Morgunblaðið - 04.07.1984, Side 5

Morgunblaðið - 04.07.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 37 2,4 lítrar af 100% vínanda miðað við 4% styrkleika. Og miðað við það að bjórinn auki aðra neyslu áfengis eins og annarstaðar gerist þá yrði stutt í það að neyslan hér á landi miðað við 100% vínanda muni tvöfaldast. Það hafa vinir okkar Finnar orðið að reyna því miður. Að halda einhverju gagn- stæðu fram er aðeins beinn eða óbeinn áróður þeirra, sem hag hafa af sölu áfengis. Boð og bönn öll viljum við boð og bönn á mörgum sviðum og tæpast mun heimili vera til, sem ekki setur upp boð og bönn innan sinna veggja. Boð og bönn í áfengismál- um eru m.a. takmörkun sölu áfengis við áfengisverslun, verð- lagning, skömmtun, hverjir mega kaupa, takmörkun á fjölda vín- sölustaða o.m.fl. í þessu eigum við samleið. En menning í sambandi við áfengisneyslu er hvergi til og hefur aldrei verið til eftir mínum skilningi á orðinu menning, því orði geta ekki í mínum huga fylgt böl, sjúkdómar og dauði eins og fvlgir áfengisneyslu allra þjóða. Afengisneyslan, sem almenn neysla er engin nauðsyn, hörm- ungarnar, sem af henni leiða þurf- um við ekki að kalla yfir okkur. Höfum kjark til að gefast ekki upp í baráttunni gegn þeim bölvaldi. jPhilips bíltæki. Sambyggt útvarps- og segul- bandstækiFM-LW-MW. Verð frá kr. 7.547.- ISambyggð útvarps- og segulbandstæki mono^ Verð frá aðeins kr. 3.573,- Philips kasséftur í öllum gerðum, langtum ódýrari en þig grunar. ' Til dæmis C-60 aðeins á kr. 49.- Ef þú kaupir fyrir meira en 4.999 krónur gerumst við ótrúlega sveigjanlegir í samningum. Láttu reyna á það! Heimilistæki hf Félag dráttarbrauta og skipasmiðjæ skipa- Verkefnastaða smíðastöðva afar tvísýn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Fé- lagi dráttarbrauta og skipasmiðja: Aðalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiðja 1984 var haldinn í Reykjavík í maí sl. Á fundinum kom m.a. fram, að verk- efnastaða skipasmíðastöðvanna væri afar tvísýn um þessar mund- ir. Sumar stöðvanna væru i þann veginn að verða verkefnalausar, en aðrar hefðu verkefni til örfárra mánaða. Benti aðalfundurinn á nokkrar leiðir til að leysa brýn- asta vanda skipaiðnaðarins. Á að- alfundinum flutti Kristján Ragn- arsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, erindi. Fjallaði hann þar um stöðu út- gerðarinnar og möguleika á endurnýjun fiskiskipaflotans. Lagði Kristján áherslu á að nán- ast enga nýsmíði fiskiskipa ætti að heimila hér innanlands næstu árin. Af hálfu fulltrúa skipa- smíðastöðvanna var viðurkennt að svigrúm til endurnýjunar fiski- skipa sé fremur takmarkað um þessar mundir, þótt endurnýjun- arþörf fiskiskipastólsins sé orðin afar aðkallandi. Það svigrúm, sem þó sé fyrir hendi til nýsmíða og viðhalds á flotanum, beri að nýta að fullu, og tryggja að þau verk- efni verði unnin af íslenskum höndum. Það sé óumdeilanlega hagfelldari kostur að sjá stöðvun- um fyrir nokkrum verkefnum, til að tryggja áframhaldandi starf- rækslu þeirra, en að reyna að byggja þessi fyrirtæki á nýjan leik, þegar enn ein endurnýjun- arbylgja fiskiskipa tekur að rísa. 1 ályktun aðalfundarins er lögð áhersla á, að hagsmunir útgerðar og skipaiðnaðar fari saman. Þar segir m.a. orðrétt: „Sjávarútvegurinn hefur gegnt lykilhlutverki í gjaldeyrisöflun fs- lendinga. Því er brýnt, að þessi mikilvægi atvinnuvegur sé jafnan svo búinn, að hann geti haldið stöðu sinni á erlendum mörkuðum og bætt hana. Eitt af lykilatriðum til að tryggja það, er að fiskiskipa- stóll íslendinga sé jafnan sem hagkvæmastur í rekstri og svari að öðru leyti öllum nútímakröfum sem til fiskiskipa eru gerðar. Allir vita, að langur vegur er frá því, að þessu skilyrði sé nú fullnægt. Mik- ill taprekstur útgerðarfyrirtækja á undanförnum árum hefur komið í veg fyrir eðlilega endurnýjun fiskiskipaflotans, og þar með hamlað gegn því, að aukinni hag- ræðingu og hagkvæmni við veiðar og meðferð afla um borð hafi verið náð. Þá hefur þetta ástand flotans orðið til að vekja upp umræður um öryggis- og aðbúnaðarmál sjó- manna og nauðsyn þess, að þeim málum sé komið i viðunandi horf. Það er forsenda afkomu og við- gangs útgerðar, að efnahagsmál- um sé hagað á þann veg, að eðli- lega rekin útgerð geti endurnýjað skipakost sinn og staðið við skuld- bindingar, sem rekstri fylgja.“ Á aðalfundinum var Jón Sveins- son endurkjörinn formaður Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. Aðrir í stjórn eru Jósef Þorgeirs- son, varaformaður, Þórarinn Sveinsson, Gunnar Ragnars og Gunnlaugur Axelsson. Aðalfund- urinn heiðraði sérstaklega þá Bjarna Einarsson, forstjóra Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur hf., og Þorgeir Jósefsson, fyrrver- andi forstjóra Þorgeirs og Ellerts hf., Akranesi, fyrir áralöng og giftudrjúg störf í þágu íslensks skipaiðnaðar. V^terkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! T/IRAR Philips hljódmeistarihn Imeð steríó-útvarpiog kassetw^&gji LW - FM - MW Verð aðeins kr. 5.9 Tilvalinn í breakið. Ótrúlegt úrval. H I T Philips ferðatæki í fararbroddi LW - MW. 'Verð frá aðeins kr. 799.- FM - LW - MW tæki frá kr. 1.440.- 'Philips vasa-diskó. ótrúlegur kraftur. Verð kr. 3.490 Pill V. Daníelsson er forma&ur HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- S/ETÚNI 8-15655 Landssambandsins gegn áfengis- bölinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.