Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 18
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984
• •
Orlygsstaða-
fundur
Kolbeinn Sighvatsson og menn hans
komnir á flótta upp úr gerðinu. En Eyfirð-
ingar voru þá komnir í gerðið, og lagði
Guðmundur Gíslsson til Halls úr
Glaumbæ Þorsteinssonar svo að hann féll.
Sighvatur gekk þá suður eftir gerðinu á
mót Skagfirðingum. Hann var í bláum
kyrtli og hafði stálhúfu á höfði, en öxi
forna og rekna í hendi, er Stjarna hét.
Hann hélt um skaftið fyrir neðan augað og
sneri frá sér egginni, en veifði skaftinu.
Maður mælti til hans, sá er gekk úr
kvínni: „Gakktu eigi þar fram Sighvatur,
þar eru óvinir fyrir.“
Hann svaraði engu og gekk sem áður.
Þorvarður úr Saurbæ gekk með honum
og Sighvatur Runólfsson og Sámur, hús-
karl hans Þorvarðs. Árni Auðunarson
gekk fram með Sighvati og hjó til beggja
handa. Kolbeins menn spurðu, hví hann
léti svo, lítill maður og gamall. „Ég ætla
mér ekki á braut,“ sagði hann.
Þeir Sighvatur fjórir féllu suður af gerð-
inu.
Þá kom að Björn Leifsson úr Ási og
skaut skildi yfir Sighvat, en studdi hönd-
um að höfði honum, því að hann var þrot-
inn af mæði, en lítt sár eða ekki. Þá kom
Kolbeinn ungi að og spurði: „Hver húkir
þar undir garðinum?"
„Sighvatur,“ sögðu þeir.
„Hví drepið þér hann eigi?“ sagði Kol-
beinn.
„Því, að Björn hlífir honurn," sögðu þeir.
„Drepið þér hann þá fyrst," sagði Kol-
beinn.
Björn hrökk þá í brott þaðan. Kolbeinn
lagði til Sighvats með spjóti, þar er mætt-
ust hálsinn og herðarnar, og varð það lítið
sár, því að oddurinn var af spjótinu. Sig-
hvatur mælti: „Höfumst orð við, — þér
munuð nú ráða skiptum vorurn."
Þá hljóp að Einar dragi og hjó í höfuð
Sighvati, og var það ærið banasár, en þó
unnu þá fleiri menn á honum. En er Sig-
hvatur djákni sá þetta, þá lagðist hann
ofan á nafna sinn og var þar veginn. Sig-
hvatur Sturluson hafði sautján sár. Þá var
hann á hinu átta ári hins sjöunda tugar.
Árni Auðunarson lést þar við mikinn
orðstír. Þorvarður úr Saurbæ var í brynju
þeirri er Fulltrúi hét, og gengu ekki
spjótalög á hana. Það gaf honum líf, en
Kolbeinn, þá er hann kom til. Sámur lést
þar. Árni var á átta tugi.
Þeir flettu Sighvat öllum klæðum nema
stuttbrókum.
Jafnframt er að segja frá Sturlu. Hann
hafði mikla aðsókn og varðist alldrengi-
lega. Markús Þorgilsson hét ungur maður.
Hann hljóp úr flokki Sturlu ofan á garðinn
snemma fundarins. Hann var lagður með
spjóti í gegnum og varðist síðan sem best.
Þá fékk hann annað lag í gegnum sig, svo
að út féllu iðrin og þá féll hann.
Sturla hörfaði úr kvínni fyrir neðan
húsið og svo vestur um. Lauga-Snorri gekk
fyrir Sturlu og hlífði honum með buklara
og hafði sverðið undir buklaranum, sem þá
er menn skylmast. Sturla hafði sinn bukl-
ara yfir höfði honum. Þá var mikil aðsókn
að Sturlu, en Snorri hlífði honum en ekki
sér sjálfum, og fékk hann af því mörg sár
og stór, áður en hann féll. Sturla varðist
með spjóti því er Grásíða hét, fornt og ekki
vel stinnt málaspjót. Hann lagði svo hart
með því jafnan að menn féllu fyrir, en
spjótið lagðist, og brá hann því undir fót
sér nokkrum sinnum.
Húnröður, sonur Magnúss Húnröðar-
sonar, lagði spjóti til Sturlu, en hann lagði
á mót svo að Húnröður féll. Hann var lítill
maður og hafði góða brynju og varð ekki
sár. Þá sótti Koðrán Svarthöfðason að
Sturlu og lagði til hans með spjóti. Sturla
mælti til hans:
„Ertu þar enn, fjandinn?"
Koðrán svarar: „Hvar væri hans meiri
von?“
Það segja fleiri menn að Sturla skeind-
ist eigi af því lagi. Þá stóð Húnröður upp
og lagði spjóti í hægri kinn Sturlu og nam
í beini stað. Þá mælti Sturla:
„Og nú vinna smádjöflar á mér,“ sagði
hann.
Þá lögðu tveir menn senn til Sturlu.
Hjalti biskupsson lagði í vinstri kinn hon-
um, og skar spjótið út úr tungu, og var
sárið beinfast. Böðvar kampi, sonur Ein-
ars nautbælings, lagði spjóti í kverkar
Sturlu og renndi upp í munninn. Sturla
lagði til Hjálms á Víðivöllum og féll hann
við.
Þá er Sturla var sár þremur sárum
mælti hann til Hjalta:
„Grið, frændi," sagði hann.
„Grið skaltu af mér hafa,“ sagði Hjalti.
Sturla var þá þrotinn af mæði og blóð-
rás. Hann studdi þá höndunum á herðar
Hjalta, og gengu þeir svo út af gerðinu.
Hjalti tók þá annarri hendi aftur á bak
Sturlu og studdi hann svo. Sturla kastaði
sér þá niður, er hann kom skammt frá
gerðinu. Mál hans var þá óskýrt, og þótti
Hjalta sem hann beiddist prestsfundar.
Hjalti gekk þá á braut, en yfir honum stóð
Ólafur tottur, mágur Flosa prests. Hann
skaut skildi yfir Sturlu, en Járgeir Teits-
son, mágur Gissurar, kastaði buklara yfir
hann.
Þá kom Gissur til og kastaöi af honum
hlifunum og svo stálhúfunni. Hann mælti:
„Hér skal ég að vinna." Hann tók breiðöxi
úr hendi Þórði Valdasyni og hjó í höfuð
Sturlu vinstra megin fyrir aftan eyrað
mikið sár og hljóp lítt í sundur. Það segja
menn þeir, er hjá voru, að Gissur hljóp
báðum fótum upp við, er hann hjó Sturlu,
svo að loft sá milli fótanna og jarðarinnar.
Þá lagði Klængur Bjarnason í kverkar
Sturlu í það sár, er þar var áður, og upp í
munninn. Var allt sárið svo mikið að
stinga mátti í þremur fingrum.
Þá kom Einar Þorvaldsson þar og sagði
lát Sighvats.
„Ekki tel ég að því,“ segir Gissur.
Önundur biskupsfrændi skar púss af
Sturlu og fékk Gissuri. Annar maður dró
gull af fingri honum, það er átt hafði
Sæmundur í Odda, dökkur steinn í og graf-
ið á innsigli. Gissur tók gullið og vopn
Sturlu.
Markús Marðarson lagði spjóti í kvið
Sturlu hægra megin upp frá nafla. Þrjú
sár hafði hann á bringunni vinstra megin.
Naddur hét maður er hjó á barka Sturlu.
Engi sár blæddu, þau er hann fékk, síðan
er Gissur vann á honum.
Þórarinn Sveinsson var jafnan nær
Sturlu og bar sig vel, en Gissur gaf honum
grið, þá er hann kenndi hann, fyrir sakir
frændsemi við Gróu, konu Gissurar. Þór-
arinn þó líki Sturlu og saumaði um, en þeir
höfðu áður flett líkið svo að bert var.
Marteinn Þorkelsson féll skammt frá
Sturlu.
Kolbeinn Sighvatsson og meginflóttinn
nam staðar undir hlíðinni á grjóthörg
nokkrum. Þar kom til Gísli af Sandi með
sína sveit, og voru þeir á hestum, og eggj-
uðu menn hann ofan að hjálpa þeim í tröð-
inni, og hann bað Vestfirðinga að eggja
sína menn. Og þá kom Máni úr Gnúpufelli
neðan að og sagði, að þeir væru báðir
fallnir, Sighvatur og Sturla, og bað hann
Kolbein að forða sér sem honum þætti lík-
ast. Kolbeinn hljóp þá til kirkju á Miklabæ
og allur flokkurinn, sumir í kirkju, en
sumir í húsin.
Hér er að mestu lokið frásögn Sturlu
Þórðarsonar af örlygsstaðafundi. Grið
voru gefin þeim, sem leitað höfðu í Mikla-
bæjarkirkju, að sex undanteknum. Fyrir
þeim sex var Kolbeinn Sighvatsson. Þegar
griðum hafði verið lýst spurði Sturla Þórð-
arson Kolbein, hvort hann vildi að þeir
sem í griðum voru gengju út. Segir svo:
Kolbeinn bað þá út að ganga og sagði það
helst til hjálpar, ef nokkuð rýmdist í kirkj-
unni, því að fólkinu hélt við spreng. Eng-
um boðum Kolbeins var tekið og gengu
þeir út bræðurnir Kolbeinn og Þórður, en
Markús sonur Sighvats var áður fallinn.
Tumi Sighvatsson var flúinn á fjall ásamt
nokkrum liðssafnaði áleiðis til Eyjafjarð-
ar. Segir Sturla Þórðarson svo frá, að
Kolbeinn hafi mælst til þess við Gissur að
hann léti sig höggva á undan Þórði bróður
sínum og varð Gissur við þeirri beiðni.
Þegar Þórður var leiddur undir öxina var
Kolbeinn ungi spurður hvort hann vildi
ekki veita sveininum grið, en Kolbeinn
svaraði: „Fór sá nú, er skaði meir var að.“
Þórir jökull var með þeim síðari er vegnir
voru. Hann kvað þessa kunnu vísu áður en
hann lagðist undir höggið:
Upp skalt á kjöl klífa,
köld er sjávardrífa,
kostaðu hug þinn herða,
hér muntu lífið verða.
Skafl beygðu ekki, skalli,
þótt skúr á þig falli,
ást hafðir þú meyja,
eitt sinn skal hver deyja.
Hermundur Hermundarson var til
höggs leiddur. „Hann var manna best
hærður og mælti, að hann vildi hneppa
hári sínu, svo að það yrði eigi blóðugt. Óg
svo gerði hann. Hann horfði í loft upp, er
Geirmundur þjófur vó hann.“ Allir voru
þessir menn vegnir með Stjörnu, öxi Sig-
hvats Sturlusonar.
Það þykir ef til vill undarlegt að Sturla
Þórðarson skyldi grið hafa eftir örlygs-
staðafund. í dag þykir okkur ósvinna ef
blaðamenn og skráendur atburða eru
vegnir við starf sitt. Má vera að nokkur
skyldleiki sé þarna á milli, þótt nærri sjö
hundruð og fimmtíu ár séu liðin. Ekki er
ástæða til annars en ætla, að vitað hafi
verið um skriftir Sturlu Þórðarsonar á
þessum tíma, og þær ásamt vitundinni um
vilja skrásetjara til að afla upplýsinga hjá
öllum jafnt hafi borgið honum að loknum
Örlygsstaðafundi.
Frásögn Sturlu Þórðarsonar hér að
framan er einstæð í röð fornsagna af því
við vitum að hún er rituð af sjónarvotti
sem í sannleika sagt átti um sárt að binda,
enda féllu frændur og vinir á báðar hendur
honum. Þótt finna megi undiröldu nötur-
leika í frásögninni, er hún engu að síður
góður vitnisburður um jafnvægi, þar sem
höfundurinn hemur skap sitt og hefur
þeirri frumskyldu blaðamannsins að
gegna, að halda máli sínu upp úr dagshríð-
inni. Nær sjö hundruð og fimmtíu árum
eftir að Sturla Þórðarson stóð á Örlygs-
stöðum við lok þjóðveldis á íslandi, eigum
við samanburð í mönnum, sem vinna með
líkum hætti og hann. Atburðir verða þeim
tilefni bókmenntalegrar frásagnar þótt
þeir lýsi þeim undir yfirskini blaða-
mennsku. Af þeim sökum eiga þeir margt
sameiginlegt með rithætti Sturlu Þórðar-
sonar, sem skilar okkur enn öldum síðar
ljóslifandi atburðum og orðræðum, en
leita verður fyrir sér í myrkrinu eftir
sanngildi helftar þess sem ritað var á lík-
um tima.
Stórkostleg -$-70%,
Hefst
á morgun
-$-30% skór á alla
Skóverslun fjölskylduna
*20% Þórdar Péturssonar
Laugavegi 95, sími 13570 — Kirkjustræti 8, sími 14181.