Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 SöGUR í FARTESKINU í plast- pokum á puttanum — Guörún Erla Geirsdóttir Ferðasögu, jú ég hlýt aö eiga eins og eina góöa,“ sagöi Guörún Erla Geirsdóttir, myndlistarmaður, þegar viö slóg- um á þráöinn til hennar og forvitn- uöumst um feröalög hennar inn- anlands. „Viö fórum einu sinni, ég og Rannveig vinkona mín, hring- veginn á puttanum. Ætluöum upp- haflega í Borgarfjöröinn, en ákváö- um þar aö fara bara allan hringinn. Og úr því varö alveg yndislega skemmtileg ferð, nema hvaö viö vorum farnar aö örvænta um að enda meö ýmsa hörgulsjúkdóma sökum íslenskrar gestrisni. Stopp- uöum hjá hinum og þessum sem viö þekktum og fengum aldrei neitt nema stríöstertur og bakkelsi sem best hæföi í fermingarveislum. Þaö breytti engu á hvaöa tíma sólar- hrings viö komum, gamla góöa rjómatertan var borin fyrir feröa- langana! Og okkur sem langaöi svo í rúgbrauö meö kæfu." — Hittud þiö þá ekki aöra en fólk eem þiö þekktuö? „Jú, jú, til dæmis bóndann á „út- lensku bylgjunni". Þá stóöum viö á vegarkantinum einhvers staöar í Dýrafiröi. Stoppar ekki jeppi og í honum er svona fínn íslenskur bóndi. „Getum viö fengiö far?" segjum viö og svarið er „I don’t speak English" á torkenniiegri ensku. „Já, já", höldum viö áfram, „en getum viö ekki bara fengiö far?" og maöurinn heldur áfram aö segja okkur á bjagaöri ensku aö hann tali ekki ensku. Viö vorum farnar aö horfa hvor á aöra og velta því fyrir okkur hvort um væri aö ræöa „rússneskan njósnara", maöurinn var jú stór og mikill og talaöi grunsamlega ensku og var ofan á allt annaö á rússajeppa. Fyrir rest settumst viö inn í jepp- ann, horföum lengi á manninn og sögöum í kór „viö erum ÍSLENSK- AR“. Þá útskýröist þetta allt, blessaöur bóndinn sagöist bara aldrei hafa vitaö um íslenska putt- alinga, þannig aö þegar hann sá okkur skipti hann snarlega yfir á „útlensku Ifnuna". Á öðrum staö stóöum viö í grenjandi rigningu og roki einhvers staðar undir Vatnajökli — og vel aö merkja þá vorum viö tjaldlausar og allslausar. Ekki einu sinni f gúmmístígvélum, þvf aö viö ætluö- um jú aldrei nema f Borgarfjöröinn. En þaö sem bjargaöi okkur var aö viö höföum hitt foreldra mína á Höfn í Hornafiröi og pabbi haföi komiö inn á okkur svona svörtum ruslapokum. Þessu klæddumst viö, fórum í einn aö neöan og ann- an aö ofan og bundum mittiö. Svo stóöum viö í um fjóra tíma og nátt- úrulega fullt af bílum sem fóru framhjá — en hver tekur upp í tvo rennandi blauta svarta ruslapoka meö haus? Loksins miskunnuöu hjón sér yfir okkur, en þá vorum viö orönar svo rennandi blautar aö viö máttum hátta okkur áöur en aö viö gátum fariö inn f bílinn til þeirra. Svo fengum viö far meö bónda sem var aö keyra um sveitina meö mann sem var aö leita aö stööum til aö sá grasfræi þar sem gróöur haföi illa skemmst vegna vega- framkvæmda. Og viö keyröum kílómetra eftir kflómetra, fjörö eftir fjörö og alitaf vorum bóndinn og viö aö benda á staöi þar sem vel mætti sá grasfræi, en aldrei fannst honum þess þurfa svo. Loksins komum viö í skriöur þar sem bergveggurinn var beint upp og beint niöur og Atlantshafiö allt í kring. Fer ekki maöurinn út úr bíln- um, þarna yst út í hafsauga og segir „Hér ættum viö nú aö græöa landiö." Viö náttúrulega fengum hláturskast því aö eina leiöin til aö sá grasfræi þarna heföi veriö aö pota því niður meö prjóni og standa sföan yfir því á meöan þaö væri aö vaxa. Annars fyki þaö bara beint út á Atlantshaf. Ég veit ekki hvort þarna hefur veriö sáö, en þetta var ein af fjöl- mörgum skemmtilegum uppá- komum í þessari ferö. Ég myndi hiklaust mæla meö því viö alla aö feröast á þennan máta um landiö sitt. Þannig kynnist maöur mikiö betur bæöi landi og þjóö. Maður er settur út á ótrúlegustu stööum þar sem maöur heföi aldrei fariö út „sjálfviljugur" og híttir alls konar fólk. Fær til dæmis far meö mæl- ingamanni sem allt f einu stoppar þar sem engum hefur dottiö í hug aö stoppa áöur, af því aö hann er aö fara aö mæia einhverja gjótu. Nú þá stendur þú bara á vegakant- inum og bíður eftir næsta góö- hjartaöa bílstjóra, sem jafnvel á ekki leiö hjá fyrr en eftir marga klukkutíma. Á meöan þú stendur þarna hef- uröu tíma til aö líta f kringum þig og færö allt ööruvísi tilfinningu fyrir landinu þínu. Þú ert kannski sett út fyrir neöan eyðibýli, sem enginn hefur búiö í 50 ár, af þvf aö einhver maöur er aö fara aö heyja túnin. Nú þá ferö þú aö skoöa yndisleg gömul hús sem þér heföi aldrei dottiö í hug aö stoppa viö annars. Síöan er fólk í svo mismunandi erindagjöröum á leiö um landiö aö þaö er nokkuö tryggt aö puttal- ingar kynnist alls konar skemmti- legu fólki. Eins og til dæmis „fisk- matsmanninum á næionskyrtunni" sem viö hittum á leiöinni frá Mý- vatni og austur. Hann var f svona smoking-nælonskyrtu, með frá- hneppt niöur á maga og uppbrett- ar ermar, niöurskrúfaöar rúöur og keyröi meö annarri hendinni. Nú þegar aö viö erum þarna á leiöinni til Vopnafjaröar, aö mig minnir, fer ekki viftureim í bílinn uppi á öræf- um og maðurinn alls ekki klæddur til aö standa í viögeröum. Viö kvenmennirnir uröum náttúrulega aö skipta um viftureimina, á meö- an karlmaöurinn í hópnum sat inni í bílnum og skalf úr kulda á næl- onskyrtunni. Feröalagiö var allt svona, fullt af fallegum stööum, skemmtilegum uppákomum og litríku fólki sem viö heföum ekki annars haft hugmynd um aö væri til." — Vaerir þú til i eö endurtaka teröalagiö7 „Já, alveg örugglega. Annars er ég aö plana puttaferö til Akureyrar um verslunarmannahelgina og hver veit nema maöur rekist á bónda á „enskri bylgju" eöa álíka skemmtilegt fólk." Og þar meö hafa lesendur heil- ræöi Guörúnar Erlu, allir á putt- ann, með gott skap, tvo svarta ruslapoka og nokkrar vftamíntöflur til öryggis. VE Morftunblaftið/Arni Snberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.