Morgunblaðið - 04.07.1984, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
Álver, atvinnuleysi
eða íslenskt hugvit?
— eftir Rósu
Eggertsdóttur
Umræður manna síðustu daga
og vikur hafa verið á ýmsa lund
þegar talið berst að álverskosti í
Arnarneshreppi. Frá sjónarhóli
iundirritaðrar er það eitt sér stór-
áfangi að fólk skuli nú vera farið
að skiptast á skoðunum um jafn-
alvarlegan hlut og atvinnuupp-
byggingu héraðsins. Ef vel ætti að
vera þyrfti þessi umræða að vera
stöðug allt árið um kring.
Nú er svo komið að hræðsla
fólks við atvinnuleysisgrýluna er
orðin það mikil að sumir vilja við
öllu taka, jafnvel álveri við Eyja-
fjörð, til að vinna bug á atvinnu-
leysinu. Það er alveg rétt að at-
vinna hefur ekki verið traust und-
ir það síðasta í Eyjafirði og allar
spár hníga t þá átt að fjölga verði
störfum um 100 í iðnaði sam-
kvæmt áliti samstarfsnefndar um
iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu ár
_hvert fram til 1990. Ráðamönnum
hefur löngum tekist vel upp þegar
telja á fólki trú um eitt og annað.
Fólki hefur verið sagt að álverk-
smiðja við Eyjafjörð muni mæta
aukningu fólks á vinnumarkaðinn
næstu árin. Hið sanna er að fyrsti
möguleiki til að hefja byggingu ál-
versins mun verða 1987 og senni-
lega ekki fyrr en 1988 og fyrsta
byggingarárið munu aðeins 110
manns fá störf. Menn verða því að
huga að árunum 1985,1986 og lík-
lega einnig árinu 1987. Eða á bara
að sitja með hendur í skauti í þrjú
ár, greiða atvinnuleysisbætur og
berjast svo um þessi 110 störf árið
1988? Stjórnvöld hafa lýst því yfir
að ekkert sé á döfinni til að efla
ativnnulifið í héraðinu fyrir utan
álvershugmyndina. Að vonum
þykja þetta ekki góðir kostir.
Ýmsir eru orðnir svo svartsýnir að
þeir sjá bara tvo kosti: álver og
atvinnuleysi.
Að mínu mati er álver fráleitur
atvinnukostur fyrir Eyfirðinga.
Eru ástæðurnar fyrst og fremst
þrjár: mengun verður mikil, orku-
verð mun ekki verða viðunandi og
sem vinnustaður er álver skaðlegt
heilsu manna. Mun ég lítillega
skýra þessa skoðun mína betur.
Mengun
Þegar rætt er um álver í Arn-
arneshreppi er venjulega gengið
„Að mínu mati er álver
fráleitur atvinnukostur
fyrir Eyfirðinga. Eru
ástæðurnar fyrst og
fremst þrjár: mengun
verður mikil, orkuverð
mun ekki verða viðun-
andi og sem vinnustað-
ur er álver skaðlegt
heilsu manna.“
út frá 130.000 tonna álveri. Er það
með stærri álverum í heiminum.
Álverið í Straumsvík er um 85.000
tonn. Á síðustu áratugum hafa
stórstígar framfarir orðið tækni-
lega séð varðandi allan hreinsi-
búnað i álverksmiðjum. Menn
hafa getað minnkað mengun í
andrúmslofti stórlega frá því sem
áður var. Er nú svo komið að hægt
er að hreinsa um 97% flúors,
þannig að einungis 3% fara út í
andrúmsloftið. Það er við þessi
3% sem ég er mjög hrædd. Talan
3% er ekki há en sé talað um 0,7
kíló fyrir hvert framleitt tonn í
verksmiðjunni kemur út talan 90
tonn á hverju einasta ári. Þetta er
mikið magn. Með hreinsibúnaði
tekst einnig að hefta mikið magn
af brennisteini. Samt sem áður
fara 360 tonn af brennisteini út á
hverju ári.
f greinargerð frá Fulltrúafundi
Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1.
feb. 1977 segir að í Eyjafirði sé
logn skráð 13% af árinu eða í sem
svarar 47 daga (vísað í gögn frá
Veðurstofu íslands). Hvað heldur
fólk að verði um þessi efni eftir að
þau eru komin í andrúmsloftið?
Álver sem vinnustaður
í umræðu um álver/ekki álver
hefur fólk lítið rætt um hvers kon-
ar vinnustað sé að ræða. Ef til vill
vilja menn að „hinir" vinni í álver-
inu en ekki þeir sjálfir. f Straums-
vík vinna menn í menguðu and-
rúmslofti. Áður en starfsmenn
hefja vinnu í verksmiðunni fara
þeir í læknisskoðun. Á þeim 15 ár-
um sem liðin eru hafa astma til-
felli orðið þar vel þekkt, einmitt
hjá mönnum sem ekki höfðu
astma áður en þeir hófu störf. Sl.
haust var gerð úttekt á rykmæl-
ingum í álverinu I Straumsvík á
vegum vinnueftirlitsins. Þessa
skýrslu hef ég ekki enn séð en skv.
heimildarmanni mínum í álverinu
í Straumsvík segir þar að vinnu-
staðurinn sé í heild slæmur en
ýmsir verkþættir séu verri en aðr-
ir. Svo vikið sé aftur að umræddu
álveri við Eyjafjörð er rætt um
470 eða 570 störf í verksmiðjunni
við framleiðsluna beint. Veltur
fjöldinn á því hvort rafskautin
verða fengin erlendis frá eða ekki.
Fari þessi rafskautavinna fram
innanlands skapast fleiri störf en
skv. heimildamanni minum i ál-
verinu í Straumsvík þs er aðal„-
skíturinn" bundinn þeim störfum.
Hefur fólki þótti nóg um skitinn í
kerskálunum hingað til.
Orkusalan
Menn eru sér þess meðvitandi
að verði byggt nýtt álver þarf að
byggja ný orkuver til að framleiða
rafmagn fyrir stóriðjuna. Um
helmingur erlendra skulda þjóðar-
búsins er vegna fjárfestinga í
orkuverum. Virkjanir sem þarf til
að reisa 130.000 tonn álver munu
kosta 12.000 milljónir. Það þarf
þvi að slá eitt lánið enn á erlend-
um lánamörkuðum. Álverið í
Straumsvík greiðir nú fyrir hverja
kilówattstund 9,5 mills. Kostnað-
arverð er um 20 mills. Þú og ég,
lesandi góður, greiðum mismun-
inn.
Ekki mun verða malað
gull með slíkri orkusölu
Hvaða manni dytti i hug að
stofna fyrirtæki, vitandi það
fyrirfram að viðskiptamaður A,
sem varð reyndar til þess að hann
stofnaði fyrirtækið, gæti aldrei
greitt lágmarksverð fyrir vöruna,
þannig að til að jafna fjármála-
hliðina, seldi hann viðskiptamanni
B (landsmönnum) vöruna á okur-
verði til að fyrirtækið skrimti?
Fram undir þetta hefur umræð-
an um atvinnumál héraðsins
staðnað í hugmyndinni álver/ekki
álver. í Eyjafirði er fullt af hug-
vits- og menntamönnum. Hins
vegar virðist ekki vera eins mikið
um peningamenn. Einhver sagði
að landsbyggðin útvegaði 75% af
sjálfsaflafé þjóðarinnar en fengi
Séð inn Eyjafjörð — til Akureyrar.
úr að moða einungis 25%. Hitt
drægi Reykjavíkursvæðið til sín.
Á að sætta sig við slíkt? Það væri
fróðlegt að fá svar við því hvers
vegna ekki sé einmitt fjárfest í ís-
lensku hugviti. Hvar er svo frum-
kvæði þeirra sem lifa og hrærast í
athafnalífinu sjálfu áratugum
saman?
íslendingar hafa lifað af myrk-
ar aldir. Það er af og frá að eitt-
hvert svartnætti ríki þó svo skapa
verði í héraðinu um 100 ný störf á
ári. Það eru alls staðar möguleik-
ar. Það þarf ekki annað en að líta
á innflutningsflóðið, gjafavörur,
varahlutir, plastvörur í fjallháum
hlössum, kex og kökur. Hvers
IJm helgina var staðfest samkomu-
lag samninganefnda Vestmannaeyja-
bsjar og verkalýðsfélagsins þar. Vinna
hófst því að nýju í gær eftir að starfs-
menn bejarins höfðu verið í verkfalli
síðan á þriðjudag í síðustu viku.
Samkomulagð felst i stórum
dráttum í breyttri flokkaröðun, en
viðmiðun eru samningar ASÍ og VSl
og að sögn Ólafs Elíssonar, bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum, er eina
frávikið frá þeim samningum til-
færsla starfsmanna milli launa-
flokka auk þess að álagsgreiðslur á
launataxta eru auknar úr 5% í 10%
og í 15% eftir 6 ára starf hjá bæn-
um.
Síðan kemur inn tveggja launa
hækkun eftir 15 ára starf viðkom-
andi hjá Vestmannaeyjabæ. Ólafur
sagði, að megingrundvöllur þessa
samkomulags, sem náðist á föstu-
daginn, hefði verið byggður á tilboði
vegna ekki fjölbreyttan vefjariðn-
að? Iðnað sem skapar sér sérstöðu
eins og t.d. finnsku Marimekkó-
vörurnar, heimsþekktar vörur.
Hvers vegna að stunda gróður-
húsarækt eingöngu fyrir innan-
landsmarkað? Ýmis ríki I Evrópu
hafa sérflugvélar til að flytja
blóm milli heimsálfa. Því ekki að
leita eftir erlendum viðskiptasam-
böndum, nægur er hitinn í jörðu.
Það eru allir vegir færir. Per-
sónulega hafna ég álveri við Eyja-
fjörð en bið frekar um íslenskt
hugvit.
Rósa Eggertadóttir býr að Sólgarði
í Eyjafirði.
samninganefndar bæjarins frá 23.
júní. Meginkrafa verkalýðsfélagsins
hefði verið sú, lágmarkslaunin,
12.660 krónur, frá 21. febrúar yrðu
lægstu grunnlaun og hækkanir yrðu
út frá því, þannig að allir yrðu með
óskerta eftir- og næturvinnu. Um
það hefði verið samið þannig að enn
fengju þeir, sem væru með taxta-
kaup lægra en lágmarkslaunin,
greidda eftir- og næturvinnu af
þeim.
Aðspurður sagði Ólafur, að enn
lægi ekki fyllilega ljós fyrir sá
kostnaðarauki, sem bærinn yrði að
bera vegna þessa samkomulags, sem
næði til um 50 sumarvinnuunglinga
auk um 16 fastra starfsmanna.
Bæjarráð Vestmannaeyjakaup-
staðar staðfesti þetta samkomuag á
laugardag og á sunnudag var það
samþykkt samhljóða í verkalýðsfé-
laginu.
Vestmannaeyjar:
Verkfalli bæjar-
starfsmanna lokið
„Dýrlegt kemur sumar“
Loksins ljómar sól um „Sund
og Voga“. Allt brosir og skín og
blómin farin að anga við brautir
hversdagsins.
í þessum fögnuði hinna fyrstu
sólskinsdaga sumarsins, langar
mig til að þakka bréf, sem mér
barst í hendur hérna við „glugg-
ann“ á sjöundu hæðinni minni
við Hálogaland.
Satt að segja hef ég vitað um
efni bréfsins, en aldrei gert mér
grein fyrir því, fyrr en mér
fannst það vera líka til mín per-
sónulega.
Og í landi og borg þar sem
lítið er þakkað, en mikið heimt-
að, vildi ég ekki vera eins hljóður
um velgjörðir samfélags og for-
ystufólks og flestir virðast temja
sér um fagnaðarboðskap og til-
hlökkunarefni til aldinna
bræðra og systra, og flestir virð-
ast telja sér sæmilegt.
Ef við, sem nú erum í hópi
hinna öldnu lítum til baka, þá er
ekki langt síðan hægt var að
segja, að ekkert væri gert fyrir
gamalt fólk af hálfu samfélags-
ins, annað en að láta það „fara á
sveitina", sem svo var nefnt.
Halda nokkurs konar uppboð á
því, sem ekki gat hjálpað sér
sjálft eða notið forsjá sinnar
nánustu. Þetta var gjört einu
sinni á ári, oftast að vori.
Þá var vesalingum ráðstafað
til þeirra, sem tóku það til árs-
dvalar fyrir lægsta meðgjöf. Lítt
var spurt um aðbúð og aðstöðu
húsbænda og heimila, sem við
því tóku, það skipti minnstu.
Sjálfsagt er, að þarna var mis-
jöfn aðbúð eftir manngildi og
efnum húsfeðra og þá ekki síður
húsfreyja.
Samt er óhætt að fullyrða, að
fæstir mundu trúa nú hvílíkt böl
og þrautir, einsemd og niðurlæg-
ing beið flestra hinna svonefndu
„hornkerlinga" og „sveitarlima",
sem svo voru nefndir með lítils-
virðingu að ekki sé sagt fyrir-
litningu.
í þessum hópi voru fatlaðir,
munaðarlausir, aldnir og um-
komulausir.
Samanburður við nútímann er
svo stór, að um það finnast vart
orð. Vel mætti syngja lofsöngva
og þakkarljóð daglega yfir því
sem unnizt hefur. Og óhætt mun
að fullyrða, að þessi samanburð-
ur mundi sanna, að aldrei hafa
íslendingar verið eins vel kristnir
og nú, ofan allra játninga og trú-
arhroka talað. Kærleikurinn er
Guð.
Hugsið ykkur borgina, hugsið
ykkur þjóðina án sjúkrahúsa,
elli- og hjúkrunarheimila, án
Hátúnsstofnananna og Vogs, að
ekki sé fleira nefnt af þeim
skrautblómstrum kristins dóms í
verki, sem mæta augum hvern
dag og eru hinn sanni vorgróður
á guðsríkisbrautum þjóðlífsins.
En það er ekki aðeins þessi
hús og heimili, hæli og hjálpar-
stöðvar. Það er ekki nein sérstök
bygging, sem vakti mig til hugs-
unar og þakka, aðdáunar og
undra yfir vormerkjum hér í
borginni, það er orðið svo sjálf-
sagt.
Það var tilkynning frá Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar
um starfið sumarið 1984.
Þar er boðið til skemmtiferða
innanlands og utan, fjallaferða
og sólarlandaferða og dagsferða.
Þar er boðið til orlofsdvala að
Löngumýri í Skagafirði í sam-
starfi við kirkjuna í sex hópum
frá maílokum fram í miðjan
september.
Félagsleg aðstoð allt frá fót-
snyrtingum til fjölbreyttra
skemmtisamkvæma og kaffiveit-
inga er til boða í fjölbýlishúsum
aldraðra á Norðurbrún 1, Löngu-
hlíð 3 og Furugerði 1, bæði vetur
og sumar.
Að ógleymdu öllu, sem unnið
er í dagvistun á Dalbrautinni,
Menningarmiðstöðinni við
Gerðuberg, mötuneyti Droplaug-
arstaða og fleiri stöðum.
Auk alls þessa og miklu fleira,
sem of langt yrði upp að telja er
hjálp veitt í heimahúsum og
heimahjúkrun frá fimm heilsu-
gæzlustöðvum á svæði borgar-
innar, að ógleymdu „Opnu húsi“
i miðbænum og félagslegum
upplýsingum viðvíkjandi öllum
málefnum aldraðra í Tjarnagötu
11 á fyrstu hæð.
Samt líða margir dagar svo, að
ekkert heyrist annað en kvein-
stafir og barlómur um „algjöra
forsmán" gagnvart vanmegna
f fólki og öreigum, einkum frá
- fólki, sem er í vissum stjórn-
málaflokkum og vill að sér sé
hossað.
Sjálfsagt er enn hægt að gera
betur. En gæti líka farið á annan
veg. Hafin ganga aftur á bak til
örbirgðar, atvinnuleysis og
eymdar liðinna daga sem við
þessi sjötugu munum öll. Þannig
fer, ef kröfur og frekja, van-
þakklæti og andleg örbirgð
kemst að.
Verum því samtaka I nægju-
semi, virðingu og þökk, svo að
komandi kynslóðir geti enn eign-
ast vor í vetrarskuggum ellinn-
ar.
Við eigum yndislega borg, sem
um aldir gæti orðið paradís sólar
og sumars hins sístarfandi kær-
leika á guðsríkisbraut.
Reykjavík, 17. maí 1984.
Árelfus Níelsson