Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 20

Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 20 Unemr blómarósir í bjóðhátfðinni. Allir virtust skemmta sér hið besta. VestmannaeyjaK 6.500 manns á vel heppnaðri þjóðhátíð VeHtmannaeyjum 6. ágúst. UM 6500 manns voru í velheppnaðri Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Herj- ólfsdal um helgina. Þrátt fyrir marg- mennið fór hátíðin hið besta frara og engin alvarleg slys eða meiðsli urðu á fólki. Talsvert mikil ölvun var á hátíðinni eins og títt er á útiskemmt- unum en fólk skemmti sér saman í sátt og samlyndi og ekki kom til neinna teljandi átaka. Veðrið lék lengst af við sam- komugesti, aðeins suddaði á fólk um miðjan dag á föstudag og um miðnættið á laugardag fór að rigna og undir morgun á sunnudag gerði mikið úrfelli og suðaustan kalda. Áttu þá þjóðhátíðargestir sem bjuggu í tjöldum í dalnum í talsverðum erfiðleikum og hrakn- ingum en aðstandendur þjóðhátíð- arinnar, félagar i íþróttafélaginu Þór, brugðu skjótt við og komu fólkinu í húsaskjól í verbúðum Vinnslustöðvarinnar. Þessi hvell- ur stóð stutt og að öðru leyti var veður hlýtt og kyrrt alla hátíðina. öll dagskrá var haldin. Það má segja að hápunktur Þjóðhátíðarinnar séu orðnir þrír, brennan á Fjósakletti á föstudag- inn, stórfengleg flugeldasýning á laugardaginn, sýning sem varla á sér hliðstæðu hér á landi og er ólýsanlega tilkomumikil og tign- arleg í fjallasalnum. Og svo loka- punktur hátíðarinnar á sunnu- dagskvöld, varðeldur og brekku- söngur með almennri þátttöku há- tíðargesta. Árni Johnsen, alþing- ismaður, leiddi brekkusönginn þindarlaust í hátt í tvær klst. og þúsundirnar i brekkunni sungu með Árna öll gömlu þjóðlegu lögin og Gyjaslagarana. Síðan var dans- að fram undir morgun og ánægju- leg þjóðhátið var að baki, amstur dagsins tekur við, en fólk getur þegar farið að hlakka til næstu þjóðhátíðar. Mannfjöldinn í Herjólfsdal. — hkj. Sýning/Fjölskykkihátíó Hefst í Laugardalshöll eftir DAGA Fullbúið hús í höllinni Stórt Tívolí - Legoland Skemmtikraftar — Dirfskuatriði PTTU\/An PVDIP Al I A Morgunblaðið/ Sigurgeir. Flugeldasýningin í Herjólfsdal var ákaflega tilkomumikil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.