Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGtJST 1984 v Ég zr ekki uanur at> kaupcx skot- dýraeltur c*f fort>r\d5ölumönnurvi,ensá sen) 'eq notgkerrKJr qreinileoa ekld ak oqgni-" ást er... ... ad sækja honum svala- drykk TM Ru. U.S PaL Otl.-a# rlghts reservad • 1984 Los Angetes Times Syndlcate Nágrannarnir eru að brjálast úr hlátri, þeir hljóta ad vera að tala um þig! HÖGNI HREKKVISI ,HANW EíZ AP 0(?UÓÓA f?A60AK£A£4l//*f !" Engan áburð á barrtré Dr. Benjamín H. J. Eiríksson skrifar: Laugardaginn hinn 28.7. heyrði ég garðyrkjumann flytja mál sitt í útvarpinu. Hann var að svara konu sem spurði hvaða áburð ætti að nota á sitkagreni, og hvernig yrði ráðið við grasið. Svörin sem hún fékk hjá garðyrkjumanninum voru mjög óllik þeim, sem ég hefði fefið henni, hefði hún spurt mig. !g er hvorki garðyrkjumaður né skógræktarfræðingur og hefi því ákaflega litla fræðilega þekkingu á skógrækt. En ég hefi þó fengist lítilsháttar við skógrækt, og byggi skoðanir mínar á fræðslu skóg- ræktarmanna sem ég hefi kynnst og á eigin reynslu. Og þó að skoð- anir mínar séu ákaflega ólíkar skoðunum garðyrkjumannsins, þá langar mig samt til þess að biðja Velvakanda að koma þeim á fram- færi, ef verið gæti að þær gögnuðu einhverjum. í sem allra stystu máli sagt, þá hefði ég haft fyrstu stuttu svörin þannig: Engan áburð á barrtré. Ekki slá eða reyta grasið. Lauftré og gras geta notað sér til góðs — og þurfa oft — áburð. Barrtré lifa hins vegar langtum meira í samlffi við aðrar lífverur, svo sem sveppi og bakteríur, og fá frá þeim þýðingarmikinn hluta næringar sinnar. Þau virðast því stundum vaxa „beint upp úr grjót- inu“. Áburður, einkum mikill köfnunarefnisáburður og nýr hús- dýraáburður, verkar sem eitur, sennilega fyrst og fremst á þann lífheim sem fylgir barrtrjánum og er þeim svo nauðsynlegur. Krossgátu í hverri viku 5647-4409 skrifar: Kæri Velvakandi. Ég tel Morgunblaðið vera gott blað og ég veit að margir eru á sama máli. Mér er það ljóst að starfsmenn blaðsins hafa allir nóg á sinni könnu en samt langar mig til að spyrja hvort það væri mikil fyrirhöfn fyrir þá að hafa krossgátur í blaðinu einu sinni í viku? Ég er mikil krossgátuáhuga- manneskja eins og svo margir aðrir og varð því mjög glöð er krossgáta birtist í Morgun- blaðinu um daginn. Ég veit auðvitað að það er lítil kross- gáta í blaðinu dag hvern, en hún er stutt og of auðveld. Nú vona ég að Morgunblaðsmenn sjái sér fært að koma „góðri“ krossgátu inn f blaðið einu sinni f viku. Stundum eru aðstæður þannig, að það vantar nauðsynleg efni í jarðveginn, svo sem kalí eða snef- ilefni, þannig að lftilsháttar áburður, rétt valinn, kann að gagna, einkum gamall húsdýra- áburður, og á þá að láta í holuna um leið og gróðursett er. Og svo- litið af mold úr skógræktarstöð eða skógi ætti að hafa mjög holl áhrif. En grundvallarviðhorfið álít ég að eigi að vera: Engan áburð. Áburður veldur oft í bili örum vexti, of örum vexti, sem aftur veldur óhreysti í trénu, og svo grasvexti sem kæfir tréð, einkum sé hann borinn á yfirborðið. óhreysti þýðir að tréð verst ekki óvinum sfnum, svo sem óhollum sveppum og skordýrum, og það kelur óeðlilega fljótt. Þegar eng- inn er áburðurinn vex tréð hægar en ella, en verður hraustara, nema snefilefni vanti í jarðveginn. Hér sem oftar getur þolinmæðin reynst mikil dyggð. Þá er það grasið. Sé grasið reytt eða slegið, þéttist svörðurinn fjótt, verður harður og kæfandi. Gróð- ursetningin kann að reynast unn- in fyrir gýg. Mitt ráð er að bæla grasið. Það geri ég á þann hátt, að ég hef staf í hendinni, beini oddin- um að stofni trésins neðarlega og ýti stafnum undan mér þegar ég svo geng í kringum tréð og treð Breiðholtsbúi skrifar: Fyrir nokkrum vikum gerði ég fyrirspurn um það hér í dálkum Velvakanda hvaða einstaklingar hefðu samþykkt eða verið á móti leyfi borgaryfirvalda til að byggja söluskála við Stekkjarbakka í Breiðholti. En engin svör hafa borist. Ég leyfi mér því að biðja Vel- grasið undir fótum. Stafurinn ýtir háu stráunum frá mér og trénu. Þessi aðferð kemur f veg fyrir að grasvöxturinn örvist, og hefir það mikilvæga f för með sér að sólin nær niður að rótum trésins og örv- ar stórlega þær lífverur sem þar lifa. Ég spurði einu sinni skógrækt- armann hvers vegna sitkagrenitré yrðu stundum svo fallega blá, og að því er mér virtist svo hraust. Það vitum við ekki, sagði hann. Kannski er það kuldinn. Ég fór að veita því athygli að trén fóru að verða blá, kolblá, seint á sumri, líklega upp úr 20. ágúst. Mér virtist þetta standa í sambandi við það, að sólin næði að skína niður í svörðinn. Mér datt helst í hug, að tréð ætti „félaga“ sem gæfi frá sér þau lífsmerki sem með þyrfti til þess að tréð yrði blátt. Mér fannst sennilegast að sveppur væri að verki. Hann yrði því að vera til staðar f jarð- veginum ætti tréð að verða blátt. En til þess að skrifa af einhverju viti um allt það sem náttúran býð- ur þeim upp á, sem gefa sér tíma til þess að skoða hana, þyrfti meira en eitt ævikvöld og sfðupart í Morgunblaðinu. Bréfritári er þeirrar skoðunar að sé áburður borinn á barrtré valdi hann oft á tíðum óhreysti f þeim. vakanda að leita svara við þessum spurningum: Fyrir hvaða ráð eða nefndir þarf að leggja beiðni um byggingu söluskála? Hvaða ein- staklingar ræddu eða tóku ákvörðun um byggingu umrædds söluskála? Hverjir voru meðmælt- >r byggingu hans og hverjir á móti (ef einhverjir voru)? Með fyrir- fram þakklæti. Söluskálinn við Stekkjarbakka sem átt er við. Söluskálinn við Stekkjarbakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.