Morgunblaðið - 08.08.1984, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 08.08.1984, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 MorpinblaAid/Sfmaiiijiid AP. • Jakob Sigurösson avífur hér meö glæsilegum tilþrifum inn í vítateig Japana á laugardaginn og skorar. Ekkert smóflug á kappanum! Jakob skoraöi þrjú mörk (leiknum — þar af tvö þau síðustu. Öruggur íslenskur sigur á Japönum á laugardag Loa AngaWa, 3. égúat. Fré Svnini Svoinaayni, fréttamanni Morgunblaöaina. íslenska landsliöiö í handknatt- leik sigraöi liö Japan í handknatt- leikskeppninni á Ólympíuleikun- um hérna í kvöld með fjögurra marka mun. Úrslit leiksins uröu 21:17 eftir aö staöan haföi veriö 9:9 í hálfleik. Jafnt var á nokkrum tölum í leiknum en íslendingar leiddu mestallan fyrri hálfleikinn. í þeim síöari náöu Japanir foryst- unni en við náöum aftur foryst- unni og komumst í 15:12 og unn- um leikinn eins og áöur sagöi 21:17. Islenska liöiö hóf leikinn af mikl- um krafti og skoruöu þrjú fyrstu mörkin og voru þaö þeir Bjarni Guðmundsson, Þorbjörn Jensson og Guömundur Guðmundsson sem skoruöu þau mörk. Japanir skora siöan sitt fyrsta mark þegar sex mínútur voru liönar af leiknum úr vítakasti og þegar fyrri háifleikur var hálfnaöur var staöan oröin 5:4 fyrir Island. Guömundur skorar fyrir ísland og Siguröur Gunnarsson misnot- aöi vítakast og Japanir brunuöu upp og skoruöu sitt sjötta mark og staöan því jöfn, 6:6. Kristján Ara- son skorar næsta mark leiksins úr vítakasti og nú misstu Japanir einn leikmann útaf og viö því einum fleiri. Asíubúar létu þaö þó ekki á sig fá og jöfnuöu metin þrátt fyrir aö vera einum færri. Siguröur Gunnarsson skoraöi næsta mark íslands og staöan oröin 9:8. Á 25. mínútu leiksins var fyrsta íslenska leikmanninum vikiö af velli og var þaö Guömundur Guö- • Kristján Araeon mundsson sem fékk aö hvíla sig í tvær mínútur. Bjarni Guömunds- son fékk aö hvila sig skömmu síö- ar ásamt einum Japana en þaö voru þeir sem áttu síöasta oröiö í fyrri hálfleiknum og jafna metin, 9:9, rétt áöur en dómarinn flautaöi til léikhlés. Strax í upphafi síöari hálfleiks er einum Japana vikiö af leikveili og þaö notfæröi íslenska liöiö sér og Kristján Arason kemur liöinu yfir, 10:9, en honum er síöan vikiö af velli í tvær mínútur og Japanir ná forystunni í fyrsta skiptiö í leiknum, 10:11. Bjarni Guðmundsson nær aö jafna metin eftir aö Siguröur Gunnarsson hafði misnotaö víta- kast. Japanir gáfust ekki upp og þeir ná aftur forystunni en nú var islenska liöiö aftur meö fullskipaö liö og Kristján jafnar metin. íslendingar skora næstu þrjú mörk. Þaö voru þeir Atli Hilmars- son og Kristján Arason sem þaö ísland — Japan 21:17 geröu og breyttu stööunni í 15:12. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum haföi íslenska liöiö for- ystu, 18:14, og ekki ósvipuö staöa komin upp og á móti Júgóslövum. Menn reiknuöu ekki meö aö ís- lenska liöið léti leikinn endurtaka sig frá því í þeim leik, en hvaö ger- ist? Jú, Japanir skora næstu tvö mörk og var þá fariö aö fara um marga islendinga sem þarna voru. Einum Japana er vikiö af leikvelli í tvær mínútur þegar um fjórar mín- útur eru eftir af leiknum og þá rýmkaöist um Þorgils Óttar 3 lin- unni sem skorar 19. mark íslands. Jakob Sigurösson bætti 20. mark- inu viö og þaö var einnig hann sem skoraöi siöasta mark leiksins og innsiglaöi sigur Islands á Japan, 21:17. Mörk islands skoruöu þeir Kristján 7, Jakob 3, Bjarni, Sigurö- ur Gunnarsson, Atli og Guðmund- ur tvö mörk hver og Þorgils Óttar, Alfreö og Þorbjörn geröu eitt mark hver. Úr 44 sóknum liösins komu 34 skot sem gáfu eins og áöur segir 21 mark. Leikmenn liösins voru utan vallar í 8 mínútur og þaö sama á viö um Japani. Islenska lið- iö fékk sex vítaköst á meöan Jap- an fékk fimm. Yamamoto var markahæstur í japanska liöinu, skoraöi sjö mörk. Þeir sem hvíldu aö þessu sinni úr íslenska hópnum sem er á Ólympíuleikunum voru Siguröur Sveinsson, Steinar Birgisson og Jens Einarsson. Leikur ísland um fimmta sætið? Los Angelss. 7. ágúsl. Fré Mrarni Ragnars- syni, bisðamanm Morgunblaðtins. ÞEGAR einni umferö er ólokið ( riölakeppninni í handknattleik hér á Ólympíuleikunum er allt útlit fyrir aö það veröi Rúmenía og Danmörk sem leíka til úrslita á leikunum. Rúmenar hafa for- ystu í sinum riöli, hafa sigraö ( öllum sínum leíkjum og þaö sama á viö um Dani, þeir eru ósigraöir enn á leikunum. í A-riöli eru Júgóslavar í ööru sæti, islendingar í þriöja, Sviss í fjóröa og Japan í fimmta sæti en Alsirbúar reka lestina, en þeir og Japanir hafa tapaö öllum sínum leikjum til þessa. Rúmenar eiga eftir aö spila viö Júgóslava, íslendingar viö Sviss- lendinga og Japanir viö Alsír. í B-riðli eru Vestur-Þjóðverjar í ööru sæti og hafa ekki tapaö leik til þessa, frekar en Danir. Svíar eru í þriöja sæti, Spánverjar í fjórða, Suöur- Kóreumenn i fimmta og Bandaríkjamenn í sjötta sæti. Danir og Vestur-Þjóðverjar eiga eftir aö leika saman í riölin- um og veröur þaö hreinn úrslita- leikur um réttinn til aö leika í úr- slitaleiknum gegn Rúmenum eöa Júgóslövum. Allt bendir til þess að þaö veröi Islendingar og Svíar sem leiki um fimmta sætiö á leik-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.