Morgunblaðið - 29.07.1984, Side 10

Morgunblaðið - 29.07.1984, Side 10
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 STRÍÐSTÓL afleita reynslu af hreinlætinu Mótmælendur leggja þá hvítu í einelti Löng og skínandi hvít lest, brynvarin í bak og fyrir, „Dómsdagshraðlestin" eins og sumir kalla hana, er orðin að helsta skotspæni kjarnorkuvopna- andstæðinga í Bandaríkjunum. Farmur lestarinnar er eingöngu kjarnorkusprengjur, sem fluttar eru frá Pantex-verksmiðjunni í Amarillo í Texas til herstöðva vítt og breitt um Bandaríkin og er jafnan mikil leynd yfir ferðalag- inu og leiðunum. Ráðamönnum í Pentagon til mikillar gremju virðist hins vegar sem mótmælendur finni alltaf á sér hvar lestarinnar er von og taka þar á móti henni með þöglum mótmælum og bænastundum. Maðurinn á bak við þessi mótmæli heitir Jim Douglass, róttækur, kaþólskur guðfræðingur, og hann á sér fylgismenn í meira en 200 bæjum allt frá Bangor, Trident- kafbátastöðinni á norðvestur- ströndinni, og til bækistöðva sjó- hersins í Charleston á austur- ströndinni. f meira en ár hefur Douglass fylgst með ferðum hvítu lestarinn- ar og helstu hjálpartækin eru sím- inn og lestakort. „Við höfum enga njósnara á okkar snærum," segir Douglass. „Okkar maður í Amar- illo er starfsmaður við járnbraut- ina og hann lætur okkur vita þeg- ar hún leggur upp.“ Þegar það ger- ist bretta þau hjónin, Douglass og Shelley kona hans, upp ermarnar, sitja við símann stanslaust i fjóra sólarhringa og gera stuðnings- mönnum sínum viðvart um líkleg- ar leiðir. „Dómsdagshraðlestin" eins og sumir kalla hana flutti kjarnorku- sprengjur um Bandaríkin i 15 ár án þess nokkur tæki eftir því þar til Douglass, sem býr f Bangor og hefur verið handtekinn 15 sinnum fyrir borgaralega óhlýðni, vakti athygli alþjóðar á henni. Þau Douglass-hjónin starfa mest með kaþólskum „friðarhóp- um“, en barátta þeirra hefur mælst misjafnlega fyrir meðal kirkjunnar manna. Nokkrir virtir guðfræðingar hafa gagnrýnt hana harðlega en þrátt fyrir það rituðu 12 kaþólskir biskupar nöfn sín undir áskorun í febrúar sl., þar sem skorað er á fólk, sem býr ná- lægt leiðum lestarinnar, að mót- mæla flutningunum. Stuðnings- menn Douglass-hjónanna hafa einnig aðstoðað þau með sima- reikninginn, sem getur numið allt að 30.000 isl. kr. á mánuði. Douglass kallar hvitu lestina „skelfilega sjón“ með byssuturn- um og stórum eldflaugapöllum. „Þegar þetta ferlíki fer hjá garði er eins og vígbúnaðarkapphlaupið sé komið inn i stofu hjá þér,“ segir hann. Hvers vegna er lestin hvit? Talsmaður Pentagon segir, að hvíti liturinn endurkasti sólarljós- inu og lækki þar af leiðandi hitann í kringum sprengjurnar. — WILLIAM SCOBIE. Hvort skyldi vera mikilvæg- ara hrein föt eða hrein vötn? Svisslendingar segja hrein vötn og hafa þess vegna ákveðið að banna öll þvottaefni, sem innihalda fos- föt, frá 1. janúar 1986. Þessari ákvörðun hefur ekki verið tekið með þegjandi þögninni og ýmislegt miður fallegt verið látið flakka um hreinlætið í Sviss, sem sumum útlendingum finnst ekki mega minna vera. Svisslend- ingar hafa þó engar áhyggjur af því, heldur af vötnunum sínum og ánum og öllum óþverranum, sem í þau rennur frá milljónum heimila og fyrirtækja. Þvottaefnið inni- heldur fosföt, sem drepur fiskinn með því að drepa svifið, sem hann lifir á, og eyðir smám saman súr- efninu í vatninu. Þar sem áður voru silfurtær og hrein vötn eru nú sums staðar bara fúlir pollar. Það er engum ofsögum sagt af ástandinu. Liffræðingar segja, að eyðingin sé komin langt á veg í mörgum, stórum vötnum og versni stöðugt. Þegar haft er í huga, að vötnin eiga stóran þátt i að draga erlenda ferðamenn til Sviss, er ljóst, að mikið er í húfi fyrir ferða- mannaiðnaðinn. Yfirvöld hafa haft af þessu áhyggjur í allmörg ár og Rodolfo Pedroli, yfirmaður umhverfis- verndarskrifstofunnar, segir, að bannið við fosfötunum hafi legið fyrir stjórnvöldum frá 1977. Þvottaefnisframleiðendur hafa að sjáifsögðu ekki tekið banninu með miklum fögnuði og halda því fram, að það sé svissneska húsmóðirin, sem mestu tapi. Fosfötin eru nefnilega uppistaðan í áróðrinum og sjónvarpsauglýsingunum þar sem þeir auglýsa, að þvottaefnið geri tauið „hvítara en hvítt". Þeir segjast líka vera hafðir að blóra- böggli því að miklu meira fosfat berist út í vötn og ár frá áburðin- um, sem borin er á tún og engi, og úr skepnufóðri alls konar. Þetta er líklega rétt en það er þó skiljanlegt, að svissnesk yfirvöld skuli byrja á þvottaefnisframleið- endunum því að þeir eru langflest- ir erlendir. Það yrði nefnilega verulegt áfall fyrir svissneskan landbúnað ef bændum yrði bannað að nota fosföt í áburði eða skepnu- fóðri. Stjórnin í Bern leggur hins veg- ar áherslu á, að atlagan að þvotta- efninu sé aðeins fyrsta skrefið í allsherjarstríði gegn menguninni og óvinum lífríkisins. Brátt muni verða skýrt frá frekari hernaðar- aðgerðum. - NORRIS WILLATT HAFIÐ BLAA HAFIÐ Önnur skútuöld í uppsiglingu? Stóru seglskipin eru nú að hefja innreið sína á heimshöfin á ný, búin tölvu, sem sér um að skila þeim fyrir vindi eða vélarafli stranda á milli. Um næstu aldamót getur verið, að stór hluti flutninga á sjó fari fram með seglskipum. Sex olíuskip, sem hafa seglabún- að að auki, stunda nú siglingar með ströndum fram en í ágúst sl. ætla Usuki-verksmiðjurnar í Jap- an að hrinda af stokkunum 26.000 tonna flutningaskipi, seglum prýddu, sem á að taka þátt í hinni hörðu samkeppni á alþjóðlegum flutningaleiðum. Það verður að sjálfsögðu líka búið vélum og tölvu, sem stjórnar hvoru tveggja. í Bandaríkjunum, Sovétríkjun- um, Japan, Vestur-Þýskalandi og Belgíu eru fimm önnur skip af þessari gerð á ýmsum stigum á teikniborðinu eða í smíðum, og mjög misstór. Það þýska minnst, 12.000 tonn, en það rússneska stærst, 50.000 tonn. Efnahags- og framfarastofnun SÞ fyrir Asíu- og Kyrrahafssvæðið efndi nú nýlega til ráðstefnu með sérfræðingum víðs vegar að úr heimi þar sem rætt var um hvernig og hvort þessi nýja tækni gæti komið fátækum þjóðum að gagni. John Eyre, fyrrum formaður í félagi kanadískra skipaeigenda, segir í nýrri skýrslu, að flestar fá- tæku þjóðanna hafi alls engin efni á olíunni, sem stóru skipin þurfa, en hún er yfirleitt um helmingur rekstrarkostnaðar þeirra. Intert- anko, sem er félag sjálfstæðra olíu- skipaeigenda, hefur auk þess ráð- lagt félögum sínum að búa sig und- ir olíuverðshækkanir í framtíðinni. Á ofanverðum þriðja áratugnum glímdu margir vísindamenn við vindorkuna í þessum sama tilgangi og þá var það hugmynd þeirra, að í stað mastra kæmu nokkurs konar turnar, sem snerust. Við þessar til- raunir var fljótlega hætt en olíu- kreppan á áttunda áratugnum blés í þær nýju lífi. Seglanotkun hefur í för með sér minni eldsneytiskostnað og getur sparnaðurinn numið 20—50 af hundraði. í vondum veðrum er siglingin auk þess greiðari og skip- ið stöðugra og furðu vekur hve seglin eða aflflutningur þeirra leggst vel á skipið allt og vélarhluti þess. Ókosturinn er hins vegar sá að seglin þurfa vind og þess vegna er allt undir veðrinu komið. Ekki eru allir á einu máli um kosti seglskipanna nýju. Stofn- kostnaður við þau er meiri en við þau, sem hafa tíðkast, og svo kem- ur það, að skipsvélar sem aðrar vélar gera sér nú að góðu æ naum- ari olíuskammt. Það er einmitt þess vegna, sem margir telja mik- inn stofnkostnað óyfirstíganlega hindrun. — THOMAS LAND ■"/' "//i . , ' , Nýju seglskipin veröa tölvuvædd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.