Morgunblaðið - 29.07.1984, Page 4

Morgunblaðið - 29.07.1984, Page 4
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JtJLÍ 1984 fróða, er áreiðanlega sú, að hann telur sig vita nákvæmlega hvenær heimildir sagn- anna eru traustar og hvenær honum er óhætt að nota þær. Hann þekkir höfunda þessara sagna og hefur jafnvel haft hönd í bagga með ritun þeirra sumra. VI Sturla Þórðarson er merkastur þekktra sagnaritara íslenzkra á Sturlungaöld, að Snorra frænda hans undan skildum, og hefur lykilstöðu í bókmenntasköpun ís- lendinga á 13. öld. Árið 1284 er í Lög- mannsannál getið dauða hans. Það hafa þótt mikil tíðindi. Þá safnast til feðra sinna það skáld íslenzkt og sá rithöfundur sem öðrum fremur hafði markað bók- menntastefnu þessarar aldar og hafið ís- lenzka sagnaritun til heimsmenningar, ásamt Snorra. Tímatali Jóns Jóhannesson- ar yfir Sturlungaöld lýkur 1284 með and- láti Sturlu Þórðarsonar. Þá hnígur til við- ar sól íslenzkrar sagnaritunar til forna. En öld bregður við aðra. VII Sturlu Þórðarsonar er víða getið í forn- um heimildum. Hann hefur verið þjóð- kunnur maður af ætt sinni og ritstörfum og þegar hann kemur heim með Járnsíðu ásamt Þorvarði Þórarinssyni eftir langa útivist í Noregi (1263—71), hirðmaður og herraður af Magnúsi konungi, tekur hann við æðsta embætti landsins, sem konungur hefur nú breytt í lögmannsstarf. Þannig fetar Sturla með flestum hætti í fótspor Snorra frænda síns, sem hafði verið lög- sögumaður eins og kunnugt er, en því emb- ætti hafði Sturla einnig gegnt tíðindalaust um tíma. Hann bjó að Staðarhóli í Saurbæ og varð fullsæmdur höfðingi Sturlunga- ættar. Hann reyndi að sitja á sárs höfði við samtíðarmenn sína, enda friðsamur að eðlisfari. Þegar talað er um Snorra, son hans, í Sturlu þætti og sagt að hann gerð- ist uppvöðslumaður mikill, er því bætt við, að þeir feðgar hafi verið „mjög óskaplíkir". í Sturlu þætti kemur fram hve orðstír Sturlu hefur verið mikill um þær mundir sem hann fór utan í fyrra skiptið, því að Gautur að Meli segir við hann þegar hann hittir hann í Björgvin: „Ertu Sturla hinn íslenzki?" öðrum er ekki til að dreifa, svo mikil sem frægð hans er. Gautur segir Sturlu hversu mjög hann hafi verið af- fluttur við Magnús konung, en þó meir við Hákon föður hans. Þegar Gautur gengur með Sturlu á konungsfund, spyr Magnús konungur hver sá maður sé sem með hon- um fari, en Gautur svarar: „Þessi maður er Sturla skáld Þórðarson og er nú kominn á yðra miskunn, — og hygg ég vera, herra, vitran mann.“ Konungur tekur þessu fá- lega, en þá reynir Gautur að bjarga mál- unum við með því að skýra konungi frá því, að Sturla muni hafa kvæði að færa honum og föður hans. Þá segist konungur ekki munu láta drepa hann, „en eigi kemur hann í mína þjónustu". Nokkru síðar fer Sturla samt á skip með konungi og sigla þeir suður með Noregi. En þegar menn Iögðust til svefns, spurði stafnbúi konungs hver skemmta skyldi. Létu flestir hljótt yfir því, en þá vindur hann sér að Sturlu og segir: „Sturla hinn íslenzki, viltu skemmta?“ Sturla segir að hann skuli ráða. „Sagði hann þá Huldar sögu — betur og fróðlegar en nokkur þeirra hafði fyrr heyrt, er þar voru. Þröngdust þá margir fram á þiljurnar og vildu heyra sem gerzt. Varð þar þröng mikil." Daginn eftir bað drottning Sturlu að koma aftur í lyftingu og hafa með sér tröllkonusöguna. Gekk þá Sturla í lyftingu og heilsaði konungi og drottningu. Konungur tók kveðju hans fá- lega, en drottning vel og léttilega. Enginn byr var, svo menn höfðu lítið fyrir stafni. Sagði Sturla þá konungi og drottningu tröllkonusöguna og ýmsar sögur aðrar fram eftir degi. Þóttust menn nú skilja að Sturla var „fróður maður og vitur". Síðan fór Sturla með kvæði sitt um Magnús kon- ung og segir þá drottning, að sér hafi verið sagt að hann væri „hið mesta skáld“, en konungur að hann hafi spurt að Sturla kynni að yrkja, eins og hann kemst að orði. Þetta sama kvöld kallar konungur aftur á Sturlu, lætur bera fram silfurker fullt af víni, drekkur af nokkuð, en fékk síðan Sturlu og mælti: „Vín skal til vinar drekka." „Guð sé lofaður, að svo sé,“ segir þá Sturla og léttir mjög. Þar með hafði hann komið sér í kærleika við konung, eins og honum var nauðsynlegt, og fer nú með kvæði sitt um Hákon föður hans en að því búnu segir konungur: „Það ætla ég, að þú kveðir betur en páfinn." ísinn er brotinn. Skáldfrægð Sturlu Þórðarsonar vísar hon- um veginn að hjarta Noregskonungs. Síð- an voru húsgötur þeirra í milli. Konungur skipar nú Sturlu þann vanda að setja sam- an sögu Hákonar föður síns eftir sjálfs hans ráði og hinna vitrustu manna for- sögn, eins og segir f Sturlu þætti. Þegar hann hittir svo konung í annarri utanferð sinni er hann með honum vel haldinn og mikils metinn og setur þá saman sögu Magnúsar lagabætis eftir bréfum og sjálfs hans ráði. „Gerðist hann þá hirðmaður Magnúsar konungs og því næst skutil- sveinn. Hann orti mörg kvæði um Magnús konung og þá margfalda sæmd þar fyrir." Síðan kom utan af íslandi Helga Þórð- ardóttir kona Sturlu og synir þeirra. Var hún þar fyrir sakir Sturlu tekin í hina mestu sæmd af drottningu. Þórður Sturlu- son kom utan, fór til konungs og var vígð- ur til prests og varð síðan hirðprestur Magnúsar konungs og fékk mikla virðingu, en andaðist í Noregi. Þegar Sturla kom heim úr síðari Nor- egsförinni tók hann við búi í Fagradal. Þann vetur var með honum Þórður Narfa- son, sem ýmsir telja að hafi sett saman Sturlungusafnið og ritstýrt því að Sturlu látnum. í lok Sturlu þáttar er fjallað um samskipti þeirra Þórðar og Sturlu og legg- ur höfundur þáttarins áherzlu á að sýna, að Sturia Þórðarson hafi verið dulrænn mjög og vitað óorðna hluti. Þegar deilur milli kennimanna og leik- manna um staðamál hófust, lét Sturla lög- sögn lausa og settist hjá öllum vandræðum er þar af gerðust eins og segir í Sturlu þætti. Hann gerði bú í Fagurey á Breiða- firði, en fékk Snorra syni sínum Staðarhól til ábúðar. Sturla sat þá í góðri virðingu þar til er hann andaðist einni nótt eftir Ólafsmessudag. „Var hann og ólafsmessu- dag fyrst í heim og Ólafsmessudag síðast. Hann var þá nær sjötugur (svo) er hann andaðist. Var líkami hans færður á Stað- arhól og jarðaður þar að kirkju Péturs postula, er hann hafði mesta elsku á haft af öllum helgum mönnum." f Formála í Sturlungasafninu, sem tal- inn er vera eftir ritstjóra þess, segir svo: „Flestar allar sögur þær, er hér hafa gerzt á íslandi, áður Brandur biskup Sæmund- arson andaðist (1202), voru ritaðar, en þær sögur, er síðan hafa gerzt, voru lítt ritað- ar, áður Sturla skáld Þórðarson sagði fyrir íslendinga sögur (þ.e. hann sagði fyrir sög- ur Sturlungu), og hafði hann þar til vísindi af fróðum mönnum, þeim er voru á öndverð- um dögum hans, en sumt eftir bréfum þeim, er þeir rituðu, er þeim voru samtíða, er sögurnar eru frá (þ.e. sögur sem gerðust fyrir minni Sturlu). Marga hluti mátti hann sjálfur sjá og heyra, þá er á hans dögum gerðust til stórtíðinda. Og treyst- um vér honum bæði vel til vits og einurðar að segja frá, því að hann vissi ég alvitrast- an og hófsamastan. Láti guð honum nú raun lofi betri." Það er stórt orð Hákot. En þessi um- mæli eiga vel við um mann sem hefur ort merkileg kvæði, skrifað um landnám og kristnitöku, auk allsamfelldrar samtíðar- sögu eftirminnilegrar aldar, Grettis sögu svo að allvíst þykir og sennilega einnig Eyrbyggju, jafnvel Laxdælu, auk annarrar ritstýrðrar sagnfræði í skáldsagnaformi. Snorri Sturluson hefur haft einhvers kon- ar sagnaskóla á sínum vegum og er ein- sætt, að Sturla Þórðarson hefur tekið úr umhverfi frænda síns þann arf, sem entist honum til mikilla afreka. Engan mann þekkjum við, sem stóð honum á sporði í sagnfræði og skáldskap á ofanverðri 13. öld og því fáránlegt að leita alls staðar að höfundi Njáls sögu annars staðar en í Döl- um vestur. Höfðinginn á Staðarhóli hafði alhliða þekkingu, sem minnir á Snorra og aðgang að ógrynni heimilda sem hann og samstarfsmenn hans unnu úr mikil rit og merkileg. VIII í nóbelsræðu sinni minntist Halldór Laxness sérstaklega Guðnýjar Klængs- dóttur, ömmu sinnar, sem fædd var 1832 og annarra þeirra sem stóðu honum næst í æsku, fólks sem þá var horfið sjónum — „og jafnvel meðan þeir voru ofar moldu, þá nálguðust þeir að vera af kynflokki huldu- manna að því leyti sem nöfn þeirra voru fáum kunn; og enn færri muna þau nú. Þó hafa þeir með návist sinni í lífi mínu lagt undirstöðuna að hugsun minni,“ sagði skáldið í ræðunni. Enginn vafi er á því, að Sturla Þórðar- son hefði getað tekið í sama streng og nób- elsskáldið, ef hann hefði átt að minnast bernsku sinnar og þeirra áhrifa, sem hann varð fyrir á unga aldri. Svo skemmtilega vill til, að amma hans hét einnig Guðný og var Böðvarsdóttir, húsfreyja í Hvammi I Dölum, kona Hvamm-Sturlu (d. 1183), afa sagnaritarans og alnafna, en hann var að vísu ekki við eina fjöl felldur í kvennamál- ... ok töluðu þeir í litlustofu Snorri ok Órækja ok Sturla, en Tumi skenkti þeim. Staðarhóll í Saurbæ. um frekar en aðrir Sturlungaaldarmenn og eru miklar ættir frá honum komnar, en svipmestir voru afkomendur þeirra Guð- nýjar. Um hann segir í Sturlu sögu, að hann hafi verið mikilmenni og ættstór. Við heyrum að blóð hans dunar í æðum þess er skrifar, en hann lýkur sögunni með orðun- um „sem enn mun sagt verða síðar“. Höf- undur ætlar sér meiri hlut en að skrá Sturlu sögu eftir Guðnýju Böðvarsdóttur, enda er margt í Sturlu sögu sem minnir á íslendinga sögur, t.a.m. eru nöfn þátttak- enda heiðarvígs nefnd í sögunni eins og allra þeirra sem létu lífið í örlygsstaða- bardaga, en eru þó flestir óþekktir að öðru leyti. Höfundur íslendinga sögu þekkir ekki einungis Sturlu sögu, Guðmundar sögu dýra og Presta sögu Guðmundar Ara- sonar, heldur einnig Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða — og hví skyldi hann þá ekki hafa haft hönd í bagga með ritun þeirra? Helztu rit Sturlungu eru sögð af sjónarhóli Sturlungaættar. Það þarf ekki að segja neinum annað en Guðný Böðvarsdóttir hafi tekið ástfóstri við dreng sem bar nafn manns hennar og haft gaman af að segja svo efnilegum so- narsyni eitthvað af lífi sínu og þeirra sem eldri voru. Hún lézt í Reykholti hjá Snorra syni sínum 1221 og girntist hann fé hennar sem var mikið, en hún hafði arfleitt Sturlu fóstra sinn eins og hann kemst sjálfur að orði í íslendinga sögu að því öllu. Tókust sættir um þau mál. í Reykholti var einnig Styrmir fróði Kárason, höfundur Harðar sögu og Hólmverja og Landnámubókar sem við hann er kennd, en nú glötuð, og vafalaust einnig einhverra annarra rita og hefur hann einnig haft áhrif á Sturlu ungan. Hann var aðstoðarmaður Snorra og mikill fyrir sér í fræðum sínum án þess hann hafi enn hlotið þá viðurkenningu sem vera ætti þrátt fyrir góða tilraun Þórhalls Vilmundarsonar í þá átt. Frá Styrmi og Snorra Sturlusyni hafa þeir bræður ólafur og Sturla Þórðarsynir fengið áhuga á rit- mennsku, enda handgengnir þeim, og Styrmir hefur kennt Sturlu ungum margt í Landnámufræðum, en rit þeirra um þau efni eru þó harla ólík, ef grannt er skoðað, þvf að Sturla hefur áhuga á að bæta inní sína Landnámugerð miklum fróðleik úr ýmsum ritum, t.a.m. fslendinga sögum. Ráða má af þeim brotum sem til eru af Landnámugerð Melabókar, hvernig rit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.