Morgunblaðið - 08.08.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.08.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 25 Peres vill mynda samsteypustjórn Tel Aw, 7. igúst AP. SHIMON Peres, formaður ísraelska Verkamannaflokksins vann að því baki brotnu í dag, að ræða við leið- toga hinna ýmsu smáflokka á ísra- elska þinginu, með það fyrir augum að koma saman samsteypustjórn með styrkum meirihluta. En samt voru ekki líkur taldar á því að það gæti hcppnast, auk þess sem Yitzhak Shamir þykir síður en svo líklegri til að mynda stjórn. Af þessum sökum hefur Chaim Herzog forseti hvatt þá Peres og Shamir til að mynda þjóðstjórn. Hafa leiðtogarnir hist nokkrum sinnum til að ræða málið, síðast á mánudaginn er þeir sátu þriggja stunda fund. Voru þeir sammála um að gera ekki opinbert hvernig viðræðurnar gengu. ónafngreind- Verkfall kolanámumanna: Áflog og handtökur eru daglegt brauð Lundúnir, 7. á(úsL AP. VERKFALL tugþúsunda kolanámu- manna hefur nú staðið yfir í 22 vikur og daglega verða ryskingar milli lögreglu og verkfallsvarða sem hafa sig mjög í frammi. Námumaðurinn Jim Pearson freistaði þess að mæta aftur til vinnu í dag og fékk hann fylgd 60 lögreglumanna sem áttu ekki ann- ara kosta völ en að gera áhlaup á 150 ófriðlega verkfallsverði. Var það gert og urðu hávaðaáflog, margir skrámuðust og 12 voru handteknir. En Pearson komst til vinnu sinnar. Annar námumaður sem unnið hefur upp á síðkastið í trássi við verkalýðsfélögin, Monty Morgan, hætti vinnu aftur í dag, eftir að verkfallsverðir höfðu umkringt hús hans, varpað í það grjóti og hrópaði sig hása „enski bastarð- ur“. „Barátta þeirra er vonlaus, en ég varð viti mínu fjær af hræðslu fyrir hönd fjölskyldu minnar er þeir sóttu að húsinu,“ sagði Morg- an. Hann vinnur í Suður Wales, en er Englendingur. Alls eru í verkfalli tveir þriðju hlutar hinna 183.000 kolanámu- manna landsins. Af 174 kolanám- um landsins eru nú aðeins 35 í fullri vinnslu og aðrar 23 að hluta Chris Butcher, eða „Silver Birch", er leiðtogi þeirra námuverkamanna sem vilja hætta verkfallsaðgerðum strax og taka á vandanum út frá þeirri stöðu. til. Lokaðar með öllu vegna verk- falla eða sumarleyfa eru á hinn bóginn 116 námur. í Skotlandi er þátttakan í verkfallinu nær alger. Þar starfa 12.000 menn við 11 kolanámur. Aðeins 48 eru nú í fullri vinnu í 4 námum. Slík er þátttakan. Beirút, 7. ágúst AP. STJÓRNVÖLD í Líbanon hafa sam- þykkt tillögu Sovétmanna um að efna til alþjóðaráðstefnu til að freista þess að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs að sögn líb- anskra dagblaða. Hafa blöðin eftir stjórnarer- indrekum í utanríkisráðuneyti Líbanon, að tillaga Sovétmanna hafi verið samþykkt um helgina en yfirmaður þeirrar deildar sov- éska utanríkisráðuneytisins, sem fer með málefni Mið-Austurlanda, Vladimir Polyakov, er nú staddur í Beirút. Er þetta annar viðkomu- staður á för hans um Mið-Austur- lönd. Samkvæmt tillögu Sovétmanna skulu forsvarar þeirra þjóða, sem tækju þátt í ráðstefnunni, sam- þykkja þrennt: að landi því sem Israelsmenn hafa hernumið síðan 1967 verði skilað, að komið verði á fót sjálfstæðu, og óháðu palest- ínsku ríki og austurhluta Jerúsal- ems verði skilað til araba. Hambori;, 7. ágúnt. AP. SIRIUS, skip Grænfriðunga, liggur við akkeri um þrjár mflur frá strönd Austur-Þýskalands, fær ekki að leggj- ast að bryggju og er umkringt austur- þýskum gæslubátum. Um borð eru 28 Grænfriðungar, sem ætluðu Rostock að fá stuðning Austur-Þjóðverja í baráttunni gegn kjarnorkuvopnatilraunum og fá aftur loftbelg, sem Austur-Þjóð- verjar tóku af þeim fyrir ári. Yfirvöld í Vestur-Þýskalandi ir upplýstir aðilar segja þó að báð- um þyki að mörgu leyti aðlaðandi að mynda þjóðstjórn, þá greinir hins vegar á í einu veigamiklu at- riði. Peres vill forsætisráðherra- stólinn, Shamir einnig. Hvorugur vill starfa undir forsæti hins og báðir telja sig kjörna til að drottna yfir stjórninni. Viðræðunefndir Verkamanna- flokksins og Likud-bandalagsins hefja störf á morgun, fimmtudag, en ekki er talin sérstök ástæða til bjartsýni að stjórnarmyndun tak- ist og forráðamenn Verkamanna- flokksins binda meiri vonir við myndun stjórnar án erkifjandans Likud. Simamynd AP. Formaður Verkamannaflokksins, Shimon Peres, fer með stutta bæn við Grátmúrinn I Jerúsalem, eftir að forseti landsins hafði falið honum að mynda stjórn á sunnudaginn var. Bandaríkjamenn: Hlúa að illa særðum Afgönum New York, 6. ágúst AP. BANDARÍSKI flugherinn hefur flutt sjö alvarlega særða afganska andspyrnu- menn til Reed-hersjúkrahússins í Washington þar sem reynt verður að gera að meiðslum þeirra. Afganirnir sjö voru valdir gaumgæfilega úr hópi nokkur hundr- uða í Pakistan, en fjöldi afganskra flóttamanna hefst þar við. Þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn hafa afskipti af afgönskum andspyrnumönnum. Miklir bardagar hafa verið í norð- urhluta Afganistan, en þar hafa andspyrnumenn gert öflugar gagn- sóknir. Vestrænir stjórnarerindrek- ar sem ekki láta nafna getið segja, að rúmlega 100 sovéskir hermenn hafi verið drepnir í nokkrum fyrir- sátum og vörubifreiðir hlaðnar vist- um brenndar til kaldra kola. Sov- étmenn svöruðu og hefndu fyrir með loftárásum á þorp í Shomali-héraði, 300 óbreyttir borgarar létu lífið í árásum þeim. í Pansjher-dal hafa andspyrnu- menn sótt í sig veðrið og umræddir erindrekar hafa látið í það skína að Rússar og stjórnarherinn hafi ekki þau tryggu völd þar sem þeir vilja vera láta. Andspyrnumenn hafa gert margar skyndiárásir á stöðvar and- stæðinga sinna að næturlagi síðustu daganna, drepið 130 Rússa og stjórn- arhermenn. Auk þessa hafa bardag- ar staðið yfir , eða blossað upp, í Kabúl, Pagman, Shakardara, Istaíef og Guldara. Mikið mannfall á báða bóga. Líbanir samþykkja tillögu Sovétmanna Skip Grænfriðunga við A-Þýskaland: Fær ekki ieyfi til að leggjast að bryggju hafa ekkert aðhafst til að reyna að greiða fyrir landgöngu Grænfrið- unga í Áustur-Þýskalandi. Hópur- inn ætlar nú að reyna að ná sam- bandi við austur-þýska verkalýðs- sambandið í von um að það geti út- vegað landgönguleyfi hópsins. Skip- ið mun dvelja utan við Rostock a.m.k. fram á miðvikudag, en ef leyfi fæst ekki fyrir þann tíma, mun skipið snúa aftur til Vestur- Þýskalands. Kr. 590.000 IVECO DAILY er afburðasendibíll á góðu verði: • Rúmgóður, 11.5 rúmmetra. • Burðargeta 2.1 tonn. • Kúlutoppur, rennihurð á hlið, afturhurð sem opnast 270° alveg upp í topp. • 4 cyl. dieselvél 72 hö. DIN. • 5 gíra kassi. • Sjálfstæð öflug grind. • FÍjótandi afturöxlar. • 16" felgur, tvöföld afturhjól. • Upphitaðir útispeglar. • Fjölmargar gerðir fáanlegar, m.a. með 17 farþega innréttingu. • Til á lager til afgreiðslu STRAX. Verö með ryðvörn til atvinnubílstjóra. EMMDtHP FUNAHÖFÐA 1-110 REYKJAVÍK S. 91-685260
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.