Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 54

Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 54
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 Austfírska veður- blíðan lék víð 6.500 mótsgesti HÁLFT sjöunda þúsund manna tók þátt í skemmtuninni í Atiavík um verslunarmannahelgina — flest- ir af lífi og sál. Þeirra á meðal var Bítillinn Ringo Starr, heiðursgestur hátíðarinnar, sem veitti „hring- stjörnuverðlaunin“ hljómsveitinni Fásinnu, er sigraði í hljómsveita- keppninni { ár. Að þvf búnu gekk Ringo til liðs við Stuðmenn og trommaði á sneril í einu uppáhalds- laga sinna, „Johnny B. Goode“. Skemmti Ringo sér konunglega að eigin sögn og ískraði enn í honura kátínan er hann hélt til London á sunnudagskvöldið með eiginkonu sinni og ritara. Hátíðin fór vel fram og var almennt góð stemmning á svcðinu. Skínandi sumarveður var hátíð- isdagana og hefur það vafalaust átt sinn þátt í að mikil ölvun var ekki slarkaralegri en raun bar vitni. Sæmilegt var að gera hjá sjúkra- vaktinni — allmargir eru með skrámur en engin stórslys urðu á fólki. Unglingar, sem urðu ósjálf- bjarga af drykkju eða /og vökum voru fluttir á „Hótel Buðlung", sem er eyðibýlið á Buðlungavöllum, og Engin stórslys urðu á fólki en nokkrir fengu skrám- ur. Úrslit tilkynnt í hljómsveitakeppninni — stuðningsmenn Fásinnu fagna sigri sinna manna. Nokknr hópur fólks tók á móti Ringo Starr, eiginkonu hans og rit- ara, þegar leiguvél frá Sverri Þór- oddssyni lenti á Egilsstaðafhigvelli. Meðal þeirra var þessi litla dama.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.