Morgunblaðið - 29.07.1984, Page 16
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984
ær miðjum ágústmán-
uði 1238 jukust mjög
mannaferðir um
Skagafjörð. Dró þar
skjótt til mikilla tíð-
inda milli helstu höfð-
ingja landsins, þvi
þrátt fyrir mægðir og tengdir margvísleg-
ar rofnuðu þau bönd jafnharðan, en undir
sauð bæði harðvítug valdabarátta, sið-
venja um hefndir og afskipti Hákonar
Noregskonungs, sem hófust fyrir alvðru
eftir að Oddaverjar höfðu gert upptækar
eigur Björynjarmanna á Eyrum. Munaði
minnstu að Hákon sendi þá her til íslands
og höfðu verið ráðnir til menn og skip.
Flestir hinir vitrari menn konungs voru
mjög ófúsir til ferðarinnar, en að auki
vildi svo til að Snorri Sturluson var í Nor-
egi og gat talað máli Islendinga við Skúla
Bárðarson jarl og Hákon konung. Upp úr
þessu gerðu Hákon konungur og Skúli jarl
Snorra lendan mann sinn, sem var tign-
arstaða er gekk næst jarlsnafnbót. Seinna
var sagt um Snorra að hann væri fólgsn-
arjarl, þ.e. leynijarl. Snorri sagði konungi
að ekki væru meiri valdamenn á íslandi en
hann og bræður hans, að Sæmundi í Odda
gengnum, og var fastmælum bundið að
Snorri skyldi leita þess við tslendinga að
þeir snerust til hlýðni við Noregshöfð-
ingja. Snorri virðist lítt hafa sinnt þeirri
málaleitan eftir heimkomuna, en þessi til-
vik sáðu tortryggni meðal höfðingjastétt-
arinnar.
Snorri Sturluson var ekki vígamaður.
Það var aftur á móti bróðursonur hans,
Sturla Sighvatsson, sem sótti mál sín af
slíkri hörku að um tíma var engum fritt
fyrir honum í landinu. Hann hrakti jafn-
vel Snorra frænda sinn frá Reykholti um
tíma. En þegar komið var fram í ágúst-
mánuð árið 1238 voru erjur hans mestar
við Gissur Þorvaldsson og Kolbein unga,
sem báðir höfðu verið tengdasynir Snorra
Sturlusonar. Það dugði ekki til sátta við
Sturlunga, enda réð Sturla jafnan þvert á
gerðir frænda sinna. Með Apavatnsför
hafði Sturla Sighvatsson lýst því við Giss-
ur, að ísland væri of lítið fyrir báða, en í
þeirri för spurði Gissur Sturlu því hann
léti leggja hendur á sig. „Sturla bað hann
ekki efast í því, að hann ætlaði sér meiri
hlut en öðrum mönnum á íslandi, „en mér
þykir sem þá séu allir yfirkomnir, er þú
ert, því eg uggi þig einn manna á íslandi,
ef eigi fer vel með okkur.“ Og sú varð
raunin. Eftir örlygsstaðafund, en svo
nefnir Sturla Þórðarson bardagann, varð
Gissur Þorvaldsson einn manna á íslandi.
Lýsingin á örlygsstaðafundi er frábær.
Á tíma mikillar fjölmiðlunar er forvitni-
legt að velta fyrir sér hvernig blaðamenn
nútímans hefðu sagt frá þessum atburði.
óefað hefði frásögnin ekki orðið eins ná-
kvæm og í höndum Sturlu Þórðarsonar.
Hann hafði líka meiri tíma til að leita
frásagnar sjónarvotta, og minni þeirra var
þroskaðra en nú, þannig að orðræður og
einstaka tilsvör hafa varla brenglast mik-
ið. Þá er lýst óbeinum orðum því andvara-
leysi sem ríkti í röðum Sturlu Sighvats-
sonar, en hans menn virðast ekki hafa orð-
ið neins varir fyrr en þeir sjá flokkinn,
fjórtán hundruð manns, ríða að þeim um
Reykjaklauf í Tungusveit og yfir Héraðs-
vötn. Þótt alls ekki sé um stutta leið að
ræða, sem menn Gissurar og Kolbens unga
verða að fara í augsýn Sturlunga, náðust
ekki skildir af hestum. Ekki varð heldur
fundinn heppilegur staður fyrir bardag-
ann. Frásögn Sturlu Þórðarsonar er ýtar-
leg svo undrum sætir, og er ljóst, að ör-
lygsstaðafundur hefur þótt miklum tíðind-
um sæta.
Og hver voru svo tíðindin, sem Sturla
Þórðarson var að lýsa? Hann var í raun að
skýra frá niðurlögum þjóðveldistímans,
gullaldar íslendinga, örlygsstaðafundur
hafði m.a. í för með sér að Snorri Sturlu-
son, mesti rithöfundur tslendinga fyrr og
síðar, var veginn að þremur árum liðnum.
Hægt er að vísu að deila um hvenær þjóð-
veldið leið endanlega undir lok. Undirritun
Gamla sáttmála fór fram árið 1262. Hún
var þó varla annað en viðurkenning á þeim
staðreyndum, sem við blöstu að afloknum
Örlygsstaðafundi. Það rót, sem komið
hafði á höfðingjaættirnar með vaxandi af-
skiptum Hákonar Noregskonungs, dró síð-
ur en svo úr viðsjám í landinu. Urslit lágu
fyrir eftir örlygsstaðafund, þótt Gissur
nyti ekki þess friðar, samanber Flugumýr-
arbrennu 22. október 1253. Þau ruddu
brautina til erlendra yfirráða. Hefðu
Sturlungar farið sigurvegarar frá þeim
fundi hefði að vísu getað farið á sama veg.
En eftir stendur að miklum tímabilum
lýkur gjarnan með átökum, sem leiða til
einföldunar á flóknum deilum. Hvað sem
annars verður um Sturlungaöldina sagt,
þá ber hún nafn hins glæsilegri hluta
höfðingjastéttarinnar og nýtur þar eflaust
þess mannsins, sem sat yfir höfuðsvörðum
tímabilsins með fjöðurstafinn í hönd,
Sturlu Þórðarsonar.
73
Þá er Sturla kom á Miklabæ frjádaginn
síð (20. ágúst), reið hann upp í Sólheima að
finna föður sinn, og töluðu þeir um hríð.
En er hann reið ofan, kom hann á Víði-
völlu. Gekk Kolbeinn út, bróðir hans, og
sveit hans. Var það frítt lið og vel búið.
Sturla talaði um: „Þú hefur gott lið,
bróðir.“
„Svo þykir mér,“ segir Kolbeinn.
„Svo er og,“ sagði Sturla, „enda mun
þess fyrst þurfa, því að hér munu þeir
fyrst ríða, er þeir koma handan úr tung-
unni. Og er það mitt ráð, að þér farið upp á
húsin, því að hér er vígi á húsunum, en vér
munum skjótt koma að hjálpa yður.“
„Svo skal vera sem þér skipið til,“ sagði
Kolbeinn.
„Vel væri þá,“ sagði Sturla og reið á
braut og á Miklabæ. Hann gerði þá út
vörðu, sem vant var.
Sturla lá um nóttina í lokhvflu og Illugi
prestur Þórarinsson hjá honum. En í ann-
arri lokhvílunni lá Sturla Þórðarson og
Einar ósiður hjá honum. Skálinn var allur
skipaður mönnum.
Þessa nótt voru þeir Gissur við Reykja-
laug, og stóðu þeir Kolbeinn snemma upp
um morguninn og vöktu lið sitt. Gissur
sagði þeim Kolbeini og Brandi draum sinn,
því að Brandur kom þar áður en þeir voru
klæddir. „Það dreymdi mig,“ sagði Gissur,
„að mér þótti Magnús biskup, föðurbróðir
minn, koma að mér og mælti hann svo:
„Standið þér upp, frændi," sagði hann, „ég
skal fara með yður.“ Þá vaknaði ég.“
„Þetta er vel dreymt," sagði Kolbeinn,
„eða hversu líst þér?“
„Betra þykir mér dreymt en ódreymt,“
sagði Gissur.
Kolbeinn gekk til skrifta að Reykjum við
Þórð prest og fékk honum til varðveislu
spjót gott, er hann átti, en tók kesju f hönd
sér.
Gissur talaði þá fyrir liðinu og eggjaði
menn til framgöngu.
„Vil ég eigi,“ sagði hann, „að þið hafið
mig á spjótsoddum fyrir yður, sem Skag-
firðingar höfðu Kolbein Tumason, frænda
minn, þá er hann féll f Víðinesi, en runnu
sjálfir þegar í fyrstu svo hræddir, að þeir
vissu eigi, er þeir runnu yfir Jökulsá, og
þar er þeir þóttust skjöldu bera á baki sér,
þar báru þeir söðla sína. Leitið yður nú
heldur vaskra manna dæma, þeirra er vel
fylgdu Sverri konungi eða öðrum höfðingj-
um, þá er æ uppi þeirra frægð og góður
röskleikur. Efist og ekki í því, að ég skal
yður eigi fjarri staddur, ef þér dugið vel,
sem ég vænti góðs af öllum yður. Er það og
satt að segja, að sá maður má aldrei rösk-
ur heita, er eigi rekur þessa óaidarflokka
af sér. — Gæti vor allra guð,“ sagði Gissur.
Allir rómuðu þetta erindi vel.
Eftir það riðu þeir austur yfir tunguna
og var þá saman komið allt lið þeirra
Stefndu þeir að ánni gegnt Víðivöllum.
- O -
Sturla vaknaði, þá er skammt var sól
farin. Hann settist upp og var sveittur um
andlitið. Hann strauk fast hendinni um
kinnina og mælti: „Ekki er mark að
draumum." Sfðan stóð hann upp og gekk
til salernis og Illugi prestur með honum.
En er hann kom aftur, lá hann litla hríð,
áður maður kom f skálann og kallaði: „Nú
ríður flokkurinn Sunnlendinga og er her
manna."
Hlupu menn þá þegar upp og til vopna.
En er Sturla kom út f dyr og sá lið þeirra
Gissurar, þá mælti hann: „Ekki er það svo
fátt sem það er smátt, og komum vér allvel
liði að oss, og fari hestasveinar og reki
undan hrossin.” Þau voru um allar mýrar
ofan til árinnar. Sturla gekk þá í kirkju og
tók rollu úr pússi sínum og söng Ágústin-
usbæn, meðan liðið bjóst. Síðan gengu þeir
upp úr garði og stefndu til Vfðivalla hið
efra.
Þá er Sunnlendingar riðu að Jökulsá,
féll maður þeirra af baki er Þorleifur spaði
hét — hann bjó suður á Hrútsstöðum — og
æptu menn að. Gissur bað það óp eigi
leggja og varð það að herópi.
Þeir Sturla þögðu þar til Kolbeinn kom í
mót þeim með sína sveit. Þá æptu þeir
allir og sneru upp í gerði það, er heitir á
Örlygsstöðum. Sauðahús stóð í gerðinu. En
garðurinn var lágur svo að þar var með
öllu ekki vígi.
Sturla nam staðar, er hann kom suður
um húsið á milli og garðsins. Hann var í
blárri úlpu áður en Hallur Arason steypti
yfir hann mórendri flekku — og ermar á,
og litla brynju. Menn Sturlu nokkrir gengu
fram að garðinum og námu þar staðar, og
var þar völlur í milli og þess er Sturla stóð.
Skildir voru bundnir í klyfjar, og urðu þeir
eigi leystir. Einn skjöldur var laus, er á
var markað crucifixum. Sá var Sturlu ætl-
aður en hann tók ekki við.
Gissur reið með sína sveit á Víðivöllu, og
stigu þeir þar af hestum sinum og gengu.
Kolbeinn ungi reið og mestur hluti liðsins,
og fóru þeir nær hlíðinni.
Sighvatur reið þá ofan með fjallinu með
lið sitt. Þeir Gissur og menn hans námu
staðar i útsuður frá gerðinu, en þeir Kol-
beinn ungi riðu að gerðinu, mjög áður en
þeir hlupu af hestunum.
Þá mælti einn maður, er stóð við garð-
inn, til Sturlu: „Skulum vér nú eigi hlaupa
á þá, meðan er þeir stíga af baki?“
„Eigi,“ sagði Sturla, „hér skulum við
bíða og renna ekki héðan.“
En þó runnu þá nokkrir menn út af
gerðinu f mót þeim, Svarthöfði Dufgusson
og synir Skarð-Snorra, Bárður og Sig-
mundur, Ormur kistill og Hallur af Jörva.
Sjö voru þeir saman. Brátt hurfu þeir aft-
ur.
Kolbeins menn sneru djarflega á móti
þeim, og hljóp Mörður Eirfksson fyrstur á
garðinn. Þá fylgdu honum margir og eggj-
uðust að fast að reka fáa menn af sér. í
þann tíma reið Sighvatur ofan f gerðið, og
vógu Kolbeins menn tvo menn hans áður á
hrossbaki, þá er síðast riðu, Þórð Kollsson,
heimamann hans. Sigurður Eldjárnsson vó
hann. Þá sneru þeir Kolbeinn upp með
garðinum og fylgdarmenn hans fyrstir
með honum, Einar dragi Illugason, Þor-
steinn göltur, bróðir hans, Jón kjappi,
Ólafur Höskuldsson chaim, Sigurður Eld-
járnsson, Þórólfur Bjarnason og margir
aðrir, og veittu harða aðgöngu. Kolbeinn
mælti, þá er hann gekk að garðinum f
fyrstunni: „Gangi nú að guðs vilja og að
málefnum," sagði hann. Þeir Kolbeinn
sneru svo fremi, upp með garðinum, að þá
voru þar engir menn eftir, er þeir höfðu f
fyrstu að gengið og best var við horft.
Gissur gekk af úrsuðri að gerðinu, og
sneru þá Sturlumenn á mót þeim, og var
þar hart viðnám.
Tók Sturla þá upp stein, er Kolbeins
menn höfðu kastað í gerðið, og varp á mót
þeim Gissuri. Varð fyrir Narfi Svartsson
og kom í stálhúfuna fyrir ofan hausinn, og
féll hann á bak aftur svo snöggt, að nær
kastaðifótunum fram yfir höfuðið. Hann
spratt fljótt upp, því hausinn var eigi
sakaður, og var þá hinn ákafasti.
Maður einn mælti í liði Gissurar: „Það
skyldi Borgfirðingurinn vita, áður sól
gengi undir í kveld, hvort Sunnlendingur-
inn væri ragur eða eigi.“ Eiríkur birki-
beinn var í hvítum pansara. Hann varp
steini að þessum manni. Og brá hann við
buklara og féll á bak aftur. Hann stóð
skjótt upp og snaraði að Sturlu mönnum.
Þá unnu margir á honum og féll hann þar.
Gissurar menn grýttu á lið Sturlu í
fyrstu. Þá mætli Gissur: „Kastið þér eigi
grjóti í lið þeirra, því að þér takið stór
högg af því sama grjóti, þá er þeir senda
það aftur."
Áskell, sonur Skeggja Árnasonar, hafði
verið með Sturlu og farið til hrossa um
morguninn. Hann varð svo nauðulega
staddur, að hann hljóp í flokkinn Sunn-
lendinga og fór með þeim til bardagans.
En er saman laust liðinu komst hann til
sinna manna og hitti þar félaga sinn, er
Þorkell hét, og mælti: „Nú eru brögð við.
Ég hef verið í liði Sunnlendinga, svo að
þeir hafa eigi vitað.“ Þá mælti einn sunn-
lenskur maður: „Eigi skyldir þú lengi eiga
að hælast við oss.“ Stálhúfan var hölluð á
höfði Áskatli og lausar kinnbjargirnar.
Þorkell mælti: „Settu betur húfu þína en
ég mun hlífa þér meðan.“ Þá kom Þorkatli
steinshögg og snerist hann þá við óvinum
sinum. Þá lagði maður til hans með spjóti
og hjó hann það af skafti. Þá brá hinn
sverði. En Þorkell hjó á hönd honum og
fleiri unnu á honum. Þorkell komst heill á
braut, en Áskell féll þar.
í þennan tíma var kallað á Sturlu menn,
að óvinir þeirra væru komnir á bak þeim,
og voru þeir Kolbeinn þar. Þá sneru Sturlu
menn á mót þeim og urðu þá í kvínni og
drógu sig úrnorður í gerðið. Þar féll ög-
mundur Kolbeinsson i kvínni. En þá var