Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 30
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984
íslandsmót í hestaíþróttum á Vindheimamelum:
Ungu knaparnir
atkvæðamiklir
ÍSLANDSMÓT í hcstaíþróttum var
haldið um verslunarmannahelgina
jafnhliða árlegu hestamóti félag-
anna í Skagafirði. Var mótið haldið
að Vindheimamelum og stóð það yfir
í þrjá daga. Veður var eins og best
verður á kosið og það ásamt góðum
hestum, jafnri keppni og góðri móts-
stjórn gerði þetta mót eitt hið eftir-
minnilegasta sem um getur.
Margir ungir og góðir knapar
settu mark sitt á keppnina og er
ljóst að breiddin hefur aldrei verið
meiri í íslenskri reiðmennsku.
Reyndir og kunnir keppendur urðu
oft á tíðum að lúta í lægra haldið
fyrir ungu mönnunum. Hestakost-
ur var óvenju góður og var keppn-
in á köflum æsispennandi og
hjálpaði tölvan sem notuð var þar
mikið upp á, en röð efstu hesta var
stöðugt á sjónvarpsskjá og gaf það
áhorfendum kost á að fylgjast
nákvæmlega með stöðunni hverju
sinni.
Kappreiðar voru góðar miðað
við það sem verið hefur í sumar,
flest bestu hrossin mætt til leiks
og tímar svona þokkalegir og upp í
það að vera góðir.
Um aðstöðuna á Vindheimamel-
um þarf ekki að fara mörgum orð-
um því hún er í einu orði sagt
frábær og þegar veðrið er eins gott
og raun bar vitni um fer ákaflega
vel um alla mótsgesti. Fram-
kvæmd mótsins gekk i stórum
dráttum vel og urðu litlar sem
engar tafir á mótsstörfum.
Margir ungir keppendur voru
mikið í sviðsljósinu að þessu sinni
og mun á engan hallað þó hér sé
nefndur Einar Öder Magnússon
sem kom mjög skemmtilega á
óvart en hann var í úrslitum {
tölti, fjórgangi og fimmgangi.
Sigraði hann í tölti, varð annar í
fimmgangi og þriðji í fjórgangi og
vann hann þessi afrek á tveim
hrossum sem ekki hafa getið sér
frægð í keppni fram að þessu.
Nánar verður fjallað um mótið
síðar og verða þá birt úrslit í öll-
um greinum mótsins.
Kinar Öder Magnússon kom skemmtilega á óvart er hann sigraói í töltinu á
hryssunni Tinnu frá FlúAum, sem valin var glæsilegust allra hrossa sem á
mótinu kepptu. MorgunblaðiA/Valdimar.
Svar til
Þórðar As-
eftir Vilhjálm
Jónsson
Vegna orðsendingar til mín frá
Þórði Ásgeirssyni, forstjóra Olíu-
verslunar (slands, í Morgunblað-
inu 4. þ.m. er óhjákvæmilegt að
skýra nokkuð nákvæmlega frá at-
hugunum Olíufélagsins hf. á bæti-
efnum í bílabensín frá Orobis.
Það fyrsta sem við heyrðum um
þetta fyrirtæki var bréf frá þeim
28. oktber 1982, þar sem þeir buðu
Olíufélaginu vörur sínar. í sept-
ember 1983 kom maður frá fyrir-
tækinu til íslands og átti fund
með tækni- og sölumönnum Olíu-
félagsins 7. september. Aftur kom
þessi maður til landsins í febrúar
sl. og átti fund með starfsmönnum
Olíufélagsins 22. febr. Var þá
ákveðið að fá umsögn rannsókna-
stofu Esso í Abingdon í Bretlandi
um þetta bætiefni. Var um það
beðið með telexi 8. mars 1984. Svar
barst frá Abingdon 29. mars og
gátu þeir þá ekki mælt með þessu
efni.
Rétt er að taka hér fram, að
Olíufélagið var frá upphafi ákveð-
ið í að fara í einu og öllu eftir
ráðleggingum rannsóknarstöðva
Esso og vildum gjarnan fara I
þessu sömu leið og Dansk Esso,
sem við höfum mikla samvinnu
við. Hefur því verið ákveðið að
nota hér efnið kerofluid es 6, sama
efni og Dansk Esso notar nú frá
hinu þekkta þýska efnavörufyrir-
tæki BASF sem bætiefni í bíla-
bensín. Meðan beðið er eftir að
það komi til landsins munum viö
geirssonar
Vilhjálmur Jónsson
nota kerofluid es 2, sem Dansk
Esso hefur einnig notað.
Varðandi viðurkenningu rann-
sóknastöðvar Esso í Abingdon á
Orobis bætiefni 3369 í bílabensín
segir svo í skeyti 6. þ.m.: „We con-
firm oga 3369 marginally accept-
able on temporary þasis stop“ (við
staðfestum að oga 3369 sé rétt inn-
an marka þess að hægt sé að sam-
þykkja það til bráðabirgða).
Rétt er einnig að segja frá því
að sölustjóri frá Orobis í Kaup-
mannahöfn hringdi í Olíufélagið sl.
föstudag milli kl. 3 og 4 og bauð
Olíufélaginu að selja þvi þetta efni
ásamt Olis.
Hér hafa verið raktar stað-
reyndir þessa máls. Olíufélagið hf.
hefur nú um sl. helgi boðið við-
skiptavinum bætiefni ( bensin ef
þeir óska. Ennþá er í athugun,
hvernig hægt er að bjóða almennt
tvær tegundir af bensíni, með og
án bætiefna.
VilhjÁlmur Jónsson er forstjóri
Olíufélagsins ht
MorgunblaAið/HGJ.
Ökumaðurinn á jeppanum mátti prísa sig sælan að til staðar voru hjálpfúsir menn sem veittu honum aðstoð við að
komast upp úr ánni.
Frekar fátt í Þórsmörk
NOKKUR mannfjöldi var í Þórs-
mörk yfir helgina og dvaldi þar í
blíðskaparveðri, sem entist alla helg-
ina, að undanskildum sunnudegin-
um, þegar rigndi sem hellt væri úr
fötu. Engin skipulögð skemmtun var
í Mörkinni, en sungið var við tvo
varðelda á laugardagskvöld.
Skálaverðirnir Sævar Skapta-
son og Kristján Sigurðsson sögðu
að allt hefði gengið stóráfallalaust
fyrir sig, þó að nokkuð hefði borið
á ölvun. Um þúsund manns var á
öllu svæðinu þegar mest var og er
það nokkuð minna en vant er um
verslunarmannahelgi.
Töluvert er um að ökumenn
vanmeti kringumstæður í Þórs-
mörk og fari of glæfralega um
svæðið og yfir Krossá. Þannig var
að a.m.k. einn bill festist í miðri
ánni á laugardag og var það ein-
ungis snarræði tveggja ferðalanga
á stórum bílum að þakka að eRki
fór illa. Þeir náðu að draga bílinn
upp úr ánni áður en hann valt og
mátti vart tæpara standa. Þrennt
var í bilnum, en engan sakaði.
Fjögur ungmenni komust í hann
krappan seinni hluta laugardags,
er þau ætluðu að stytta sér leið úr
Langadal yfir i Húsadal með því
að fara neðan við fjallið sem skil-
ur dalina að. Lentu þau í miklum
hrakningum, en komust hjálpar-
laust aftur á tjaldsvæðið eftir um
fimm stunda göngu. Ekki varð
þeim meint af ævintýrinu og
hresstust fljótt við.
Umferðarráð:
Notkun öryggisbelta
almenn um helgina
Viðbúnaður lögreglu um allt land
vegna helgarinnar var veruiegur
eins og við var að búast þar sem
Verslunarmannahelgin er ein mesta
umferðarhelgi ársins. Vegalögreglan
var með átta bifreiðar til umráða til
að fylgjast með og einnig var þyrla
Landhelgisgæslunnar fengin að láni
til að auðvelda eftirlitsstörf. Þá var
félag bifrciðaeigcnda með þjónustu-
bfla sína til reiðu út um allt land til
að aðstoða þá ökumenn sem lentu í
vandræðum.
Ragnheiður Davíðsdóttir,
starfsmaður Umferðarráðs, sagði
í samtali við Morgunblaðið að um-
ferðin um helgina hefði gengið að
mestu leyti vel fyrir sig. Notkun
öryggisbelta hefði verið mjög al-
menn og ekki hefði borið mikið á
hraðakstri. „Við hjá Umferðarráði
erum hins vegar aldrei ánægð þeg-
ar slys verða í umferðinni og því
miður urðu nokkur slys um helg-
ina,“ sagði Ragnheiður. „Ég held
samt að ekki hafi orðið nema tvö
alvarleg umferðarslys um helgina
en það er náttúrlega tveimur of
mikið. Það virðist þó hafa sýnt sig
um þessa helgi hvað notkun ör-
yggisbelta hefur mikið að segja
því það er samdóma álit þeirra
sem haft hafa með þessi slys að
gera að öryggisbeltin hafi bjargað
fólki frá enn frekari meiðslum og i
sumum tilfellum frá dauða."
Ragnheiður sagði að samstarf
Umferðarráðs og lögreglunnar um
allt land hefði verið ákaflega gott
og og hefði víða komið fram hjá
henni að bílbeltanotkun væri al-
menn og hefði í þeim tilfellum þar
sem umferðarslys áttu sér stað
komið að mjög góðu gagni. sagði
Ragnheiður að þau hjá Umferð-
arráði væru ekki frá því að hún
hefði verið um 90%.
„Vegfarendur hringdu hingað
til Umferðarráðs og sögðu okkur
að ökumenn væru farnir að haga
sér mun betur í umferðinni. Þeir
væru farnir að vikja mun betur og
draga mun meira úr hraða. Þá má
ég til með að geta þess að sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar
var ölvun mun minni um þessa
verslunarmannahelgi á úti-
skemmtununum heldur en oft áð-
ur, og ölvun fylgja alltaf umferð-
aróhöpp. Þá voru þeir sem teknir
voru grunaðir um ölvun um þessa
helgi mun færri en undanfarnar
Verslunarmannahelgar.
Ragnheiður sagði að þó ekki
hefði orðið verulega mikið um slys
á fólki í umferðinni að þessu sinni,
og þá vegna notkunar öryggisbelt-
anna, hefði verið til skammar hve
öryggisútbúnaði harna í bifreiðum
hefði verið ábótavant. „Það var
víst talsvert um að börn i aftur-
sætum bifreiða stæðu upp á end-
ann algjörlega óvarin, eða þau
væru með andlitið klesst við aft-
urrúðuna. Slíkt er náttúrlega fyrir
neðan allar hellur og verður að
ráða bót á hið fyrsta. Þegar bifreið
er á fleygiferð eftir vegunum er
aldrei að vita hvað getur gerst og
því verður að tryggja öryggi
þeirra sem í aftursætunum eru, að
ég tali ekki um þá sem ekki hafa
vit á því að sjá um það sjálfir,"
sagði Ragnheiður að lokum.
„Laugahátíð gekk bæði vel og illa“:
„Gott fólk, en
fámennt,u sagði
Höskuldur goði
LAUGAHÁTÍÐ fór fram um helgina
í góðu veðri að sögn Höskuldar goða
sem yflrumsjón hafði með hátíðinni
og skipulagningu hennar. Kvað hann
hátíðargesti aftur á móti hafa verið
með færra móti, eða um 1.300 þegar
mest var.
Gat hann sér þess til að Norð-
lendingar, sem allajafna væru
meirihluti gesta og hefðu komið á
Laugahátið kannski fimm eða sex
sinnum, hefðu nú viljað breyta til
og mætti rekja orsakir mannfæð-
arinnar til þess.
Á hátíðinni voru dansleikir
föstudags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Háð var keppni i
break-dansi sem Viðar Ævarsson,
Reykjavík, sigraði f og hlaut hann
sólarlandaferð að sigurlaunum. Þá
var fjölskylduhátíð á sunnudag, en
Lionsfélagar voru með kvik-
myndasýningar alla helgina.
Höskuldur sagði að lokum að
framkoma gesta og umgengni
hefði verið öllum til sóma.