Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1984, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGCST 1984 Ofbeldi gegn börnum. Er það virkilega vandamál á íslandi? Já, segja þeir sem gerst mega þekkja, læknar, félagsráðgjafar og sálfræðingar. Hversu víðtækt er það? Engin leið að gera sér grein fyrir því á þessu stigi en ástæða til að ætla að ofbeldi gegn börnum hafi viðgengizt hér og við- gangist enn í töluverðum mæli. Það hefur lítið sem ekkert verið til opinberrar um- ræðu hér á landi en á síðustu árum hafa áhyggjur manna í grannlöndum okkar vegna þessa vandamáls farið mjög vaxandi. álinu hefur sem sé ver- iö gaumur gefinn. Sumstaöar hafa veriö geröar félagslegar at- huganir á þessum þætti mannlegr- ar hegöunar og útkoman oröiö ófögur. Eftir því sem uþþlýsingar veröa ýtarlegri fjölgar skráöum til- fellum þannig aö tala þeirra hefur margfaldast á fáeinum árum. Frá- leitt væri aö ætla aö ástæöan fyrir þessari fjölgun sé sú aö ill meöferö á börnum sé aö aukast. Álykta má aö einungis lítill hluti slíkra dæma komist nokkurn tíma á vitorö ann- arra en þeirra sem eiga beinan hlut aö máli en aukln umræöa og fræösla hafa oröiö til þess aö fjölga skráöum tilfellum. Skuggalegar tölur um ofbeldi gegn börnum hafa veriö nefndar án þess þó aö ástæöa sé til aö ætla aö þær séu marktækar, eins og m.a. Ólafur Ólafsson landlækn- ir hefur bent á. Fæstum blandast þó hugur um aö vandamáliö sé fyrir hendi hér á landi sem annars staöar og þaö eitt kallar á þaö aö því sé gaumur gefinn í því skyni aö stemma stigu viö því. I þessu sambandi veröur ekki hjá því komizt aö íhuga hver séu raunverulega kjör barna hér á landi. Hvernig er búiö aö börnum? Er foreldrarétturinn of mikill og þá á kostnað barnanna? Er nánast hverjum sem er treystandi til aö hafa meö höndum forsjá barna? Hvaö gerir þjóöfélagiö til aö vernda börn og tryggja hagsmuni þeirra? Unglingavandamáliö margumrædda? Hverjar eru orsakir þess? Foreldravandamál? Hófst harmsaga einstaklingsins e.t.v. í frumbernsku, áöur en hann átti þess nokkurn kost aö sþorna viö? Og átti þaö foreldri sem var þess ekki umkomiö aö búa barni sínu þau skilyröi sem hvert barn á skýlausa kröfu á fyrstu æviárin, kannski harma aö hefna? Átti þaö á sínum tíma foreldra sem komu vítahringnum af staö? Er sá vita- hringur óstöövandi? Hver eru áhrif ofbeldis og illrar meöferöar á börn þegar til lengri tíma er litiö? Hvaöa börn eru helzt ofbeldi beitt? Eru einhver sérstök einkenni sem utanaökomandi geta áttaö sig á? Er hægt aö kalla utanaökomandi til ábyrgöar? Getur maöur veriö aö skipta sér af einkamálum óviö- komandi fólks? Þetta eru nokkrar þeirra sþurn- inga sem ætlunin er aó leita svara viö í þessum skrifum. Þaö segir e.t.v. sína sögu aö þegar sú sem þetta ritar tók aö afla upplýsinga um efniö, m.a. meö því aö sækja ráöstefnu sem Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar efndi til nýlega um ofbeldi gagnvart börnum, virt- ust slíkar uppiýsingar hvarvetna aögengilegar. Allir sem viö var rætt þekktu þess dæmi úr sínu næsta umhverfi aö börn hafi verið og séu ofbeldi beitt. Enginn heldur því fram aö hann hafi aldrei orðiö þess var. Og það sem meira er — fólk er ekki tregt til aö ræöa þessi mál. Einum þeirra sem ég hef fært þetta í tal viö varö fyrst aö orði: „Ekki er aö spyrja aö ónáttúrunni í þessum fjölmiölum. Er jjetta nú nýjasta tízkuefniö sem þiö hafiö látiö ykkur hugkvæmast til aö selja þessa snepla ykkar?" Svo sljákk- aöi í honum og þaö endaöi meö því aö hann sagöi mér frá vini sín- um sem haföi framiö sjálfsmorö, á unga aldri, aö því er virtist í ör- væntingu eftir heiftarleg fjöl- skylduátök. Þeir sem til þekktu vissu aö fjölskyldufaöirinn var haröstjóri og haföi gengiö í skrokk á börnum sínum og eiginkonu frá fyrstu tíö. Eöli málsins samkvæmt verða nöfn þeirra sem hér koma viö sögu aö liggja í þagnargildi. Ástæöa er til aó taka þaö fram aö i þessum frásögnum hefur fremur verið dregiö úr en hitt. i sumum tilvikum hefur þaö verið óhjákvæmilegt þar sem aöstæöur hafa veriö auð- þekkjanlegar og líklegar til aö koma af staö umtali er einungis yröi til skaöa. Tilgangurinn er held- ur ekki sá aö bjóöa lesandanum upp á eitthvaö virkilega krassandi heldur vekja til umhugsunar um vandamál sem nauösynlegt er aö stemma stigu viö. Þar sem um þetta dulda ofbeldi er aö ræöa er þolandinn í lang- flestum tilvikum minnimáttar og oftar en ekki svo ungur aö árum aö hann gerir sér takmarkaöa grein fyrir því sem fram fer. Ótti og sársauki eru e.t.v. þaö sem hann skynjar fyrst og fremst. f krafti líkamlegra og andlegra yfirburða gætir sá sem verknaöinn fremur þess síöan aö athæfiö komist ekki i hámæli. Því fagfólki sem um þessi mál fjallar ber saman um aö unnt sé aö hjálpa þeim fjölskyldum þar sem börn sæta illri meöferö. Þetta er starf sem gerir miklar kröfur til þeirra sem hlut eiga aö máli en þaö liggur Ijóst fyrir aö því fyrr sem hjálpin berst þeim mun meiri líkur eru á því aö bæta skaðann þannig aö barninu veröi búin skilyrði til aö þroskast á eölilegan hátt, líkam- lega og andlega. Flestum ber saman um aö svo samtvinnaðar séu ástæöur barna og forráöamanna þeirra aö börn- um sem sæta illri meöferö, af hvaöa tagi sem hún er, sé ekki unnt aö hjálpa án þess aö sú hjálp tengist foreldrunum um leiö. Skiln- ingur á vandamálum hinna full- orönu er mikils viröi en börnin hljóta þó aö hafa forgang. Lars H. Gustafsson barnalæknir í Uppsöl- um, sem hefur langa reynslu af þessum málum, oröar þetta svo í bókinni „Vilsebarn i válfárdsland": „Ég álít aö sumum atriöum megi ekki blanda saman. Sá sem situr meö barn sem hefur veriö mis- þyrmt veröur aö láta rétt barnsins til verndar og umhyggju ganga fyrir öllu ööru. Sá ásetningur aö hjálpa barninu má ekki eitt andar- tak vera háöur því hvort viö skilj- um ástæöurnar fyrir því sem gerzt hefur eða ekki. Þaö aö við reynum aö skilja orsakast fyrst og fremst af því aö með því móti teljum viö aö hægt sé aö hjálpa barninu. Skortur á þessum skilningi má ekki veröa til þess aö viö bregö- umst skyldunni viö barniö." Ofbeldi gegn börnum hefur tíökazt frá því aö sögur hófust. í skólum súmera fyrir 5000 árum var sérstakur maöur sem haföi þann starfa aö refsa drengjum meö svipunni. Til eru heimildir um barsmíöar og aörar líkamlegar refsingar sem heimspekingar forn- aldarinnar beittu lærisveina sína, en einnig eru til heimildir um andóf gegn þess háttar uppeldi. Platon ráölagöi kennurum aö fara vel aö börnum í staö þess aö beita þau þvingunum og Sir Thomas More notaöi páfuglafjaörir til aö flengja meö dætur sínar. Af hálfu læknavísindanna er þaö fyrst áriö 1868 sem barnamis- þyrmingar eru viðurkenndar sem vandamál. Ambroise Tardieu, prófessor í réttarlækningum í Par- ís, vakti þá athygli á þessu en í athugunum sínum haföi hann ekki viö annaö aö styðjast en niður- stööur krufninga. Hann lýsti líkum 32 barna sem ýmist höföu veriö barin eöa brennd til bana. Þetta sama ár vakti Athol Johnson viö Hospital for Sick Children í Lund- únum athygli á hversu algeng beinbrot væru hjá börnum. Hann setti þetta fyrst og fremt í sam- band viö ástand beinanna en á jjessum tíma mátti heita aö hvert barn í borginni væri meö bein- kröm. Nú liggur fyrir læknisfræöi- leg vitneskja sem sýnir aö nær öll þau tilfelli sem Johnson lýsti hafi ekki tengst beinkröm heldur mis- þyrmingum á börnunum. Þaö er þó ekki fyrr en á síöustu tuttugu árum sem alvarlegur gaumur hefur veriö gefinn aö mis- þyrmingum og annarri illri meöferö á börnum. Venjulega er tilfellunum skiþt í fjóra aöalflokka: Líkamlegt ofbeldi, vanrækslu á andlegum og líkamlegum þörfum barna, andlegt ofbeldi og kynferöislegt ofbeldi. Þaö er sameiginlegt meö öllum þessum flokkum aö börn sem orö- iö hafa fyrir slíkum árásum þurfa á læknishjálþ aö halda. Ýmiskonar misskilningur er á reiki varöandi illa meöferö á börn- um. i bókinni „Child Abuse“ eftir Ruth S. Kempe og C. Henry Kempe er einkum bent á þrennt: Aö foreldrar sem beiti börn sín ofbeldi búi utantekningalaust viö bágar aöstæöur aö flestu eóa öllu leyti, — aö slíkir foreldrar séu haldnir ólæknandi geöveiki, glæþahneigö eða séu á annan hátt andlega skertir og óeölilegir, og i þriöja lagi aö misþyrmingar og önnur ill meðferö á börnum sé fá- tíö. Höfundarnir benda á aö eftir því sem almennur skilningur fari vaxandi á þessum vandamálum færist þaö í vöxt aö foreldrar leiti hjálpar. Þannig hafi í 4.000 tilfell- um veriö leitaö slíkrar aðstoöar í Kaliforníu árið 1968 en áriö 1972 hafi tilfellin veriö 40 þúsund. Á sama fjögurra ára bili hafi tilfellum á Flórída fjölgaö í 30 þúsund úr 10, og í Michigan í 30 þúsund úr rúm- lega 700. Eins og bent hefur veriö á eru skýrslur og tölur um illa meðferö á börnum afar ófullkomnar, enda mjög varlega fariö meö þær alla jafna. Fjöldinn skiptir heldur ekki öllu máli heldur þaö aö vandanum sé gaumur gefinn svo hægt sé aö stemma stigu viö honum. Texti: ÁSLAUG RAGNARS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.