Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 2

Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST1984 Heimsmeistaramót 20 ára og yngri í skák: Karl Þorsteins í hóp efstu manna? AÐ loknum fimm umferðum á beimsmeistaramóti 20 ára og yngri í skák, sem fram fer í Hiljava í Finn- landi, hefur Karl Þorsteins 3 vinn- inga og biðskák. Hefur hann betri stöóu í biöskákinni og ef hann vinn- ur hana kemst hann í efsta sæti mótsins. Karl gerði jafntefli við Pikep frá Hollandi og Rehelis frá ísrael í tveim fyrstu umferðum mótsins. Síðan vann hann Navrodescu frá Rúmeníu og Miljanic frá Júgóslav- iu í 3. og 4. umferð. í 5. umferð teflir hann viö Arlandi frá Ítalíu og fór skák þeirra tvisvar i bið. Karl er talinn hafa heldur betri stöðu í biðskákinni sem tefld verð- ur á morgun. Þrír menn eru efstir á mótinu með 4 vinninga. Það eru Georgiev frá Búlgaríu sem sigraði á heimsmeistaramótinu í fyrra, Saeed frá Sameinuðu furstadæm- unum og Dreev frá Sovétríkjun- um. 54 skákmenn taka þátt í mótinu í Hiljava og eru allir sterkustu skákmennirnir i þessum aldurs- flokki þar á meðal. Fimm þeirra eru með fleiri BLO-skákstig en Karl. Heimsmeistarinn, Georgiev, er stigahæstur með 2515 ELO- stig. Erindi um ríkisumsvif Nóbelsverölaunahafi i hagfræöi áriö 1976, prófessor Milton Fried- man, mun halda erindi á hádegis- verðarfundi Viöskiptadeildar Há- skóla fslands og Stofnunar Jóns Þorlákssonar, laugardaginn 1. sept- ember næstkomandi í Súlnasal Hót- el Sögu klukkan 12.00. Erindi Milton Friedmans nefn- ist: Eru aukin ríkisumsvif óhjá- kvæmileg? Að lokinni framsögu verða Ieyfðar fyrirspurnir. Aðgöngumiðar verða til sölu í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti 18. *4iB HorgunblaðiA/Júlfua. Báturínn strandaöur á skólprörí við Kirkjusand. Lögreglan kemur til bjargar öörum manninum sem vaðið haföi í land. Bátur strandar við Kirkjusand BÁTUR strandaöi við Kirkjusand i Reykjavík um kvöldmatarleytiö í gær meö tvo menn innanborös. Lögreglunni barst tilkynning um strandið klukkan 19.28 og er hún kom á staðinn haföi annar mannanna vaöiö í land, en hafði áður bundið um sig línu. Lögreglan óskaði eftir aðstoð lóðsins og kom hann á staðinn og dró bátinn á flot og fór með hann að bryggju í Reykjavíkurhöfn. Báðir reynd- ust mennirnir ölvaðir og var ástæðan fyrir strand- inu sú að þeim hafði láðst að taka með sér elds- neyti. Ferðinni var heitið til Viðeyjar. Ráðuneytið „frystir“ græn- meti á hafnarbakkanum Hólmfríður Eysteinsdóttir Bílslysið á Miklubraut: Konan látin KONAN sem varð fyrir bifreið á Miklubraut á miðvikudag í fyrri viku, lézt á Borgarspítalanum á sunnudag. Hún hét Hólmfríður Eysteinsdóttir til heimilis að Miklubraut 82 í Reykjavík. Hólmfríður fæddist 18. april 1919. EGGERT Kristjánsson & co. hf. flutti um miðja sfðustu viku um 2 tonn af grænmeti inn til landsins og í gærkvöldi var 1 tonn til viðbótar væntanlegt. Leyfi til innflutnings þess hefur ekki enn fengist og liggur hluti grænmetis- ins nú undir skemmdum þó sendingin sé í kæligámum á hafnarbakkanum í Reykjavík. Ekki náðist að koma grænmetinu í sölu fyrir verslunarmanna- helgina eins og þó var fyrirhugað. Heildverslunin befur flutt inn grænmeti f sumar og þar til nú alltaf fengið án tafar nauðsynlega stimpla landbúnaðar- ráðuneytisins á tollpappírana að sögn Gísla V. Einarssonar framkvæmda- stjóra hjá Eggerti Kristjánssyni. Gísli sagði að fyrirtækið hefði verið að minnka grænmetisinn- flutninginn smám saman til að vera ekki fyrir innlendu framleiðslunni þegar hún kæmi á markaðinn. í þeim sendingum sem nú væru á hafnarbakkanum væri laukur og fleiri tegundir sem ekki væru fram- leiddar hér á landi en einnig eitt- hvað af káli og gulrótum. Aðspurð- ur um áform fyrirtækisins í sam- bandi við áframhaldandi innflutn- ing á grænmeti sagði Gfsli að vegna þessa máls hefði hann skrifað Verslunarráði íslands, sem komið hefur fram við landbúnaðarráðu- neytið fyrir hönd þeirra fyrirtækja sem flutt hafa inn grænmeti, bréf þar sem hann óskaði eftir að fá skýrar línur um hvað fyrirtækið mætti gera í þessum málum. Sagði hann að þeir vildu gjarnan draga úr innflutningnum á meðan íslenska framleiðslan væri f hámarki en vildi þó fá að flytja áfram inn þær tegundir grænmetis og lauka sem ekki væru framleiddar hér. Einnig viidu þeir halda þessum innflutn- ingi áfram f haust og vetur þegar innlenda framleiðslan færi að minnka aftur. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri f landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði f samtali við Mbl., þegar hann var spurður að því af hverju Eggert Kristjánsson hefði ekki fengið innflutningsleyfi fyrir þess- ari sendingu, að á markaðinn væri komið yfrið nóg af þessum vörum frá innlendum framleiðendum. Sagði hann að ráðuneytið hefði um miðjan júlí óskað eftir því við þau fyrirtæki sem verið hefðu í inn- flutningi á grænmeti að þau gerðu grein fyrir áætlunum sínum um innflutning til að hægt væri að samræma hana innlendu fram- leiðslunni. Það hefðu sum þessara fyrirtækja gert en ekki Ekkert Kristjánsson og hefði ráðuneytið því ekki gert ráð fyrir svo síðbúnum innflutningi. Guðmundur gat ekki svarað því I gærkvöldi hvernig af- greiðslu þetta mál fengi í ráðuneyt- Aftenposten fjallar um varnarmál Islands í forystugrein norska blaðsins Aftenposten 1. igúst siðastliðinn er fjallað um varnarmál íslands. Þar segir m.a. að það hljóti að vekja eftirtekt bæði á Norðurlöndunum og innan NATO, að Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, hafi nú vakið máls á því, að íslendingar eigi að taka meiri þátt í vörnum lands síns. Þar segir að þetts hsf: oft boríð á góma í umræðum um varnarmál á íslandi, en það sé nú fyrst sem mál þetta hafi verið rætt af hálfú ríkisstjórnarinnar. í forystugreininni segir að það verði að lita á þessar nýju hug- myndir innan islensku ríkisstjórn- arinnar f samhengi við það, að hernaðarlegt mikilvægi landsins hafi vaxið undanfarin ár, samfara auknum umsvifum sovéska flug- og sjóhersins á Norður- Atlantshafi. „Vegna þessa ráðger- ir NATO að setja upp tvær nýjar ratsjárstöðvar á íslandi til að endurbæta varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, vill að þessar ratsjárstöðvar verði mannaðar fslensku starfsfólki. Island med eget forsvar? ^ 'taajoncr ska pcrsoncll. Bamtl Ln Islandskc kystvakt del .iingsarbcldct som amcrlkanerne ^ pá Kc.iavik har vært aicno om á utfere InRti! ná. FOR8VARSSP0RSMÁU of da ferst og frcmst I forblndclsc mcd dcn amcrlkanske baacn. cr felclscsladcdc tcmaer blant Islendln Hann leggur einnig til að íslenska landhelgisgæslan taki þátt i þeim eftirlitsstörfum sem bandarfski herinn á Keflavíkurflugvelli hefur veríð einn um að sinna hingað til,“ segir f forystugreininni. Aftenposten segir að Norðmenn hafi litið á það með skilningi að íslendingar hafi ekki getað séð um varnir lands síns, m.a. vegna þess að íbúatala þess sé hin lægsta inn- an Atlantshafsbandalagsins. Fram kemur að fagna beri frum- kvæði islenskra stjórnvalda, sem telji að tími sé kominn til að fs- lenskir rfkisborgarar verði virkari þátttakendur i vörnum lands sfns. Síðan segir þetta virtasta blað í Noregi, að það geti verið þjóð erf- itt til lengdar að byggja varnir sfnar eingöngu á erlendum her- afla. Það geti styrkt stöðugleika Atlantshafsbandalagsins að ein þjóð efli framlag sitt til þess með því að láta heimamenn vinna verkefni samhliöa varnarliðs- mönnum, sem séu gestir f landinu. Þetta breyti þó ekki þvf að nauð- syn sé að hafa bandarískt herlið í Keflavík, bæði fyrir ísland, Atl- antshafsbandalagið og Noreg. Jón S. Ólafsson skrifstofustjóri látinn JÓN S. Ólafnson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, varð bráð- kvaddur á heimili slnu síðastliðinn sunnudag. Hann fæddist 7. október 1919 i Valshamri f Geiradal. For- eldrar hans voru ólafur EHas Þórð- arson bóndi þar og kona hans Bjarn- ey Ólafsdóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum ( Reykjavík 1940 og lauk lögfræóiprófi frá Há- skóla fslands 28. maí 1946. Jón starfaði í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu frá byrjun júlí til 1. nóvember 1946. Hann var fulltrúi bæjarfógetans í Hafnar- firði og sýslumanns Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1946—1947. Hann var síðan fulltrúi í félags- málaráðuneytinu frá 1947—1970 .og deildarstjóri þar 1970—1973. Hann var skrifstofustjóri í félags- málaráðuneytinu frá 1973. Jón S. ólafsson lætur eftir sig eiginkonu, Ernu Oskarsdóttur, og fjögur börn. Lyfjum stolið úr Iðunni Þau voru tekin síðla nætur, er lögreglan veitti athygli undarlegu aksturslagi bifreiðar á götum Reykjavíkur. Höfðu þau talsvert af lyfjum undir höndum en ekki var í gær fullljóst hversu miklu hafði verið stolið. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur krafist gæsluvarðhalds til 15. ág- úst yfir karlmanni og konu, sem grunuð eru um að hafa brotist inn í lyfjabúðina Iðunni aðfaranótt mánu- dagsins og stolið þar lyfjum, auk þess að hafa valdið miklum skemmdum á innbrotsstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.