Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 25

Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 yrðu að pólitískum fótbolta í öðr- um löndum og tilgangur þeirra því farinn fyrir lítið." — Hver er tilgangurinn með styrkjunum? „Tilgangurinn er ekki sá að sýna íslendingum hvernig þeir eiga að gera hlutina, heldur aðeins að sýna þeim hvernig við höfum farið að og þá helst hvar og hvernig okkur hefur mistekist. Þannig gætu íslendingar lært af okkar reynslu og forðast það sem afvega hefur farið hjá okkur. Fyrsti styrkþeginn vildi t.d. læra rekstur og umhyggju þjóðgarða og það eina sem við gerðum var að sýna honum ótal þjóðgarða í Banda- ríkjunum svo hann gæti séð hvað væri hentugt fyrir ísland og hvað bæri að forðast." — Er það skylda að styrkurinn verði að nýtast í Bandaríkjunum? „Það er ekki beint skylda; það hefur einfaldlega aldrei komið upp sú spurning um að eyða honum annars staðar. Ef það væri bráð- nauðsynlegt fyrir styrkþegann að nema sin fræði annars staðar, t.d. í Skandinavíu, er vel hugsanlegt að við létum það afskiptalaust." — Hvers konar fólk hlýtur styrki frá ykkur? Eru það náms- menn eða starfandi fólk? „Það er allt starfandi fólk sem styrkjanefndin telur vera upp- rennandi forystumenn í þjóðlíf- inu. Við höfum meira að segja lát- ið kanna hvað varð um fólkið sem styrkina hlaut, og það kom heim og saman — þetta var allt úrvals- fólk. Ein ástæðan fyrir því að við veitum ekki styrki til námsmanna er sú að það eru margar hættur sem liggja fyrir ungu fólki í Bandaríkjunum, s.s. eiturlyfja- neysla og ýmsar annars konar freistingar og við vildum alls ekki eiga á hættu að veita ungu, óráð- settu fólki styrki sem það gæti auðveldlega eytt á miður skyn- samlegan hátt. Við viljum bara alls ekki hafa það á samviskunni." — Hvernig er með maka styrk- þeganna. Fara þeir með utan? „Við viljum helst ekki að makar fari með, því yfirleítt er þetta ekki langur tími og það er staðreynd að þeim verður meira úr verki, sem vinna einir. Styrkþegarnir ferðast líka svo mikið að það er óþægi- legra að hafa maka með. Ef styrk- þegarnir vilja hafa maka með, þá segjum við ekkert við því, en hvetjum þá ekki til þess.“ — Hvernig er styrkjunum út- hlutað? „Styrkjanefndin sér alveg um þá hlið málsins. Þeir velja úr það fólk sem þeir hafa trú á, hafa svo samband við okkur, við borgum fræðsluna, en Eisenhower-sjóður- inn sér um að koma fólkinu fyrir. Styrkurinn er um 30.000 dalir á ári og er mjög mismunandi hvað margir fara utan hvert ár. Fræðslan eða námskeiðin sem styrkþegarnir sækjast eftir taka líka mislangan tíma, allt frá 2 vik- um upp í 3 mánuði, svo þetta fer allt eftir hentugleika. Sá sem var í tvær vikur var að kynna sér rekst- ur sjúkrahúsa og okkur tókst að sýna honum allt það markverð- asta á tveimur vikum og meira að segja að fara með hann upp til læknadeildar Harvard-háskólans. Tveir eldfjallafræðingar hafa ver- ið á okkar vegum, en þeirra þjálf- un tók allt að þrjá mánuði og fóru þeir m.a. til Alaska.“ — En fjárfestingar ykkar í Búrfellsvirkjun? „Ef Búrfellsvirkjun hefði verið óskynsamleg fjárfesting hefði ég aldrei eytt fé sjóðsins í hana. Til- fellið var bara að þetta var ágætis fjárfesting og ég sé ekki eftir neinu. Ef hins vegar eitthvað hefði farið úr skorðum, þá hefði það aldrei komið niður á styrkjunum." — Gegnir þú einhverjum öðr- um störfum en þeim innan sjóðs- ins? „Mér hefur nú að mestu leyti tekist að koma mér út úr öllum stjórnum, en ég hef setið í stjórn hjá átta stórfyrirtækjum í Banda- ríkjunum. Einnig sat ég í skóla- stjórn Andover-skólans og í gesta- stjórn MIT (Massachusetts Insti- tute og Technology), þekktasta verkfræðiskóla í heiminum.“ — En eiginkona þín, hvað gerir hún? „Virginia er sennilega einn helsti sérfræðingur á skeljar í heiminum. Hún vinnur hjá The Academy of Natural Sciences í Fíladelfíu og safnaði skeljum út um allan heim áður en hún giftist mér. Hún kemur stundum með mér til Íslands og safnar þá jafn- an skeljum héðan. Ef ég er við laxveiði og fæ mér hænublund í hádeginu, er hún alltaf þotin af stað að tína skeljar!" — Þú skaust rjúpu hér um ára- bil. „Já, við fórum í veiðiferðir um Holtavörðuheiði hvert ár, en ég hætti því þegar ég varð sjötugur, því þetta var of mikill æðibunu- gangur. Ég þurfti að aka frá Fíla- delfiu til New York og taka vélina þaðan til íslands á fimmtudegi. óhjákvæmilega varð lítið um svefn þá nótt. Þegar til íslands var komið, tók einhver vinur minn á móti mér og við ókum sem leið lá á veiðisvæðið. Svo svaf ég i svona 10—12 stundir og fór á veiðar á laugardag, sunnudag og jafnvel mánudag. Síðan var vélin tekin aftur til Bandaríkjanna og ég var kominn í vinnu á þriðjudag.“ — Þú hefur verið heiðraður af íslensku þjóðinni. „Já, forseti íslands þá, dr. Kristján heitinn Eldjárn, veitti mér Stórriddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1974.“ — Ertu ánægður með það starf sem farið hefur fram hér á þínum vegum? „Já, ég er mjög ánægður með árangurinn og einnig stjórn sjóðs- ins, enda hefur þetta verið duglegt fólk og gáfað sem farið hefur utan á okkar vegum. Þetta er nú orðið tæplega eitt hundrað manns sem hlotið hafa styrkinn og þau hafa myndað með sér samtök og hittast á hverju ári. I hvert skipti sem ég kem hingað, hitti ég þorra hópsins og þau eru alltaf að þakka mér, en ég vil nú meina að þetta sé þeirra verk en ekki mitt, því ef ég hefði ekki verið ánægður með frammi- stöðu þeirra, hefði fyrir löngu ver- ið hætt að veita styrkinn. I fyrra gáfu þau mér málverk eftir Eirík Smith af Norðurá, þar sem ég hef veitt lax um árabil, og fannst mér mikið til þess koma.“ — Verður þessi styrkur veittur áfram eftir þinn dag? „Já, ég held ég geti fullyrt að svo verði." * ♦ * Það er ljóst að íslendingar eiga sér traustan vin i Robert A. Maes og á hann miklar þakkir skildar fyrir það verk sem hann hefur unnið í okkar þágu. Hann er hreinskilinn maður sem lætur í ljós ef honum mislíkar, en hrósar jafnframt þeim sem eiga það skil- ið. Hans starf er virðingarvert framtak eins manns fyrir heila þjóð. Hvað segja styrkþegarnir? EINS OG áður hefur komið fram, eru styrkþegar Independence Foundation nú orðnir rúmlega 90 og ef dæma má af orðum Roberts A. Maes verða þeir enn fleiri á komandi árum. Blm. hafði upp á Brynjólfur Bjarnason Vilhjálmur Egilsson fjórum styrkþegum sjóðsins og spurði þá hvernig fræðslu þeirra hefði verið háttað og hvort eitt- hvað hefði unnist með utaniorinni. Björn Björnsson Guðrún Erlendsdóttir Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, er einn styrkþeg- anna og fór hann utan til að fræðást um bókaútgáfu, en hann gegndi áður starfi framkvæmda- stjóra Almenna bókafélagsins. Björn er einnig formaður félags- ins sem styrkþegarnir stofnuðu árið 1974. „Ég fór til Bandaríkjanna árið 1976, á vegum sjóðsins þar í landi. Ég dvaldist mest á austur- ströndinni, en fór einnig til Tennessee og Norður-Karólínu. Ferðin tók fimm vikur og á þeim tima gat ég talað við bókagerð- armenn, heimsótt prentsmiðjur og einnig sótt námskeið í prent- tækni í Pittsburg, sem kom sér vel, því ég hafði ekki hugmynd um hvernig slíkt gengi fyri sig. Þetta var mjög gott og þarft og fræðslan var mér ómetanleg á þeim tíma, þar sem Bandaríkja- menn hafa mikla reynslu i þess- um málum og gátu miðlað af þekkingu sinni.“ Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur hjá Vinnuveitendasam- bandi íslands, og Björn Björns- son, hagfræðingur hjá Alþýðu- sambandi íslands, fóru saman utan i júní sl. og dvöldu í fjórar vikur. Vilhjálmur. „Já, þetta var stundum nokkuð strembið prógram, en mér fannst ég græða heilmikið á förinni, enda er mikið að gerast i þeim málum sem við reyndum að kynna okkur, þ.e. atvinnumálum, i Bandarikjunum. Við hittum marga aðila sem tengjast vinnu- markaðinum, s.s. verkalýðsfor- ingja, stjórnendur fyrirtækja, háskólamenn og „kerfiskalla". Þannig reyndum við einnig að fræðast um velferðarmál í Bandarikj unum. Við ferðuðumst heilmikið — fórum til Fíladelfíu þar sem sjóðurinn hefur höfuðstöðvar sínar, Washington, Detroit, Seattle og San Fransisco. Ég vissi að hr. Maes hefði staðið fyrir því að veita lánið til Búrfellsvirkjunar á sinum tima og get ekki annað sagt en að óskandi væri að fleiri lánar- drottnar okkar væru eins örlátir og hann.“ Björn Bjömsson: „Þetta var ákaflega skemmtileg og fróðleg ferð. Eg þekkti lítið til banda- rísks þjóðfélags áður en ég fór utan, en fékk þarna tækifæri til að kynnast fólki úr ýmsum stétt- um og komst að þvi að þetta er mjög fjölbreytt þjóðfélag. Við hittum fólk úr samtökum at- vinnurekenda og fyrirtækja og fengum þannig innsýn i gang mála þar. Það er mjög fjölbreytt staða á vinnumarkaðinum í Bandaríkjunum og ólík því sem við eigum að venjast. Fæstir eru í skipulögðum verkalýðsfélögum og var fróðlegt að sjá hvernig fólkið vinnur utan þeirra. Það var líka ágætt að kynnast bæði góðu og slæmu hliðunum, því ekki var alltaf verið að fegra hlutina fyrir manni. Guðrún Erlendsdóttir, pró- fessor við lagadeild Háskóla ís- lands, er ein þeirra sem hlotið hefur styrk frá IF en einungis hafa fimm konur farið utan á þeirra vegum. „Já, ég fór utan árið 1974 til að kynna mér sifjarétt, aðallega þó barna- og fjölskyldurétt. Þetta var mjög vel skipulagt allt sam- an og stóðst áætlunin nákvæm- lega. Ég sótti tvö námskeið og dvaldist aðallega við Yele og Harvard-háskóla. Ég fór einnig til Washington og New York og fékk tækifæri til að fylgjast með réttarhöldum í fjölskyldu- og unglingamálum. Ég hafði mikið gagn af þessari ferð og hef m.a. annars haldið sambandi við nokkra kennarana á námskeiðinu, aðallega við Yale og hef farið þangað í heimsókn síðan. Þetta var alveg stórkost- legt tækifæri og vel skipulögð áætlun. Maður þurfti bara að setja fram óskir sínar skipulega og þá var allt gert til að koma til móts við þær. Mér fannst það einnig koma skýrt fram að þeir væru ekki endilega að sýna okkur allt það besta i mannlíf- inu, heldur einnig það sem af- laga hefur farið.“ ______________________81_ Reykjavíkurdeild RKÍ; Námskeiö í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauöa kross fs- lands heldur námskeið í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudag- inn 15. igúst og lýkur 23. ágúst. Námskeiðið verður haldið í Nóatúni 21 og verður kennt frá kl. 20 tíl kl. 23. Á námskeiðinu verður kennd skyndihjálp og sýndar fræðslu- myndir þar að lútandi. Námskeiðinu lýkur með verk- efni sem unnt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum og fá þátttakendur skjal þátttöku sinni til staðfestingar. Þátttökugjald er 500 krónur og fer skrásetning á námskeiðið fram á Öldugötu 4 í sima 28222. Ferðaskrif- stofan varð að borga VESTUR-ÞÝSKAR konur, sem eru í orlofsferð og bjóða af sér svo góðan þokka, að þær fá ekki stundlegan frið fyrir karlpeningnum, geta nú bundið enda á ferðina og komist heim á kostnað ferðaskrifstofunnar. Dómur hefur þegar fallið í einu slíku máli í Frankfurt. Vestur-þýsk kona var í orlofs- ferð i Júgóslaviu og þótti nærri sér gengið, er einn af ferðafélögunum, samlandi hennar, leitaði ákaft á hana. Hún kvartaði við leiðsögu- mannin, sem kvað óhægt um vik að gera nokkuð. Þá vildi konan binda enda á orlofsdvölina og fara ! heim. Ferðaskrifstofan kvaðst ekki mundu borga þessa ótíma- bæru heimferð hennar. Eftir að heim var komið, fór konan með málið fyrir dómstólana og vann það. Ferðaskrifstofan var dæmd til að greiða heimferðina. Fransmaðurinn náöi til Sakhalin-eyju á seglbrettinu Tókýó, 8. ápúsL AP. SOVÉSKU hermennirnir á Sakhal- in-eyju urðu ekki lítið undrandi. þeg- ar franskur seglbrettasiglari kom allt í einu út úr þokunni eftir að hafa siglt yfir Soya-sundið, frá nyrstu eyju Japans. En þeir tóku honum vinsamlega. Fransmaðurinn, Arnaud de Rosnay, sagði fréttamönnum í Tókýó, að þoka og köld undiralda hefðu verið honum þyngst í skauti á þessari 3ja tíma siglingu yfir sundið, alls 30 sjómílur. Hann kom að landi nálægt ratsjárstöð og herbúðum við Kap Krilon. Og hermennirnir, sem voru dolfallnir af undrun yfir þessum óvænta gesti, fóru með hann heim í herbúðirnar og gáfu honum mat að eta og vodka að drekka. Daginn eftir var honum ekið til herflugvallar og flogið með hann til Khabarovsk í Sovétríkj- unum. Yfirvöld þar voru helst á því að senda hann beint til Moskvu, en þegar hann kvaðst vera með allt sitt hafurtask í Tókýó, fékk hann leyfi til að halda til Japans. Nýr hæstráð- andi í Kongó Brazzaville, Kongó, 8. águ.st. AP. ANGE Eduardo Pongui hefur verið útnefndur forsætisráðherra Kongó og tekur hann við af Louis Sylvain Goma, sem hefur gegnt starfinu síðustu átta ár. Miðnefnd Verkamannaflokksins, sem er eini stjórnmálaflokkurinn í Kongó sem hefur leyfi til að starfa, ákvað að Pongui tæki við starfinu. Þá var ákveðið að kosningar færu fram til löggjafarsamkundu þjóðarinn- ar þann 23. sept. næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.