Morgunblaðið - 04.07.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 04.07.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 49 Ljósm.: RAX Texti: HBJ Gert að. Bændur og búalið i Kelduhverfi vinnur við slátrunina þá daga sem hún er, og fær með því kær- komnar aukatekjur. Guðmundur Héðinsson verk- stjóri og Margrét Schram að pakka laxi fyrir Bandaríkjamark- að. Fiskurinn viktaður og sfðan flokkaður eftir stærð. Laxinn háfaður úr búrunum. ^ 8ettur f fiskikör. Laxaslátrun hjá Isno í Lóni í Kelduhverfi HJÁ ísno hf. í Lóni í Kelduhverfi hefur verið slátrað 70 til 80 tonnum af laxi, en áætlaö er að slátra 90 tonnum samtals í ár. Þegar Morgunblaðsmenn komu við í Lóni fyrir skömmu stóð slátrun yfir. 20 starfsmenn unnu við slátrun og vinnslu laxins, allt fólk úr Kelduhverfí. Blaða- menn skoðuðu aðstæður og ræddu við starfsfólkið, aðal- lega Guðmund Héðinsson verkstjóra. Laxinn er alinn í tvö ár frá sjógöngustærð í flotkvíum í Lón- inu. Vex hann frá um 30 gr stærð og upp í 3,5 til 4 kg við slátrun að meðaltali. Aðstæður eru þannig í Lóninu að í það rennur mikið af ferskvatni, bæði heitu og köldu, auk þess sem sjór flæðir inn í það. Vegna heitavatnsins sem í það rennur eru einstakar að- stæður í Lóninu sem skapa möguleika til að ala laxinn þar bæði sumar og vetur án hættu á undirkælingu. Slátrað er um þremur tonnum á dag þá daga sem slátrað er. Þrír menn sigla á pramma út að búrunum, háfa lax í eitt fiskiker í einu sem þeir sigla síðan með i land. Laxarnir berjast um með miklum látum þegar verið er að háfa þá, en í körin er sett kol- sýra þannig að lætin dofna fljót- lega. Þegar í land er komið er laxinum slátrað með því að skor- ið er á milli tálknanna og hann síðan látinn synda blóðið úr sér í kerjum með ferskvatni. Síðan er farið með hann inn í skemmu við Lónið þar sem hann er slægður, þveginn mjög rækilega, hver fiskur vigtaður og stærðarflokk- aður og síðan er laxinn ísaður. Þá er honum pakkað í ca 25 kg einangraða pappakassa og settur ís með. Laxinum er ekið til Reykjavík- ur að kvöldi sama dags og slátr- un fer fram og settur í áætlunar- flugvél sem fer til New York daginn eftir. Norska fyrirtækið A/s Mowi, sem á tæplega helm- ing i ísno hf., sér um söluna og er laxinum dreift undir merki þeirra. Páll Gústafsson, fram- kvæmdastjóri ísno hf., sagði í samtali við blm. að möguleikar væru til framleiðslu á 500 tonn- um af laxi í Lóninu en nú stæði yfir fimm ára tilraunafram- leiðsla og yrðu ákvarðanir um framhaldið ekki teknar fyrr en að loknu því tfmabili næsta sumar. Sagði hann að norsku samstarfsaðilarnir hefðu mikinn áhuga fyrir hafbeitinni, og ef þær tilraunir, sem verið hefðu í gangi með hafbeit, gæfu góðan árangur gæti svo farið að lögð yrði meiri áhersla á hana en ekki væri hægt að stunda bæði haf- beit og kvíaeldi i stórum stíl i Lóninu. Undanfarin ár hefur ísno sleppt 20 þúsund laxaseiðum úr Lóninu. Heimturnar hafa ekki verið góðar, 540 laxar skiluðu sér í fyrra, en í ár lítur vel út með hafbeitina því á þriðjudaginn er Morgunblaðsmenn voru á ferð- inni i Kelduhverfi voru komnir um 30 laxar, en á sama tima i fyrra voru laxarnir lítið sem ekkert farnir að skila sér til baka. Allt var þetta þriggja ára lax, 12 til 19 punda. Páll Gúst- afsson sagði að ekki væri hægt að miða við síðustu ár því þá hefði verið óvenju kaldur sjór og fiskur almennt skilað sér illa f norðlensku árnar. Handagangur í öskjunni. Laxinn blóðgaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.