Morgunblaðið - 08.08.1984, Side 4

Morgunblaðið - 08.08.1984, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 Verslunarmaimahelgin: Umferðin gekk mjög greiðlega Bílvelta á Suðurlandsvegi á laugardag. Fólksbfll með hestakerru aftan í valt. Meiðsli urðu óveruleg á fólki og hestarnir sluppu án meiðsla. Morgunblaðid/Gudmundur Börkur Thorarenuen. Rangárvallasýsla: Fjórar bflveltur Umferðin um verslunarmanna- helgina gekk mjög vei að sögn þeirra sem Morgunblaðið aflaði sér upplýsinga hjá. Mjög áberandi var hversu öryggisbeltanotkun var al- menn og einnig bar ekki mikið á of hröðum akstri. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum var allmikil umferð um hennar umdæmi og ef undan eru skilin minniháttar óhöpp, eins og þegar tveir bílar nuddast saman á bílastæði, þá gekk umferðin að mestu leyti áfallalaust. Ein útaf- keyrsla átti sér að vísu stað á Breiðadalsheiði en engan sakaði að ráði. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki leið helgin einnig að mestu stór- slysalaust þrátt fyrir mikla um- ferð. Sömu sögu var að segja hjá lögreglunni í Borgarnesi en þar í gegn var mikil umferð um helgina á leið norður. Öryggisbeltanotkun var áberandi mikil og gekk um- ferðin greiðlega fyrir sig þrátt fyrir hóflegan hraða. Lögreglan á Selfossi og á Hvols- velli hafði í ýmsu að snúast um helgina enda veruleg umferð um Árnes- og Rangárvallasýslu en lít- ið var um meiriháttar umferðar- óhöpp. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var stöðugur straumur bíla á leið í Herjólf og einnig mikil umferð í Þjórsárdalinn. Var lítið um framúrakstur og komust samt allir á leiðarenda. Fjórar bflveltur áttu sér stað í Rangárvallasýslu um helgina en ekki urðu alvarleg slys á fólki. urðu veruleg slys á fólki en farþegi í aftursæti annarrar bifreiðarinn- ar nefbrotnaði. S-Þingeyjarsýsla: Tvær útaf- keyrslur TILKYNNT var um tvær útafkeyrsl- ur til lögreglunnar á Húsavík um helgina og átti sú fjrrri sér stað á laugardag, við Öndólfsstaði í Reykjadal, og hin síðari varð á sunnudaginn, við Grímsstaði í Mý- vatnssveit. í fyrra tilvikinu ók bifreiðin út í skurð án þess að skemmast mikið og ekki urðu slys á fólki. Lögregl- an á Húsavík sagði að skömmu áð- ur en óhappið henti hefði bifreiðin verið stöðvuð við venjulegt eftirlit og ökumaður og farþegar beðnir um að spenna öryggisbeltin. Litlu síðar voru lögreglumennirnir kvaddir á vettvang og var þeim þá þakkað kærlega fyrir tilmælin sem þeir höfðu gefið nokkrum mínútum áður. Síðara óhappið varð þegar aft- urhjól nýrrar bifreiðar datt undan með þeim afleiðingum að öku- maðurinn missti stjórn á bílnum og ók útaf. Tvennt var í bílnum en hvorugt sakaði. Áreksturínn á Grímsstöðum: Þýskur ferðalang- ur veitti aðstoð Alvarlegt bflslys varð á föstudag- inn um þrjá km austan við Gríms- staði á Fjöllum. Tvær bifreiðir skullu þar saman með þeim afleið- ingum að þrír slösuðust alvarlega. Þurfti að fá tvær sjúkraflugvélar til að flytja hina slösuðu til Reykjavík- ur og Akureyrar. Slysið átti sér stað um klukkan 16 og skullu bifreiðarnar harka- lega hvor framan á aðra. Um svip- að leyti vildi til að langferðabif- reið með þýskum ferðalöngum fór þarna um. Þýskur læknir sem var með í förum brá skjótt við og hlúði að hinum slösuðu á meðan beðið var eftir aðstoð frá Húsavík. Að sögn lögreglunnar á Húsavík gerði læknirinn allar nauðsynlegar ráðstafanir og mun hafa bjargað miklu. Fór hann síðan með öku- manni annarrar bifreiðarinnar sem fluttur var talsvert slasaður til Reykjavíkur. Alls voru átta manns í bifreið- unum og slösuðust allir eitthvað. Sagði lögreglan á Húsavík að ef þeir sem í framsætunum voru hefðu ekki notað öryggisbelti hefði mátt búast við mun verri að- komu og væri alveg ljóst að beltin hefðu svo sannarlega gert sitt gagn, en bifreiðirnar gjörónýttust báðar við áreksturinn. Þrjár þeirra urðu á Landvegi seinnipart föstudagsins og að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er alveg víst að notkun bílbelta afstýrði því að veruleg slys yrðu á fólki. Fjórða bílveltan varð á Suðurlandsvegi og urðu ekki veruleg meiðsli á fólki. Þá varð árekstur við Saurárbrú. Önnur bifreiðin var á leið yfir brúna þegar hin kom þar á móti og varð árekstri ekki forðað. Ekki Norðurárdalur: Árekstur á Kotárbrú Á KOTÁRBRÚ í Norðurárdal varð árekstur á sunnudaginn. Ekki urðu slys á fólki en önnur bifreiðanna skemmdist verulega. Alls voru fimm manns í bílun- um og voru þeir sem sátu f fram- sætum í öryggisbeltum. Að sögn lögreglunnar er þessi staður sem óhappið átti sér stað mikil slysa- gildra og líður ekki það ár að ekki verði slys þar. Grímsnes: Tvennt slasaðist í bflveltu Bflvelta varð í Grímsnesi rétt fyrir ofan Þrastarlund á sunnudaginn. Þrjú ungmenni voru í bflnum og slösuðust tvö þeirra. Að sögn lögreglunnar er ekki al- veg ljóst með hvaða hætti óhappið vildi til en bifreiðin fór út af veg- Niðurstöður í skoðanakönnun Hagvangs hf.: Afstaða arinnar KÖNNUNARTÍMI í spurninga- vagni Hagvangs hf. að þessu sinni var frá 6. júlí til 18. júlí 1984. f úrtakinu voru 100 manns hvaðan- æva að af landinu og var spurt í gegnum síma. Svarprósenta brúttó var 78% en nettó 83,5%. ÞáttUk- endur í könnuninni voru á aldrin- um 18 ára og eldri. Þeir voru valdir af handahófl úr þióðskrá af Reikni- stofnun Háskóla Islands að fengnu leyfl frá Hagstofu fslands og tölvu- nefnd. Hér eru birtar niðurstöður af svörum manna við spurningunni: „Styður þú eða styður þú ekki nú- verandi ríkisstjórn?" Állar tölur eru hlutfallstölur og til viðmiðun- ar við könnunina núna eru birtar niðurstöður í sambærilegri könn- un Hagvangs hf. í apríl 1984. til ríkisstjórn í júlí 1984 Styður þú eða styður þú ekki núverandi ríkisstjórn? Júlí '84 Aprfl ’84 Styður 58,0 69,6 Styður ekki 26,5 20,5 Veit ekki 12,7 7,9 Neitar að svara 2,8 2,0 Karlar Konur Júlf '84 Apríl '84 Júlf ’ 84 Aprfl '84 Styður 64,9 75,9 50,4 63,3 Styður ekki 24,2 16,9 29,1 24,0 Veit ekki 8,2 5,6 17,6 10,3 Neitar að svara 2,7 1.6 2,9 2,4 HðfuAb.- Þétt- Dreif- svæði býli býli Júlí '84 Aprfl ’84 Júlí 84 Aprfl ’84 Júlí ’84 Aprfl ’84 Styður 56,7 66,7 59,3 73,0 61,2 73,4 Styður ekki 29,2 23,6 24,4 17,4 20,0 14,7 Veit ekki 11,1 8,4 14,0 7,5 15,3 7,3 Neitar að svara 3,0 1,3 2,3 2,1 3,5 4,6 inum og fór þrjár veltur. ökumað- urinn kastaðist út úr bílnum og slasaðist talsvert og einnig slasað- ist annar farþeginn. Þeir eru ekki taldir í lífshættu en bifreiðin er ónýt. Við Skólabrekku í Þingvalla- sveit varð einnig bílvelta á mánu- dagsmorguninn en ekki urðu slys á fólki. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun. Þá var ekið á hross við Skógar- hóla á Þingvöllum með þeim af- leiðingum að aflífa þurfti hrossið. o INNLENT Harður árekstur á Hólasandi Harður árekstur varð á Hólssandi við Kröfluafleggjara á laugardags- kvöldið. Varð hann með þeim hætti að ökumaður annars bílsins hugðist fara fram úr í sama mund og hinn ætlaði að beygja til vinstri. Skipti engum togum að bifreiðirnar skullu saman. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var mikið sólskin þegar óhappið varð og blindaði það þann sem ætlaði að fara fram úr. Ekki urðu nein slys á fólki og voru allir í framsætum bifreiðanna í örygg- isbeltum. Húnaþíng: Bílbeltin björgudu í HÚNAVERI voru haldnir þrír dansleikir um verslunarmannahelg- ina. Sigurður Sigurðsson, lögreglu- þjónn á Hvammstanga, sagði að dansleikirnir hefðu farið sæmilega fram, en fremur hefði verið fátt um manninn, eða 200 manns á föstu- dagskvöld, hátt í 400 á laugardag, en á sunnudagskvöld hefðu verið um 140 manns. Föstudag og laugardag voru þar mest 22 tjöld, en blíðviðri var alia helgina. „Gífurleg umferð var um helg- ina og mun meiri en undanfarnar verslunarmannahelgar. Þó urðu aðeins tvö bílslys og björguðu bílbeltin í báðum tilvikum. Ann- ars vegar var um bílveltu að ræða í Langadal, hins vegar lenti bíll í árekstri við heybindivél á Skaga- strandarvegi. Ferðaveður var gott og sömuleiðis vegir, utan Víðidals- vegur sem er slæmur," sagði Sig- urður að lokum. Útsalan er hafin I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.