Morgunblaðið - 08.08.1984, Síða 56

Morgunblaðið - 08.08.1984, Síða 56
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI. SÍMI 11340 OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl, SlUI 11633 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Sfldin: síldveiða með nót og reknetum á komandi síldarvertíð er útrunninn. Sótt var um veiðileyfi fyrir 95 nóta- skip og 55 reknetabáta. Heildarkvóti hefur ekki verið ákveðinn og ekki heldur kvóti ein- stakra skipa, að sögn Jóns B. Jón- assonar skrifstofustjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu, en Hafrann- sóknastofnun lagði til 45 þúsund tonna heildarkvóta. Að sögn Jóns er nú verið að yfirfara umsóknirn- ar í ráðuneytinu og því ekki vitað hvað mörg skip fá veiðileyfi. Hins vegar er ákveðið að loðnubátar fá ekki leyfi til síldveiðanna. Fimm leigu- bflar í árekstri FIMM leigubifreiðir skemmdust nokkuð fyrir framan Bifreiðastöð fslands um níuleytið á mánu- dagskvöld er leigubifreið var ekið ' aftan á röð leigubifreiða, sem biðu þess að fá farþega. Skipti það eng- um togum að þær fóru hver aftan á aðra uns þær voru fimm sem höfðu skemmst. Bkki var f gær vitað um orsök slyssins, hvort leigubifreiðarstjórinn er slysinu olli fékk aðsvif eða dottaði við stýrið. 150 skip sækja um veiðileyfi UMSÓKNARFRESTUR um leyfi til Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra: Grunur um að Danir og Norðmenn hafi gert samkomuiag „Danir veiddu á gráa svæðinu fyrir tveim eða þrem árum og þá stugguðu norsk varðskip rið dönsku veiðiskipunum og kom til árekstra. Við höfum grun um að þessir aðilar hafi komið sér aaman um að forðast árelrstra. En hvað felst f slfku samkomulagi, veit ég ekki, sagði Geir Hallgrfmsson, utanríkisráðberra, þegar blaðamaður Morgunblaðsins innti hann álits á ummælum Árna Gíslasonar útgerðarmanns í Hirts- hals í Danmörku f Morgunblaðinu sfðaatliðinn laugardag, þar sem hann segir að Norðmenn og Danir hafi gert þegjandi samkomulag um gráa svæðið þ.e. sveðið milli miðlínu Jan Mayen og Grænlands og 200 mflna frá Grænlandi. „Danir halda þvf fram að efna- hagslögsaga Grænlands sé 200 mflur í átt að Jan Mayen, en á þetta hafa Norðmenn ekki geta fallist, en þeir telja að miðlfna eigi að gilda. Úrslit f þessari deilu fást ekki nema með einhvers kon- ar gerðardómi, sem samkomulag yrði um, og hafa Danir boðið upp á það, en Norðmenn vilja leysa deiluna meö samkomulagi. Ég fæ hins vegar ekki séð að hér sé um nokkra millileið að ræða.“ Aðspurður sagði Geir Hall- grfmsson það ljóst að íslendingar hljóti að skoða loðnuveiðar Fær- eyinga á Jan Mayen-svæðinu f tengslum við samkipti þjóðanna á sviði fiskveiða og vitnaði þar til ívilnana þeirra i fslenskri lög- sögu. í eftirlitsflugi landhelg- isgæslunnar f gær sást eitt fær- eyskt skip að loðnuveiðum, auk þriggja annarra og var ekki ólík- legt að þau séu einnig frá Færeyj- um. Skoðanaköimim Hagvangs hf.: 58 % lýsa stuðningi við rflíisstjórnina stuðningurinn meiri hjá körlum en konum STUÐNINGUR við ríkisstjórnina hefur minnkað frá því í aprfl 1984 fram í júlí úr 69,6%f 58%ef tekið er mið af niðurstöðum í skoðanakönn- unum, sem Hagvangur hf. hefur framkvæmt f könnuninni sem fram- kvæmd var í júlí sögðust 12,7% ekki vita svarið við spurningunni: „Styður þú eða styður þú ekki núverandi rfk- isstjórn?" en 7,9%sögðust ekki vita svarið í apríl síðastliðnum. 26,5% voru andvígir stjórninni nú en 20,5% í apríl. Þessi dvfnandi stuðningur viö rfkisstjórnina er i samræmi við þróunina í stuðningi við stjórnar- flokkana samkvæmt skoðana- könnunum Hagvangs hf. en niður- stöður um fylgi við einstaka flokka voru birtar í Morgunblað- inu síðastliðinn laugardag. Kann- anirnar sýna að rfkisstjórnin nýt- ur stuðnings meirihluta þjóðar- innar en samtals 57,2% kjósenda studdu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn f kosningun- um í apríl 1983. Af þeim sem tóku afstöðu til einstakra flokka f könnun Hagvangs hf. að þessu sinni sðgöust 48,8% styöjá Sjálf- stæðisflokkinn (flokkurinn hlaut 38,7% i kosningunum 1983) og 14,7% Framsóknarflokkinn (18,5% f kosningunum). Athygli vekur að ríkisstjórnin nýtur talsvert meiri stuðnings meðal karla en kvenna ef marka má niðurstöðu Hagvangs hf. 64,9% karla sögðust styðja stjórn- ina (75,9% f apríl 1984) en 50,4% kvenna (63,3% f apríl). Þá er stuðningur við stjórnina meiri f dreifbýli, 61,2% (73,4% í apríl), en þéttbýli, 59,3% (73% f aprfl), og á höfuðborgarsvæðinu, 56,7% (66,7% í apríl). Siá nánar um niðurstöður könnunarinnar á bls. 4. Samstaða er ekki um stöðvun rækjuvinnslu FÁAR rækjuvinnslur ætla að hætta rækjumóttöku og stöðva vinnslu þann 10. ágúst þrátt fyrir tilmæli um það sem samþykkt voru á aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskvinnslu- stöðva. Þó hafa þrjár vinnslur að minnsta kosti hætt rækjuvinnslu og búist er við að einhverjar fleiri fylgi f kjölfarið fyrr eða seinna. Ekki er talið að skilyrði til rekstrar vinnslu- stöðvanna séu neitt betri nú en þeg- ar stöðvunin var samþykkt og birgð- ir halda áfram að aukast Eyjólfur Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Rækjuvers hf., á Bfldudal, sem jafnframt er for- maður Félags rækju- og hörpu- diskvinnslustöðva, sagði i samtali við Mbl. í gær að samstaðan væri ekki nægilega mikil, og miklu minni en hann hefði átt von á. Sagði hann að mjög mismunandi aðstæður stöðvanna kæmu þarna til og einnig væru menn að vona að óskir þeirra til sjávarútvegs- ráðherra um lækkun útflutn- ingsgjalda og greiðslur úr verð- jöfnunarsjóði út á óseldar rækju- birgðir yrðu teknar til greina. Sagði hann að ráðherra hefði haft góð orð um sfðari liðinn en þar væru 30 til 35 milljónir sem rækjuvinnslurnar ættu á móti hinni óraunhæfu hráefnishækkun sem varð 1. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.