Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
77
Járnad i miðri leið:
Hreinn Þorkeisson, Hjalti Jón
Sreinsson og Eydís Indriðadóttir.
Isabelle Autonne, franski læknirinn,
sem stundaði nálastungulækningar
i blaðamanni Mbl. íHvítírnesi.
Ekkert er frjálsara en kind með
lömbin sín i fjöllum. Þessi hagaði
sér mjög frjilslega og gerði ítrekað-
ar tilraunir til að stela brauðpokum
í áningarstað.
Svo stakk hún þeim í húðina á mér
á nokkrum stöðum: úlnliði, hand-
arbak ofan við þumal, ofanvert
brjóstið, undir eyrun og í fætur
neðan við hné. Nálarnar voru í ör-
stutta stund — hálfa mínútu, eina
mínútu — og aðeins á öðru hand-
arbakinu fann ég fyrir því þegar
nálin fór í. Hún nuddaði með ein-
um fingri þar sem nálarnar höfðú
staðið; virkaði á mig eins og
svæðameðferð.
Inni var þögn og fyrir utan söng
lóa. Ómur af mannamáli barst
utan úr kvöldkyrrðinni og kind
jarmaði blíðlega á lambið sitt.
Friðsældin fór um mig allan og
mér fannst ég þægilega þreyttur.
En mér var ekkert batnað. Háls-
bólgan var jafn mikil og áður,
beinverkirnir svipaðir. Hitinn
varð auðvitað minni þegar hann
fékk að komast óheftur frá líkam-
anum. — Gott og vel, sagði ísa-
bella læknir. — Nú skaltu hvíla
þig og svo sjáum við til í fyrramál-
ið hvernig þú hefur það. Þá gerum
við þetta aftur, ef þú vilt.
„... mega frjáls
um fjöllin ríða“
íslenska hestinum. Hún á sjálf
hest heima í Angers. — Ekki mjög
stóran, sagði hún. — Aðeins 160
sm upp á bakið. Hana langaði að
eignast íslenskan hest og vildi
helst koma aftur næsta sumar.
Hún lét mig fara úr öllu nema
stuttum nærbrókum og leggjast
marflatan í eina kojuna. Ég er enn
ekki viss um hvort ég hefði átt að
taka það sem grófa árás á vaxtar-
lag mitt þegar hún sagði: O, so big
place..., en sagði ekkert. Ég held
að konan og tengdó hafi ekki heyrt
þetta.
ísabella dró upp úr pússi sínu
litla nálaöskju og glas með sára-
völcva. — Slappaðu alveg af, sagði
hún og sótthreinsaði nálarnar.
Stungið í Hrítirnesskila. - bió*"> eá-
Hestamennirnir, sem komið
höfðu ríðandi úr Fremstaveri,
voru glaðir og reifir. Ferðin hafði
verið skemmtileg, vegir ágætir og
riðið yfir nokkrar ár, þeirra mest-
ar Grjótá, Sandá og Jökulfall.
Þjóðverjarnir — þeir sem höfðu
lögaldur til — drógu upp romm og
fengu sér toddý. Einhver átti
hvítvínsflösku og Hjalti Jón
Sveinsson, ritstjóri hestamanna-
blaðsins Eiðfaxa, var með gítar.
Hann kunni allt og leiddi sönginn
í félagi við Birki. Hinn kranki
hírðist í koju sinni og mókti gegn-
um gleðskapinn. Einu sinni bráði
þó af mér. Þegar farið var að
syngja ísland ögrum skorið þótti
mér viðeigandi að syngja með.
Þjóðverjarnir héldu líklega að ég
væri bláklædda konan því þeir
hrópuðu og hlógu hátt: Hinn
kranki syngur! Ég söng ekki meira
eftir það og sofnaði fljótlega en á
meðan var m.a. sungið meira úr
romsunni, sem vitnað var til í upp-
hafi, til dæmis fyrsta vísan:
„Djöfull gaman, drengir, er að detta í’ða,
mega frjáls um fjöllin ríða
og fullur ofan í pokann skríða."
Maður tók eftir merkilegum
hlut þegar farið var að syngja á
kvöldin. íslendingar kunna al-
mennt mörg sönglög, gömul og ný.
Rútubílasöngva og ættjarðarljóð,
gömul og ný dægurlög, Yesterday
og Blowin’ in the Wind. Landinn
er fljótur að taka undir og það
virðist vera okkur eðlilegt við viss-
ar aðstæður að springa út i söng.
(Skagfirðingar, sem við hittum á
Króknum í ferðalok, létu sér það
ekki nægja heldur sungu allir eins
og englar og ekki annað en falleg
ljóð.) En þessu var á annan veg
farið með útlendingana í hópnum.
Þjóðverjarnir þrettán kunnu sára-
Iítið af lögum eða textum og stóðu
sig hálf dapurlega í söngnum.
Þeim var þetta hreinlega ekki eðli-
leg hegðun. Þeir horfðu á okkur,
dálítið tortryggnir í fyrstu, en
fannst svo bráðgaman að fylgjast
með. Það var ekki fyrr en á síðasta
degi að þeir fóru svolítið að taka -
undir og eftir kvöldið í Hvítárnesi
söfnuðust litlu stelpurnar, fjórar
jýskar á aldrinum 11—16 ára,
saman og rauluðu. Mest heyrðist
mér þær vera að rifja upp texta
lagsins „99 Luftballoons".
Heute blau
Hjalti og Birkir sungu listilega
jýska krárvísu, „Heute blau/
Morgen blau“, og þá fannst manni
að Þjóðverjarnir hlytu að taka
undir. Vísan er ættuð frá Köln og
mun sungin á miklum bjórhátíð-
um, sem karlarnir halda sjálfum
sér. Það skýrir ef til vill að þegar
karlarnir tveir í hópnum, annar
kannski hálffimmtugur og hinn
tíu árum eldri, virtust ætla að
fara að taka undir sendu konurnar
þeim svo illilegt augnaráð að í
miðri vísu voru þeir farnir að
horfa í gaupnir sér. Líkiega fannst
konunum ekki eins gaman og körl-
unum að hugsa til þessarar vísu og
bjórhátíðanna. En þolinmæðin
þrautir vinnur allar og síðasta
kvöldið í Skagafirði voru meira að
segja þýsku frúrnar farnar að
taka undir.
Hroturnar í kofanum um nótt-
ina voru alveg svakalegar. Ein-
hverjir voru sagðir hafa verið
farnir að hrjóta áður en þeir voru
sofnaðir. í svefnsalnum á neðri
hæðinni vorum við sjö og ein-
hverntíma um nóttina taldi ég þar
sjö mismunandi hrotuhljóð. Dag-
inn eftir fór ég að hugsa að varla
hefði ég talið hroturnar í sjálfum
mér með? Niðurstaða mín varð að
sú bláklædda hefði sofið þarna
líka, því ekki gaf hún neitt annað
til kynna þessa nótt. Ber nú brýna
nauðsyn til að koma upp almenni-
legum draug í Hvítárnesi.
Lækningin ber
árangur
Ég var stunginn aftur morgun-
inn eftir og fannst ég nokkuð
hressari. Það var samt gremjulegt
að þurfa öðru sinni að sitja af sér
dagleið á hestbaki. Nú var ferðinni
heitið til Hveravalla og farið um
Þjófadali vestan Kjalfells, sem er
fallegt fjall, og Hrútafell, sem
skagar í 1400 metra hæð yfir
Langjökul. Kvöldið áður hafði
mátt sjá í gegnum móðuna allan
fjallahringinn á þessum dýrðar-
stað. Um hádegisbil stöðvuðum
við bílinn efst á Kili við minnis-
merki Zoega og eftir að búið var
að drepa á bílnum heyrðist ekkert
hljóð. Sandarnir voru allt um
kring, hljóðir og endalausir. Það
grillti í Kerlingarfjöllin og Hrúta-
fell og með aðstoð útsýnisskífunn-
ar mátti grilla í fleiri staði. Þetta
reyndist erfiðasta dagleið hesta-
fólksins, grýtt og seinfarin og
hestarnir því brokkgjarnir.
Að koma á Hveravelli er engu
líkt. Upp úr eyðimörkinni birtist
staðurinn allt í einu, eins og hill-
ing. Þar var blankalogn og hiti
þegar eldhúsbíllinn renndi í hlað
og við vorum drifin í kaffi hjá
skálavörðum FÍ í nýja skálanum.
Þótt um 8000 manns fari um
Hveravelli á hverju ári er svæðið
snyrtilegt, húsum er vel haldið við
og greinilega gengið um staðinn af
þeirri virðingu, sem hann á skilið.
Neðan við gamla skálann, i kvos-
inni, er heit laug. Einhver besta
laug landsins. Þegar hestafólkið
kom ríðandi um kvöldmatarleytið
dreif það sig í hópum í laugina. Ég
hafði sofnað en þegar laugarferð-
ina bar á góma, einum sólarhring
eftir fyrri nálastunguaðgerðina í
Hvítárnesi, fannst mér ég alfrísk-
ur og brá mér með. Eftir kvöld-
vöku fórum við nokkur út í bjarta
nóttina og sátum í lauginni á með-
an grár himinninn nálgaðist
okkur.
SJÁ NÆSTU SÍÐU