Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Áhrif sólar á jörðina Sólin sýndi engin merki þess, sem í vændum var. Þremur vikum áður hafði svæði það, sem seinna fékk heitið sólvirknissvæði 331 sést vera í uppsiglingu einum möndulsnúningi sólar á undan þeim sem hér um ræðir, og með því hafði verið fylgst þar til það hvarf bak við rönd sólskífunnar. Þá hafði svæðið stækkað óveru- lega og engin meiriháttar sólgos látið á sér kræla. Sólarárstíðin gaf heldur ekki neitt tilefni til grunsemda. Það sólskeið, sem byrjað hafði 8 árum áður hafði allt verið leiðinlega viðburðasnautt. Mesta sólvirkni- skeiðið hafði staðið fyrir þremur og hálfu ári og fátt markvert borið til tíðinda. Nú var þetta sólskeið á hnignunarbraut. Búist var við að virknin yrði í lágmarki eftir að- eins þrjú ár (lágmarkið var 1977, þýð.). Svæði 331 átti aftur að koma í augsýn 29. júlí. Enginn bjóst við öðru en að stærð þess yrði óveru- leg og færi minnkandi. Þegar það birtist samkvæmt áætlun á norð- austurbrún sólskífunnar var í fyrstu allt með felldu. En bletta- þyrpingin, sem hafði virst svo meinleysisleg þegar hún hvarf úr augsýn 14 dögum áður, hafði vaxið geysilega og var nú orðin skipuleg. Tveir stórir sólblettir höfðu myndast og gerð svæðisins var orðin margbreytileg. Merki um óstöðugleika komu í ljos. En dag- inn eftir, eða 30. júlí, hafði stjörnuskoðunarstöðin á Wilson- fjalli í Kaliforníu rannsakað seguleiginleika þess og staðfest að gerð svæðisins væri flókin. Kröft- ug sólgos virtust vera í aðsigi. Vísindamenn við „sólarveður- stofuna" I Boulder, Koloradó, en þar er þjónustumiðstöð fyrir geimrannsóknir, fylgdust náið með svæðinu. Þeir fundu merki þess að ný segulsvið væru að myndast undir yfirborði sólar. Samverkun þeirra við segulsvið, sem þegar var til staðar, gæti valdið nieiri segulmagnshræring- um, en þær aftur komið af stað meiriháttar sólvirkni. Vísinda- menn gáfu út spá um hugsanleg sólgos, sem gætu orðið sterk en slitrótt. 2. ágúst tók svæði 331 kipp. Þrjú kraftmikil sólgos þyrluðust upp. Hið fyrsta og þriðja, sem komu með 15 klst. millibili, voru öflug- ust. Stórt sólgos er gífurleg spreng- ing á yfirborði sólar og orsakast af niðurbældum segulkröftum. Við það losnar úr læðingi orka, sem samsvarar 10 milljón vetnis- sprengjum á örfáum mínútum. Mikilvægur mælikvarði á kraft sólgosa er styrkur röntgengeislun- arinnar. Mælissvið (frá lægst styrk að telja), nær frá Cl til C9, Ml til M9 og síðan XI til X9 (mesti styrkur). Fyrsta og þriðja gosið mældust X2. Sýnileg útgeislun var einnig há. Radíóbylgjuútsending þeirra var einnig nokkur þúsund sinnum sterkari en venjulega. Aukins prótónuregns frá sólinni var tekið að gæta á jörðinni. Sólin var í þann veginn að komast í fréttirnar. Rannsóknarstöðin í Boulder gaf út eftirfarandi til- kynninu: „Sólvirkni hefur verið mikil. Það hafa verið öflug sólgos á svæði 331. Búist er við pró- tónuútgeislun ... og segul- stormum, allt að meðalstyrk- leika. Prótónuflæði ætti að aukast næstu 12 klst. Segul- stormurinn ætti að vera sterk- astur 4. og 5. ágúst. Hvort áframhald verður á sterkum sólgosum er ekki vitað." Hið versta var enn ókomið. 3. ágúst var tímabundið hlé á sól- virkni. Aðeins tvö minniháttar sólgos urðu á svæði 331, en Ieifar af útgeislun frá deginum áður streymdu enn út frá sólinni. Geimrannsóknarstöð Banda- ríkjanna, Frumherji 9, var á braut umhverfis sólu, milli Venusar og jarðar. Hann var 35 milljónum km nær sólu en við. Kl. 11.24 GMT *' skynjaði Frumherji bylgjur frá fyrsta sólgosinu, sem hafði byrjað 33 stundum áður, og sendi hann upplýsingar um það til jarðar. Sól- vindurinn, en hann er straumur hlaðinna agna sem geisla stöðugt út frá sólinni, hafði skyndilega aukið hraðann úr 350 km á sek. í fellt á hægfara hreyfingu. Kraft- línur segulmagnaðrar járnstangar mynda hringrás í allar áttir út frá endum tangarinnar. Járnsvarf á pappírsblaði, sem sett er yfir seg- ul, leiðir i ljós samloka kúrfur seg- ulsviðsins. Á sama hátt teygja kraftlínur frá segulsviði jarðar sig Iangt út fyrir gufuhvolfið og koma, að undanskildum pólsvæð- um, til baka annars staðar á jörð- inni, myndandi samloka bauga. Rafagnavindur frá sólinni flæð- skiptaleg og hernaðarleg boð. Fjarskipti á norður- og suðurhveli geta rofnað algerlega klukku- stundum saman. Allra þessara fjarskiptaáhrifa varð brátt vart. Þar sem segulstormar orsakast af auknu agnastreymi frá sólinni, er byrjun hans næstum alltaf snögg. Stormurinn 4. ágúst skall á eins og spáð hafði verið. Segulmælir Weston-stöðvarinn- ar í Boston-háskóla, tæki sem mælir styrkleika jarðsegulsviðs- Árlegt meðaltai fjölda sólbletta frá 1610 til 1980. Tíraabilið frá 1645—1715 er Maunder-lágmarkið, kennt við Englendinginn E. Walter Maunder, sem var yfirmaður sóldeildarinnar við Greenwich-stjörnustöðina á síðustu öld. Sólblettaskeið og stærstu segulstormar á jörðinni síðastliðna öld. Svörtu lóðréttu strikin sýna risastorma sem orðið hafa. 585 km á sek. Bylgjan frá öðru sólgosinu átti eftir að auka sól- vindinn upp í 1200 km á sek. Viðvörun Frumherja gaf sólar- veðurfræðingum í Boulder tíma til að gefa út greinilega tilkynningu um að aðfaranótt 4. ágúst mundi skella á fyrsta bylgja segulstorma á jörðinni. Þessi bylgja mundi væntanlega ná til jarðar um kl. 3 aðfaranótt 4. ágúst og orsaka skyndilegan seg- ulstorm. Aðalhrina stormsins og meðfylgjandi norðurljósagangur myndi byrja kl. 7. Búast mátti við annarri hrinu frá 02/200Z *2 sól- gosinu og átti hún að hefjast snögglega síðar þennan sama dag. Samanlögð áhrif þessara tveggja sólgosa átti að orsaka minniháttar segulstorm þann 4. og stórstorm þann 5. ágúst. Segulstormur er ekki líkur nein- um stormi á jörðinni. Hann er ekki truflun á loftmassakerfum og veðri, heldur á segulsviði jarðar. Hann veldur truflunum um alla jörð, en ekki einungis staðbundn- um truflunum. Segulsvið jarðar stafar frá raf- segulvirkni í bráðnuðu straum- leiðandi járni hins fljótandi kjarna jarðarinnar, en hann er sí- ir stöðugt í kringum segulsvið jarðar og verkar á það. En stórt sólgos sendir margfalt meira magn þessara agna á auknum hraða til jarðar. Þegar þær og sól- segulsviðið, sem þær teygja með sér frá sólinni, komast í snertingu við segulsvið jarðar ásamt útfjólu- bláum geislum, röntgengeislum og radíóbylgum, sem stafa frá sólgos- inu, hafa þær mikil áhrif á jörð- ina. Augljósasta vitni um tilveru segulstorma eru hin fögru norður- ljós *3, sem heillað hafa og hrætt mannkynið í þúsundir ára. En þeir magna einnig upp spennu í efri loftlögum jarðar, í raflínum og í jórðinni sjálfri. Og þessar spennu- breytingar geta haft áhrif á og jafnvel rofið straum í háspennu- línum. Segulstormar geta líka skemmt rafeindatæki. Þeir geta valdið straumi í pípulögnum. Þeir geta jafnvel haft áhrif á rad- arkerfi varnarstöðva, sem hafðar eru til að gera viðvart um árásir óvina. Óróleiki segulsviðsins getur myndað tímabundin lög í jóna- hvolfi jarðar, en þau draga í sig stuttbylgjusendingar og geta stöðvað með öllu mikilvæg við- ins, skráði skyndilega aukningu kl. 1.18. Mínútu síðar varð vart við hann á segulmæli „sólarveðurstof- unnar" í Boulder. Fjörutíu og sex klst. höfðu liðið frá upphafi sól- gossins, sem olli þessu. í Boulder átti óróleikinn að halda áfram í 19 og '/2 klst, en eftir það myndi hefjast annar stormur, sem orsak- aðist af síðara stórgosinu er varð 2. ágúst. Kl. 4 sáust norðurljós samtímis í Illinois, Wyoming og Koloradó. í bænum Hanover í Illinois lýstu sjónarvottar þeim, sem breiðu múrsteinsrauðu tjaldi, sem byrj- aði í vestri og hreyfðist hægt í austurátt. Þetta stóð í 2 klst. í Savoy í Wyoming-ríki sáust þau sem rauður bjarmi í norð-vestri og varaði hann í 30 mínútur. I Westcliff í Koloradó voru þau sem eldrauður blettur hátt uppi á himninum, en hófust og enduðu sem rauður bogi lágt í norðri. I Hillsborough, Oregon, birtust þau sem hreyfingarlaus skærhvítur bjarmi í norð-vestri, en yfir þeim léku þunnar slæður á stöðugu iði. Kl. 06.21 varð annað risasólgos á svæði 331. Myndavél sólskoðun- arstöðvarinnar í Aþenu í Grikk- landi varð fyrst til að ná því á filmu. Athuganir á röntgengeisl- um síðar þennan sama dag mældu styrk þess vera X5, hið stærsta af gosunum fjórum í röð, sem hingað til höfðu mælst. Það hafði í raun meiri styrk en X5, en skynjarar gervihnattarins urðu mettaðii þegar þessum punkti var náð og gátu ekki sýnt hærri aflestur. Að- aláhrif þess komu fram á jörðinni þremur dögum síðar. Meðan á þessu stóð gekk magn- aður segulstormur yfir jörðina. Viðvörunin frá Boulder var stutt og gagnorð: Viðvörun frá Boulder 04/0930Z. Sterkur segulstormur i aðsigi. Allan 4. og 5 ágúst hélt storm- urinn áfram með þeim styrkleika, sem vísindamenn flokka undir „fárviðri". Nu höfðu áhrif seinna sólgossins 2. ágúst náð til jarðar. Áhrifin breiddust hratt út. KI. 22.30 GMT, en þá er komið undir kvöld í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, mældist 60 volta spenna í neðanjarðarkapli milli Chicago og Nebraska, en hann hafði spanast upp fyrir áhrif sól- ar. Nokkrum mínútum síðar voru truflanir í spennistöð í Watertown í Suður-Dakota. Raflína, sem venjulega flutti 230.000 volt sýndi hámarksspennu 235.000 volt og lágmarksspennu 205.000 volt. I Minneapolis rauf öryggisrofi straum til spennubreytis. Tveimur mínútum síðar urðu truflanir á raflínum rafstöðva í Visconsin. í Deer Lake á Nýfundnalandi rauf öryggisrofi straum á 25 megawatta straumbreyti í eigu Bowater-rafveitunnar. Þetta átti eftir að endurtaka sig nokkrum sinnum næsta dag. Við og við spanaði sólin upp strauma, sem voru allt að 200 amper, gegnum yfirborðslög á Nýfundnalandi. Þegar skyggja tók fóru norður- ljós að dansa á himninum yfir norðurhveli jarðar. Þau sáust m.a. í Frakklandi, Tékkóslóvakíu, Sviss og Stóra-Bretlandi. 1 Suður- Englandi birtust þau sem rauð blika, regluleg að lögun í hvirfil- punkti himinsins. Þegar skyggja tók í Norður-Ameríu birtust norð- urljós í Kanada og norðurfylkjum Bandaríkjanna. Frá Winnipeg sáust norðurljós, sem náðu að ystu mörkum sjóndeildarhringsins í suðri. Frá Sioux Falls, Suður- Dakota, breiddust þau yfir allt norðurhvel himinsins. Um nóttina urðu truflanir í orkukerfi Idaho-ríkis. 230.000 volta spennir vatns- og rafveitu bresku Kolombíu í Kanada sprakk. Rafveitan í Manitoba varð þess vör að orkumagnið, sem þeir létu Minnesotaríki í té, féll úr 164 MW í 44 MW á mínútubili og síðar frá 105 MW í 60 MW meðalorku í 10 til 15 mínutur. Þegar hér var komið sögu, var sólstormurinn orðinn að heims- frétt. Forsíður blaðanna báru yitni um dramað: „Sólin gýs." „Ofviðri á sólinni." „Segultruflan- ir ganga yfir jörðina." „Sólspreng- inga vart á jörðu." „Sterkir seg- ulstormar hrjá jörðina." „Sólgos valda truflunum á rafveitukerf- um." „Sólin setur glæsilega sýn- ingu á svið." Yfirvöld í Ástralíu skýrðu frá því, að spennubreytinga hefði orð- ið vart í sæsímastrengnum, sem liggur yfir Kyrrahaf. Sem betur fer höfðu þó allar raf- og símalín- ur á meginlandi Ástralíu sloppið við truflanir. Kanadamenn voru ekki svona heppnir. Bæði hjá kanadíska sæ- símafélaginu og kanadíska land- símanum höfðu síur í köplum orð- ið fyrir skemmdum vegna spennu- breytinga, sem orsökuðust af seg- ulstormunum 4. og 5. ágúst. Stuttbylgjufjarskipti skipa á siglingu eftir St. Lawrence-fljóti rofnuðu. Siglingabaujur sýndu röng fasaskipti. Áttavitar sýndu frávik frá segulnorðri. Á hinu virka svæði 331 varð enn stórt sólgos 7. águst og var svipað að styrk og hin stóru sólgos. Á jörðinni héldu segulstormar áfram að geisa næstu daga. Til allrar hamingju mundi svæði 331 hverfa bráðlega bak við rönd sól- skífunnar. Jafnvel þegar það gerð- ist hinn 11. ágúst varð annað sól- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.