Morgunblaðið - 04.07.1984, Qupperneq 31
63
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLl 1984
ekki 1300 sinnum hættulegra en
malathion, en það skiptir engu
máli. Það parathion sem notað
hefur verið hér á landi, og fjallað
er um í bæklingnum, er ethyl-
parathion, og er mikiu virkara en
methyl-efnið þótt ekki muni nema
einum staf í nafni. Ethyl-para-
thion er um 1300 sinnum hættu-
legra en malathion eins og sagt er
í bæklingnum, og er þá miðað við
þær blöndur sem seldar eru á Is-
landi (við hvað annað ætti að
miða? Sjá t.d. bók eftir G.W.
Ware: The Pesticide Book. Free-
man and Co., San Francisco, 1978).
Eftir að grein Axels birtist var
haft samband við Sölufélag garð-
yrkjumanna, sem er einn fárra að-
ila sem hefur leyfi til að selja
parathion, Óla Val Hansson, garð-
yrkjuráðunaut Búnaðarfélags ís-
lands, og fulltrúa í Eiturefnanefnd
heilbrigðisráðuneytisins, til að fá
úr því skorið hvort hér gæti verið
um einhvern misskilning að ræða.
Niðurstaðan var einróma sú að
það parathion sem hér er á boð-
stólum er ethyl-efnið, enda gangi
það undir nafninu parathion, en
hitt kallað parathion-methyl. (Sjá
t.d. ritið Oversigt over godkendte
bekæmpelsesmidler, Miljöstyrels-
en í Danmark, 1983 og 1984.)
Það er einkennilegt að ráðu-
nauturinn og kennarinn skuli ekki
þekkja efnin sem hann er að mæla
með betur en raun ber vitni. Hann
mætti spyrja sjálfan sig að því,
hvers vegna þetta góða og tiltölu-
lega hættulitla efni (að hans mati)
sé yfirleitt bannað erlendis. Hvað
segja vinir hans, alvöru sérfræð-
ingarnir í grannlöndunum, um
þetta atriði? Mæla þeir með notk-
un parathions i gróðurhúsum til
að fækka kögurvængjum, mjöllús
og ranabjöllu, eins og Axel hefur
gert á eiturefnanámskeiðum (sbr.
fjölrit gefið út af Búnaðarfélagi
íslands).
LímborÖinn og lúsin
Límborðarnir sem rætt er um í
bæklingnum eru svo sem ágætir,
en þetta er ekki einhlít aðferð, og
kemur ekki að neinu haldi gagn-
vart lús, segir ráðunauturinn.
Kann maðurinn ekki að lesa? Það
er skýrt tekið fram í bæklingnum
að límborða má nota til að verja
stór ein- og tvístofna tré (teg-
undalisti fylgir) fyrir fiðrildalirfu.
Þessi aðferð er góð til að verja tré
sem hýsa aðeins eina tegund af
fiðrildalirfu, haustfeta, og listinn
sem er birtur yfir trjátegundir
sýnir dæmi um slík tré. Ef lím-
borðinn er settur á tréð á réttum
tíma þarf ekki að óttast skemmdir
að vori af völdum fiðrildalirfu.
Þau tré sem talin eru upp í listan-
um eru öll lúslaus nema heggur og
álmur, hvort tveggja tiltölulega
fáséð tré, sérstaklega heggur.
Álmlúsin er erfið viðureignar,
meira að segja úðun með sterku
eitri dugar illa vegna þess að lúsin
verpir blöðin upp og myndar skjól
fyrir sjálfa sig. Eins og kemur
fram í bæklingnum er nú unnið að
rannsóknum sem miða að því að
finna leiðir til að fækka álmlús, og
vonandi skila þær árangri.
Reyniviðartegundir fara stund-
um illa af völdum haustfeta, sér-
staklega silfur- og gráreynir.
Þetta eru ágæt dæmi um tré sem
má verja með lítilli fyrirhöfn, og
án þess að beita eitri. Þau eru
lúsalaus. Af hverju er ráðunautur-
inn ekki ánægður þegar trjárækt-
arfólki er bent á þetta? Hvert er
markmiðið með hans vinnu?
Alaskaösp, fura og greni
{ bæklingnum eru talin upp tré
sem garðeigendur þurfa yfirleitt
ekki að hafa áhyggjur af, skordýr
skemma þau mjög sjaldan eða
aldrei hér á landi. Þar á meðal eru
alaskaösp, furur og greni. Þetta er
rangt að mati Axels: „Það er al-
gengt að maðkur sæki á alaskaösp
og valdi þar verulegu tjóni," og
„furu- og grenilús eru einhverjir
verstu meinvaldar og geta gert út-
af við stærstu tré ef ekkert er að
gert.“
„Maðkur" sækir oft á alaskaösp,
en alrangt að hann valdi tjóni.
Öspin hristir lirfurnar af sér mjög
fljótt, og hrein undantekning að
þær nái að skemma blöð. Þegar
það gerist amar yfirleitt eitthvað
annað að trénu, ekki óalgengt að
það sé hálfdautt af völdum veðurs.
Núna líta aspir yfirleitt mjög illa
út á höfuðborgarsvæðinu, en
skordýr eiga þar enga sök á eins
og sumir virðast halda. Orsakanna
er að leita i tíðarfari síðasta árs
eingöngu.
Furur eru nær alveg lausar við
skaðleg skordýr enn sem komið er,
og því ekki ástæða til að hafa
miklar áhyggjur af þeim. Undan-
tekningin er furulús, hún getur
farið illa með skógarfuru, jafnvel
drepið stærstu tré eins og Axel
bendir réttilega á. Hún sækir líka
á aðrar tveggjanála furur, t.d.
bergfuru, stafafuru og fjallafuru,
en gerir þeim yfirleitt ekki neitt,
dregur ekki einu sinni úr vexti. Þá
sjaldan að það gerist er einstakl-
ingurinn sem um ræðir oftast
lélegur af öðrum orsökum. í Nor-
egi, þar sem ráðunauturinn fær sí-
na vitneskju, er furulúsin notuð
sem mælikvarði á vaxtarskilyrði
skógarfuru. Ef lúsin herjar á fur-
urnar er skipt um trjátegund.
Hvers vegna ættu íbúar á höf-
uðborgarsvæðinu að hafa áhyggj-
ur af furunum sínum? Þar eru
ekki nema örfáar skógarfurur,
leifar frá þeim tíma að furulúsin
var ekki til hér, og ekki eru þær í
almennri sölu núna. Fiðrildalirfur
láta fururnar vera hér á landi. Á
samt að halda áfram að úða þær
með parathion á hverju vori? (Eða
vor, sumar og haust eins og garð-
yrkjuráðunauturinn hefur kennt á
eiturefnanámskeiðum?)
Sitkalúsin getur farið illa með
grenitré, þó ekki þin eins og ráðu-
nauturinn kennir. Flest greni þol-
ir þó þessa lús nema sitkagreni, og
dæmi eru til þess að hún hafi
skemmt blágreni. Sitkalúsin barst
til landsins um 1959 og olli tjóni á
sitkagreni I Reykjavík 1%1 og
1964. Síðan hvarf hún og gerði
ekkert af sér fyrr en 1975—1977,
að hún fór illa með sitkagreni víða
um Suðurland og í Reykjavík. Á
þessu svæði er mikið af rauðgreni,
en það sá hvergi á því. Eftir þetta
fara litlar sögur af sitkalús þar til
í haust að undirritaður sá
skemmdir af hennar völdum í
Öskjuhlíð, Hljómskálagarði og
nokkrum öðrum þéttum sitka-
grenilundum.
Sitkalúsin skemmir tré ein-
göngu að hausti og fyrripart vetr-
ar hér á landi þá sjaldan að hún
nær sér á strik. Hér er meindýr
sem þarf að hafa auga með, en ef
þörf er á varnaraðgerðum á að
grípa til þeirra síðsumars eða á
haustin, ekki á vorin. Árleg vorúð-
Tílmæli sauðfjárveikivarna til hestamanna:
Flytjið ekki hey á
milli varnarhólfa
HESTAMENN eni mikiö á feröinni
þessar vikurnar. Siguröur Siguröarson
dýralæknir vildi í tilefni þess og vegna
þesN aö smitsjúkdómar sem herja á
sauðfé geta hæglega borist með heyi
koma á framfæri þeim eindregnu til-
mælum Sauðfjárveikivarna til hesta-
manna að þeir flytji ekki hey á milli
varnarhólfa.
Sagði Sigurður að fyrir hefði
komið að menn hefðu skilið hey eftir
á áningastöðum sem sauðfé hefði
síðan gengið i. Hestamönnum væri
heimilt að kaupa hey frá bæjum þar
sem riðuveiki hefði orðið vart og
gæti smit því borist með heyinu.
Sagði hann að hestamenn sem færu
á milli varnarhólfa yrðu að útvega
sér hey á þeim svæðum sem þeir
hvíldu á en nota grasköggla að öðr-
um kosti.
un er þvi jafnvitlaus þegar um
greni er að ræða og furur. Fiðr-
ildalirfur láta grenið vera. Sitka-
lúsin á þvi ekki heima i þessum
bæklingi, sem er beint gegn vorúð-
un á höfuðborgarsvæðinu.
í Morgunblaðsgrein sinni ber
Axel mér það á brýn að ég þekki
ekki sitkalús, og neiti að hún sé til.
Hvaða tilgangi þjónar svona
málflutningur? Undanfarin ár
hefur undirritaður unnið að rann-
sókn á sitkalús með það fyrir aug-
um að afla sem bestrar vitneskju
um lifnaðarhætti, útbreiðslu og
skaðsemi dýrsins. Tilgangurinn er
að reyna að spá fyrir um plágur og
finna ráð til að verjast þeim. Til
fróðleiks má benda ráðunautnum
á að nú þegar vitum við nógu mik-
ið um þessa lús til að geta fullyrt
að hún hagar sér öðruvísi hér á
landi en hún gerir i Noregi, og
ætti að vera honum vísbending um
að betra sé að treysta rannsóknum
sem fram fara hér á landi, en taka
allt gott og gilt sem lesa má af
erlendum bókum.
Og til þess að svara svartletruð-
um kafla úr gagnrýni Axels: Jón
Loftsson mun ekki rjúka til með
allt sitt lið og úða Hallormsstað-
arskóg þótt hann finni þar sitka-
lús. Fyrst leitar hann til „sér-
fróðra" manna á Rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins. Ætti hann að
leita eitthvað annað? Til fróðleiks
má einnig geta þess að Jón hefur
ekki þurft að úða eitri á plöntur í
þessu stærsta skóglendi landsins
(gróðrarstöðin meðtalin) í mörg
ár. Hann lætur sér nægja vetrarúö-
un á viðiplöntur sem fara eiga í
sölu og skilar góðum árangri þrátt
fyrir að Axel telji aðferðina
slæma.
Eiturlyfjasjúklingar
Ekki er Axel sáttur við nafnið
eiturlyfjasjúklingur á brekkuvíði.
Það er rétt hjá Axel að brekkuvíð-
ir er harðger og þolin planta, en að
sama skapi þurftafrek og við-
kvæm fyrir skordýrum. Undirrit-
aður hefur t.d. fundið um tvo tugi
skordýrategunda á þessari plöntu.
Ráðunauturinn segir að brekku-
víðir eigi fyllsta rétt á sér, og eigi
ekki „þessa ósmekklegu nafngift
skilið, enda tæplega hlutverk
þeirra sem um þetta efni fjalla að
dæma einstakar tegundir til
dauða". Og í sömu málsgrein segir
hann að það sé auðvelt að rækta
brekkuvíði „vegna þess að með
nútíma varnaraðferðum er mjög
auðvelt að halda h'onum í lagi og
úöun auðvcld". Það er einmitt
þetta sem átt er við þegar sagt er
að brekkuvíðir sé eiturlyfjasjúkl-
ingur. En það hefur enginn dæmt
hana til dauða. I bæklingnum er
bent á, að þeir sem vilja komast
hjá að nota eitur i garðinum eigi
að reyna að velja sér trjátegundir
sem auðvelt er að rækta án þess að
þurfa að hafa áhyggjur af skor-
dýrum. Að forðast plöntur eins og
brekkuvíði. Hvað er rangt við það?
Ættu garðyrkjumenn (og ráðu-
nautar) ekki að veita slík ráð?
Þegar vara er seld á að gera kaup-
anda grein fyrir göllum.
Hvað er maðurinn
að segja?
Síðasti hluti greinarinnar sem
garðyrkjuráðunauturinn skrifar
heitir „Nýjar aðferðir í vændum".
í þessum kafla felast svo furðu-
legar aðdróttanir og brigslanir á
hendur undirrituðum að undrun
sætir. Þessir tilburðir til að gera
lítið úr verkum annarra eru ekki
svaraverðir, en fróðlegt væri að fá
að vita hvað manninum gengur til
með þessum skrifum sínum. Vilja
Grétar Unnsteinsson og starfs-
menn hans hjá Garðyrkjuskóla
rikisins skrifa undir þetta með
ráðunautinum? Átti þetta að
fylgja með gagnrýninni á bækl-
inginn? Vonandi taka þeir minna
mark á garðyrkjuráðunautinum
næst þegar hann hóar þeim saman
til að styðja hugarsmíð sína.
Annars er ekki ástæða til að
orðlengja frekar um þessar ein-
kennilegu aðfarir gegn bæklingn-
um. Þó er ekki úr vegi að benda á
þær athyglisverðu aðferðir sem
Axel beitir við smíði á niðurlagi
greinarinnar. Hann tekur greinar
sem undirritaður hefur birt und-
anfarin tvö ár, og gerir efni þeirra
að sínu. (Ég þekki mitt eigið orð-
færi.) Notar það síðan til að kenna
höfundi greinanna. Fyrir hverjum
er verið að hræsna?
Lokaorð
Tilgangurinn með þessum bækl-
ingi var að reyna að bæta úr því
ófremdarástandi sem hefur skap-
ast. Reyna að fræða garðeigendur
og benda þeim á aðrar leiðir en
eiturúðun. Þetta er lítill bækling-
ur og rúmar því takmarkað efni.
Mörgu varð að sleppa vegna
plássleysis en reynt að draga aðal-
atriði saman og koma þeim til
skila. Áður hafa birst ítarlegar
greinar um sama efni, og er sumra
þeirra getið neðanmáls í bækl-
ingnum.
Það er ekki verið að fordæma
eiturúðun í þessum bæklingi, enda
kafli um úðun — það er verið að
reyna að fá garðeigendur til að
úöa aöeins þau tré sem eru í hættu
hverju sinni og nota þau efni sem
valda minnstu tjóni og minnstum
óþægindum fyrir nágranna. Einn-
ig er bent á leiðir sem geta í mörg-
um tilfellum komið í stað eiturúð-
unar. Þetta er einfaldara hér á
landi en víðast annars staðar,
sama hvað „færustu sérfræðingar
á Norðurlöndum" segja. Ástæðan
er sú að hér á landi hýsa flestar
trjátegundir innan við 5 tegundir
skordýra, og flestar skaðlausar. Á
Norðurlöndum hýsa tré margfalt
fleiri tegundir. Hér er því hægt að
beita tiltölulega einföldum ráðum
þótt slíkt dugi ekki erlendis, og
ætti af þeim sökum að taka meira
mark á islenskum rannsóknum en
erlendum. Þetta gildir e.t.v. ekki
um gróðurhús, þar sem vandamál-
in eru lík hvar sem er í heiminum,
og væri ekki úr vegi að ylræktar-
ráðunauturinn, Axel V. Magnús-
son, íhugaði það áður en hann boð-
ar til næsta fundar.
Dr. Jón tíunnar Ottósson starfar
sem skordýrafræðingur í Rann-
sóknastöð Skógræktar ríkisins,
MógilsL
$ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900 - 38903
fjnr; úmt miom
iflOTlMft
tí.9®
w
■V
IOWA
nJií SSiS
m ZEROWATT