Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 39 — Hvaö varö avo til þaaa aö þú tórat að vinna aö hugmyndum um endurbætur i íalenakum fjölbýliahúaum? „fbúöarhúsnæöi hér tekur mjög víöa lítiö tillit til raunverulegra þarfa og óska fólks og hentar oft illa í fslensku veöurlagi. Fjöl- býlishús hér eru aö mínu mati áþreifanlegt dæmi um þetta og þar sem ég var uppfull af hugmyndum, ákvaö ég aö vinna aö rannsóknum á þessum málum og reyna aö sýna fram á, hvernig hægt er að breyta fjölbýlishúsum á ýmsan hátt, þannig aö komiö veröi til móts viö þarfir íbúanna.“ landi eru þau svo rammlega byggö, sakir veöráttu, aö þau myndu auöveldlega þola þaö. Hver þekkir ekki vandamáliö sem íbúar allmargra fjölbýlishúsa í Reykjavík eiga viö aö etja þ.e. aö geta aldrei legiö og sólaö sig úti á svölum sínum vegna roks, þar sem svalir margra þessara húsa eru greinilega ekki hannaöar meö sólböö fyrir augum. Eins og sést á meöfylgjandi teikningu, sem er hugmynd mín aö breytingu á fjöl- býlishúsinu aö Ljósheimum 8 til 12, sést, aö ekki þarf hver íbúö aö veröa eins, t.d. er hægt aö klæöa hluta hússins meö viöi, hluta meö bárujárni og svo framvegis. Herbergjum sem eru meö litlum gluggum og því dimm, er auövelt aö breyta meö því aö stækka gluggana eöa breyta á annan hátt eins og sést á teikningunni. Fyrir þá íbúa sem vilja hafa arin í íbúö sinni er auö- velt aö leiöa reykháf upp meö hliö hússins ad Ljósheimum 8 til 12. Þannig lítur sama fjölbýlishús út ettir breyt- ingarnar. — Reyndiat þér erfitt aö fá atarf aem arkitekt hér á landi? „Nei, þaö var ekki neinum erfiðleikum bundiö. Ég fékk samstundis vinnu hjá Húsameistara ríkisins og skömmu síöar hjá Arkitektastofunni sf„ þar sem ég hef unniö undanfarin þrjú og hálft ár. Ég hef unniö af kappi utan vinnu aö hugmyndum mínum um endurbætur þessar og sótti í því sam- bandi um styrk úr Vísindasjóöi, en var hafnaö." — / hverju eru avo meginhugmyndir þfnar um endurbætur á íalenakum fjöl- býliahúaum fólgnar? „Hugmyndirnar eru margskonar. Á Arki- tektastofunnl sf. voru m.a. hönnuö gróð- urhús sem byggö voru viö íbúöir á efstu hæöum húsa viö Eiöistorg á Seltjarnarnesi. Þaöan fékk ég til dæmis hugmyndina aö bæta viö gróöurhúsum eöa jafnvel litlum íbúöarhúsum ofan á fjölbýlishús, því á is- og getur það jafnvel oröiö til hinnar mestu prýöi.“ — Hvaö tekur nú viö hjá þér? „Ég er á förum til Bandaríkjanna þar sem ég mun starfa sem arkitekt í nokkur ár, en ég ætla aö koma til íslands aftur og vinna áfram aö hugmyndum mínum um breytingar á íslenskum fjölbýlishúsum. Kannski aö ég fái einhvern tímann styrk úr Vísindasjóöi,“ sagöi Roeder brosandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.