Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 69 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ^í^minMíV »í Bréfritari er ekki allskostar ánægður með skemmtistaðamenninguna hér á landi. Oldurhúsamenning er léleg á íslandi Fastagestur öldurhúsa borgar- innar skrifar: Velvakandi vænn! Mikil er mæða okkar sem nennum að þenjast á öldurhús borgarinnar um helgar. Oft fáum við miður ljúfar móttökur dyravarða ef við ekki erum nógu snögg að fálma eftir nafnskír- teininu góða. Troðning fyrir utan skemmtistaði borgarinnar þekkja allir sem þá stunda af einhverju viti og eru tærnar oft orðnar æði bláleitar þegar inn er loks komið. Ég sem gamalreyndur öldur- húsagestur tók þá vafasömu ákvörðun að drífa tvo erlenda vini mína sem staddir eru hér á landi með mér á eitt af öldurhús- um bæjarins fyrir stuttu. „Ferðalagið" hófst auðvitað með æðisgenginni röð, sem lið- aðist í allar áttir frá dyrum hússins. Biðin í þeirri röð reynd- ist okkur æði löng og virtist „ormurinn langi“ aldrei styttast, þó að fólki væri hleypt við og við inn fyrir dyrnar. Mönnum tók skiljanlega að leiðast þófið og þeir, sem voru við öllu búnir, drógu upp pyttlur úr barmi og buðu nærstöddum sopa. Ferðalangarnir mínir, sem þó eru ýmsu vanir, brostu góð- látlega um leið og þeir afþökk- uðu sopann og létu eins og ekk- ert væri eðlilegra í þeirra aug- um. Ég, hins vegar, sá að undr- unarsvipurinn á andlitum þeirra leyndi sér ekki. Loks, eftir langa mæðu, soguð- umst við í einni hringiðu inn fyrir dyrnar og ég, sem spurð hef verið um nafnskírteini síðastlið- in tíu ár, komst að því er ég rankaði við mér, að ég hafði í óðagotinu otað ljósakortinu mínu að blessuðum dyraverðin- um. Eftir um það bil tuttugu mín- útna bið við fatahengið gátum við losað okkur við yfirhafnir og skeiðuðum inn salarkynnin, þar sem töfrandi tónlist lék í eyrum og þykkur reykjarmökkur í aug- um. Biðin við barinn varð lengri en við fatahengið, sem var ekki til að bæta sálarástand okkar þremenninganna þá stundina. Ferðalangarnir mínir urðu sí- fellt meira og meira undrandi, en létu þó engan bilbug á sér finna. Við soguðumst með straumnum fram og aftur og einbeittum okkur að því að hella ekki niður rándýrum drykkjum okkar. í staðinn var rándýrum drykkjum annarra hellt yfir okkur! Kófdrukkið fólk slagaði um ganga með öl í glösum og skvetti ósjálfbjarga úr þeim í allar áttir. Hrædd er ég um að margar krónurnar „sullist beint í gólfið" hjá þessu ólánsfólki, sem bágt virðist eiga með að hemja sig í öldrykkjunni. Eg sem gamalreyndur öldur- húsagestur, eins og áður segir, lét mér nú hvergi bregða en ferðalangarnir mínir voru orðnir öllu óhressari í bragði. Eftir nokkrar vonlausar tilraunir til að stíga dansspor á tælandi diskó-gólfinu, gáfumst við þre- menningarnir upp og héldum heimleiðis, vonsvikin og rauna- mædd. Ég held að fátt geti komið mér á óvart lengur hvað varðar skemmtanamenningu okkar ís- lendinga. Hins vegar lærði ég eitt þetta umrædda kvöld, sem ég mun hafa að leiðarljósi um ókomin ár: Maður leggur það ekki á útlendinga að fara með þá á íslensk öldurhús! Góður þáttur í sjónvarpinu Axel Þorsteinsson skrifar: Háttvirti Velvakandi! Loksins, loksins virðast forráða- menn sjónvarps hafa rankað við sér (verið gæti þó að það hafi verið óvart), því nú hefur sjónvarpið tekið til sýningar stórskemmti- legan framhaldsþátt sem gengur undir nafninu „Friðdómarinn". Langt er síðan ég hefi horft á jafnskemmtilegt sjónvarpsefni og veit ég að margir eru á sama máli og ég í þeim efnum. Haldið þið, sjónvarpsnotendur góðir, að það sé munur að fá að horfa á þennan þátt heldur en þýsku þvæluna „Berlin Alexand- erplatz", sem að flestra mati mætti vel missa sín? Forráðamenn sjónvarps, meira af svona efni og á brott með „snilldarverk" Rainer Wemer Fassbinders. Nýi framhaldsmyndaflokkurinn „Friðdómarinn" virðist falla sjónvarps- áhorfendum vel i geð. Öllum vinum, frændfólki og fjölskyldu minni, er veittu mér sjötugri ánœgjulegan afmælisdag 4. júlí sídastliö- inn, þakka ég einlæglega. Guðrún J&kobsdóttir, Víkingav&tni. 'PÞING HF Q 68 69 88 HVERJU BREYTA FRJÁLSIR VEXTIR? Um leiðogviðfögnum frumkvæði stjómvalda í vaxtamálum til að auka innlendan spamað viljum við kynna ný og betri ávöxtunarkjör á verðbréfamarkaði okkar. Við bjóðum nú: l. 6% vexti umfram verðtrygg- ingu á spariskírteinum ríkissjóðs. 2. 14% vexti umfram verðtryggingu á verðtryggðum veðskuldabréfum sem þýðir tvöföldun höfuðstóls á rúmlega 5 árum. Söluaenqi verðbréfa 8. ágúst 1984 SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS: sólugengi mliti rlt 6% vtxtl umtnm veritr. pr. 100 kr. Útg. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Sölugengi pr. 100kr. 6%vextir gildatil Sölugengi pr. 100kr. 6% vextirgildatil 1970 1) 1971 15.843 15.09.1985 - ~ 1972 14.423 25.01.1986 11.708 15.09.1986 1973 8.844 15.09.1987 8.478 25.01.1988 1974 5.517 15.09.1988 - - 1975 4.287 10.01.1985 3.182 25.01.1985 1976 2.896 10.03.1985 2.391 25.01.1985 1977 2.0892’ 25.03.1985 1.790 10.09.1984 1978 1 4173> 25.03.1985 1.144 10.09.1984 1979 968 25.02.1985 742 15.09.1984 1980 655 15.04.1985 504 25.10.1985 1981 430 25.01.1986 318 15.10.1986 1982 303 01.03.1985 224 01.10.1985 1983 172 01.03.1986 111 01.11.1986 1984 108 01.02.1987 1) InnlMisnarwftSaMabankanapr. 100 NÝKR. S.totorúar 17.415,64 2) InnlausnarvsrftSsMatoankanspr. 100 NVKR. 25.mars1984 2.122,16 3) InnlausnarverftSa&labankanspr. 100 NÝKR. 2S.mars1984 1.438,89 VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 qjalddöqum á ári Með 1 qjalddaga á án Láns- Avöxtun Sðkigeni I Sðkjgen 3! timi Sölu- umtram 18% 20% 18% 20% ár: gengi Vextir verðtr. ársvextir ársvextir HLV2' ársvextir ársvextir HLV2’ 1 93,44 4 14% 89 90 91 84 86 86 2 89,52 4 14% 77 79 80 72 73 74 3 87,39 5 14% 68 70 71" 63 65 66 4 84,42 5 14% 60 63 64 55 57 58 5 81,70 5 14% 54 56 57 48 50 51 i4% 7 76,87 5 14% Ossmi: Óverðtryggt veðskuldabréf með 2 gjald- 8 74,74 5 14% dögum á ári til 3ja ára aö natnveröi kr. 1000 feng- 9 72,76 5 14% istkeyptá 1000 x,71 =7100kr 10 70,94 5 14% 2) hæstu leyfilegu vextir. Kaupþlng hf. reiknar gengi verdbrófa daglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.