Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 44

Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 44
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 Þriggja vasa- klúta mynd Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Man, Woman and Child Handrit: Eric Segal og David Z. Goodman eftir samnefndri sögu Segal. Tónlist: George Delurue. Kvikmyndun: Richard H. Kline. Leikstjóri: Dick Richards. Ég verð nú bara að játa, að ég hef ekki komið í B-sal Stjörnu- bíós fyrr en nú, að ég skrapp þar inn að sjá: Mann, konu og barn. Ástaeaðan fyrir því að ég kem svo sjaldan í þessa litlu sali, sem teknir eru að vaxa innan í gömlu bíóunum, er sú, að oftast sér maður nú fyrstu sýningu hverr- ar myndar, en eins og flestir vita ganga biómálin fyrir sig á þann veg í dag, að myndir byrja sitt sýningarskeið í stóru sölunum, og feta sig svo áfram niður stafrófið, uns þær enda út á landi. Það er helst að maður sjái í þessum minni sölum kvik- myndir, sem við kvikmynda- gagnrýnendur gætum kallað „færibandakvikmyndir". En um slíka framleiðslu er naumast hægt að fjalla af nokkru viti, því söguþráður og andrúmsloft er þegar þekkt af fyrri myndum sömu ættar. Þennan flokk fylla gjarnan myndir á borð við kar- atemyndir, klámmyndir, ungl- ingamyndir velflestar og myndir í sápuóperustíl. En ég hafði ein- mitt fengið þá skilgreiningu i fagriti að. Man, Woman and Child væri ein slík af færiband- inu, nánast endurútgáfa af Love Story sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum, enda þessi B- sals mynd Stjörnubíós gerð eftir sögu Eric Segal þess er samdi: Ástarsöguna frægu. Starfsheið- ursins vegna og í samræmi við starfsreglu taldi ég samt nauð- synlegt að skoða þessa mynd B-salsins nánar, og meta hvort lesendum væri akkur í frekari umfjöllun, eða hvort hér væri bara á ferð: Love Story, í endur- útgáfu, mynd sem ekki þyrfti að lýsa nánar fyrir tryggum að- dáendahópi Eric Segal. Ekki leist mér á blikuna er ég mætti síðastliðinn fimmtudag í B-salinn í fyrrgreindum erinda- gjörðum, ekkert nema frúr i salnum, flestar vopnaðar hlið- artöskum og í popplínkápum, mér fannst ég heyra skrjáfið í vasaklútunum og kleenexþurrk- unum. Verður kvikmyndagagn- rýnandinn að játa, að honum Eiginkona Bobs, þess er getið er um í texta, og dætur hans tvær, horfa á eftir slysabarninu, Jean- Claude Guerin. leið eins og illa gerðum hlut, í þessum frúarfans. Nú, en svo hófst þessi endursýning á Love Story, sem reyndist alls ekki endursýning þegar til kom, held- ur birtist hér kvikmyndaverk unnið af fagmönnum slíkum sem aðeins finnast í henni Ameríku og ekki nóg með það, því handrit Segal og David Z. Goodman reyndist ekki bara endurómur Love Story en sýndi áhorfand- andum inn í nýjan heim, um margt ólíkan heimi Love Story. Sá heimur, sem sprettur hér undan penna Eric Segal, er kannski sá heimur allra heima sem helst hefir verið vanræktur í bandarískum kvikmyndum, heimur millistéttanna, þessa þögla meirihluta bandarísks þjóðlífs, sem unir við sinn arin- eld og stekkur ekki út á götu með byssuna reidda um öxl af minnsta tilefni. Heimur þessa fólks er kannski ósköp svipaður heimi millistétta annarra vest- rænna landa, og svo sannarlega ber maður virðingu fyrir lífs- stríði þessa fólks. Það er hisp- urslaust að hætti Bandaríkja- manna, starfssamt og kann að njóta þess er það uppsker. Bob, höfuð þeirrar millistétt- arfjölskyldu er við fáum að kynnast i: Man, Woman and Child, er kennari að atvinnu. Það er greinilegt að sú stétt manna er meira virt í Bandaríkjunum en hér á landi, því Bob á bæði glæsilegt hús og tvo bila, Volvo- station og Ford-station. Enda er vitað mál að Bandaríkjamenn hafa fyrir löngu gert sér ljóst, að vel launuð og vel menntuð kenn- arastétt á sennilega drýgstan þáttinn í þeirri menntunarlegu undirstöðu, er velferð hins bandaríska þjóðfélags hvílir á. En hér er átt við laun í víðari merkingu en þeirri, er skömmt- unarstjórar íslenska ríkisins leggja í orðið; er ekki eingöngu átt við beinharða peninga heldur og rannsóknarstyrki og annan aðbúnað er uppfræðurum er veittur. En það er nú önnur saga, því sú saga sem hér er sögð af milli- stéttarmanninum Bob er ekki bara saga af velferð hans, þótt sú sitji að vissu leyti í fyrirrúmi, heldur er og sögð sagan af því hvernig hinn virðulegi Bob, mis- stígur sig á hinum mjóa vegi millistéttarmannsins. Bob er nefninlega hamingjusamlega giftur og á tvær sætar dætur, sem hann ann ekki síður en hús- inu, vinnunni og station-bílun- um. En svo kemur sú fregn að þessi virðulegi heimilispóstur eigi son, sem kom undir í ást- arbríma í Frans, forðum daga. Og þá hriktir nú aldeilis hressi- lega í innviðum hins borgaralega sælureits er kennarinn Bob hefir markað sér og sínum. Verður sú saga ekki rakin hér nánar, enda vil ég ekki taka ánægjuna frá væntanlegum áhorfendum með þvi að upplýsa of mikið um átök- in á heimili Bob eftir að fyrr- greind frétt barst þangað, en ekki heyrðist mér betur en vasa- klútarnir væru komnir uppúr töskunum er líða tók á myndina, enda held ég að ég geti fullyrt að hér sé þriggja klúta mynd á ferð. Nú, ég gleymdi nú sjálfur vasaklútnum heima, enda hafði ég meiri áhuga á frammistöðu leikaranna, en hinum tilfinn- ingaþrungnu átökum heimil- ismanna. Verð ég að segja að ég hef sjaldan séð Martin Sheen betri en í hlutverki Bob, í þessari mynd, og á þó sá maður langa afrekaskrá að baki í myndum á borð við Catch 22 og Badlands, en hér var hann einhvern veginn al- veg í essinu sínu og hvergi til- gerðarlegur eða væminn og kem- ur hér fram í hlutverki Bob Beckwith sem sannur Banda- ríkjamaður, sem náð hefir full- um andlegum og tilfinninga- legum þroska, í krafti starfs, menntunar, og þeirrar ábyrgðar er fjölskyldumaður verður að standa undir. Það er góð til- breyting að kynnast slíkum manni sem Bob Beckwith af bandarískri filmu, fremur en sefasjúkum járnhausum eða blauðum illmennum slíkum er gjarnan skreyta myndir þær er streyma frá Hollywood. Mynd þessi er raunar mannbætandi, því hún gefur rétta mynd af lífi hversdagsmannsins og elur ekki á neins konar ónátturu hjá áhorfandanum. „Þau eru ótrúlega sterk ELGO stálgólfin. Eftir meira en 10 ára notkun sér ekki á þeim. Ég mæli með ELGO stálgólfum.“ Gunnar Guðmundsson !■■ _ . Vélav. cacg Dugguvogs 2 R. £| StCÍIiprýðÍ — —i------------- —. Stórhöfða 16, símar 83340—84780 <> ■...■tiifc.inay Þú færð tæknilega og faglega aðstoð við lausn á vandamálum þínum hjá arkitekt- um og tæknifræðingum sem veita alla venjulega ráðgjöf sem tengist nýbyggingu húsa, endurnýjun eða breytingum á eldra húsnæði, og gerð efnislista. Byggingarráðgjafarnir aðstoða við lausn á minniháttar vandamálum án endur- gjalds. | Byggingaráðgjafarnir eru þér til aðstoðar i þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 5-6 I e.h. í verzlun JL við Sólvallagötu. HRINGBRAUT 120: Bygg.agavoru- 28-600 SoluJt, V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.