Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 20
76 MORGUNBLAJÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 ÁTTAVITI af STEINI eftir Einar Pálsson Áttaviti af steini Á þessu ári kom út í Danmörku alþýðleg bók um nýlega fornleifa- fundi og nefnist hún Det ukendte Danmark (Kristian Kristiansen, Sphinx Forlag, Khavn 1984). í riti þessu getur fleira að líta en forn- leifafundi, en hún er rituð þannig að sem flestir megi njóta, og þó vitnað i heimildir. Bók Kristiansen er umhugsun- arefni fyrir tvennt: annars vegar öðlumst vér upplýsingar um það sem eigi var áður vitað — og hins vegar verður það deginum ljósara, að sumt það er ótrúlegast þótti í ritsafninu Rætur íslenzkrar menn- ingar er nú orðið almenningseign í Danmörku og vart talið umdeilt lengur. Mikilvægast fyrir íslend- inga er þó e.t.v. að þótt Danir finni tiltekna hluti, tákn eða myndir í fornleifum, þá botna þeir sjaldn- ast í þeim. Það er þarna sem ís- lendingar geta fyllt í eyðurnar. Alþýðleg dönsk bók um forn- fræði sýnir íslendingum, hversu fjarri því fer, að niðurstöður RÍM séu í raun utan sjónmáls á Norð- urlöndum. Er því tími til kominn, að íslendingar og Danir fari að tala alvarlega saman um þessi efni. Tökum eitt forvitnilegasta atriðið: á síðasta áratug hefur ver- ið ráðinn og skilgreindur „áttaviti af steini" í Danmörku. Svo mjög svipar þessum áttavita til þeirrar hliðstæðu sem ráðin var hérlendis af hugmyndafræði einni saman, einum eða tveim áratugum fyrr, að undrum sætir. Tilgáta Baksviðs Njálu 1969 er að þessu laut var nr. 12, og er Ketill hængur, landnáms- maður á Rangárvöllum, þar látinn segja frá heimsmynd sinni á nú- tímamáli, líkt og hann stæði með- al vor. Er heimsmynd Ketils Hringur, skiptur í 4 reiti, ummáli deilt í 16 geira. Frásögn Ketils er ekki hraðlesin en hún hljóðar svo: Ketill um áttavitann „Línurnar þrjár, sem marka helztu tíðir árs, eru greyptar i annars konar kerfi sem veit við áttum. Liggur kross undir kerfinu, og er miðja krossins að Stein- krossi [á Rangárvöllum]. Snúa armar krossins Norður-Suður- Austur-Vestur. Öxullinn Norður- Suður er jafnframt rúnin íss. Rúnin Hagall, sem mynduð er af vopnunum þrem [sjá tilgátu 9] skorðast af landfræðilegum að- stæðum: ósum fljótanna, er nú nefnast Affall, Alar og Kalda- klofsá, svo og af legu Þrídrangs og Goðasteins. Krossinn skorðast hins vegar af gangi sólar og horn- um veraldar. Hinn svonefndi „danski Fú- þark“ er bundinn krossi Njálu- vangs á íslandi. Hver fjórðungur krossins er fjórskiptur og tengjast fjórar rúnir hverjum fjórðungi.“ (Baksvið Njálu 1969, tilg. 12.) Orðalag Ketils hængs Orðalagið í framangreindri til- gátu er ekki auðmelt; menn þurfa að vera kunnugir staðháttum í Rangárhverfi til að skilja það til fulls. Þá þarf nokkurt andlegt heljarstökk til að hlýða á 9. aldar landnámsmann skýra oss frá heimsmynd sinni á nútíðarmáli. Mun einhver til dæmis reka augun í Njáluvang; margt bendir til að 63. tilgáta Baksviðs Njálu 1969 Hugmyndafræði ins islenzka goðaveldis var upphaflega mörkuð í Rangárhverfi, miðuð við Hof, bæ Ketils hængs landnámsmanns og sonar hans Hrafns, sem varð inn fyrsti lögsögumaður eftir stofnun allsherjarríkis. Hinn helgi Baugur goðaveldisins var annars vegar markaður við sólarlag stytzta dag ársins og sólarupprás lengsta dag ársins (Bergþórshvol og Stöng í Þjórsárdal á jörðu niðri). Himinhringur var skorðaður við land líkt og klukka. Ketill hafi borið sér slíkt orð í munn. Þetta má ráða af líkum, einkum heitafræði miðaldamanna er varðaði tölur. Nafnið Ní-vangr olli rúnafræðingum höfuðverk á síðustu öld: hvað merkti „vangur" sem markaður var tölunni 9? Ann- að orð olli eigi minni heilabrotum, rúnastafirnir Áss, Lögr og Úrr, sem fyrirfinnast einatt þrír sam- an án skiljanlegs tilefnis. Telja rúnafræðingar það orð enn óskýrt, en orða það við „galdur" eða „töfra“; að vitræn hugsun liggi að baki sýnist þeim ólíklegt. Hví norrænir menn skyldu ein- att vera að rista „töfraorð“ sem enginn skilur á stein og málm hef- ur hins vegar aldrei verið skýrt. En líkur hins íslenzka efniviðar benda í eftirfarandi átt: Ketill hugsaði um ALU sém mæliein- ingu, nánar til tekið 24000 fet. Norski stærðfræðiprófessorinn Viggo Brun hefur nú staðfest, að sú mælieining hafi að öllum Iíkum málsins verið notuð til að marka Eiðsvöll í Noregi og þar með Frostaþing. ALU í munni Ketils hængs virðist hafa markað Þing- völl og Alþing. (Sjá 1. grein.) Þar má því tala um beina hliðstæðu. En 9 ALU eru þá 9x24000 fet, þ.e. 216000 fet alls — þvermál Hrings- ins góða í Rangárhverfi með miðju að Steinkrossi. Notkun rúnanna er skýrð í ritinu Tíminn og Eldurinn (1972). Áttaviti Ketils Samkvæmt niðurstöðum RÍM var hringurinn fjórskipti „átta- viti“ Ketils hængs. Hringurinn var beinlínis markaður í jörð til að festa byggð manna við himinhring og stjarnhvelfingu. Rúnirnar 16, sem nefndar eru „danskur Fú- þark“ — 16-rúna röð — voru not- aðar sem „kompás-strik" land- 64. tilgáta Baksviðs Njálu 1969 Danska konungdæmið var skorðað líkt og Hjól við sólarlag stytzta dag ársins og sólarupprás lengsta dag ársins. Fundur áttavitans á Madsebkken staðfestir, að þetta voru megin-viðmiðanir Dana að fornu, (jafnvel hornið 45° reynist rétt). námsmanna. Sú var ástæða þess að tvær rúnaraðir fyrirfinnast, önnur 16-rúna, hin 24-rúna. Átt- avitinn býr að baki þeirri skemmri. Þeir sem ekki hafa lesið RÍM munu vafalitið hnjóta um orðalag- ið „Línurnar þrjár, sem marka helztu tíðir árs“, en þær eru sýnd- ar í mörgum tilgátunum 1969, m.a. í tilgátu 9, þar sem hugmynd er lögð fram um tiltekið eðli þeirra. Er ráð fyrir því gert, að meginlín- -an, sú er liggur frá SV-NA marki Jól og Mitt Sumar, þ.e. minnsta mátt sólar við sólarlag á vetri og mestan mátt sólar við sólarupprás á miðju sumri. Þannig má segja, að tvær meg- inhugmyndir búi að baki Hjóli Rangárhverfis: önnur sú er skiptir himinhring eins og áttaviti — hin sú er markar sólstöður. Og hverfum svo yfir Atlantsála með aðstoð þessa áttavita á fund frænda vorra Dana. Bergristur og sæfarir Stærsta bergristuhérað Dana er nefnt Madsebakken og liggur við ströndina nyrst á Borgundar- hólmi, milli Allinge og Sandvig. Eru bergristurnar þarna margs- konar, og illt að greina merkingu þeirra. Eru þær flestar taldar 2—3000 ára gamlar. Hefur einum manni sérstaklega orðið starsýnt á ýmsar bergristurnar, skipstjóra nafnfrægum er Svend Aage Saugmann nefnist. Var það at- vinna þess kapteins allan sinn starfsaldur að sigla um heimsins höf, einatt eftir sólargangi og stjörnumerkjum. Er skemmst frá því að segja, að Saugmann telur sum táknin á bergristunum svo lík vissum stjörnumerkjum — og ekki einasta hvert merki út af fyrir sig, heldur og afstaðan milli þeirra — að hann hnýtur um. Tekur hann að velta fyrir sér þeirri fornu speki, að svo skyldi öllu skipað á jörðu hér sem á himni, og eyðir hann því ellinni í rannsókn þessa mikla bergristusvæðis Borgundar- hólms. Þetta er ekki óskemmtilegt umhugsunarefni fyrir íslendinga: ein helzta niðurstaða RÍM er ein- mitt, að landnámsmenn íslands hafi markað stöðu stjörnumerkja í (eða við) jörð, þá er þeir helguðu sér land og mörkuðu Alþingi á Þingvöllum. Niðurstöður hins danska skip- stjóra, Saugmans, um einstök stjörnumerki eru ekki til athugun- ar að þessu sinni; sumar kunna að vera réttar, aðrar vafasamari. En margt er þar fróðlegt og verðugt rannsóknar síðar. Kompásinn Hitt varðar okkur ekki alllitlu, að við Madsebakken finnst „verd- ens ældste kompas". Er áttavita þessum svo lýst, að hann sé byggð- ur á hinni fornnorrænu skiptingu himingeims í 16 ættir (áttir) — síðar endurbættri með tvískipt- ingu, þ.e. í 32 strik þess kompáss er vér nú þekkjum (s. 26). Áttaviti er að sjálfsögðu ekki ókunnur gömlum og reyndum skipstjóra; svo skýrir Saugmann hugsanlega ástæðu þess að átta- vitann er þarna að finna: „Tilgangurinn ... var að gera það kleift að fastsetja kúrsinn til þess ákvörðunarstaðar sem valinn var hverju sinni áður en siglt var, svo að menn þekktu fyrirfram þá stefnu, sem stýra skyldi á leið- inni.“ Þetta er ekki óeðlileg skýr- ingartilraun af hendi gamals sæ- garps, en hugmyndafræðin ís- lenzka bendir til einfaldari lausn- ar. Menn ristu áttavita í land — hreinlega til að átta sig. Þeir þurftu að skorða áttir og gera sér ljósa stöðu sína á landi eigi síður en sævi. Burtséð frá þessu, liggur það nú fyrir, að í Danmörku hefur fundizt áttaviti af steini, sem samsvarar í öllum meginatriðum niðurstöðu RÍM um kunnáttu landnáms- manna. Og vitaskuld er það eftir- tektarvert að það er einmitt þaulvanur sæfari sem leggur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.