Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1984 Viðræður við kolanámumenn Iiondon, 4. júlí. AP. Kinn þrjátíu námamanna sem voru handteknir í Llanwern I Suður-Wales í g«r. Skæruliðar í Perú á Uma, 4. júlí. AP. VINSTRISINNAÐIR skieruliðar drápu 40 smáb«ndur í þorpunum San Francisco og Santa Rosa norðaustur af Ayacucho á sunnudag og mánudag, að sögn lögreglu, en á þessum slóðum réðust sk«ruliðarnir á lest herflutn- ingabifreiða í síðustu viku og felldu fimm hermenn. FÉLAG brezkra kolanámumanna hefur ákveðið að taka boði ríkisins um að hefja samningaviðræður að nýju í lok þessarar viku, en kola- námumenn hafa verið í verkfalli sl. 17 vikur. Arthur Scargill, formaður fé- lagsins, NUM, sagði í dag að þótt sest yrði að samningaborði, þá Hundruð farþega strandaglópar Miami, 4. jálí. AP. HUNDRUÐ farþega bandaríska flug- félagsins Air Florida hafa orðið fyrir óþegindum í dag vegna gjaldþrots þess, sem lýst var í ger. Talsmaður flugfélagsins vissi þó ekki um fjölda farþeganna, en alls er hér um að ræða 11 flugvélar og 75 áetlunarferð- ir. Flugfélögin British Airways og Pan American hafa boðið farþeg- um Air Florida, sem eru stranda- glópar víða um heim vegna gjald- þrotsins, afslátt á fargjöldum með því að setja þá á biðlista, en flest allir starfsmenn Air Florida mættu til vinnu í dag m.a. til að hjálpa farþegum félagsins við að fá far með öðrum flugfélögum. Osló, 4. júlí. Frá Jan Erik Laure fréttariUra Mbl. ÞAÐ befur vakið undrun og reiði 1 Nor- egi að tveimur stórum sovézkum verk- smiðjuskipum hefur verið veitt leyfi til að leggjast við bólfestar rétt við rat- sjárstöð Atlantshafsbandalagsins við Kgersund. Skipin eru um 10 þúsund tonn aö stærð hvort og samtals eru í áhöfn þeirra um 500 manns. Skipin kaupa síld af norskum bátum. BÆÐI Scotiand Yard og spenska lögreglan staðhefa í viðtölum við bre.sk blöð, að fylgst sé með fimm reningjunum, sem etlað er, að stað- ið hafi á bak við tvö af sterstu rán- um í samanlagðri glepasögunni. Á laugardaginn var sagði Lor- enzo Mora Conesa, lögreglustjóri í Rússar kaupa meira hveiti WaxhinKlon, 4. júlf. Al*. SOVÉTMENN hafa fest kaup á 450 þúsund smálestum af viðbótarhveiti frá Bandaríkjunum til afhendingar á þessu ári, að því er bandaríska land- búnaðarráðuneytið skýrði frá í dag. Rússar hafa ekki fest kaup á kornvörum á Bandaríkjamarkaði í þrjá mánuði. Einkafyrirteki í út- flutningi skýrðu frá nýja samningn- um, eins og lög gera ráð fyrir. Talið er að verðmæti þessa hveitis sé 55 milljónir dollara, en ráðuneytið gaf þó engar upplýs- ingar um verð o.þ.h. Samkvæmt nýju langtímasam- komulagi um hveitiviðskipti frá 1. október hafa Rússar frá þeim tíma fest kaup á 11,6 milljónum smálesta af hveiti og korni í Bandaríkjunum og 416 þúsund tonnum af soyabaunum. Sam- kvæmt samkomulaginu skuld- binda Sovétmenn sig til að kaupa a.m.k. 9 milljónir tonna af hveiti og korni árlega næstu fimm árin. yrði verkfallinu haldið áfram þangað til stjórnin hætti við áform sín um að leggja niður starfsemi í 20 kolanámum, en það hefði í för með sér að um 20 þús- und kolanámumenn misstu vinn- una. Síðast ræddu fulltrúar verka- lýðsfélaganna og vinnuveitenda saman 14. júní sl., en upp úr þeim viðræðum slitnaði vegna þess að hvorugur aðili fékkst til að slaka til. Til alvarlegra átaka kom í dag milli verkfallsmanna og lögreglu við stáliðjuver í Suður-Wales. Köstuðu verkfallsmenn grjóti og öðru lauslegu að lest flutninga- bifreiða, sem var á leið til verk- smiðjunnar með járn og koks, og voru um 30 þeirra handteknir. Með hjálp lögreglu tókst að halda áfram birgðaflutningum til og frá stáliðjuverinu, en nokkrar tafir urðu þó. Koma þessar óeirðir í kjölfar ákvörðunar verkalýðsfélaga járnbrautarstarfsmanna um að láta samúðarverkfallið ná til flutnings á járngrýti auk kola og koks, sem nauðsynleg eru til starf- semi stáliðjuveranna. Talsmaður no-ska sjóhersins segir að sovézku skipunum hafi verið leyft aö leggjast undan ratstjárstöðinni af ásettu ráði, því með þeim hætti gæf- ust möguleikar á að fylgjast með skipunum og framferði skipverja. íbúar í Egersund og nágrenni eru gramir vegna nærveru skipanna og óttast mengun strandlengjunnar. Malaga, að vitað væri, hverjir þess- ir kónar væru, hvar þeir héldu til og hvað þeir hefðust að. Þeir væru undir stöðugu eftirliti. Fyrra ránið, sem gaf jæim næst- um 300 milljónir í aðra hönd, var framið í fyrra í öryggisgeymslu í miðborg Lundúna, þar sem oft er kallað Fort Knox. Að morgni sjálfs páskadags ruddust fjórtán manns yfir fjögurra metra háan skíðgarð, sem umlykur húsakynni öryggis- geymslunnar, og yfirbuguðu vakt- manninn. Þeir biðu síðan eftir eftirlits- manninum, sem einn hafði lykla- völdin í þessari pottþéttu öryggis- geymslu. Þegar hann kom á stað- inn, helltu þeir yfir hann bensíni og hótuðu að kveikja í, ef hann yrði ekki samvinnuþýður. Og það var hann. Engan grunaði, að neitt misjafnt væri á seyði, meðan ræningjarnir troðfylltu bíl sinn af peningum og fóru sér að engu óðslega. Komust þeir undan með stærstu upphæð í reiðufé, sem glæpasaga landsins getur státað af. Og eins var farið að 26. nóvember í fyrra. Grímuklæddir menn, vel vopnum búnir, tæmdu gullgeymslu á Heathrow-flugvelli. Þeir yfirbug- uðu vaktmennina og höfðu á brott með sér hvorki fleiri né færri en 6800 gullstengur, yfir þrjú tonn að þyngd, að verðmæti yfir milljarð króna. Lloyd’s-tryggingafélagið hét á annað hundrað milljónum f verð- laun fyrir upplýsingar, sem leitt Skæruliðarnir sökuðu smábænd- urna um samvinnu við stjórnvöld í Lfma. Hafa rúmlega 140 manns týnt lífi í auknum umsvifum skæruliða f miðhluta Perú. Skæruliðar hafa færst f aukana að undanförnu og hélt Fernando Belaunde forseti þvf fram í dag að þeir nytu stuðnings erlendra ríkja. Lögregluvörður var efldur við for- setahöllina f Lfma f dag, þar sem höfuðborgin var rafmagnslaus að einum þriðja, annan daginn f röð, en það nýttu skæruliðar vinstrimanna sér til árása. Um 750 lögreglumenn eru á verði við forsetahöllina f raf- magnsleysinu. Tveir lögtegluþjónar féllu fyrir gætu til handtöku ræningjanna, en undirheimarnir voru þögulir sem gröfin. Það var spænska lögreglan, sem fyrst greindi frá veru ræningjanna á Costa del Sol, ef til vill til þess að angra Scotland Yard. Er stjórn bresku rannsóknarlögreglunnar sögð hafa orðið æf yfir uppljóstrun- inni, þvi að hún hafi vonast til að geta gripið þessa „vini sína“ glóð- volga, þegar þeir yggðu ekki að sér og færu út fyrir landamærin. Nú hafa þeir félagarnir sennilega misst alla ferðalöngun f bili. hendi leyniskytta og sprengjur sprungu víða í borginni eftir að þriðjungur hennar varð rafmagns- laus á mánudagskvöld. Yfirvöld segja ástæður raf- magnsleysisins megi rekja til álags Berlío, 4. júlf. AP. FERTUG þýsk kona, Regína Bött- icher, sem ákerð er fyrir að vinna fyrir austur-þýsku öryggislögregl- una, kom fyrir rétt f Vestur-Berlín í dag. Hún er meðal annars sökuð um að hafa fengið mikilvegar upplýs- ingar fri vestrenum kaupsýslu- mönnum á kaupstefnum í Leipzig. Ákæruvaldið heldur því fram að Bötticher hafi verið njósnari Austur-Þjóðverja áður en hún fluttist búferlum til Vestur-Berl- ínar 1982, en hún var handtekin f fyrra. Hún er ennfremur ákærð fyrir að hafa með kynlifstilboðum fengið Vestur-Þjóðverja til að vinna fyrir austur-þýsku öryggis- lögregluna og útvegað nöfn manna, sem unnu að þvf að hjálpa Austur-Þjóðverjum að flýja til Vestur-Þýskalands. Bötticher viðurkenndi að hafa njósnað fyrir Austur-Þjóðverja, en hún hafi verið neydd til þess eftir að hún hafi sótt um leyfi til að flytjast til Vestur-Þýskalands 1976. Búist er við dómi í málinu næsta mánudag, en verði hún á rafstöðvar borgarinnar, sem leiddi til eldsvoða í einni stöðvanna. Skæruliðar sprengdu einnig rafmagnsstaura og ollu þannig rafmagnsleysi f hlutum borgarinn- ar. Enn hefur ekki tekist að gera við rafkerfið til bráðabirgða. Raf- magnsleysið hefur raskað samgöng- um og viðskiptalífi í borginni, og einnig fylgdi bilun f vatnsveitunni. fundin sek á hún yfir höfði sér sekt eða fangelsisvist. Morð í Aþenu Aþeno, 4. júlí. AP. TUGIR Araba voru yfirheyröir af grísku lögreglunni í dag í sambandi við morð á tveimur Ifbýskum náms- mönnum í Aþenu f nótt. Hefur lögreglan gripið til sér- stakra ráðstafana á fiugvöllum landsins og við landamærastöðvar, en morðið á námsmönnunum tveim- ur er þriðja árásin á Líbýumenn f Aþenu á þremur vikum. Námsmennirnir fundust látnir f íbúð sinni f miðborg Aþenu upp úr miðnætti. Lá annar þeirra með hand- klæði bundin um höfuðið. Hafði hon- um verið misþyrmt og hann kyrktur áður en skotið var tvisvar f bak hans. Hinn hafði verið skotinn til ólifis. Lfbýumennirnir tveir höfðu nýlok- ið lokaprófum við tannlæknaskóla f einkaeigu. Lögreglan neitar að stað- festa hvort þeir hafi verið pólitfskir andstæðingar Khadafy Líbýuleið- toga. Flugræningi hylltur í jómfrúrferðinni Harrixhurg, 4. júlí. AP. FORRÁÐAMENN American Air- lines munu líklega seint gleyma fyrsta farþeganum, sem keypti sér farmiða í jómfrúrferðina á nýrri flugleið félagsins milli höfuðborg- ar Pennsylvaníu og Chicago. Hann er Ron Rearick, fyrrum flugren- ingi. Rearick, sem er frá Seattle, var afhentur skjöldur við athöfn í upphafi flugsins milli Harris- burg og Chicago. Eftir viðtöku skjaldarins ljóstraði hann þvf upp að hann hefði setið í fangelsi í þrjú ár fyrir að þvinga milljón dollara út úr keppinaut Americ- an, United Airlines, með því að hóta að sprengja þotu í loft upp. Það var árið 1972 að Rearick reyndi að kúga United Airlines. Peningana fékk hann en var gripinn nær samstundis. Var hann dæmdur til 25 ára fangels- isvistar, en var látinn laus gegn drengskaparloforði eftir þriggja ára vist. Kveðst hann nú endur- fæddur kristinn maður og heim- sækir skóla og fangelsi þar sem hann varar við flótta inn á braut ofbeldis og ffkniefna, sem hann sjálfur steig áður fyrri. Sovézk skip valda gremju Norðmanna Ræningjar lifa kónga- lífi á Costa del Sol Kona sökuð um njósnir fyrir Austur-Þjóðverja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.