Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. AGOST 1984 SÖGURí FARTESKINU Þaö sem stráka dreymdi um þaö geröi hann, full- oröinn maöur. Hann fékk mig meö sér á Súlur, þeg- ar ég var þrettán ára, og þegar hann heyröi aö ég harmaöi aö hafa aldrei komiö á Eyvindarstaöa- heiöi, þetta draumbláa smalaland feöra okkar, undirbjó hann leiöangur meö þeim ágætum, aö hvorki skorti mat, hesta eöa annan viöurgjörning. Tíminn var einnig réttur, af því bændur voru þá aö reka fé sitt á fjall löngu fyrir ítölutíma og hrossa- bann á heiöinni. Og vel á minnst. Þetta er engin heiöi heldur næsta flatt land, mel- bungur meö móa og fióasundum, sem kall- aöar eru tungur og liggur á milli Hauka- gilsheiöar og Mælifellshnjúks aö noröan og Kjalar, Kerlingafjalla og Hofsjökuls aö sunnan. Þessi hásiétta blasir viö augum manna án teljandi kennileita hvort heldur komiö er norðanvert á Kjöl eöa á suöur- brún Haukagilsheiöar. Heiöi er þaö því ekki, þetta land, sem kennt er viö Eyvind- arstaöi í Blöndudal, en bændur þar tóku afgjöld af upprekstrum fjár fram á síöustu áratugi nítjándu aldar. Maöurinn sem geröi þaö sem stráka dreymdi um hét Karl Magnússon, járn- smíöameistari á Akureyri. Hann fæddist ár- iö 1910 og andaöist rúmlega fimmtugur langt um aldur fram. Karl var stórvaxinn, hreystimenni hiö mesta, óvílsamur og haföi gaman af ævintýrum, enda sagöi hann manna best frá og orti jafnvel skringiljóö af gefnum tilefnum. Og hann var sami félagi minn, þegar ég var þrettán ára og þrjátíu árum síöar, og má segja aö nokkrir dáleik- ar hafi jafnan veriö meö okkur frændum. Mig minnir aö síöasta stóra feröln sem við fórum saman hafi veriö farin sumariö 1957, en þá haföi hann grun um aö ég ætti erindi upp á Eyvindarstaöaheiöi. Svo bar til aö um þaö leyti komu fyrstu drög aö Landi og sonum til sögu, sem þurfti tímans vegna aö gerast aö mestu á tímabili, sem ég þekkti lítiö til, þótt sumt væri í barnsminni en annaö numiö af tali gesta og gangandi. Hausttíöinni var ætlaö nokkurt hlutverk í þessari bók. í réttum haföi ég verið en var fluttur í burtu um þaö leyti sem menn kom- ast á þann aldur aö mega fara í göngur og drekka brennivín. Þekkingarskortur minn er reynsluleysi í fjallgöngum og smalaferðum barst í tal viö Karl Magnússon, og áöur en viö var litiö vorum viö komnir af staö á heiöina á falleg- um sumardegi í júní með hest undir trúss- um og á lánshestum frá Ánastöðum og Sölvanesi. Einar sonur Karis, þá ungur aö aldri, haföi oröið eftir hjá Jóni Stefánssyni á Ánastööum, sem ætlaöi aö reka hross sín á heiöina næstu daga, og kom Einar meö honum. Viö riöum í fyrstu suöur Svart- árdal i Skagafiröi, þar sem forfeður okkar höföu farið um hagann í einar tvær aldir eöa lengur. Erfitt er aö halda uppi sam- ræöum, þegar fariö er ríöandi um ógreiö- fært og lítt troöiö land. Viö bættum úr þessu eftir aö hafa riöiö yfir Svartá undan ölduhrygg. Þar stigum viö af baki í fyrsta áningarstaö. Ölduhryggur var þá löngu kominn í eyöi og sú mjóa túnrönd, sem eitt sinn haföi staðiö milli ár og brekku haföi aö mestu umbreyst í mýrl. Á þessum staö haföi faöir minn hafiö búskap um þaö bil sem Karl fæddist ásamt ráöskonu, sem seinna varö kona bróöur þeirra, og manni fannst aö maöur, sem var heidur efnalítill lengst af ævinni, heföi byrjaö i takt viö lífshlaupiö, þarna frammi í afdalnum meö litla túnrönd og á brattann aö sækja til beggja handa. En nafngiftir voru í stærra lagi og hét ein hlíöin Gullteigur, þótt aldrei heföi fundist gull á islandi. Nafniö mun hins vegar dregiö af þvi aö þar mun fé hafa lengst náö til frostgróöursins á vetrum. Tveir veggir stóöu uppi og þegar hönd var lögö á veöraö torfiö var eins og lífsbarátt- an rynni í gegn. Hún var svo sem engum aö gagni lengur. Síöan var stigiö á hestana og haldiö í brekkurnar vestur af bæjarrústunum. Viö höföum stóran gráan hest undir trússum frá Jóni, sem tók vel á i brekkunum, en teymdist yfirleitt annars ekki nema fetiö. Viö riöum eftir óljósum götutroöningum á bak írafellsbungu og innan viö innstu drög Gilhagadals og upp á Litlasand. Þar kom- um viö á slóö Daníels Bruuns, og stóöu vöröumerkingarnar óbreyttar eins og fylgdarmenn hans skildu viö þær í ágúst 1898. Þessar vöröumerkingar voru þannig, aö fimm eöa sex steinum var raöaö í hring utan um stóran stein í miöju. Nokkuö langt var á milli þessara merkja (200 áinir, DB), kindur þar einhverjar snapir, þótti víst broslegt aö nokkur maöur skyldi vera aö taka próf í búfræöi. Valtýr fór meö þeim til kirkju í Goðdölum, en eftir messu var kaffi og brennivín. Menn uröu góöglaöir á heim- leiöinni. Valtýr reiö meö þeim í áttina aö Breiö, en á leiöinni er brattur melur. Á melbrúninni stönsuöu karlarnir, góöglaöir og fullir af kátínu og vildu sprella meö bú- fræðikandídatinn. Þeir fóru af baki og sett- ust síöan öfugir í hnakkana og héldu í stertinn og riöu þannig niöur brekkuna. „Þannig ríöum viö niöur brekkur í Skaga- firði,“ sögöu þeir viö Valtý. „Og þú átt aö gera eins.“ En Valtýr hló aó þeim, og sagöi þeim aö varla sætu þeir ööruvísi á hesti en menn í Hörgárdalnum. Og þá vissu karl- arnir aö búfræöingurinn yröi ekki plataöur. Viö Karl riöum yfir Bugakvísl og yfir mela og móa heim á hólinn, þar sem Buga- kofi stóö, jafnfrægur af draugagangi og gangnamannasöng. Kofinn var opinn og viö stigum af baki til aö forvitnast um hvort snjór væri í honum. En þaö gafst ekki tími til þess, vegna þess aö Ánastaöa-gráni varö allt í einu snarvitlaus undir trússunum og hef ég sjaldan söe haröari átök en þeg- ar Karl spyrnti viö fótum meö báöar hend- ur á taumnum og risti svöröinn meö hælun- um þegar ólmur hesturinn dró hann frá kofanum og út á melinn. Þessi fælni var auövitaö óskýranleg, nema Ánastaöa- gráni hafi verið sá eini skyggni í hópnum. Auövitaö veit enginn hvaö getur veriö á ferli viö gangnamannakofa, og þarna hefur margoft boriö viö á dimmum haustkvöld- en viö nenntum ekki aö mæla vegalengd- ina. Nokkurn tíma tók aö ríöa Litlasand, en beint af honum komum viö á brún Brunna- brekku, skammt frá læk sem fossar þar niður. Framundan var sléttan mikla, sem þeir kalla heiöi og sást allt til Kjalar, Kerl- ingafjalla og Hofsjökuls. Niöur brekkuna fórum viö á nokkru skriöi því hún er snarbrött, þótt ekki brygöum viö á þaö ráö aö snúa öfugir í hnökkunum, eins og dala- bændurnir vildu kenna Valtý Stefánssyni, ritstjóra. Hann var þá nýkominn frá námi erlendis og var aö líta á sveitir sem bú- fræðikandídat. Og karlar, sem þekktu ekki mikiö til jaröabóta, heldur létu duga aö skíra teigana sína í höfuöið á gulli heföu um, þegar söng er lokiö og menn lagstir til náöa, aö flokkur manna ríöur í hlaö viö beislaglam og hófaslátt og dyn í móöum hestum, en þegar litiö er út er ekkert aö sjá nema glætu af tungli. Viö tjölduöum á bak viö kofann. Þaö var gert með þegjandi samkomulagi. Annars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.