Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
3
Dalvík:
Séra Jón Helgi
Þórarinsson kjör-
inn sóknarprestur
SÉRA Jón Helgi Þórarinsson,
sóknarprestur í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði, var síðastliðinn
sunnudag kjörinn prestur í Dal-
víkurprestakalli í Eyjafjarðarpró-
fastsdæmi. Hann hlaut löglega
kosningu, 527 atkvæði af 884, sem
greiddu atkvæði. Atkvæði voru tal-
in á Biskupsstofu í gær.
Tveir umsækjendur voru um
embættið. Auk Jóns Helga sótti
séra Jón Þorsteinsson, sókn-
arprestur i Setbergsprestakalli í
Snæfells- og Dalaprófastsdæmi.
Hann hlaut 349 atkvæði. Á kjör-
skrá voru 1.087. Kjörsókn var
81,3%. Auðir seðlar voru 4 og
jafnmargir ógildir.
Norðurlandamót f hestaíþróttum:
Þrír íslendingar
meðal keppenda
- fluttu hesta sína með Norröna til Noregs
í DAG hefst keppni á Norður-
landamótinu í hestaíþróttum sem
haldið er í bænum Asker í Noregi.
Meðal þátttakenda á þessu móti
eru þrír keppendur frá Islandi. Eru
það Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Haraldur Snorrason og Olil Amble
sem raunar er norsk en l/.sett hér.
Auk þess fóru tveir dómarar
héðan þeir Hallgrímur Jóhann-
esson og Snorri Ólafsson en
hann dæmdi fyrir íslands hönd á
síðasta Evrópumóti. Einnig voru
taldar líkur á því að Eyjólfur ís-
ólfsson yrði meðal keppenda en
hann hefur verið í Noregi undan-
farnar vikur við námskeiðshald.
Ekki hefur þó fengist staðfest
endanlega hvort hann verði með.
Þau þrjú sem áður eru nefnd
fóru með hesta héðan fyrir viku
og voru þeir fluttir á bíl með
Norröna.
Mótið stendur yfir í þrjá daga
en því lýkur á sunnudagseftir-
miðdag. Landbúnaðarráðuneytið
gefur veglegan eignarbikar sem
veittur er sigurvegaranum í tölt-
inu og Landssamband hesta-
manna gefur verðlaun fyrir 250
metra skeið.
Karl vann í 12.
umferð og er
nú í þriðja sæti
KARL Þorsteins vann í gær
Condie frá Skotlandi, í 12. umferð
heimsmeistaramóts skákmanna
20 ára og yngri og er hann nú einn
í 3. sæti á mótinu með 8‘/2 vinning.
Hansen frá Danmörku tefldi við
Romero frá Spáni og fór skákin í
bið, en Hansen er talinn vera með
unna skák. Skák Sovétmannsins
Dreev og Indverjans Annand fór
einnig í bið og er staðan jafntefl-
isleg.
Vinni Hansen skákina við
Spánverjann er hann einn í
efsta sæti með 9 lh vinning og ef
svo fer sem horfir í skák Dreev
og Annand verður Sovétmaður-
inn í 2. sæti með 9 vinninga. Ein
umferð er eftir í mótinu og tefl-
ir Karl þá við 011 frá Sovétríkj-
unum.
Karl Þorsteins sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að hann
væri mjög ánægður með
frammistöðu sína í mótinu og
hefði honum gengið betur en
hann hefði látið sér til hugar
koma í upphafi. „En þetta er
ekki búið,“ sagði Karl. „Ef ég
tapa til dæmis á morgun gæti
ég hrapað niður um mörg sæti,
því það munar svo litlu á efstu
keppendunum í mótinu."
Sjá nánar skákþátt á blað-
síðu 25.
Ashkenazy-
húsið selt
ÍBÚÐARHÚSIÐ í Brekkugerði 8 í
Reykjavík, eitt stærsta íbúðarhús í
borginni, hefur nú verið selt og eru
kaupendur Axel Einarsson, hæsta-
réttarlögmaður, og tengdamóðir
hans, Jóna S. Hannesdóttir. Húsið
var í eigu píanóleikarans Vladimir
Ashkenazy.
Axel Einarsson sagði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins að
ástæðan fyrir því að hann hefði
fest kaup á húsinu væri fyrst og
framst sú, að þetta væri ákaflega
vandað og vel byggt hús og auk
þess á mjög góðum stað í borginni.
Um kaupverðið vildi hann lítið
tala og sagði það vera einkamál
milli sín og seljanda. Axel hefur
undanfarin 13 ár búið við Ægis-
síðuna í Reykjavík og kvaðst hann
áreiðanlega eiga eftir að sjá eftir
þeim stað, þótt Brekkugerðið hefði
freistað sín í burtu þaðan. Axel
kvaðst ekkert kvíða því að tómlegt
yrði í þessu stóra húsi, því það
væri nóg af fólki í kringum sig og
sína fjölskyldu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fasteignamati ríkisins er húsið í
Brekkugerði 8 um 621 fermetri að
stærð og fasteignamat rúmlega 10
milljónir. Lóðarleiga er 925 þús-
und og bílskúr er 57 fermetrar að
fasteignamati 381 þúsund krónur.