet sonur Nóa stofnaði fyrir 3.500 árum, er
skemmtileg borg fyrir ferðafólk að reika um.
Land hinna
miklu andstæðna
Shalom, segja ísraelsmenn hlýlega þegar gestur kemur í land þeirra.
Fyrsta orð sem maður lærir. Brúkist bæði við komu og brottför. — Við vitum
hvort sem er aldrei hvort við erum að koma eða fara, sagði spaugsamur
heimamaður. Nokkuð til f þvf, þegar litið er til hinna miklu andstæðna á
öllum sviðum. og hinna stuttu vegalengda milli þeirra. Israel er að stærð um
fimmti hluti Islands. 500 km alit norðan frá Galileu og suður f Negeveyði-
mörkina. Það er því sérlega vel til þess ferðamáta fallið, sem við vorum þar
að kynnast tveir íslendingar, Sigurður Ingvarsson frá Flugleiðum og
undirritaður blaðamaður Mbl. í 4. „Fljúgið og akið rallýinu" þeirra. Þar
buðu þeir til þátttöku 70 manns frá Norður-Ameríku. Suður-Afríku og mörg-
um Evrópulöndum — þó ekki öðrum Norðurlandabúum en okkur fslending-
um. Komum með flugvélum og ókum 3—4 saman í bflaleigubfl um mestan
hluta landsins milli fyrirfram ákveðinna staða, til að kynnast þessu ótrúlega
fjölbreytta landi. Þar blandast vel dvöl og baðstrandalíf við eitthvert af
höfunum þeirra, Kauðahafið, Dauðahafið, Miðjarðarhafið og Galileuvatnið,
saman við heimsóknir þaðan á sögulega staði úr Biblíunni og mannkynssög-
unni. Ekki er að spyrja að veðri. Sól (>g hiti.
Ben Gurion-flugvöllur liggur
miðj vegu milli Jerúsalem og Tel
Aviv. 45 mínútna akstur á hrað-
brautinni. Vegurinn sá var frá
1948 fram til sex daga stríðsins
1967 eina leiðin frá Jerúsalem. Yf-
irráðin yfir vegum í aðrar áttir í
höndum Jórdana. Þarna áttar
maður sig strax á því, að ýmislegt
fleira hangir á spýtunni en fram
kemur í einfölduðum fréttum. Um
þennan sama veg, eftir lífæðinni
milli hæðanna, sóttu með vopna-
valdi um aldir arabar, krossfarar,
Tyrkir og loks Bretar og þarna var
miklu blóði úthellt í frelsisstríði
ísraela. Sú saga öll skýtur upp
kollinum á ferð um þetta land.
Þetta er land hinna miklu and-
stæðna, og breytist í sífellu.
Löftslag rakt og heitt í Tel Aviv,
brennandi þurr hiti við Dauðahaf-
ið og svalt og sólríkt í Jerúsalem.
Landslag breytist frá Hermes-
fjalli við norðurlandamærin, þar
sem jafnvel er hægt að vera á
skíðum, suður í frjósama Galileu
og meðfram Jordanánni til eyði-
Og þarna stendur maður andspænis dyrunum, þar sem Pétur postuli heim-
sótti Símon sútara.
merkurlandslags við Dauðahafið,
og frá 392 metrum neðan sjávar-
máls þar og upp í 800 metra hæð í
Jerúsalem. Nýjar glæsibyggingar
með fallegum arkitektúr blandast
2.000 ára gömlum mannvirkjum
og hvarvetna blasa við söguminjar
i 4.000 ár, allt frá því er Abraham
og Sara héldu inn í þetta land, svo
sem segir í Biblíunni. Víða standa
þessir gömlu steinar í byggingum
og nýir á milli og allt fellt saman
af mikilli gætni. I Jerúsalem er til
dæmis bannað með lögum að
byggja úr öðru efni en sama steini
sem byggt hefur verið úr frá upp-
hafi. Landið sjálft er í sífelldri
umbreytingu, frá 1967 til 1982 til-
heyrði því Sinaieyðimörkin, nú er
í staðinn verið að rækta upp ný
eyðimerkursvæði hinum megin í
landinu, í Negev við Dauðahaf, og
í Júdeu og Samaríu á vesturbakka
Jordanár, sem þeir tóku 1967.
Þjóðin að byggja og rækta i þessu
rakalausa landi, þar sem alls stað-
ar vantar vatn nema í Galileu. Á
hverjum klukkutíma sem lagður
er að baki, er komið eitthvað nýtt.
Maður hefur ekki við að átta sig.
Jaffa hljómar kunnuglega í eyr-
um fslendinga. Jaffa-appelsínurn-
ar koma frá ísrael. Nú er forna
borgin Jaffa orðin að útborg
stórborgarinnar Tel Aviv við Mið-
jarðarhafið. Þessi forna borg úr
Biblíunni, sem Jafet sonur Nóa
stofnaði fyrir 3.500 árum. Maður
stendur í einni af þröngu götunum
í þessari skemmtilegu borg við
dyrnar á húsinu þar sem Pétur
postuli heimsótti Símon sútara.
Dyrnar bláar, eins og svo margar
aðrar á þessum slóðum, til að fæla
burtu illa anda.
Ferðamaður nútímans reikar
þar um mjógötur og listamanna-
búðir og verslar eða sest niður í
Alls staðar eru skólakrakkar að læra
f söfnum um forn- og nútímasögu
þjóðar sinnar. Hér eru nokkur fyrir
utan safnið í Tel Aviv.
litlu veitingahúsi með austur-
landamat, sem þessi borg sérhæfir
sig í. Þar má fá Pétursbrauð með
salatinu. Jaffa-appelsinurnar get-
ur maður svo fengið að tína sjálf-
ur af trjánum, þegar gist er í ki-
bbutz síðar.
Kosherfæða og sabbat-
dagur
í þessu gósenlandi ávaxta og
grænmetis er matur fjölbreyttur.
Maður tekur ekki eftir því fyrr en
á er bent, að víðast hvar er „kosh-
er borð“. Fæðan útbúin sam-
kvæmt því sem fyrir er sagt í Bibl-
iunni. Kosher byggist aðallega á
tvennu, kjötinu verður að slátra
eftir ákveðnum reglum svo að
megi leggja sér það til munns og í
öðru lagi má ekki blanda saman
mjólkurafurðum og kjöti, t.d. ekki
steikja kjöt í smjóri og ekki bera
mjólk eða ost með því. Venjulega
hefur rabbíi skrifað upp á matseð-
ilinn og vottar að hann sé i lagi.
Kaffi með mjólk er þvi ekki boðið
eftir kjötmáltíð. En það þá bara
leyst með því að maður drekkur
kaffið annars staðar en við sama
borð. Ekki eru allir veitingastaðir
þó kosher, en flestir. Og alltaf á
sabbatdaginn. En svo rikulegur er
maturinn að maður sér þetta
varla.
Hversu almennt ísraelar fylgja
trúarsiðum sínum sér maður á
helgidag þeirra, sabbat, sem byrj-
ar um sólsetur á föstudag og lýkur
25 klukkustundum síðar. Þá loka
allar opinberar stofnanir, kvik-
myndahús og leikhús og opinber
samgöngutæki leggja niður ferðir.
Það er vinna að aka bíl, en samt
aka menn sínum eigin bilum á
sabbatdaginn. Heittrúaðir snerta
ekki á neinu, aðrir fara í
samkunduhúsið og koma á eftir
saman til fjölskyldumáltfðar.
Fjölskyldubönd eru sterk hér og
stórfjölskyldan hittist gjarnan á
sabbat-daginn. Enn aðrir fara
bara í samkunduhúsið og bregða
sér svo á eftir á stiöndina. En