Morgunblaðið - 04.07.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JtJLÍ 1984
53
í reiði
eftir dr. Benjamín
H.J. Eiríksson
Ég er hamslaus af reiði. Ég er
reiður, fyrst og fremst vegna
ósvífins og blygðunarlauss mál-
flutnings manna, sem ég hafði
haldið að vænta mætti af betra.
Málið sem ég ætla að fjalla um er
hundamálið, þótt fleira blandist i
það mál áður en lýkur. Það, sem
gerir mér einkum gramt í geði, er
siðleysið í málflutningnum og allri
málsmeðferð, hinn andlegi ræfil-
dómur, sem er að baki, spillingin.
Eins og svo oft sést þegar
grannt er skoðað, þá byrjar málið
hjá dómurunum. Þegar lögreglan
vildi framfylgja hundahaldsbann-
inu, og ganga að lögbrjótunum, þá
sagði dómarinn nei: Eg leyfi íög-
reglunni ekki að fara inn á heimili
manna til þess að sækja hundana.
Þar með var hundahaldsbannið
ónýtt. Lögbrjótarnir voru óhultir
með sitt. Með þessu gerði dómar-
inn bannið óframkvæmanlegt.
Rotnun hugarfars dómaranna
kemur víða fram. Samúðin og
verndin sem þeir skulda borgur-
unum, fyrst og fremst fórnardýr-
unum, eru í reynd orðnar að sam-
úð og vernd fyrir glæpamennina.
Lögin og borgararnir eiga það sem
úti frýs.
Það næsta, sem mér er minnis-
stætt í þróun þessa máls, er
atkvæðagreiðsla í borgarstjórn
fyrir nokkrum árum. Bannið, sem
verið hafði í gildi í nokkra áratugi,
kom að nýju til atkvæða. Atkvæði
féllu þannig: 14:11. Fjórtán voru
með banni, einn á móti. Þessi eini
var Albert Guðmundsson. Hann
var þá tiltölulegur nýliði í borgar-
stjórn.
Borgarkosningar fóru þá i hönd,
að mig minnir. Af því tilefni kom
mynd af Albert í Mbl., fjölskyldu-
mynd. Og hver heldur þú, kæri
lesandi, að hafi verið á myndinni,
sem einn af fjölskyldunni? Já, það
er rétt hjá þér: hundurinn. Lög-
gjafinn sjálfur var að sýna upp-
vaxandi æsku, unga fólkinu, já,
okkur öllum, hvernig umgangast
eigi lögin: traðka á þeim, brjóta
þau, þegar þau eru okkur ekki að
skapi. Þegar ég gekk í skóla sagði
kennarinn: Þú átt að hlýða lögun-
um, einnig þeim, sem þú ert
óánægður með. Á því byggist siðað
mannfélag. En þú getur unnið að
því að fá þeim breytt, ef þú vilt
hafa þau öðruvísi.
Þetta var hinn mikli boðskapur
Sókratesar. Honum var boðið að
ganga út úr fangelsinu. Þessu
hafnaði hann á þeim grundvelli,
að þetta væri að brjóta lög borgar-
innar. Hann trúði því, að Aþena
myndi standa og faíla með lögun-
um. Hann vildi heldur deyja en
brjóta þau. Viðhorf hundaeigend-
anna er annað. Þeir eru farnir í
hundana. Albert er enginn Sókra-
tes. Hann vill heldur verða sér til
skammar en halda lögin. Þetta
stafar af því að hann veit ekki
hvað skömm er né blygðun. Seinna
mun ég koma að þessu atriði.
Ég varð ákaflega hissa yfir því,
að ritstjórar Mbl. skyldu birtu
myndina. í minum augum hafði
Albert snúið bakinu við borgurun-
um og sýnt okkur öllum hvað hjá
honum er innst inni: djúp fyrir-
litning á okkur samborgurum
hans. Þegar Stalín gerði þetta
sama, þá sneri ég mér undan, til
þess að þurfa ekki að horfa á
viðbrögð þeirra samferðamanna
minna, sem sleiktu út um.
Næst finnst mér koma spurn-
ingin um það, hvernig 14:1 geti
orðið að meirihluta fyrir þennan
1. Nú er okkur boðað þessa dag-
ana, að þessi eini sé orðinn að
meirihluta í borgarstjórninni.
Tjaldið verði sem snöggvast dreg-
ið frá, og hann birtast næstu daga.
Um viðhorf borgaranna er vel vit-
að. Yfirgnæfandi meirihluti vill
halda uppi banninu og láta fram-
fylgja því. Þessi mikli meirihluti
(einfaldur meirihluti á auðvitað
að nægja) vill ekki láta traðka á
sér. Við sem munum hundaþvög-
urnar sem þustu um bæinn, og
rykskýið sem fylgdi þeim, og höf-
um reynslu hér og erlendis af
mörgu óskemmtilegu sem fylgir
hundahaldinu, svo sem óþrifnaður
á götum og heimilum, dreifing
sýkla, hrædd börn, hundsbit og
hundgá, ill meðferð á hundum, við
viljum alls ekki hundahald i
Reykjavík. Það er sjálfsagt að
leyfa mönnum að hafa hunda
(annars segir nú Guð, að maður-
inn eigi að elska náungann, vanti
hann einhvern til að elska, já, og
eigi að hafa þá vöntun) en þessir
menn eiga þá að búa annars stað-
ar, ekki i Reykjavík. Hér eru
hundarnir í einu orði sagt: plága.
Ég hefi lýst þeirri skoðun minni
á öðrum vettvangi, að Reykjavík
eigi að vera hrein borg. Hundur-
inn er óhreint dýr, segir Biblían.
Hann er rituelt óhreint dýr, og því
bannaður Gyðingum. En það er
SUrfsfólk Veggfóðrarans-Málningar & járnvara f nýja verslunarhúsnæðinu
í Síðumúla 4.
Tvær byggingavöru-
verslanir sameinaðar
TVÆR rótgrónar byggingavöru-
verslanir í miðborginni, Veggfóðr-
arinn hf. og Málning og járnvörur,
hafa verið sameinaðar og fluttar í
nýtt húsnæði að Siðumúla 4. Eig-
endur hinna nýju sameinuðu
verslana, sem nú heitir Veggfóðr-
arinn-Málning & járnvörur, eru
Einar Þorvarðarson og fjölskylda
hans, en þau ráku áður um árabil
verslunina Veggfóðrarann.
Veggfóðrarinn-Málning & járn-
vörur hefur á boðstólnum mikið
úrval af byggingavörum og má
nefna sem dæmi gólfefni sem unn-
ið er úr hinu náttúrulega efni lin-
oleum sem er frá þýska fyrirtæk-
inu LDW.
tlr rrélUtilkyuingn.
Benjamín H J. Eiríksson
„Undanfarið hafa
hundaeigendur haft
hægt um sig, haldið
hundunum sem mest
inni. Það tel ég með ráð-
um gert, þeir geri þetta
til þess að slæva ár-
vekni samborgaranna.“
auðvitað annað mál i þessu sam-
bandi.
Sú óskemmtilega þróun mála,
sem við höfum horft upp á, hefir
áreiðanlega ekki gerzt sjálfkrafa.
Ég ætla ekki að leyna þeirri skoð-
un minni, að þar hafi einhver póli-
tískur aflraunamaður komið við
sögu, og að hann heiti einmitt Al-
bert, sá Albert sem við höfum
kynnzt nokkuð hér á undan. En í
þessu máli er hann aðeins eins og
ísjakinn, við sjáum aðeins topp-
inn. Ég tel öruggt, að hann hafi
gert ýmsum borgarfulltrúum til-
boð, sem þeir hafi ekki getað hafn-
að, og hann fengið þá til að gleyma
þvi um stund, að þeir eru kjörnir
fulltrúar okkar borgaranna, og
þar með til að gera 1 að meiri-
hluta. Það er því full ástæða til að
líta á þróun fleiri mála frá því
Albert kom í borgarstjórnina. Það
er enn meiri ástæða til þess að
gera þetta, þar sem Albet hefir
enn einu sinni gengið á bak orða
sinna.
Þegar hann fór í ríkisstjórnina,
þá sagðist hann fara úr borgar-
stjórninni. En hvað skeður? Fyrir
skömmu lýsti hann því yfir að
hann tæki að nýju sæti sitt í borg-
arstjórn. Það er eitthvað ekki
laust sem rekur á eftir í borgar-
stjórninni hjá uppteknum fjár-
málaráðherra með ærinn vanda á
höndum — jafnvel þótt hann sé
búinn að bjarga vínprísum og
gjaldeyrisyfirfærslum —, hjá
þingmanni og eiganda ýmissa
fyrirtækja, fésýslu og kaupsýslu,
þvi að eins og allir geta séð, sem
augu hafa, þá er Albert fyrst og
fremst einn peningur.
Undanfarið hafa hundaeigendur
haft hægt um sig, haldið hundun-
um sem mest inni. Það tel ég með
ráðum gert, þeir geri þetta til þess
að slæva árvekni samborgaranna.
Þetta myndi breytast til muna,
þegar leyfið („bannið" hans Dav-
íðs) væri komið til framkvæmda.
Þá fengju menn, sem finnst annaö
betra, að vaða i hundaskít, og óvit-
arnir nýtt sælgæti að stinga upp í
sig.
Sú óhæfa, sem verið er að
brugga í borgarstjórn handa
okkur Reykvíkingum, er því aðeins
hugsanleg, já möguleg, að Davið
sé farinn að taka upp háttalag
Birgis ísleifs: að éta úr lófa Al-
berts. Þá væri nú fyrst fyrir al-
vöru farið að lækka risið á emb-
ætti þeirra Knúts Ziemsens, Jóns
Þorlákssonar og Péturs Halldórs-
sonar. Davíð er sem sé farinn að
kalla leyfi til hundahalds bann.
Flest er nú hægt. En ætla sjálf-
stæðismenn að láta svikara leiða
Sjálfstæðisflokkinn á blóðvöllinn?
Mælirinn er fullur. Burt með
hundana!
Dr. Beajamín HJ. Eiríksaon, hag-
træðingur, var um langt irabil
rídunautur ríkisstjórna um etna-
bagsmál og bankastjóri Fram-
kvæmdabanka íslands. Greinasafn
ettir bann kom út síðastliðið hausl.
JÚLÍ
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
Skilafresturtilboða ertil kl. 14:00 miðvikudaginn
11. júlí 1984. Tilboðum sé skilað til lánadeildar
Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, fyrir
þann tíma.
Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem giltu
í júníútboðinu, liggja frammi ásamttilboðseyðublaði í
afgreiðslu Seðlabankans, en þeir eru helstir:
IGert sé tilboö í lágmark 5 víxla hvem að
■ fjárhæð kr. 50.000.- þ.e. nafnverð
kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því.
2.
3.
Tilboðstrygging er kr. 10.000.-
Útgáfudagur víxlanna er 13. þ.m. og
gjalddagi 12. október n.k.
A Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og
án þóknunar.
Um skattalega meðferð þeirra gilda
sömu reglur og hverju sinni um
innstæður í bönkum og sparisjóðum.
i-
Reykjavik, 3. jú/i 1984
RÍ KISSJ ÓÐUlR ÍSLANDS