Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 37 Farþeginn á toppnum — Haukur Sigfússon Jú, á þessum 18 árum sem óg er búinn að vera á rútunum hafa óhjákvæmilega mörg spaugileg atvik komiö fyrir. En maöur er líka fljótur aö gleyma þeim og stundum má nú satt kyrrt liggja!“ sagöi Haukur Sigfússon, þegar viö slógum á þráöinn austur á Reyöarfjörö og inntum hann eftir skemmtilegu atviki úr rútubrans- anum. „Annars var þaö á síldarárunum aö ég var einu sinni aö keyra áhöfn, sem var aö koma aö sunn- an úr helgarleyfi og var ekki laust viö aö ástand sumra skipverja bæri þaö meö sér. Einn þeirra var, aö mér fannst, óþarflega drukkinn, þannig aö ég ákvaö aö skilja hann eftir. Sendi manninn aftur inn í flugstööina viö Egilsstaöi og ók af staö. Nú þegar viö erum komnir inn í Egilsstaöi fara skipsfélagar mannsins aö hafa orö á því hvort ekki sé oröiö tímabært aö hleypa manninum af toppnum. Ég ansaöi þessu ekki, enda fullviss um aö strákurinn væri í flugstöðinni. Þegar viö erum síöan komnir í Egilsstaöaskóg kemur skipstjórlnn fram í til mín og spyr hvort aö óg ætli aö drepa drenginn, hann hafi séö í fæturna á honum uppi á toppnum. Ég spyr þá skipstjórann, sem aldrei smakkaöi vfn, hvort aö hann sé nú oröinn fullur líka. „Nei,“ segir hann, „en þessi strákur þarna á toppnum er á bát frá Hafnarfiröi, sem hefur ekkert feng- iö í sumar. Ég veit aö þaö vantaöi tvo af áhöfninni þegar aö við fórum frá Reykjavík og ef þú síöan drep- ur þann þriöja þá kemst báturinn ekki út.“ Hann hafði ekki fyrr sleppt oröinu en aö „HJÁLP“ heyr- ist öskraö af öllum lífs og sálar kröftum uppi á þakinu. Þá fór óg nú svona aö trúa því aö eitthvað væri ekki alveg eins og þaö ætti aö vera, stoppaöi bílinn og fór út. Þá var stráksi aö staulast niöur af þakinu og oröinn ódrukkinn meö öllu, enda búinn aö þvælast á þak- inu í tfu mínútur. Ég tók hann auö- vitaö inn í bílinn og haföi hann fram í hjá mér þaö sem eftir var feröarinnar. Það sem haföi gerst var aö þeg- ar bílinn fór af staö viö flugstööina haföi hann hlaupiö á eftir, náö í stigann aftan á, klifraö upp á þak og þar hélt hann sér í. Ég heyröi þessa sögu nú þannig um daginn aö ég heföi keyrt meö manninn á toppnum alla leiö á Reyöarfjörö, en það var nú ekki alveg svo." — Þekkir þú ekki alla Austfirö- inga eftir 18 ára keyrslu? „Jú ég er allavega farinn aö kannast viö flest andlitin. Og Aust- firöingar eru þrælgott fólk aö ferð- ast meö, eins og reyndar fleiri is- lendingar," sagöi Haukur. VE HJÁESSO Þrír bráöskemmtilegir útileikir fyrir fjörmiklar fjölskyldur. Ánægjuleg og góð hreyfing hvar og hvenær sem er: • í feröalaginu • / garöinum heima • / sumarbústaönum Allt í einum, ótrúlega ódýrum poka. Aðeins 298 kr. Fjörpokinn fæst á bensínstöðvum OLÍUFÉLAGIÐ HF GRIÐLAND SÆl- KERANS r A hverjum degi bjóð- um við úrval kjöt- og fiskrétta af sérlega glæsi- legum sérréttamatseðli svo og rétti dagsins. Renndu við, slappaðu af og dekraðu við bragð- laukana í Veitingastof- unni Þyrli -griðlandi sæl- kerans. Veitingastofan Opið frá kl. 8:00 til 23:30 Sími 93-3824

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.