Morgunblaðið - 04.08.1984, Síða 9

Morgunblaðið - 04.08.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar Ólafsson „G e f i ð“ 7. sunnudag eftir þrenning- arhátíð. „„sá hann mikinn mann- fjölda og kenndi í brjósti um þá... lærisveinar hans sögðu: Lát þá fara frá þér... En hann svaraði: Gefið þeim að eta.“ (Mk.6:35—44.) Það er notaleg tilhugsun að guðspjallið sem vitnað er til í dag veitir þá fullvissu að höf- undur og fuilkomnari kristinn- ar trúar var ekki meira uppi í skýjunum en svo að honum var hugleikið að fólkið í kringum hann fengi að borða, og hann ætlaðist til þess af þeim sem fylgdu honum að þeir skiptu því sem til var á meðal hinna þurfandi. Þó er nú ekki betur komið en svo öldum síðar, að líkast er því að þessi skipun meistarans hafi tæpast verið tekin ýkja alvarlega. Þó er hún ekki allsstaðar gleymd. Á heitum degi situr ungur Ghana-búi í Afríku við sólbak- aðan troðning. Hann betlar. Hann er kristinn. Einn þeirra er framhjá fer réttir honum smápening. Hinn snauði sem við tekur á sér þá bæn á vörum sem þannig hljóðaði: „Megi Drottinn blessa þig, bróðir, fyrir þetta sem þú gafst mér. Þú ert góð manneskja. Hugsa sér, þú réttir mér peninginn í höndina, en kastaðir honum ekki bara í rennusteininn. Með brosi gafstu mér — það var meira virði en skildingurinn. Megi minn Guð og þinn Guð blessa þig, góði maður. Já, bróðir, ég bið Herrann að blessa þig, konuna þína og börnin, heimilið og störfin. Blessun Guðs er einnig sól á nóttunni. Bróðir, eignistu fé, nægjanlegt til matar fyrir þig og þína, góða heilsu, langt líf á jörðu og eilíft líf. Bróðir, megi Herra himnanna og kirkjunn- ar, mannanna Drottinn, varð- veita þig í Jesú nafni." Þessum kristna betlara, sem fór þannig með ljóðið sitt, hafði ekki gleymst að taka með sér brauð eins og læri- sveinunum í guðspjallinu, heldur var bara ekki neinu brauði til að dreifa, enga vinnu að fá og engar tryggingar að hafa. Og hann á marga bræð- ur, sem eins er ástatt fyrir. Hundruð þúsundir, já milljón- ir, sem hafa ekkert eða nær ekkert til matar. Svo rík sem jörðin er og full af dásemdum nægtanna, svo full að allir gætu haft nægju sína, þá er samt svo að heimurinn á að- eins mikið fyrir fáa og lftið sem ekkert fyrir marga. En þessi staðreynd tekur ekki meira en svo til hjartans hjá öllum að maður heyrir þær raddir jafnvel í íslenskum blöðum sem segja: Látum þetta fólk bjarga sér sjálft. Það minnir á orð lærisvein- anna: „Hvaðan skyldi maður svo sem geta mettað þessa menn?“ En þá segir guðspjall- ið: „Jesús hrærðist af hjarta." Og hvað gerði hann þá? Hann lét ekki þar við sitja að hafa uppi góð orð um að þessu þyrfti nú einhverntíma, ein- hvernveginn að kippa í lag. Ekki lét hann heldur spretta fram dúkað borð, eins og töfr- ar framkölluðu í ævintýrum H.C. Andersen. Nei, hreint ekki, hann tók einfaldlega af því lítilræði sem aðrir höfðu undir höndum til þess að gefa þeim sem ekkert áttu. Og hann tók það og blessaði það og skipti því á meðal þeirra allra. Enn þann dag i dag ávarpar hann lærisveina sína og spyr: „Hvað hafið þér í höndunum til þess að skipta á meðal þess- ara minna minnstu bræðra um veröld víða, þeirra sem líða nauð og stráfalla úr skorti á nauðsynjum?" Við gefum af fatnaði, sem við erum hætt að brúka, við sendum af og til fjármuni og skreiðartöflur og sitthvað fleira þangað sem þörfin er brýnust og það er áreiðanlega leitun á þjóð sem er jafn gjöful í frjálsum framlögum til nauðstaddra og íslendingar. Guði sé lof fyrir það. Hitt er svo annað að lausnin virðist ætíð vera jafn fjarri, lausnin sem leiðir til sjálfsbjargar öll- um mönnum. Við getum aðeins haldið áfram að gera eins og við höfum vit og getu til, hvað hjálpina varðar, en vonað á það jafnframt, að sá bróður- hugur verði einhverntíma sameign þjóðanna sem leiðir til jafnaðar. Kristið fólk sér ekki nema eina von til þess, að fleiri, já, að lokum allir leggi fiska og brauð, það er eigur sínar allar í ráðstöfunarvald Jesú Krists. í grimmri veröld grafa menn sinn auð. Og gefa svöngum steina fyrir brauð. (G.Dal) Hér gæti þetta átt við það brauð einvörðungu, sem menn stinga í munn sér, þetta væri haglega orðað, þó að ekki væri við annað átt. En það er fleira en viðbitið eitt fyrir náungann, sem menn grafa í þeirri grimmlyndu veröld sem við gistum. Það er hægt að hringa sig utan um fleira en brauð, það er líka unnt að svelta í hel af fleiru en matarskorti. Þó að heimsbyggðin væri sett á eina allsherjar ólympiuleika þar sem skemmtan hver væri yfrið næg og þó að við héldum versl- unarmannahelgi árið um kring, þá gætum við samt liðið þann skort, sem væri bæði sár og fylgdu hungurvein. Þess- vegna var Jesús ekki brauð- konungur þrátt fyrir allt, ekki til þess einvörðungu kominn að uppfylla með töfrum það sem á vantar að allir hafi nóg að borða. Þessvegna mælti hann: „Ég er brauð lífsins." Hann var kominn til þess að grimmlyndið í veröldinni viki, til þess að gefa okkur það hjarta að við gætum deilt með okkur eftir þörfum og til þess að við gæfum ekki hvert öðru steina fyrir brauð, já, til þess að við gætum sagt eins og blásnauður Ghana-búi hvert við annað í orðum og verkum: „Megi Herra himnanna varð- veita þig í Jesú nafni.“ Frásag- an um mettunina minnir okk- ur á að hlutur lærisveina Jesú Krists er að varðveita, að deila það er líf og nægtir, vinátta, sem nær bæði til munns og handa, elska, sem er af sömu ;lsku og hann elskaði með. Svo irærðist hjarta hans, að hann nettar þá sem hungrið er að ’yrirkoma líkamlega, sem and- ega og fyrir boðskap þeirra, sem tekið hafa við nægtum tians, er ævinlega möguleiki á að í grimmri veröld hætti menn að lokum að gefa steina fyrir brauð. Og hvort sem við sitjum heima þessa löngu fríhelgi eða förum eitthvað í leit að til- breytni, þá gefi Guð að við minnumst þess að við munum áreiðanlega mæta einhverjum sem við höfum tækifæri til þess að gefa hlutdeild í vel- farnaði og kærleika. Það er og á að vera svar okkar við orðum Jesú Krists: „Gefið þeim ..." Veröldin bíður eftir þeirri heill að allir þekki þessa skyldu sína, því svo óendanlega marg- ir eru að farast úr hungri and- legu eða likamlegu. Eftir þessu var eitt sinn kallað svo, fyrir munn spámannsins: „ ... ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem bjartur dagur ... og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem uppsprettulind, sem aldrei þrýtur ... “ Og hann kom og lifði með mönnunum og hann er og verður, sem gerir þeim kleift að uppfylla þennan vilja Guðs. Hann mælti: „Gefið" ... Og hann blessaði það sem þeir höfðu og skiptu með öðrum. Góóan daginn! Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem minntust mín meö hlýhug á sjötugsafmæli mínu 21. júli sL Meö vinarkveöjum, Guðlaugur Guðmundsson. MAMÉSID Dans og leiksmiðja Tveggja vikna námskeið hefst þriðju- daginn 7. ágúst KENNUM: Leikfimi — Jazzdans — Africandans — INNRITUN í dag í síma 15103 4 hraðhellur, þar af 1 m/ snertiskynjara og fín- stillingu. 66 lítra ofn m/ljósi, grilli, barna- læsingu og 44x44 cm plötum. Hitaskúffa m/barnalæsingu og hita- stillingu, m.a. til lyftingar á gerdeigi fyrir bakstur. Emallering í sérflokki. Breidd 59,8 cm og hæð stillanleg 85-92 cm. V/ V/ 67% dana velja sér VOSS eldavél, einfaldlega vegna þess að þeir telja VOSS uppfylla best strangar gæðakröfur sínar, umfram allt eiginleikana til ad steikja og baka eins og sönnum sælkerum sæmir. „ /?an\x greiðslukjör hÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Góð þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.