Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 52
68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984
„ Hú, |?ó. vissir ab víá átturw bara. eitt
tr^ keypt'ir \>QÍ>-"
ást er ...
láí-O
... að bera fyrir hann
golfkylfumar.
Ég gefst upp, því ekki er fyrr búið
að fylla þessa vasakveikjara, en
þeir voru tæmdir!
Hlúum að gömlum heimild-
um um íslenska þjóðhætti
Skúli Magnússon, Keflavík,
skrifar:
Kæri Velvakandi.
Nýlega kom út árbók fornleifa-
félagsins fyrir árið 1983, en ár-
bókin hefur komið út frá 1880. Að
þessu sinni er árbókin í bandi og
er það nýmæli. Hygg ég að það sé
til bóta, því bókin verður eigulegri
og aðgengilegri fyrir vikið.
Meðal efnis í bókinni má nefna
ítarlegar greinargerðir um kuml-
teig hjá bænum Hrífunesi í Skaft-
ártungu, en kumlin þar eru talin
vera frá árunum 900 til 934 og
hafa þau verið aldursgreind með
öskulagarannsóknum.
Fimm höfundar fjalla um
Hrífuneskumlið. Meðal þeirra er
Kristján Eldjárn heitinn. Er þetta
trúlega ein síðasta rannsóknin
sem hann gerði á jarðfundnum
minjum.
Gísli Gestsson, fyrrverandi
safnvörður, skrifar ágæta grein
um söguslóðir Fjalla-Eyvindar og
nefnir hann greinina: „Eyvindar-
kerfi og Innra-Hreysi". Útilegu-
menn hafa löngum haft nokkurt
aðdráttarafl og því varð tilvist
þeirra snemma uppspretta sögu-
sagna og þjóðtrúar. En sennilega
voru Halla og Eyvindur hinir einu
íslensku útilegumenn sem eitt-
hvað kvað að á seinni öldum og
sem öruggastar heimildir eru til
um.
Guðmundur ólafsson fornleifa-
fræðingur skrifar um fornan
grafreit á Hofi í Hjaltadal og Árni
Björnsson fjallar um smalahús-
reið, sunnlenskan sveitasið. Hall-
dór J. Jónsson safnvörður birtir
ítarlega skrá yfir greinar og rit
Kristjáns Eldjárns, sem birst hafa
á árunum 1935 til 1984. Af þessari
skrá sést að ýmislegt liggur eftir
Kristján sem lukt er öllum al-
menningi í blöðum og tímaritum.
Spurningin er sú, hvort ekki
mætti gefa eitthvað af því út í sér-
stakri bók. Á ég þá bæði við grein-
ar um þjóðleg fræði og ræður, svo
og ávörp sem Kristján flutti í for-
setatíð sinni. Eina grein eftir
hann vil ég þó sérstaklega benda
áhugamönnum um fornminjar á
að lesa. Hún birtist í „Samvinn-
unni 1949“, september- til desem-
berhefti. Fjallar hún um hlutverk
Þjóðminjasafnsins, fortíð þess og
nútíð. Þetta er ein sú besta grein
sem ég hef lesið, þar sem hlutverk
og störf Þjóðminjasafnsins í nú-
tíma þjóðfélagi eru skilgreind.
Annars eru ræður og ávörp
hinna þriggja íslensku þjóðhöfð-
ingja, sem setið hafa 1941 til 1980,
á víð og dreif í blöðum og tímarit-
um. í raun og veru eru þær sér-
stakt og forvitnilegt bókarefni.
Erlendar þjóðir gefa gjarnan út
ræður þjóðhöfðingja sinna og for-
ystumanna, ef ekki allar, þá í úr-
vali.
Ég vil sérstaklega beina athygli
áhugamanna um fornfræði og
listasögu að árbók fornleifafélags-
ins. Þeir sem enn hafa ekki gerst
áskrifendur að henni ættu að gera
það sem fyrst. Fornleifafélagið er
ekki mjög fjölmennt félag og fjár-
hagur þess og útgáfa bókarinnar
hvíla að mestu leyti á árgjöldum
félagsmanna. Tilvera þess byggist
á skilvísi þeirra og fjölgun félags-
manna.
Annað, sem mig langar til að
drepa á, er útgáfa Hafsteins Guð-
mundssonar á gömlum árgöngum
árbókar. Þeir eru löngu uppseldir
og því ófáanlegir. Hafa þeir þvi
kostað mikið fé á fornsölum þegar
þeir hafa verið í boði. Útgáfa Haf-
steins er ómetanleg, því nú gefst
mönnum kostur á að kynnast hinu
mikla og merkilega efni sem í ár-
göngunum leynist. Það er ekki sist
mikilvægt fyrir ungt fólk sem
leggur stund á fornleifafræði,
sögu og skyldar greinar að eiga nú
aðgang að árbókinni.
Hins vegar hefur það komið
fram í blöðum að undirtektir fé-
lagsmanna við ljósprentun Haf-
steins eru heldur dræmar. Er illt
til þess að vita, því útgáfan er
mjög dýr, enda ekkert til hennar
sparað. Hafsteinn er alkunnur
fagmaður og lætur ekki frá sér
nema vandaðar bækur að frá-
gangi. Hefur jafnvel komið til tals
að hætta ljósprentuninni vegna
dræmra undirtekta. Sérstaklega
ættu félagsmenn fornleifafélags-
ins að íhuga framtíð þessarar út-
gáfu. Hún veltur aðallega á mót-
tökum þeirra. Þeir fá bækurnar
eilitið ódýrari en tíðkast á al-
mennum markaði. Félagsmenn
ættu því allir sem einn að samein-
ast um þessa útgáfu og kaupa
bækurnar, svo hægt sé að halda
útgáfunni áfram. Skólar og bóka-
söfn úti á landi, til sjávar og
sveita, ættu ekki síst að gerast
áskrifendur.
Fyrir nokkru kom út annað
tímarit sem tengt er íslenskri
fornfræði. Það er lítið rit sem
heitir „Ljóri“ og kemur út einu
sinni á ári. íltgefandi þess er Fé-
lag íslenskra safnmanna, en í því
félagi eru starfsmenn minja- og
listasafna. Að þessu sinni komu út
tveir árgangar, 1983 og 1984.
í ritinu er fjallað um störf ís-
lenskra safnmanna, félag þeirra
og starfsvettvang. Greint frá
störfum Þjóðháttadeildar Þjóð-
minjasafns, söfnun heimilda um
þjóðhætti og úrvinnslu þeirra.
Fjallað er um gullskipið marg-
fræga og birt ýmislegt um af-
greiðslu Alþingis til leitar þess.
Margt fleira forvitnilegt er í þess-
um heftum Ljóra og einnig hinum
eldri. Þar getur almenningur
fræðst um störf og starfsaðferðir
íslenskra þjóðhátta- og fornleifa-
fræðinga.
Áhugamenn um þjóðleg fræði
ættu að eiga Ljóra ekki siður en
árbók fornleifafélagsins. Hún er
fámenn, fylking íslenskra safn-
manna, byggðasöfnin smá og fé-
vana, en verkefnin óþrjótandi. Því
eiga leikmenn og lærðir menn að
vinna saman að eflingu þeirrar
hreyfingar sem að söfnunum
stendur.
Það myndi auðvelda mörgum, að mati bréfritara, ef báðar framhurðir stræt-
isvagnanna væru opnaðar.
Þessir hringdu . . .
Kærkomið viðvik
Mjöll hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
„Þannig er að ég á tvö lítil börn
og þar sem ég er bíllaus, nota ég
strætisvagna Reykjavíkur til að
komast leiðar minnar. Eins og
gefur að skilja er það enginn
hægðarleikur að klífa upp tröppur
strætisvagnanna með tvö börn í
eftirdragi ásamt barnakerrum og
fleiru tilheyrandi.
Ég reyni því alltaf að setjast
niður í fyrsta sætið sem ég sé að
er laust, og reyni ætíð að vera sem
næst framhurðinni, svo að ég sé
fljótari að komast aftur út.
Það gerir mér því mun hægara
um vik, ef bílstjórarnir eru svo
vænir að opna báðar framhurðirn-
ar upp á gátt, en stundum virðast
þeir ekki skeyta neitt um það, þó
ég standi hjálparvana fyrir utan
með allan „farangurinn" minn.
Mikið þætti mér nú vænt um ef
allir bílstjórar væru svo elSkulegir
að opna báðar hurðir í slikum til-
feilum og leyfðu mér (og öðrum
sem eins er ástatt fyrir) líka að
fara út um framdyrnar, því þá
þurfa farþegarnir ekki allir að
bíða eftir mér á meðan ég paufast
aftur í skott.
Með vinsemd."
Úrbóta þörf
Kristjana S. Kristjánsdóttir skrif-
ar:
Mikið hefur verið rætt um sel-
ina sem skaðræðisgripi, er út-
breiði hringorma. En á manns-
höndin enga sök, er selurinn einn
að verki?
Við sjáum langt að hvort skip-
verjar eru í aðgerð eða ekki. Um-
hverfis fley þeirra er urmull fugla,
aðallega múkki (fýll), sem bíða í
ofvæni eftir bitanum sínum, þ.e.
lifur morandi í hringormum.
Hversu langt er síðan lifrarpen-
ingar voru kjarabót sjómanna?
Hvenær tók hringormavandinn að
aukast?. Hvaða hráefnisverðmæti
tengd lífefnaiðnaði eru fyrir hendi
í slóginu, sem hent er út fyrir
borðstokkinn til fuglanna?
Ég spyr því þá sem þekkinguna
hafa: Er úrbóta ekki þörf?