Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 20 Unemr blómarósir í bjóðhátfðinni. Allir virtust skemmta sér hið besta. VestmannaeyjaK 6.500 manns á vel heppnaðri þjóðhátíð VeHtmannaeyjum 6. ágúst. UM 6500 manns voru í velheppnaðri Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Herj- ólfsdal um helgina. Þrátt fyrir marg- mennið fór hátíðin hið besta frara og engin alvarleg slys eða meiðsli urðu á fólki. Talsvert mikil ölvun var á hátíðinni eins og títt er á útiskemmt- unum en fólk skemmti sér saman í sátt og samlyndi og ekki kom til neinna teljandi átaka. Veðrið lék lengst af við sam- komugesti, aðeins suddaði á fólk um miðjan dag á föstudag og um miðnættið á laugardag fór að rigna og undir morgun á sunnudag gerði mikið úrfelli og suðaustan kalda. Áttu þá þjóðhátíðargestir sem bjuggu í tjöldum í dalnum í talsverðum erfiðleikum og hrakn- ingum en aðstandendur þjóðhátíð- arinnar, félagar i íþróttafélaginu Þór, brugðu skjótt við og komu fólkinu í húsaskjól í verbúðum Vinnslustöðvarinnar. Þessi hvell- ur stóð stutt og að öðru leyti var veður hlýtt og kyrrt alla hátíðina. öll dagskrá var haldin. Það má segja að hápunktur Þjóðhátíðarinnar séu orðnir þrír, brennan á Fjósakletti á föstudag- inn, stórfengleg flugeldasýning á laugardaginn, sýning sem varla á sér hliðstæðu hér á landi og er ólýsanlega tilkomumikil og tign- arleg í fjallasalnum. Og svo loka- punktur hátíðarinnar á sunnu- dagskvöld, varðeldur og brekku- söngur með almennri þátttöku há- tíðargesta. Árni Johnsen, alþing- ismaður, leiddi brekkusönginn þindarlaust í hátt í tvær klst. og þúsundirnar i brekkunni sungu með Árna öll gömlu þjóðlegu lögin og Gyjaslagarana. Síðan var dans- að fram undir morgun og ánægju- leg þjóðhátið var að baki, amstur dagsins tekur við, en fólk getur þegar farið að hlakka til næstu þjóðhátíðar. Mannfjöldinn í Herjólfsdal. — hkj. Sýning/Fjölskykkihátíó Hefst í Laugardalshöll eftir DAGA Fullbúið hús í höllinni Stórt Tívolí - Legoland Skemmtikraftar — Dirfskuatriði PTTU\/An PVDIP Al I A Morgunblaðið/ Sigurgeir. Flugeldasýningin í Herjólfsdal var ákaflega tilkomumikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.