Morgunblaðið - 12.08.1984, Síða 22
78
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
Það er ekki reimt á Kili
í ferðalok í Steinsstadaskóla í Skagafírði: Hjalti Jón þenur gftarinn og Birkir syngur af innlifun.
— Ljósm. EÁ.
Ljónið á Hveravöllum
Á Hveravöllum eru í sumar
fimm manneskjur búsettar. Þar
voru til síðustu mánaðamóta veð-
urathugunarhjónin Jón ólafsson
og Jóhanna Einarsdóttir og hund-
urinn íri, sem var eins og ljón að
sjá úr fjarska en reyndist ekkert
sérstaklega hugumstór innan um
hrossastóðið. A Hveravöllum eru
á sumrin gæslumenn fjárgirðinga
milli Norður- og Suðurlands.
Fram til þessa hafa gegnt starfinu
tveir karlmenn en í sumar er þar
átján ára húnvetnskur búfræðing-
ur, Rúna Einarsdóttir. Hún er
með 7—8 hesta, suma í tamningu,
og fylgist með 120 km langri girð-
ingu. Daglega riður hún a.m.k.
50—60 kílómetra. Rúna mun hafa
tekið að sér starfið með þeim orð-
um að það væri hæfilegt fyrir sig
eina. Auk þess væri kaupið ekki til
skiptanna. Og svo eru þar í sumar
skálaverðir Ferðafélags íslands,
hjónin Sveinbjörg og Jón Grétar
Sigurðsson úr Kópavogi.
Klukkutíma eftir að við lögðum
upp frá Hveravðllur.i voru öll sár-
indi úr hálsinum á mér. Mér
fannst ég satt að segja vera eins
og nýsleginn túskildingur og hik-
aði ekki við að þakka ísabellu
fyrir það. Ég hef áður fengið „der
flu“ og hún hefur hreint ekki haft
fyrir sið að rjúka úr mér á tveim-
ur dögum.
Yfír Blöndu að Galtará
Leiðin var að mestu leyti ágæt-
ar reiðgötur, um tíma með Seyð-
isá, einni þeirra sem síðar fær
samheitið Blanda. Hún var þriðja
eða fjórða áin sem við riðum og
var talsvert í henni. Vatnið tók
hestunum upp í miðjar lendar og
Ferðalangarnir voru á ýmsum aldri — liðlega hilföld var i milli þessyngsta
og elsta. Frú Eva-María Raabe fri Leverkusen skemmti sér konunglega i
íslensku hestunum.
— Mbl/Ómar Valdimarsaon.
þessu enn, sagði Birkir. — Sumir
hestar kunna þetta betur en aðrir.
Og sumir þeirra sýndu meiri til-
litssemi en aðrir, eins og þegar
ferðalangur þurfti að ræða við
páfann og varð einn eftir I þok-
unni. Hesturinn kunni því illa að
vera einn á ferð við slíkar aðstæð-
I þokunni á heiðinni
Síðasta daginn var riðið frá
Galtará framhjá Aðalsmanns-
vatni og Haukagilsheiði niður að
Mælifelli. Alla leiðina, eða þar til
komið var niður í miðjar hlíðar
Mælifellshnúks, var svartaþoka.
Skyggni var um það bil tvær
hestlengdir. Framan af degi var
sólin dálítið að reyna að þurrka
upp þokuna í suðri, fyrir ofan
Hofsjökul, og birtan varð fallega
annarleg.
— Ég hef ekki áður séð svona
mikið í henni Blöndu, sagði Birkir
á leiðinni. — En þetta gekk bara
allt vel. Aðalatriðið við að ríða yf-
ir á er að horfa ekki niður í
straumkastið. Þaulvana hesta-
menn getur farið að sundla í jafn-
vel litlum sprænum. Stefna á |
/þokunni við Aðalsmannavatn i Eyvindarstaðaheiði.
Maður, hestur
og landið
En samt var ekki hægt annað en
að dásama íslenska hestinn þegar
komið var niður að prestsetrinu á
Mælifelli. Það duga engar truntur
í svona ferðir. Elsta hrossið í ferð-
inni var 26 vetra brúnn klár, sem
varla blés úr nös. Leiðsögumenn-
irnir voru dálítið að temja hesta á
leiðinni og börðust þá stundum
hart menn og hestar. Þeim bar-
daga lyktaði á þann eina veg sem
leyfilegt er við tamningu: maður-
inn vann. Hreinn og Pálmi eru 24
og 20 ára, sterkir og sprækir eins
og ungir folar. Þeir og Birkir og
fjórði leiðsögumaðurinn, Eydís
Indriðadóttir, kennaraskólanemi
frá Hvíteyrum I Skagafirði, höfðu
farið þessa Ieið áður og voru
þaulvön I fjallaferðum. Enda
runnu stundum saman f eitt mað-
urinn, hesturinn og landið og það
vekur góða tilfinningu hjá þeim
sem skynja það.
Skynjunin verður með nokkuð
öðru móti á fjöllum. ólafur Jóns-
son, veðurathugunarmaður á
Hveravöllum, sagði skemmtilega
frá því við brottför þaðan hvernig
þeim hjónum hefði lærst það sem
væri mjög mikilvægt: að geta not-
ið þess að vera með sjálfum sér.
Það hefði tekið hálft annað ár.
Hlýtur að vera nokkurs virði.
Við Mælifell biðu okkar Einar
Bollason og kúabóndinn frá
Varmahlíð með Benz-kálfinn.
Hópnum var ekið að Steinsstaða-
skóla, þar sem haldið var upp á
ferðalok með hátíðamat, heitum
pottum, sundi, rammislenskum
hátiðasöng og ljóðalestri, svo fátt
eitt sé nefnt. Þar voru og nokkrir
gestir og ekki trúi ég öðru en að
þeir hafi séð á hópnum hversu vel
hann hafði skemmt sér. ÓV.
hnéhá stigvélin fylltust af mó-
rauðu og ólgandi jökulvatninu.
Enn gat maður ekki annað en
dáðst að hestunum, þessum fót-
vissu og mögnuðu skepnum. Ferð-
inni var heitið á Eyvindarstaða-
heiði norðan Skagafjarðar. Þar
streymir fram Galtará og þegar
hún tók að nálgast rifjaði Birkir
upp ástarkvæði Jónasar, sem
greiddi lokka við Galtará. Eftir að
komið var yfir Ströngukvísl tóku
við malarvegir siðmenningar
virkjanaþjóðfélagsins. Gjörsam-
lega búið að eyðileggja reiðgöturn-
ar, sem þarna voru áður. Þetta var
á þeim slóðum sem hrossabændur
fyrir norðan voru að reka upp
hesta sína á dögunum og ekki mik-
ið um gras, sýndist manni. Að
minnsta kosti ekki nærri Blöndu,
sem áður en langt um líður verður
búin að breiða sig yfir gríðarlegt
landflæmi. Við Galtará voru hest-
arnir settir í haga og tveir leið-
sögumannanna skildir eftir til að
gæta þeirra um nóttina. Okkur
hinum var ekið undurfallega leið
út Svartárdal og í Steinsstaða-
skóla í Lýtingsstaðahreppi. Hesta-
sveinarnir, Hreinn og Pálmi, not-
uðu fyrrihluta nætur til að setja
saman stökur hvor um annan. Við
Steinsstaðaskóla er sundlaug og
heitur pottur og mjúk rúm. Það
var komið nærri miðnætti þegar
við komum þar að og fara ekki
sögur af hrotum þá nótt.
ákveðinn punkt i landi og halda
hestinum upp í.
Hann sagðist talsvert hafa verið
að lesa sér til um ferðir Skaftfell-
inga um sandana. Þeir hefðu ein-
faldlega ræktað sér hesta, sem
kunnu á vötnin og voru duglegir
að vaða. — Það eimir eftir af
Eldabuskurnar Ólöf og Sigríður og Hikon bílstjóri fi sér hidegisbita í
eyðimörkinni i KilL
ur og maðurinn mé á hendur sér
þegar sá rauði gekk á báðum fót-
um hans áður en hann sleit sig
lausan og hvarf inn i gráa vegg-
inn. Til allrar hamingju var áning
skammt undan.
Jackson-
tíska á
næstu árum
^ New York, 10. ágúst AP.
ÚTLIT ER fyrir að söngvarinn og
dansarinn þekkti, Michael Jackson,
muni slá í gegn á fleiri sviðum en
orðið er. Hann hefur nú bug á að
gefa tóninn í tískuheiminum, með
svipuðum fötum og hann gengur í og
einnig fötum sem bera nafn hans
eða mynd.
Andlit og útlinur söngvarans
munu í framtíðinni skreyta inni-
skó, náttföt og höfuðföt barna og
unglinga um allan heim, en auk
þess verða settir á markaðinn leð-
urjakkar með hundruðum renni-
lása, glyshanskar og fleiri ein-
kennisföt Jacksons.
Fötin verða væntanlega fáanleg
á næsta ári og er búist við að sala
á Jackson-fötum færi framleið-
endunum um einn milljarð Banda-
ríkjadala innan fjögurra ára.
Berjast gegn
misrétti í
Pakistan
Lahore, 1’akísUn, 10. ágúst. AP.
LEIÐTOGAR kvennahreyfinga í
Pakistan fóru þess á leit við forseta
landsins að hann felldi niður tillögur
að lögum, sem fælu í sér misrétti
gegn konum og minnihlutatrúar-
flokkum í landinu.
Konurnar segja að lögin séu
gerð til að fella niður öll réttindi
kvenna og jafnframt færa þjóðfé-
lagið nokkrar aldir aftur í tímann
og gera það ósiðmenntað.
Hluti af lögunum felur í sér að
framburður tveggja kvenna jafn-
gildi framburði eins karlmanns I
réttarhöldum og framburður
kvenna gildi alls ekki í morðmál-
um. Lögin eru hluti af áætlun for-
setans um að gera líf allt í Pakist-
an meira eftir því sem segir í Isl-
am. Konurnar halda því aftur á
móti fram að í Islam finnist
hvergi ákvæði um að framburður
kvenna gildi minna en karlmanns
og lögin séu and-islamísk og
ómannúðleg.
Nokkur aukning
á AIDS í Evrópu
^ Genf, 10. áKÚst. AP.
Á SÍÐUSTU tveimur árum hefur
þekktum tilfellum af AIDS-sjúk-
dómnum fjölgað úr 253 í 391 í 11
Evrópulöndum. Kemur það fram {
skýrslu frá WHO, Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni.
I Evrópu eru AIDS-tilfellin 1,3 á
hverja milljón íbúa og er það 13
sinnum minna en I Bandaríkjun-
um. í Frakklandi eru tilfellin flest,
138, en fæst í Grikklandi, aðeins
tvö. I Danmörku og Belgíu eru þau
flest miðað við mannfjölda en að
sama skapi fæst tiltölulega á It-
alíu.
Tölurnar eru þessar fyrir löndin
(fyrst tölur fyrir 1983—1984 og
síðan fjöldi tilfella á millj. íbúa):
Belgía, 38—50, 5; Danmörk,
13-26, 5; Frakkland, 94-138, 2,6;
Vestur-Þýskaland, 42—76, 1,2;
Grikkland, 0—2, 0,2; ítalia, 3—7,
0,1; Holland, 12—13, 0,9; Spánn,
6—12, 0,3; Svíþjóð, 4—7, 0,8; Sviss,
17-18, 3,0; Bretland, 24-42, 0,8.
AIDS veldur vanalega dauða
með því að veikja eða eyðileggja
alveg mótstöðuafl sjúklingsins
gegn krabbameini og sýkingum og
hafa kynvillingar orðið harðast
úti af völdum sjúkdómsins.