Morgunblaðið - 18.07.1984, Page 25

Morgunblaðið - 18.07.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 57 fólk í fréttum Enginn dans á rósum hjá Stephanie + Stephanie, prinsessa af Mónakó, er orðin 19 ára gömul en þó finnst ýmsum vanta dálítið upp á virðuleikann, sem ætti aö prýða unga og fallega konu af háum stigum. Ástæðan er sú, aö hún nagar stöðugt á sér neglurnar nema þegar hún er að sjúga þumalfingurinn. Stephanie er sögö bæöi taugaveikluð og mislynd og oftar en ekki vaknar hún upp á nóttunni viö martraöarkennda drauma. Þaö, sem veldur öllum þessum hremmingum, er þaö, aö nú er víst úti um ástarævintýrið hennar og Paul Bel- mondo, sonar leikarans fræga. Kunningj- ar Stephanie segja, að Paul hafi verið henni allt, bæöi elskhugi og móöir, og nú, þegar hann sé farinn, hafi hún engan, sem hún geti hallaö sér aö. Sannleikurinn er sagna bestur + Andrew Ridgeley, annar helmingurinn í poppdúóinu Wham, fór heldur óskynsam- lega að ráði sínu nú um daginn. Þegar hann birtist allt í einu plástraður í framan þá sagöi hann þá sögu, að hann heföi verið í veislu og verið svo óheppinn að fá fötu framan í sig. Þess vegna hefði orðiö aö gera að nefinu hans. Sannleikurinn er þó sá, að hann lét fegrunarsérfræðing breyta á sér nefinu af því að honum þótti það ekki nógu fallegt. Nú þykir sumum aðdáenda hans hann hafa brugöist þeim, bæöi með því að vera svona hégómagjarn aö láta breyta nefinu, sem enginn haföi séð neitt athugavert viö, og svo meö því að Ijúga til um allt saman. COSPER — Ég heyrði greinilega kossahljóð héðan úr eldhúsinu. Feguróar- drottning ísraels gengurí herinn + ísraelar eru harðskeyttir her- menn eins og kunnugt er og hér kemur mynd af einni valkyrj- unni, sem heitir Dorit Kaddosh og er 19 ára gömul. Dorit var feguröardrottning í ísrael i fyrra en nú er hún sem sagt í hernum og kann áreiðanlega tökin á þeim, sem vilja eitthvað upp á dekk. VINNAN SÍÐUMÚLA 29 - SÍMI34411 W terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! JNforatitöliifrto

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.