Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 51 SÖGUR í FARTESKINU Á JÖKLUM AÐ NÆTURLAGI Snævarr Guömundsson egar viö hugsum um feröa- lag, kemur oftast upp í hug- ann ferö aö degi til og í ná- munda viö mannabyggðir. Snæv- arr Guömundsson er hins vegar í hópi þeirra sem á undanförnum ár- um hafa feröast töluvert aö nætur- lagi, þar á meöal á jöklum uppi, án tjalds eða svefnpoka. Viö ræddum viö Snævarr og spuröum fyrst hvort það væri ekki óös manns æöi aö leggja upp í fyrrnefnd feröalög. -Nei þaö er alls ekki svo,“ sagöi Snævarr. -Hins vegar finnst mörg- um þetta vera glæfralegt, jafnvel fáraniegt aö framkvæma svona ævintýri, en þaö fólk hefur ekki kynnst slíkri feröamennsku. Þeirri upplifun að vera „einn úti meö náttúrunni” aö næturlagi. Tjaldi og svefnpoka er ekki sleppt til aö vera í neinum „hetjuleik', heldur oftast til aö spara þyngd. Því léttari sem byröarnar eru þeim mun minna eyöir maöur af orku á göngunni. Spöruö orka gæti komiö til góöa ef mann henti einhver tvísýna. Þegar feröast er á jöklum þá er snjórinn ekki nærri jafn gljúpur og þungur yfirferöar að nóttu til og á daginn. Aö sjálfsögöu sparast þannig orka líka. Síöan er þaö náttúrulega viss tilfinning aö vera vakandi og vera að gera eitthvaö á sama tíma og allir aðrir sofa. En friösældin í svona næturferö- um er mikil. Maöur kemst í allt aöra snertingu viö náttúruna og öölast meiri skilning á landinu sínu. Þaö er annar kostur viö aö feröast aö næturlagí, aö þá er eng- in hætta á hitta á annað fólk, ekki svo aö segja aö maður sé á móti því aö hitta annað fólk. Stundum er þó þögnin rofin, eins og í eitt skipti þegar viö sváfum tveir í 2070 metra hæö í hlföum Hvanna- dalshnjúks. Ég var vaknaöur um fimmleytið um morguninn og gat ekki sofiö fyrir kulda, en kunningi minn svaf enn. Þetta var ógleym- anleg stund, sólin rétt byrjuö aö hella sér yfir hnjúkinn, skýjahæö um 1000 metrar, þannig aö viö vorum ofan viö skýin og manna- byggöir langt í burtu. Þegar ég sat þarna og var aö hugsa með mér hvaö landiö mitt sé dásamlega friösælt, kom þá ekki flugvél flögr- andi og eyöilagöi alla stemmning- una.“ — Er ekki hætta i aö lenda í hrakningum íevona feróum? „Þaö er auövitaö hægt í þessum feröum sem öörum, en ég held aö hættan á því sé engu meiri ef fólk er vel útbúiö og veit hvaö þaö er aö gera og veit hvaö þaö getur. Ég hef veriö mjög heppin aö þessu leyti. Aö vísu vorum viö einu sinni þrír á ferö fyrir mörgum árum uppi í Esju. Höföum með okkur tjald, en ekki tjaldsúlur og enga svefnpoka. Viö lögöumst niöur f fallegu veöri og breiddum tjaldiö yfir okkur. Sföar um kvöldiö skall á á auga- bragöi öskrandi slagveöur sem mældist víst níu vindstig f Reykja- vfk, þannig aö þaö hefur veriö tölu- vert meira í hlföum Esju. Heildar- þungi okkar meö búnaöi hefur lík- legast veriö um 250 kfló, en rokiö var þvílíkt aö þaö dugöi ekki til, viö feyktumst tvisvar á loft og máttum hafa okkur alla viö aö halda tjald- inu niöri. Sem nærri má geta svaf enginn okkar dúr þá nóttina. Annars er hættan á aö bregöi út af aö miklu leyti komin undir manni sjálfum. Ef fólk er oröiö þreytt eöa hrætt, þá hugsar þaö kannski ekki alveg eins skýrt og annars og hættan eykst á aö einhver mistök eigi sér staö. Óvæntar veöurbreyt- ingar geta líka verið erfiöar." — Er næturferó í bígeró i næstunni? „Þaö ákveöum við aldrei nema meö stuttum fyrirvara, en mjög svo er þaö trúlegt." VE VARMO SNJÓBRÆÐSLUKERFI VARMO snjóbræðslukerfið nýtir affallsvatnið til að halda bílaplönum, götum, gangstéttum og heimkeyrslum auðum og þurrum á veturna. Við jarðvegsskipti og þess háttar framkvæmdir er lagn- ing VARMO snjóbræðslukerfisins lítill viðbótar- kostnaður og ódýr þegar til lengri tíma er litið. VARMO snjóbræðslukerfið er einföld og snjöll lausn til að bræða klaka og snjó á veturna. VARMO = íslensk framleiðsla fyrir íslenskt hitaveituvatn. Þolir hita, þrýsting og jarðþunga. Má treysta í a.m.k. 50 ár. Heildarkerfi við allar aðstæður. RR BYGGINGAVÖRUR HE VARMO VARMO VARMO SUOURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. Hilaklútar bundnir i klæói- Helmlllshorn Hálsklútar og treflar Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö treflar teljast eiginlega til nauösynja hér í vindasömu landi aö vetri til. En hálsklútar, og jafnvel treflar líka, eru einnig notaöir til aö lífga upp á fatnaö og geta alveg breytt svip háls- mála. En þaö er ekki sama hvernig klútar eru bundnir, til þess eru margar leiöir. Sjá myndir. Bergljót Ingólfsdóttir Hilaklútar af þykkari gerö aem vaföir eru um hilainn avo þaö líkist rúllukraga. Stórir treflar og sjöl Á eftir sumri kemur haust og vetur, eftir nokkra mánuöi gætum viö þurft aö klæöast þykkum yfir- höfnum og skjólflíkum. Þaö er oft prýöi aö fallegum sjölum og trefl- um, sem höfö eru utan yflr kápum og jökkum. Ef aö prjóna á húfur og trefla fyrir veturinn er tímabært aö huga aö þegar hausta tekur, leita aö garni og uppskriftum. Á myndum, sem hér fylgja með, eru litasamsetningar faliegar, en þaö sést því miöur ekki. Húfa og trefill eru í grænum lit, einnig vettl- ingar og belti. Aöallitur í hinu köfl- ótta sjaii er rauöur, sá litur er á Stór trefill og ajal fyrir veturinn. ♦ I l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.