Morgunblaðið - 04.07.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
35
Frá krossfaraborginni Accra. Þar stendur nafnið Sigurður Jórsalafari á vegg, skrifað upp á íslenzku. Svo þar hefur
hann farið um á leið sinni til Jerúsalem fyrir 1.000 árum.
Dauðahafinu, sem er lægsta
stöðuvatn á jörðu, 400 m neðan
sjávarmáls, og upp í 800 m hæð
yfir sjávarmáli í Jerúsalem. Ekið
fram hjá hellunum við Dauðahaf-
ið, þar sem handritin fornu fund-
ust árið 1947 upprúlluð innan i
strámottu í leirkrukkum. Þannig
höfðu þau geymst í 2.000 ár, þar til
geitahirðir fann fyrstu krukkurn-
ar. Þeir sem þarna bjuggu höfðu
lifað á því að skrifa söguna á leð-
urhandrit og falið þau vegna yfir-
vofandi innrásar Rómverja. Þessi
handrit eru mesti fjársjóður Gyð-
inga og hefur verið byggt yfir þau
sérstaklega í ákaflega sérkenni-
legri og gullfallegri byggingu í
safninu f Jerúsalem, þar sem þau
eru til sýnis eða hluti af þeim.
Þegar ég skoðaði þau var þar eitt
til sýnis sem hefur að geyma siða-
reglur Gyðinga. Stórfenglegt að
sjá hvernig ísraelsmenn rækta
rætur sínar. Þarna og alls staðar
annars staðar í söfnum þar sem
sögu þeirra, gamla og nýja, er að
finna, eru hópar af skólabörnum
með kennurum sínum að kynna
sér, skrifa hjá sér og komast i
snertingu við sögu sína. Mætti
vera til eftirbreytni.
Muna fortíð og lifa í nútíð
Sögu fólksins i landinu nú má
engu síður víða finna. í háskólan-
um i Tel Aviv er m.a. sérstakt safn
Diaspora, sem sýnir hvaðan
Israelsmenn komu sem nú byggja
þetta land. En Diaspora nefnast
þeir Gyðingar, sem eru innfluttir
víðs vegar að úr heiminum, komu
til ísrael frá 70 þjóðlöndum. Sabra
eru aftur á móti þeir Gyðingar
nefndir, sem fæddir eru í landinu
helga, og er nafnið dregið af kakt-
usávexti nokkrum, sem er harður
að útan og mjúkur að innan. í
þessu safni má sjá hvernig Gyð-
ingar dreifðust um allar jarðir en
héldu samt áfram að vera ein fjöl-
skylda, tíðkuðu alltaf og alls stað-
ar umskurð og reistu sér sam-
kunduhús opinberlega eða i felum
þegar þeir voru ofsóttir. Enginn
Gyðingur er annað á helgidögum
en Gyðingur, hvar og hvenær sem
er. Eru þarna líkön af samkundu-
húsum í hinum ýmsu löndum, það
nýjasta frá Kína. Og þarna er sagt
frá fyrsta gettóinu frá 17. öld, þeg-
ar í fyrsta skipti var ákveðið að
loka Gyðinga af í sérstökum
hverfum. Alls staðar eru hópar af
börnum að skoða og skrifa. Þetta
safn hefur fengið mörg verðlaun.
Þar eru upplýsingaklefar með
tölvum og upptökutækjum, þar
sem hægt er að bera fram spurn-
ingar og fá svör, m.a. fá nöfn Gyð-
inga um allan heim á prenti,
myndbönd o.s.frv. En orðtæki
Gyðinga i ísrael er:
Að muna fortíðina
Að lifa í nútiðinni
Að treysta á framtíðina.
Ekki hafa þeir heldur gleymt
útrýmingunni, sem nefnd er Holo-
caust, þegar nasistar útrýmdu 6
milljónum Gyðinga, þar af hálfri
milljón barna, þriðjungi af Gyð-
ingum í Evrópu. Og er óhugnan-
legt að koma i safnið um það i
Jerúsalem með minjum og minn-
ingum sem sifellt eru endurnýjað-
ar með myndum og gögnum sem
finnast um hörmungar Gyðinga.
Nöfn allra þeirra, sem vitað var
um, eru skráð þar. Þurfa kannski
ekki safn, það eru svo margir sem
eiga enn um sárt að binda. Ein úr
okkar hópi, bandarísk kona, fór
afsíðis þar til að gefa upp nöfn
ættingja manns síns, sem hurfu í
Auswitz-fangabúðunum. Vissi
ekki hvort þeir hefðu frétt af
þeim. Annar Bandarlkjamaður,
kominn af pólskum ættum, hafði
tiltölulega nýlega frétt frá ætt-
ingja í Marseilles að öll fjölskylda
föður hans, sem slapp til Ameríku,
hefði horfið. Faðir hans talaði
aldrei um þetta við börn sín, sem
ekki vissu einu sinni að hann var
af auðugri fjölskyldu landeigenda
i Póllandi og hafði flúið.
I Haifa komumst við enn í
snertingu við þessa miklu hrakn-
ingasögu nútíma Gyðinga í sjón-
minjasafni, sem fjallar sérstak-
lega um innflytjendurna, er
streymdu inn í landið i hafnar-
borginni Haifa, og á ströndinni
þar í kring á árunum 1934—1948,
meðan Gyðingum var meinað af
Bretum að komast inn i landið.
Frá því tók að fréttast hvað væri
að gerast i Þýskalandi og þar til
Israelsríki var stofnað komust 122
þúsund Gyðingar ólöglega inn í
landið, þar af 107 þúsund með
skipum af sjó. Á safninu er eitt af
þessum skipum „Af A1 Pi Chen“,
sem kom með 434 manns. Alveg
ótrúlegt hvernig fólkið lifði af í
hillum í lestinni — manni varð
sjálfum ómótt við að fara þar
niður í hitanum. Mörg skipanna
voru tekin af Bretum og fólkið
flutt í fangabúðir til Kýpur, jafn-
vel til baka til Þýskalands. Ein
frægasta sagan af Exodus, sem
þeir tóku og sendu flóttafólkið til
Þýskalands. Það vakti loks svo
mikla mótmælaöldu i heiminum,
að málið um eigið ríki fyrir þetta
fólk í ísrael var tekið fyrir og
samþykkt hjá Sameinuðu þjóðun-
um í maí 1948. Sagan ekki þar með
búin, sem alkunnugt er.
Þess má geta til gamans, að mér
var sagt frá því að nýlega hefði
verið sýnd í sjónvarpinu í ísrael
fræðslumynd um stofnun frjáls
ríkis í ísrael fyrir 36 árum. Þar
sést atkvæðagreiðslan hjá Sam-
einuðu þjóðunum, þar sem Island
(Thor Thors) var eitt af löndunum
sem fyrst greiddi atkvæði með því.
Þessu gleyma Israelsmenn ekki.
— E-Pá.
sykurlaust appelsín
fl' íé M M t I
II Med nvju sætuefni Nutra-Sweet f n
^ sem skilar sama gamia góda i
. appeLsínubragðinu
I án eítirkeims.
\
f
f . ’
rlt i
Sgils
SSírlaustI f
OSiHEUDURl
tnna
* w
sykurlausa