Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.08.1984, Qupperneq 24
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGtíST 1984 „Fannst taka því að gera eitt- hvað fyrir landið í leiðinni“ Helga Guðrún rœðir við laxveiðimanninn og íslandsvininn Robert A. Maes Á sumrin sækir hingað til lands fjöldi erlendra laxveiðimanna, sem borga offjár fyrir veiði sem oft er sýnd en ekki gefin. Margir þeirra koma aftur og aftur og fá jafnvel sérstaka ást á landinu. Þeir hafa þó yfirleitt lítið af heimamönnum að segja og kynn- ast fáum. Einn er þó sá maður sem féll fyrir landinu okkar og fólki og skildi meira eftir sig en flestir aðrir laxveiðimenn. Maður- inn er Robert A. Maes, forseti In- dependence Foundation í Fíla- delfíu. Fyrir tilstuðlan hans hefur sjóðurinn veitt tæplega 100 ís- lendingum styrki til að sérhæfa sig í ýmsum fræðum og einnig veitti sjóðurinn fyrsta lánið til uppbyggingar Búrfellsvirkjunar fyrir um 20 árum. Robert A. Maes fæddist í New Orleans, Louisiana, árið 1910. Fað- ir hans, Urban Maes, kenndi skurðlækningar við Tulane Uni- versity í New Orleans, en Robert flutti að heiman 15 ára að aldri þegar hann var sendur í heima- vistarskóla á norðausturströnd- ina. Hann ílengdist þar; fór í And- over í Massachusetts, þekktan menntaskóla, og síðar í Yale Uni- versity í Connecticut þar sem hann útskrifaðist árið 1931 með próf í rafmagnsverkfræði. Ekki virtist honum þó útlitið gott í at- vinnumálum rafmagnsverkfræð- inga, svo hann fór til framhalds- náms í Harvard Business School og lauk þaðan magistersprófi 1933 í viðskiptafræði. Robert A. Maes var staddur hér í sumar og átti blm. stutt spjall við hann um líf hans og störf. „Ég fékk enga vinnu i Banda- ríkjunum eftir háskólanám, svo ég hélt til Suður-Ameríku og vann þar sem tengiliður fyrir banana- ekru. Þegar ég snéri aftur til Bandaríkjanna eftir þriggja ára fjarveru, vildi svo til að skipið lagðist í höfn í Fíladelfíu og þar settist ég að. Eina atvinnan sem ég fékk var staða bókhaldara fyrir fyrirtækið Price Waterhouse, stórt endurskoðunarfyrirtæki, og þar vann ég þar til stríðið skall á. Þá gekk ég í sjóherinn og var þar í þrjú og hálft ár. Þegar stríðinu lauk 1945, gerði ég upp hug minn og ákvað að fara ekki aftur í vinnu sem bókhaldari og tók að fjárfesta fyrir aðra á eigin spýtur. Eg hafði kynnst nokkuð fjárfestingaheim- inum þegar ég vann hjá Price Waterhouse, svo ég hafði nokkra reynslu af slíkum málum. Besti viðskiptavinur minn var William H. Donner, einn afkomandi helsta stálframleiðandans i Bandaríkj- unum á þessum tíma. Ilann vildi minnast elsta sonar síns sem lést úr krabbameini svo hann setti á stofn sjóð, The Donner Found- ation árið 1932 í minningu hans. Sjóðurinn hafði það verkefni að ávaxta fé með fjárfestingum og verja svo ágóðanum til þarfra verka. Donner réð mig til starfa fyrir sig árið 1950 þar sem hann sagði að hagstæðara væri fyrir sig að borga mér laun, frekar en ákveðin umboðslaun fyrir hverja fjárfestingu. Árið 1960 breyttum við svo nafninu f The Independ- ence Foundation og þar hef ég unnið síðan." — Hvernig er sjóðurinn rek- inn? „Starfsfólk er ekki margt hjá sjóðnum, einungis tvær konur og ég sjálfur. Hins vegar sitja sex manns í sjóðsstjórn þ.ám. ég og önnur konan sem gegnir stöðu skrifstofustjóra og gjaldkera. Nú, sjóðsstjórnin hefur annars vegar augun opin fyrir bestu leiðum til að ávaxta fé sjóðsins á sem arð- bærastan hátt og hins vegar að finna málefni sem eru þess verð að eyða fénu í. Þegar ég tók við sjóðn- um var hann um 12Vfe milljón dalir en er nú um 50 milljónir, svo hann hefur vaxið töluvert í gegnum ár- in. Allur ágóði af sjóðseignum fer svo til þeirra verkefna sem við tökum okkur fyrir hendur." — Hafa einhver sérstök verk- efni verið áberandi hjá sjóðnum? „Já, mestum hluta fjárins er varið til að bæta kennslu á menntaskólastigi á þann hátt að við sjáum um menntun nokkurra kennara og greiðum þeim laun. Það sem við höfum verið að gera fyrir ísland er alveg sér á báti og við myndum aldrei taka önnur lönd fyrir eins og ísland. Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á íslandi er aðallega sú að ég hef gaman af að koma hingað í lax- veiði og mér finnst taka því að gera eitthvað fyrir landið í leið- inni. Þetta fyrirkomulag okkar myndi ekki ganga í öðrum löndum, líkt og Frakklandi eða Bretlandi, því þar er svo margt fólk. Það yrði bara KAOS. Helsta skýringin á því að þetta hefur tekist svona vel með ísland, er að nefndin sem vel- ur styrkþegana er mjög samvisku- söm og velur utanfarana af mikilli kostgæfni. Nefndin starfar launa- laust og hefur unnið mjög gott starf." — Hverjir sitja í þessari nefnd? „Jóhannes Nordal bankastjóri er formaður nefndarinnar, en auk hans eiga sæti Ármann Snævarr, ólafur Björnsson, Jónas Haralz. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur átti sæti í nefndinni þar til hann lést á síðasta ári, en hans sæti tók Sigurbjörn Björnsson. Ritari nefndarinnar er Ágústa Johnson." — Hver voru fyrstu kynni þín af íslandi? „Einn vinur minn, Charles Gage, sem hafði átt viðskipti við ísland í fjöldamörg ár, kom að máli við mig eitt sinn og sagði mér frá góðum laxveiðiám á Islandi. Ég bað hann að útvega mér veiði í einhverri ánni og hann gerði það í gegnum vin minn, Ólaf ó. John- son. Hann fékk veiði fyrir mig í Þverá árið 1962. Svo liðu nokkur ár þar til ég kom aftur til veiða, þá í Víðidalsá, en þar hef ég veitt ár- lega þar til í ár að ég fer í Laxá í Leirársveit. En mér var svo boðið að taka þátt í að fjármagna bygg- ingu Búrfellsvirkjunar á seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er mjög athyglisvert að lánið var greitt upp 1. júní sl., þannig að ég hef engin fjárhagsleg tengsl leng- ur við Island. Hins vegar hef ég á þessum árum bundist landinu og þjóðinni á annan hátt, m.a. eign- ast hér góða vini.“ — Hvernig gekk að fá sjóðs- nefndina til að samþykkja styrki til íslendinga? „Það gekk bara vel. Ég lagði til- löguna um styrkina fyrir stjórn- arfund sjóðsins og nefndin sam- þykkti að við myndum fjármagna áætlunina, en koma styrkþegun- um fyrir í gegnum sjóð sem stofn- aður var í minningu Dwight D. Eisenhower, forseta Bandaríkj- anna. Sá sjóður á auðveldar með að útvega rétta staði fyrir fólkið, en við greiðum þeim ákveðna upp- hæð fyrir það. Eisenhower-sjóður- inn úthlutar styrkjum út um allan heim, en það fer eftir fólksfjölda hvað margir fá styrk og ef við þyrftum algerlega að treysta á þá styrki, færi ekki nema einn íslend- ingur utan á tíu ára fresti." — En af hverju ísland? „Það var af augljósum ástæðum hentugasta landið; það er nógu lít- ið til að hægt sé að framkvæma svona áætlun og fólkið er einlægt í ásetningi sínum um að nýta tím- ann og námið vel. Það var líka sú hætta fyrir hendi að styrkirnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.