Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 45

Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 61 Hver eru starfs- réttindi aldraðra? — eftir Guðjón B. Baldvinsson „Því milljón ára reynsla hefur sannaö það upp á skrattann að hann finni alla í fjöru, sem í leti leggjast heilbrigðir og láti þá skemmta sér, en kvelja sjálfa sig um leið eða seigdrepa á endanum í aðgerðarleysi og leiðindum.“ Bjartmar GuAmundsson bóndi, Sandi. Og þrátt fyrir þessa reynslu ald- anna halda menn áfram að skemmta skrattanum. Við skulum ekki horfa bara á þá fáu einstakl- inga, sem sjálfviljugir, „leggjast heilbrigðir" í leti. Við skulum ekki gleyma þeim þegnum, sem valda því að fólk lifir atvinnulaust. Við skulum ekki hætta að berj- ast gegn þeim vágesti, sem varnar því að tugmilljónir manna eigi þess kost að kynnast starfsgleði, og fá aldrei öðlast þá lífsfyllingu, sem forn rit kenna að boðuð hafi verið mannkyni af höfundi lífsins. Mannkyninu stafar mikil hætta af því að líta á atvinnuleysið sem óhjákvæmilega staðreynd. Bjart- mar bóndi vekur athygli á hlut- verki skrattans í sambandi við þessa lífshætti. — Vissulega hníga orð hans einkum að þeim einstakl- ingum, sem sjlfviljugir hafna starfi, eins og t.d. sá hópur fólks, sem fær samheitið aðall, og leikur sér með hundafjölda að eltingar- leik við héra og kanínur. Þvílíkt framferði leiðir í ljós seigdrepandi leiðindi aðgerðaleys- is. Við ættum kannske að staldra við þessa lýsingu. Til hvers? Til þess í fyrsta lagi að gera til- raun til að ýta við þeim, sem valda „aðgerðarleysi" fólks. Svifta það vinnuaðstöðu og senda það heim í skjóli lagagreina um aldursmark til ellilauna og/eða eftirlauna. f öðru lagi til að ýta við þeim, sem enn kunna að vera vakandi fyrir nauðsyn þess að hjálpast að við að láta fólki líða sem best, að leyfa fólki að njóta hæfileika sinna svo lengi sem nokkur kostur er. Sem betur fer eru þeir enn margir ráðamenn í atvinnulífinu, sem leyfa hjúum (les: verkafólki) sínum að halda áfram störfum meðan kraftar þess endast. En aðrir drífa í því að senda þau burt af vinnustaðnum, þegar viðteknu aldursmarki er náð. Ríkisvaldið hefur lögboðið ald- urshámark, 70 ár, en þá skuli starfsfólk þess hverfa af vinnu- stað. Ástæður fyrir þeirri ákvörð- un skulu ekki raktar að þessu sinni, en máske verður minnst á þetta atriði nánar í næsta pistli. Nú er aðeins ætlunin að minna á þetta atriði til íhugunar. Borg- arstjórn Reykjavíkur hefur rýmk- að reglur þær, sem giltu um starfslok fastráðinna starfsmanna borgarinnar. Hvað lengi eiga ríkis- starfsmenn að bíða svipaðra úr- lausna? Guðjón B. BaMvinsson er formaó- ur Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja. Það er alltaf nóg að gera í unglingavinnunni í Stykkishólmi. Ljósmynd Mbl./Árni. Stykkishólmur: Unglingavinnan StykkUhélmi, 29. júli. Stykkishólmshreppur hefur f vor og sumar gengist fyrir unglingavinnu hér í bænum og hafa fullorðnir stjórnað henni. Þarna vinna unglingar að þvf að fegra bæinn og þrffa götur. Þegar fréttaritari tók meðfylgj- andi myndir voru unglingarnir ásamt Ingu Ellertsdóttur og Guðjóni Jóhannssyni að uppræta njólann, sem vex svo víða í plássinu og er ekki beint til skrauts né þrifnaðar. Njól- ann skera unglingarnir og síðan er salti stráð í ræturnar til að drepa illgresið. Árni Kosta Party Boda Druva Stílhreinn kristalborðbúnaður. Hannaður af Ann og Göran Warff og mótaður í höndum snillinganna hjá Kosta Boda Póstsendum. Kj V D Si D\ J ÍHn ipv A UA j Bankastræti 10, Reykjavík, sími 13122. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.