Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 35 Hansína Bœrings- dóttir — Fædd 31. ágúst 1899 Dáin 29. júli 1984 Óðum fækkar því fólki sem muna má tímana tvenna. Okkur nútímafólki þykir með ólíkindum hvernig fólk komst af við hin erf- iðustu lífsskilyrði, og þar var ekki verið að tala um erfiði og óáran. Við hverju vandamáli var brugðist án æðru. Hún Hansína var ekki að býsn- ast yfir hlutunum, enda eins gott. Hún sem fæddist og ól mestan sinn aldur í harðbýlustu og af- skekktustu sveit landsins. Þar var ekki um að ræða að kalla til hjálp þegar eitthvað bjátaði á. Hansína var ekki stór eða mikil vexti, en dugnaðurinn, kjarkurinn og góða skapið fleyttu henni yfir öll sker. Snemma varð alvara lífsins henni ljós. Faðir hennar varð úti uppi á heiði þar sem hann var á leið með björg í bú fyrir fjölskyld- una. Son sinn missti hún í sjóinn, seinna missti hún annan son, eftir mikil og erfið veikindi, einnig átti hún eftir að sjá á bak tveim barnabörnum sínum. En gullið skírist f eldinum. Hansina Bæringsdóttir missti aldrei kjarkinn. Hún fæddist að Álfsstöðum í Grunnavfkurhreppi þ. 31. ágúst 1899. Tuttugu og fimm ára gömul réðst hún til vistar í Bolungarvík á Ströndum. Vistin þar varð lengri en hún hafði ætlað í fyrstu, þar hitti hún mannsefnið og setti saman bú með eiginmanni sínum, Jónasi Finnbogasyni. Þau eignuðust sex börn og eru fjðgur þeirra á lífi: þau voru í ald- ursröð: Bergmundur (látinn), Ing- unn, Kristján (látinn), Magnús, Finnbogi, Svanhildur. Þeim hjónum búnaðist vel enda bæði dugleg og nægjusöm. Hafa böm þeirra öll tekið f arf beztu eiginleika foreldra sinna. Marga söguna hefði verið hægt að segja af bónda, og sjómanns- Minning konunni. Eitt sinn var hún kvödd til þar sem maður hafði slasast er tundurdufl sprakk f flæðarmálinu rétt hjá bænum. Hún bjó um sárin af sama æðruleysi og endranær og þegar maðurinn komst svo seinna á Isafjarðarspítala, sögðu læknar engu Ifkara en að hjúkrunarlærð manneskja hefði farið þar hönd- um, svo vel var um búið. Þau hjón bjuggu á Ströndum til ársins 1949, en þá fluttu þau með fjölskylduna til Bolungarvíkur við ísafjarðar- djúp. Áttu þau heima að Hregg- nasa i Bolungarvík, þar til Jónas andaðist árið 1968. Síðustu árin bjuggu þær mæðg- ur Svanhildur og Hansína saman á Bústaðavegi 53, f Reykjavfk. Á Svanhildur miklar þakkir skildar fyrir hversu góð hún var móður sinni, og gerði henni kleift að vera heima, alveg fram til þess að hún' Iagðist banaleguna. Var það mik- ils virði fyrir Hansínu að þurfa ekki að fara á stofnun, og geta boðið gestum og gangandi kaffi og með þvf. Þá var hún f essinu sínu, því gestrisin var hún með afbrigð- um. Hér hefur verið stiklað á stóru í ævi konu sem hefði haft frá mörgu að segja, en hún var ætíð fátöluð um eigin hagi, svo að hennar saga verður óskráð nema hjá þeim sem þekktu hana mest og bezt, þau geyma minninguna. Hún var mæt kona, mættu fleiri líkjast henni. S.G. í dag verður til moldar borin hálfsystir mín, Hansína Bærings- dóttir frá Bolungarvík. Hún fædd- ist á Álfsstöðum í Grunnavíkur- hreppi. Foreldrar hennar voru Bjargey Sigurðardóttir og Bæring Guðmundsson, sem þá bjuggu á Álfstöðum. Föður sinn missti hún í janúar 1903, hann varð úti á Skorarheiði milli Furufjarðar og Hrafnsfjarðar. Varð það til þess að hún fór f fóstur til afa sfns og ömmu f Kjaransvfk á Hornströnd- um. Þar var hún fram yfir tvítugs- aldur. Þá fer hún vestur að ísa- fjarðardjúpi og var þar á ýmsum stöðum. Hansína átti þrjá hálf- bræður og einn albróðir, sem Bær- ing hét. Hann drukknaði f mai 1922. Hinir þrír eru lifandi, en þeir eru Stefán, Sumarliði og Ólafur. Sumarið 1926 fer hún kaupakona til Bolungarvfkur f Grunnavíkurhreppi. Arið 1929 giftist hún Jónasi Finnbogasyni og byrja þau búskap á part af jörðinni. Þar búa þau f 25 ár. Þau eignuðust 6 börn, Bergmund, sem drukknaði 1950 og Kristján, dáinn 1982, en eftir lifa Magnús, Ingunn, Finnbogi og Svanhildur, sem hún bjó með sfðustu ár ævinnar. Árið 1953 flytja þau hjón til Bolungar- víkur f Grunnavíkurhreppi. Þar missir hún mann sinn 1963 og skömmu síðar flytur hún til dótt- ur sinnar sem áður er getið. Þau hjón voru samhent og dugleg, þar var unnið jöfnum höndum að búskap, sjósókn og hverskonar vinnu, enda afkoman eftir þvf. Börn þeirra hjóna eru vellátið og dugmikið fólk. Eg bið henni blessunar Guðs. Fari hún f friði, friður Guðs fylgi henni. Sumarliði Eyjólfsson, Hrafnistu DAS Rvk. Margrét Björnsdótt- ir frá Örlggsstöðum Fædd 13. febrúar 1904 Diin 4. júnf 1984 Um Jónsmessuleytið er vorið nóttlaust við Húnaflóa og náttúr- an öll f hamingju en undir Brekku er ógróið leiði — Margrét Björnsdóttir frá Örlygsstöðum er á ný stödd f túninu heima að lok- inni göngu. Hér er hennar staður — leiksvið bernskunnar þar sem alltaf skein sól í minningunni. Aðrir staðir voru stundaráning líkt eins og í kaupstaðarferð sem bráðum endar. Undir Brekku vaxa kjarnmikil grös. Brátt verður leiðið gróið og jafn grænt og túnið í kring. Neðar gjálfrar aldan við steina og minn- ir á afa minn sem sótti þar sjó til að afla mörgum börnum matar. Nú er eitt þeirra komið heim á ný og hvflir við hlið hans. Margrét Björnsdóttir var fædd 13. febrúar 1904 á Örlygsstöðum í Húnaþingi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Björn Guðmundsson bóndi og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir. Alls eignuðust þau 10 börn. Margrét ólst upp í föðurgarði og æ síðan var hún tengd æskustöðvum sfnum órjúf- andi tryggðarböndum. Um 1930 hóf hún búskap á Kálfshamri með tilvonandi manni sínum, Ara Einarssyni frá Kálfs- hamri. Þau eignuðust fjögur börn en aðeins einu þeirra, Sigurði Birni, varð lffdaga auðið. Hann er nú búsettur í Reykjavík og á son- inn Ara Grétar. Árið 1934 fluttu þau Ari og Margrét frá Kálfs- hamri að Selnesi á Skaga. Næst lá leiðin að Hvammkoti í sömu sveit þar sem þau bjuggu til ársins 1943. Skömmu sfðar settust þau að á Sauðárkróki og lengst af bjuggu þau f húsinu Fögruhlíð eða þar til þau fluttu suður árið 1946. Þegar suður kom keyptu þau sumarbú- stað f Kópavogi, byggðu við hann og breyttu honum uns úr varð myndarlegt einbýlishús — nú Álf- hólsvegur 78. Það kom raunar f hlut Margrétar einnar að ljúka við húsið þvf mann sinn missti hún 1959. Árið 1971 seldi hún húsið og keypti litla fbúð á Frakkastfg 20 i Reykjavfk. Þar bjó hún svo til dauðadags. Ung lagði Margrét stund á sauma og hlaut meistararéttindi i þeirri grein. Lengst af fékkst hún við sauma og hannyrðir og hélt námskeið viða um land. Það mun flestra dómur að Margrét hafi bæði verið listfeng og vandvirk í verkum sfnum. Síðustu árin bag- aði hana sjóndepurð og kunni hún þvi illa að geta ekki unnið fullan vinnudag lengur. En handbragð hennar var jafn lýtalaust og áður þótt afköstin væru minni en forð- um. Síðustu árin starfaði Margrét ötullega í kristniboðsfélagi kvenna og var óþreytandi við að búa til ýmsa muni sem seldir voru í fjár- öflunarskyni á bösurum. Margrét var gestrisin heim að sækja, trygglynd og naut mann- hylli. Frásagnargáfu hafði hún ágæta — henni lét vel að segja sögu ekki síst frá liðnum tfma. í frásögn hennar lyftist fortjald timans og fram á sviðið steig fólk með kostum og göllum, nöfnum og auknöfnum, auðlegð og örbirgð. Þessu fólki fylgdi margt af dýrum. Þetta voru góð dýr og höfðu mannsvit. Sögurnar af þeim fylltu stóra bók ef skráðar væru og þetta yrði góð bók með góðum sögum og hlýjum. í sögunum bjó sú samlfð- an með lítilmagnanum sem dugir til að opna hin gylltustu hlið. Hesturinn Mökkur kom einhvern tíma við sögu f búskaparbarsli á Skaga. Hann var vanur að koma að húsum heim að fá leifar af matnum sem fólkið borðaði. Dag einn á hörðum vetri féll ekkert til en hesturinn var tregur að trúa þvf og setti afturendann i eldhús- gluggann og braut hann. Svona voru dýr vitur á Skaga i þá daga. Máttugt orðfæri gefur frásögn- um lff og lit en það er ekki sfður mikilvægt f margháttuðum erli daglegs Iffs. Margrét hélt á málum sínum af festu og fór ekki í manngreinarálit. Hún sagði skoð- un sína hvar sem hún var stödd og bar í brjósti ríka réttlætiskennd og trú á uppruna sinn. Hún hélt reisn sinni til hinstu stundar og enginn sá henni bregða f erfiðum veikindum sfðustu vikurnar sem hún lifði. Senn verður gröfin gróin grösum úr jarðarfeldi; framundan liggur Flóinn fagurrauður að kveldi. Syni hennar og systkinum votta ég samúð. ÁJS.B. Kveðja — Egill Högni Egilsson Fæddur 4. júlí 1979 Dáinn 26. júní 1984 Man ég svip og sögu sveinsins lokkabjarta. Brostið er í barmi barnsins góða hjarta. Leiftur góðra gáfna gneistuðu oft í svörum. Nú er þagnarþunga þrýst að köldum vörum. Fyrir þér lá fögur framtíð starfs og dáða. Lifi alls og allra æðri kraftar ráða. Er engill banableikur brjóst þitt nakið signdi, var sem heiður himinn heitum tárum rigndi. Svo skein sól í austri, sveitin fylltist angan. {sænginni þinni svafstu með sigurbros um vangann. Hvíld er hverjum heitin hvað sem yfir dynur. Guð og góðir englar gæti þín, elsku vinur. (Úr ljóðinu Bóbó litli eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi.) Megi minningin um þessa hreinu barnssál veita foreldrum og öllum sem urðu henni samferða þennan stutta spðl, styrk við að- skilnaðinn. Starfsfólk Guludeildar, leikskólans við Fögrubrekku. t Þökkum velvild og vinarhug viö andlát og útför eiglnmanns, sonar, fööur, tengdafööur og afa, HALLGRÍMS HALLGRÍMSSONAR, Faxatúni 30, Garöabas. Hulda Siguröardóttir. Guöbjörg Þoratainadóttir, Auður Hallgrímadóttir, Óöinn Gunnaraaon, Steinunn Hallgrímsdóttir, Ragnar Bjarnason, Hallgrfmur Hallgrímsson, Halla Aradóttir, Guöný Hallgrfmsdóttir, Höröur Arnarson, Siguröur örn Hallgrfmsson, og bamabörn. t Innilegt þakklætl til allra sem minntust MAGNÚSAR PÁLSSONAR, jérnsmiös, meö viröingu og hlýhug. Þökkum elnnig auösýnda samúö og vin- áttu. Kristfn Hreiöarsdóttir, Helga Magnúadóttir, Svavar Gunnþórsson, Guöfinna Magnúsdóttir, Guömundur Jakobsson, Sigrföur Vilb. Magnúsdóttir, Guömundur Guömundsson, Páll Magnússon, Elva Dröfn Ingólfsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför GUÐMUNDÍNU JÓHANNESDÓTTUR ADAMS frá Brekkholti. Aöalheiöur Siguröardóttir, Bergljót Sigurðardóttir, Bartha Siguröardóttir, Jóhannas Sigurösson, Jóhanna Gunnarsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát ogtutför sonar míns og bróöur, REINALDS REINALDSSONAR, Suöurgötu 83, Hafnarfiröi. Sérstakar þakklr færum viö kaþólska söfnuölnum. Þorbjörg Björnadóttir, Valdimar Svainsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.