Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 40
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 BÍLVANGURs/f Smurstöð „Hæöin skiptir ekki máli“ Við smyrjum stóra bíla, tengivagna, festivaq na og önnur stórvirk tæki. Nú þegar um í n H ferð og notkun eykst má ekki gleyma að smyrja og skipta um olíu og síur.-j Gott starfsfólk reiðubúið til þjónustu I..-f.| -M BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Smurstöð ... 685549 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUD.IÓNSSON Þannig sér skopteiknarinn Lurie fyrir sér hlutverk Geraldine Ferraro. Bandaríkin: Kosningabaráttan fer nú inn á nýjar brautir RONALD Reagan er nú sem óðast að hleypa af stokkunum kosninga- baráttu sinni og ekki seinna vænna, því góð forysta sem hann hafði fram yfir Walter Mondale samkvæmt skoðanakönnunum fyrir þing Demókrataflokksins er rokin út í veður og vind. Ein helsta ástæðan er I líki Geraldine Ferraro, en þar þykir Mondale hafa leikið snilldarleik. sama um byrinn sem keppinaut- Reagan og Ferraro r Eg vildi að ég gæti kosið Reagan til forseta með í'érraro sér við hlið sem vara- forseta,“ sagði Bandaríkjamaður af ítölskum ættum er hann hlýddi á Reagan flytja skorin- orða ræðu í upphafi kosninga- baráttu sinnar. Hann er talinn mæla fyrir mun æði margra sem eru lítið hrifnir af Mondale, en hrifust mjög af Ferraro. Reagan var settur í klemmu er Mondale tefldi fram frú Ferraro, hann þarf nú að sannfæra kaþólikka ríkjanna og 50 prósent banda- rískra kvenna um að hann hafi unnið til þess að vera endurkjör- inn. Það treystir ekki stöðu Reagans, að bæði Ferraro og hann koma frá sama kjördæm- inu og munu því biðla mjög til sama fólksins. Annar áheyrandi Reagans sagði: „Mondale mun fá atkvæði 12 milljón Bandaríkja- manna af ítölsku bergi eingöngu út á það að gefa manneskju af þeim uppruna möguleika á þvi að taka sæti forseta Banda- ríkjanna í fyrsta skipti." Það segir kannski nokkra sögu um vægi frú Ferraro í kosn- ingabaráttunni, niðurstöður skoðanakönnunar sem Louis Harris-stofnunin gekkst fyrir fyrir skömmu. í fyrsta lagi, hafði Reagan 51 prósent gegn 46 prósentum Mondales er þeir ein- ir áttu ■ hlut. En er spurt var um forsetaefnin og varaforsetaefnin sem heild, var forysta Reagans með George Bush sér við hlið sáralítil, raunar svo lítil að hún skiptir engu máli: 50 prósent gegn 48 prósentum. Þessar tölur eru taldar segja alla söguna um stöðuna í dag, en þær koma þó ekki ýkja á óvart, því Demókrataþinginu er tiltölulega nýlokið og meðbyrinn enn mikill. Baráttan Talsmenn Repúblikana viður- kenna fúslega að þeim er ekki ar þeirra hafa. Einn segir að ef þeir hættu að gefa mótherjanum gaum þá gætu þeir alveg eins lagt flokkinn niður strax i dag. Hinn sami sagði að Repúblikan- ar myndu ná forystunni á ný, sérstaklega eftir þeirra eigið þing sem haldið verður á næst- unni. Ronald Reagan þykir sjálf- ur hafa endurspeglað þann kvíða sem er í herbúðum Repúblikana í ræðum sem hann hefur flutt í Texas, New Jersey og Georgiu. Þar sagði hann meðal annars að hann væri aldrei of sigurviss. Hann flutti síðan niðurrifsræður um stefnumál Mondales af slík- um eldmóði að menn risu upp I sætum sínum. Sagði hann einnig um Demókrata, að: „Þeir halda svo langt til vinstri að þeir eru ekki lengur í Bandaríkjunum." Skömmu áður hafði Edward Rollins kosningastjóri Reagans spáð að kosningabaráttan myndi verða „heldur herská". James Lake, blaðafulltrúi kosninga- nefndar forsetans, tók undir það, en sagði það alvanalegt. „Þannig fer kosningabaráttan fram og Reagan er mjög ákveðinn mað- ur.“ Kosningabarátta Ronalds Reagan mun ekki síst fara fram í sölum bandaríska þingsins, en Repúblikanar hafa fúslega við- urkennt að þeir muni freista þess að koma Demókrötum í klípu yfir því hvernig kjósa beri um viðkvæm en vinsæl mál. Inn- takið í því er að neyða Demó- krata til að kjósa um eitthvert mál, eða kjósa ekki um það, halda kannski vinsældum kjós- endahóps fyrir vikið, en missa af öðrum, auk þess sem Repúblik- anar eru að vonast til þess að geta bent á ósamkvæmi hjá þingmönnum andstæðinganna. „Við viljum setja hagsmuna- mál ákveðinna hópa á oddinn," segir einn af þingmönnum Repúblikana og bætir við að þó slíkt hafi alltaf verið á könnu flokksins saki ekki að nú megi að Reagan fagnar stuðningsfólki. auki nota það í kosningabarátt- unni. Gott dæmi um þessa bar- áttuaðferð Repúblikana átti sér stað fyrir skömmu. Þingmenn flokksins náðu þá að keyra i gegn atkvæðagreiðslu um þings- ályktunartillögu sem fól í sér refsingar til þeirra skólaum- dæma sem reyna að koma í veg fyrir að nemendur biðjist fyrir innan veggja skólanna. Tillagan kom Demókrötum í mikinn vanda og á endanum greiddu þeir henni ekki atkvæði sín. Til þess að bjarga því sem bjargað varð, lögðu þeir sjálfir fram til- lögu sem kvað á um leyfi nem- enda til að biðjast fyrir í hljóði innan skólaveggja. „Við setjum pólitískar þumalskrúfur á þá og munum halda okkur við efnið,“ var haft eftir einum af þing- mönnum Repúblikana. Margt fleira manu Repúblik- anar setja á oddinn til að koma keppinautum sínum á kaldan klaka. Víst er, að Demókratar munu sæta lagi að koma höggum á móti á andstæðinga sina og hefur þeim tekist vel til í þeim efnum annað veifið. Þetta er mikil pólitísk skák og verður teflt djarflega í henni á næstu vikum og mánuðum, enda mikið í húfi: forsetaembættið. Ileimildir: AP, International Herald Tribune og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.