Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1984 63 Kirkjan og kýrverðin Bjartmar Kristjánsson skrifar: Kæri Velvakandi! { sambandi viö 150 ára afmæli Víðimýrarkirkju í Skagafiröi var þess getið í sjónvarpsfréttum, að smíði hennar hefði kostað 546 rikisdali og 61 skilding. Skal það ekki rengt. En svo var því bætt við, að þetta samsvaraði 91 kýr- verði, sem ekki getur staðizt. Þetta sama stendur skrifað í stór- fróðlegri grein Harðar Ágústsson- ar um Víðimýrarkirkju, er hann hefir ritað í Skagfirðingabók 1984. Er sjónvarpsfréttin trúlega þaðan komin. En nú var meðalkýrverðið á þessum tíma 26 ríkisdalir og 23 skildingar. Gerir það 20 kýrverð og hálfu kýrverði betur. 91 kýr- verð var verð tveggja vildisjarða, eða þriggja jarða, vel í meðallagi. Víðimýri, ásamt hjáleigunni Álftagerði, var metin (í Johnsens jarðatali 1847) á 60 hundruð eða 60 kýrverð. Vídimýrarkirkja í Skagafirði. í einangrun Siggi flug skrifar: „Kæri Velvakandi minn. Það er nú orðið langt síðan að ég hefi skrifað þér, en ég hef verið í tæpar sex vikur úti i Luxemborg hjá dóttur minni. Eitthvað var ég að þusa um ým- iskonar svínarí sem látið er við- gangast hér heima, f skjóli þeirrar staðreyndar að við erum eyland, einangrað frá hinum löndunum í Evrópu. Bensfn og margháttuð þjónusta hér á landi er svo miklu dýrari en hjá flestum löndum meginlandsins. Allt er það þó látið viðgangast f skjóli einangrunar landsins. Þetta verður manni fyrst ljóst þegar maður kemur út f lönd, t.d. til Luxemborgar, en Þjóðverjar kaupa gjarnan eldsneyti á bíla sína þar, því það er mun ódýrara en í heimalandi þeirra. Svo er einnig með ýmsar aðrar vörur sem of mikið væri að telja upp hérna. Mig langar samt til að nefna eina matvöru, svfnakjöt, en þannig var að tengdasonur minn átti afmæli og var honum haldin garðveisla ásamt nágranna hans sem einnig átti afmæli. I því tilefni var keypt svínakjöt og það grillað úti. Einn hryggur svínakjöts kostaði sex hundruð krónur íslenskar, og úr þessum eina hrygg fengust rúm- lega þrjátíu kótilettur. Saga okkar var þyrnum stráð á meðan Danir stjórnuðu okkur og stundum lá við að þjóðin þurrkað- ist út, aðallega vegna skorts á hinu og þessu en einnig vegna eldgosa, jarðskjálfta og farsótta, sem Danir gátu að vfsu ekkert að gert. Gallað (maðkað) mjöl sendu þeir aftur á móti til þessa skers og þótti ekkert; brennivínið var blandað vatni o.s.frv. Einangrun landsins var alger, en f lok síðustu aldar fór að rofa til og 1. desember 1918 fengum við sjálfstæði, að vísu í tengslum við konungdæmið í Danmörku í 25 ár, uns fullt sjálfstæði var fengið árið 1944. Ég hef verið að grufla í því hvort við séum ekki á vissan hátt smátt og smátt að einangra landið á ný, eins og það var undir stjórn Danakonungs. Við höfum reynt það að hægt er að „praktísera" alls konar svínarí hér á landi í sam- bandi við verslun ýmis konar, vegna skorts á samanburði við önnur lönd. Þetta verður manni, eins og ég nefndi hér áðan, ljósara er maður dvelur erlendis þó ekki sé nema í stuttan tíma. Við erum að rembast við að halda uppi rán- dýrum landbúnaði, sem sífellt þarf meira og meira af peningum til að styrkja. Mér hefur t.d. verið sagt að Mjólkursamlag Eyfirðinga á Ak- ureyri sé svo stórt að þó að hver hundaþúfa væri ræktuð f öllum Eyjafirði, væri ekki hægt að full- nýta afkastagetu mjólkursamlags- ins. Dýrt samlag það og hver borg- ar? íslendingar eiga að heita sjálfstæð þjóð, en öllu gamni fylg- ir nokkur alvara. Erum við ekki áný? komnir of langt í þessu búskap- arbrölti? Ég spyr. Maður nokkur, bóndi í Norður-Þýskalandi, spurði mig eitt sinn hver væri meðalhiti landsins. Ég sagði honum að hann væri 4,6 stig að jafnaði. Sagði þá maðurinn við mig: „Þið eigið ekki að vera að rækta kartöflur." Hann hafði séð rándýrar vinnuvéiar um allar sveitirnar og varð undrandi á því að búskapurinn gæti borgað þetta allt. Ég sagði honum þá að um fjármálastefnu íslendinga gæti ég ekki rætt við útlendinga." Þessir hringdu . . . Boginn spennt- ur til fulls Ríkisstarfsmaöur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mér og fjölda ríkisstarfs- manna þykir að BSRB hafi spennt bogann til fulls, með kröfunni um tífalda þá upphæð sem ætluð var til skiptanna með samningum frá 1. september. Með öðrum orðum eru þeir að fara fram á þrjátíu prósent hækkun, sem verður aðeins til þess að eyðileggja kröfugerðina alla. Ég spyr því: Hvað eru þessir menn að hugsa? Við ríkis- starfsmenn eigum miklu betri forsvarsmenn innan ríkisstjórn- arinnar í Albert Guðmundssyni heldur en í þessum mönnum sem þykjast vera að vinna fyrir málstað okkar, og gera það með þeim hætti að þeir sprengja alla sanngirni í loft upp. Ég og margir fleiri ríkis- starfsmenn eru óhræddir við að treysta á Albert Guðmundsson sem forystumann fyrir okkar málstað, því hann hefur oft sýnt það að hann hefur verið okkur hliðhollur í sanngirnisátt. Gjalddögum verði dreift yfir árið Húsbyggjandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar til að spyrja hvernig standi á því að maður þarf að borga húsnæðisstjórn- arlánin öll í einu? Ég tók alls fjögur lán á arinu en fæ rukkun núna um að borga allt í einu. Var okkur ekki á sín- um tíma lofað því að þessu yrði öðruvísi farið? Mér skildist alla- vega að ætlunin væri að dreifa gjalddögunum yfir allt árið, það kæmi sér óneitanlega betur fyrir marga. Höfundur fundinn Margrét hringdi og hafði eftir- farandi að segja: í Velvakanda á miðvikudag, 1. ágúst, spyr Þóra nokkur um höf- und að vísukorni einu. Þannig vill til að mér er kunnugt um nafn höfundar, en hann er Jó- hann Ólafsson frá óslandshlið. Er það mér mikið gleðiefni að geta liðsinnt þessari konu og verður hún líklegast ánægð að fá svar við spurningu sinni. Lensi- og sjódælur fyrir smábáta meö og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaði, til að dæla út kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlas hf Ármúla 7, aimi 26755, Reykiavik W T r v RHD q gj'jf éot ERMETO háþrýstirör og tengi Atlas hf Armúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík VERNDAR VIÐINN OGGOÐA SKAPIÐ 5 ÁRA VEÐRUNARÞOL! Pinotex Extra með meira þurrefnisinnihaldi tryggir húseigendum mjög náðug sumur í garðinum, því endingin er einstök. Pinotex Extra er rétta efnið fyrir íslenska veðráttu. Pinotex Örugg viðarvörn í mörg ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.