Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLl 1984
45
hindra samskipan. Þess vegna er
mikilvægt að menn reyni í sam-
einingu að koma sér saman um
þau skilyrði sem þurfa að vera
fyrir hendi til þess að samskipan
verði að veruleika.
í þessu sambandi er skipulagn-
ingin aðalatriðið. Við verðum að
vera viss um, að ekki verði gengið
út frá því að fötlunin sé meiri en
hún raunverulega er. Einnig er
nauðsynlegt að fatlaður nemandi
fái tækifæri til að aðlagast á fé-
lagslegum grundvelli, sem ekki er
stjórnað af þeim takmörkunum
sem skilningur hans og sjálfsvit-
und ákvarða.
Það er jafnan samhengi milli
gæða kennslu og menntunar kenn-
ara. Þess er því vart að vænta, að
grunnskólakennarar með almenna
kennaramenntun og grunnmennt-
un í sérkennslu geti að svo búnu
valdið því stóra verkefni að kenna
hóp af börnum þar sem innan um
eru börn sem eiga við sérstök
vandamál að stríða í námi sínu.
Nauðsynlegt er að i framtíðinni
verði tekið mið af þeim manngerð-
um sem við sérkennslu eiga að
fást, eins og gert hefur verið i
Kennaraháskólanum i Þránd-
heimi. Sérkennurum er ætlað að
geta skoðað sérþarfir barnsins i
kennslu og líta á skólasystkini og
félagslif bekkjarins sem ákaflega
mikilvægan þátt. Það er mikil-
vægt að við íhugum vandlega
hvers konar kennarar það eru sem
okkur vantar þegar þessar breyt-
ingar á skólakerfinu taka gildi.
Samræming og
samvinna
Orðin samræming og samvinna
verða að vera lykilorðin í þvi sem
við komum tii með að vinna að i
framtíðinni. Mér er enn minnis-
stæð móðirin, sem i örvæntingu
sinni tilkynnti mér að ég væri sex-
tándi sérfræðingurinn sem hún
hefði rætt við.
Það er eitthvað athugavert þeg-
ar kerfið megnar ekki að sam-
ræma þá aðstoð sem í boði er og
þegar ekki er um svo mikið faglegt
traust að ræða milli manna, að
þeir megni að sjá út fyrir þann
ramma sem þeirra eigin fræði-
grein markar! Þetta á jafnt við um
lækninn, þann sem sér um félags-
leg málefni i kerfinu, skólasál-
fræðinga, kennara og uppeldis-
fræðinga sem starfa á dagstofn-
unum.
í samvinnunni með fatlað barn
verðum við að sýna hvort öðru
traust, þannig að við getum, án
þess að missa okkar eigin faglega
grundvöll, komið til móts við
hugmyndir hvors annars. Sam-
vinnan er því algjört lykilatriði í
því starfi, sem við erum að reyna
að vinna.
Framtíðarhorfur
Það sérkennslufræðilega og
sálfræðilega starf sem unnið hef-
ur verið í sveitarfélögunum Had-
sten, Hinnerup og Rosenholm hef-
ur sýnt, að skorturinn á sér-
kennslu er um þessar mundir
stærsta vandamálið. Þá er átt við
skort á sérkennurum, sem ekki
einungis einblína á hið sérstæða
við fötlunina, heldur hafa einnig
tilfinningu fyrir samspilinu við
nánasta umhverfið í vinnu sinni
og skipulagningu hennar.
Hér lítum við á menntunarein-
veldi ríkisins sem einhvers konar
hindrun í viðleitni sveitarfélag-
anna að fara eftir samþykkt
þingsins frá árinu 1969. Sveitar-
félögin hafa sjálf skipulagt sér-
kennslunámskeið sem heyra undir
svokallaða Ráðgjafaþjónustu
skólasálfræðinga. Þetta er samt
sem áður ekki nóg, m.a. vegna þess
að námskeiðin eru ekki fullnægj-
andi.
Það er kannski of sterkt til orða
tekið að okkur finnist við hafa
verið svikin, en þegar við hófum
starf okkar í þessum þremur
sveitarfélögum, við að aðlaga fötl-
uð börn skólakerfinu, vorum við
þess fullviss, að í kjölfarið fylgdi
frekari kennsla fyrir sérkennara.
Það gerðist ekki.
Þess vegna langar mig að benda
á hér, að í þeim sveitarfélögum
sem ég hef yfirumsjón með, væri
hægt að koma á fót „menntunar-
stofnun", þar sem fram færi nokk-
urs konar tilraunastarf og sveit-
arfélögin sjálf hefðu tækifæri til
að fá fram þá kosti sem sérhverj-
um kennara er nauðsynlegt hafa.
Þetta gæti einnig gerst i samvinnu
við fleiri sveitarfélög.
Þessi framkvæmd gæti verið í
samræmi við 9-punkta ákvörðun
þingsins frá árinu 1969 og vænt-
ingar þær sem fólust í breytingum
á starfsemi sveitarfélaganna.
Þetta myndi bæta sérkennslu
fyrir börn í skólum og það myndi
einnig auka möguleika á því, að
flýta því verkefni sem lögin frá
1969 kveða á um, að það skuli vera
einn og sami skóli fyrir alla.
(Úr ritinu Psykisk utveckl-
ingshámning, nr. 1, 1984.
Þýtt-EJ)
Hrefnuveiðar
ganga þokkalega
Talsvert um hrefnu
fyrir Norðurlandi
HREFNUVEIÐAR hér við
land hafa gengið þokkalega
að sögn Þórðar Eyþórssonar,
deildarstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Ekki liggja enn
fyrir tölur um veidd dýr, en
veiðar máttu hefjast 20. maí
síðastliðinn. Leyfilegur heild-
arkvóti á þessu ári er 177 dýr,
sem skiptist milli 9 báta.
Hafa menn orðið varir við
talsvert af hrefnu fyrir Norð-
urlandi.
Þórður sagði, að heildarkvót-
inn skiptist misjafnt milli báta
eftir reynslu samkvæmt sam-
komulagi við eigendur þeirra,
þannig að þeir fengju úthlutað
frá 9 upp í 35 dýr hver. Miðaðist
sú úthlutun við 173 dýr alls.
Fyrirkomulag veiðanna væri
síðan með þeim hætti, að kvótar
giltu til 15. ágúst. Þeir, sem náð
hefðu sínum hlut fyrir þann
tíma, yrðu að bíða þess dags, en
eftir hann væru veiðar á því,
sem eftir væri, gefnar frjálsar
þar til heildarfjölda væri náð.
Sagði hann, að heildarkvótinn
hefði ætíð náðst síðustu ár enda
færi hann sífellt minnkandi. Nú
mætti veiða 177 dýr, en á næsta
ári yrðu þau líklega 155.
Tveir bátar frá Brjánslæk
hafa leyfi til hrefnuveiða, einn
frá Súðavík, fjórir frá Blöndu-
ósi, einn frá Árskógssandi og
einn frá Þórshöfn. I þessu til-
felli er miðað við vinnslustöðv-
ar, ekki heimahafnir bátanna.
Hrefnan er bæði verkuð á inn-
anlands- og utanlandsmarkað.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
jVVov0imM*xfoifo
Nýtt Ferðamálaráð skipað:
Kjartan Lárusson forstjóri Ferða-
skrifstofu ríkisins formaður
Samgönguraðherra hefur skipaö
nýtt Ferðamálaráð. Kjartan Lárus-
son forstjéri Ferðaskrifstofu ríkisins
var skipaður formaður í stað Heimis
Hannessonar.
Ferðamálaráð er skipað til fjög-
urra ára frá og með 1. júlí. Sam-
gönguráðherra skipar þrjá menn
án tilnefningar en ellefu aðra eftir
tilnefningum ýmissa aðila. Auk
formannsins skipaði ráðherra
Ólaf Steinar Valdimarsson ráðu-
neytisstjóra í samgönguráðuneyt-
inu sem varaformann í ráðið og
Konráð Guðmundsson hótelstjóra
Hótel Sögu en þeir áttu báðir sæti
í ráðinu fyrir.
Aðrir í Ferðamálaráði eru:
Skarphéðinn Eyþórsson fram-
kvæmdastjóri Hópferðamiðstöðv-
arinnar fyrir Félag hópferðaleyf-
ishafa, Böðvar Valgeirsson for-
Kjartan Lárusson nýskipaður for-
maður Ferðamálaráðs.
stjóri Ferðaskrifstofunnar Atl-
antic fyrir Félag íslenskra ferða-
skrifstofa, Birna Bjarnleifsdóttir
leiðsögumaður fyrir Félag leið-
sögumanna, Agúst Hafberg for-
stjóri Landleiða fyrir Félag
sérleyfishafa, Lárus Ottesen
fyrrverandi framkvæmdastjóri
fyrir Ferðafélag íslands, Sigfús
Erlingsson framkvæmdastjóri
fyrir Flugleiðir, Jón Gauti Jóns-
son framkvæmdastjóri fyrir Nátt-
úruverndarráð, Logi Kristjánsson
bæjarstjóri í Neskaupstað fyrir
Samband íslenskra sveitarfélaga,
Bjarni I. Arnason forstjóri Brauð-
bæjar fyrir Samband veitinga- og
gistihúsaeigenda, Magnús Odds-
son markaðsstjóri Arnarflugs
fyrir önnur flugfélög en Flugleiðir
og Hákon Sigurgrímsson fram-
kvæmdastjóri fyrir Stéttarsam-
band bænda.
í þök og veggi
Sparið peninga
með minni byggingar- og viðhaldskostnaði
og lægri kyndingarkostnaði.
Þak- og veggeiningar: Stálplötur beggja
megin með pólýúreþaneinangrun á milli.
Hentar sérlega vel fyrir verksmiðjuhús,
vélageymslur, gripahús o.m.fl.________
Sparið tíma
með styttri byggingartíma og varanlegum
frágangi.
Framfaraspor - framtíðarlausn
• Færri ásar
• Léttari burðargrindur
• Styttri byggingartfmi
• Minni viðhaldskostnaður
• Lægri kyndingarkostnaður
— Hringiö eöa skrifiö efflr íslenskum bæklingi
'^BORKUR hf
( 9 HJALLAHRAUNI 2 • SlMI 53755 • PÓSTHÖLF 239 • 220 HAFNARFIRDI