Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 15

Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 71 Teikning; Gísli Sigurðsson. öllu Islandi, nefnilega f kór sjálfr- ar dómkirkjunnar í Skálholti. Eftir friðarsamningi, sem Ei- ríkur af Pommern gerði við ensku stjómina árið 1432, að dæma hef- ur talsvert borið til tíðinda í sam- skiptum Englendinga og Jóns Ger- rekssonar það árið. Segir í samn- ingi þessum að Englandskonungur skuli refsa þeim mönnum, sem skaðað höfðu Jón og sveina hans, enda mun sá skaði hafa komið frá hendi Englendinga. Engar samtimaheimildir eru til Frá Skálholti. Ljósm. Mbl./Ól.K.M. um það hvað varð þess beinlínis valdandi að Jón var myrtur. Ann- álaritun hættir 1430 og það er ekki fyrr en seint á sextándu og í upp- hafi sautjándu aldar, sem hún hefst aftur og rita þá annála þeir séra Gottskálk Jónsson, séra Jón Egilsson og Björn Jónsson á Skarðsá. Frásagnir hinna tveggja síðastnefndu um atburðina í Skálholti eru mjög ólíkar. Eru I þeirra annálum tilteknir tveir at- burðir, sem eiga að hafa skipt máli í aðförinni að Jóni. Jón Eg- ilsson segir sveina biskups hafa verið ómilda og að biskup hafi lít- ið eða ekkert við þá ráðið. Segir hann þá hafa verið írska, sem sennilega er rangt, og áttu þeir að hafa gert mikinn óskunda og tekið ríkismenn fanga og eru tveir menn sérstaklega nefndir, Teitur Gunnlaugsson frá Bjarnarnesi og Þorvarður Loftsson frá Möðru- völlum, sem báðir voru undan norðlenskum höfðingjum og undir handarjaðri Jóns biskups Vil- hjálmssonar á Hólum. Voru Teit- ur og Þorvarður fluttir í Skálholt og settir í járn og látnir berja fiska. Sluppu þeir báðir úr prís- undinni, Þorvarður fyrst og Teitur svo með ævintýralegum hætti. Er sú frásögn heldur þjóðsagna- kennd. Annálar telja svokallaða Kirkjubólsbrennu vera undanfara þess, að Teitur og Þorvarður voru gripnir. Sveinar biskups höfðu þá fjandskapast við ívar Vigfússon á Kirkjubóli, kannski vegna þess að hann beitti sér mest fyrir þvl á alþingi 1431 að þeir yrðu lýstir ófriðhelgir og útlægir. Einnig er sagt að brytinn í Skálholti, Magn- ús að nafni, hafi staðið fyrir brennunni. í aðförinni að Kirkju- bóli féll ívar og systir hans Mar- grét hét því að hún skildi ekki giftast öðrum en þeim, sem hefndi bróður hennar. Ekki er vitað hvort Þorvarði hafi litist mjög þokka- lega á Margréti, en hann lofaði þó hefndum fyrir brunann. Þegar stór hópur manna sást nálgast Skálholt austan Hvítár grunaði heimamenn hvað á seiði væri og lokuðu öllum hurðum á stað og kirkju, en biskup, prestar og sveinar lokuðu sig inni í kirkj- unni. Svo virðist sem Jón hafi alls ekki búist til varnar eða flótta heldur treyst kirkjugriðum. Hann hefur búist við því að árásarmenn- irnir virtu helga dóma, enda þótt þeir kynnu að rjúfa kirkjugrið á sér. Menn dóu ekki ráðalausir gagnvart læstum kirkjudyrum heldur lyftu þeir kirkjunni uns þeir gátu gengið inn í hana. Hlýt- ur það að teljast eitt merkasta húsbrot á íslandi. Héldu þeir inn eftir kirkjunni til biskupsins, sem stóð fyrir altarinu í fullum skrúða með oblátu helgaða, sem hann hugði að sér mundi hlífa. Þeir tóku hann strax höndum og tog- uðu hann utar eftir kórnum, en prestarnir héldu honum eftir megni. Þegar þeir komu í m'kðja kirkjuna féll oblátan niður og með það drógu þeir hann út úr kirkj- unni en prestarnir héldu honum allt út fyrir stöpulinn en slepptu honum þá. Þar sem oblátan féll var biskup seinna jarðaður. Farið var með biskup út að ferjustaðnum á Spóa- stöðum og var hann látinn þar í sekk, en steinn var bundinn við og síðan var honum kastað í ána. Sveinar biskups voru drepnir í kirkjunni eftir því sem til þeirra náðist. Á fyrri hluta 13. aldar háðu höfðingjar miskunnarlausa bar- áttu við Guðmund Arason biskup um fjármál, dómsvald og forræði Hólastóls, en misþyrmdu aldrei biskupi svo að líf hans væri í hættu. Á Sturlungaöld fengu bisk- upar ætíð að halda lífi þótt stund- um væri hart að þeim gengið en öðru máli gegnir um Jón Ger- reksson. Hann er hiklaust tekinn og myrtur. Þeir, sem á honum vinna, eru ekki í ránsferð að Skálholti, heldur hafa þeir álitið sig véra I lögmætri aðför að bisk- upi og sveinum hans. ÁSTÆÐURNAR Jóni var drekkt svo hægt væri að sverja fyrir að biskupsblóði hefði verið úthellt. En af hverju var hann í rauninni myrtur? Fjór- ar getgátur hafa komið hér fram. I fyrsta lagi kom hann til íslands í óþökk Englendinga og hefur sennilega ógnað áhrifum þeirra hér. 1 öðru lagi má vera að Teitur og Þorvarður hafi hefnt sín vegna handtöku sinnar og illrar með- ferðar í Skálholti. í þriðja lagi má vera að Þorvarður hafi hefnt Kirkjubólsbrunans og í fjórða lagi var litið á Jón sem landráðamann því hann hélt, að því er virðist, uppivöðsiusama sveina í kringum sig og gegndi hvergi alþingissam- þykktinni frá 1431, sem bannaði slíkt eindregið. Þó er varla hægt að líta á samþykktina sem neinn sérstakan dauðadóm yfir Jóni. Björn Þorsteinsson segir í grein sinni „Glæpur án refsingar", í bókinni Á fornum slóðum og nýj- um: „Aðförin að Jóni Gerrekssyni í Skálholti í maí 1433 hefur verið pólitísk aðgerð runnin undan rifj- um Englendinga.“ Það, sem styður þetta sérstaklega eru tvö heimild- arplögg um fyrstu siglingu Danzigu-manna til íslands. Annað er brot af ódagsettu réttarskjali frá málsókn á hendur Peter nokkrum Dambeke í Þýskalandi. Nafn ákæranda vantar en hann talar fyrir sinn munn og húsbónda síns, sem af skjalinu má ráða, að hafi verið biskup. Segir ákærand- inn í skjalinu að Dambeke hafi vitað, að Englendingar höfðu í hyggju að handtaka og drepa ákærandann og húsbónda hans, en Dambeke hefði þó ekki varað þá við. Allar líkur benda til þess að Dambeke hafi haft vetursetu á ís- landi 1432—33 því á hinu heimild- arplagginu má sjá að 19. mars 1433 hafi maður að nafni Eyn- waldt Everdes verið drepinn um borð í skipi hans við ísland Hús- bóndi ákærandans virðist vera biskup eins og áður sagði og ekki getur það nafa verið Jón Vil- hjálmsson, Englendingur og bisk- up á Hólum, og því hlýtur að vera átt við Jón Gerreksson. Ef hús- bóndi ákærandans hefur verið biskup, svo sem helst má ætla, og hafi atburðir þeir sem greint er frá átt sér stað í upphafi árs 1433, en ekki í einhverri annarri ferð Dambeke til landsins, sýna þessi skjöl að Englendingar hafa staðið að morði Jóns biskups enda þótt þeir sem verknaðinn unnu hafi verið íslendingar. Ekki er hægt að líta framhjá þessari tilgátu. Styrkir hún þá skoðun manna að Englendingar hafi litið störf Jóns biskups illu auga, sem og höfðingjar hliðhollir þeim. Skarphéðinn Pétursson ger- ir ráð fyrir því í grein sinni um Jón Gerreksson, sem birtist í Skírni 1959, að hann hafi jafnvel verið ráðinn af dögum að undir- lagi Eiríks af Pommern af því að Jón átti að hafa brugðist honum i Englandsför 1429. Tvennt mælir gegn því. Jóni gekk í fyrsta lagi vel í Englandi þvi hann fékk stjórnina til að viðurkenna rétt- arstöðu norsku skattlandanna i samfélagi rikjanna, eins og áður hefur komið fram, og í öðru lagi bendir friðarsamningurinn, sem Eiríkur af Pommern gerði við ensku stjórnina 1432, til þess að samningamönnum hafi verið um- hugað um Jón Gerreksson. EFTIRMÁLI MORÐSINS Engir þeirra, sem voru í aðför- inni að Jóni og sveinum hans, virðast hafa orðið að svara til saka fyrir liflátin. Hvorki beinar hefndir, skriftir né bætur komu fyrir drápið á Jóni. Englendinga- vinurinn á Hólum varð aftur æðsti maður kirkjunnar á íslandi og sannar bréfabók hans að hann hafi dvalið á íslandi fram á mitt sumar 1434 og reyndi ekki að fjalla um voðaverkin í Skálholti. Vanmáttur og sundrung kirkj- unnar, uppreisnir á Norðurlönd- um og vinsemd páfa hafa hlíft drápurunum að mestu við refsi- nornunum. Líflát Jóns biskups Gerrekssonar mun ekki eiga að flokkast með venjulegum saka- málum, heldur vera pólitískt af- brot, sem kirkjan varð að þola, þótt hún leyfði ekki. Samantekt ai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.