Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
Mikill pallur hnindi, er reistur hafði verið fyrir áhorfendur, sem hugðust
fagna bandarísku verðlaunahöfunum á Ólympíuleikunum, er þeir færu í
skrúðgöngu á Broadway í New York. Hér sést hvar verið er að gera við
pallinn, en skrúðgangan fór fram samkvæmt áætlun skömmu síðar.
Ríkisstjórn Sri Lanka:
Kennir marxistum
um ofbeldisverkin
Colombo, 16. ígúst AP.
RÍKISSTJÓRNIN á Sri Unka
sakaði í dag „öfgamenn“ og
„marxista“ í hernum um að bera
ábyrgð á ofbeldisverkum gegn
tamflska minnihlutanum í land-
inu. Herinn heldur enn áfram leit
sinni að skæruliðum og í dag voru
14 handteknir, sem grunaðir eru
um stuðning við þá.
Anandatissa, upplýsingamála-
ráðherrra Sri Lanka, sagði á
fréttamannafundi í dag, að þau
ofbeldisverk, sem stjórnarherinn
hefði unnið á óbreyttum borgur-
um, væri því að kenna, að „öfga-
menn og marxistar" í röðum her-
manna hefðu hvatt til þeirra í
þeim tilgangi að koma á ringul-
reið í landinu. Fyrr í vikunni
gengu hermenn berserksgang í
bænum Mannar, lögðu eld að
húsum og rændu og rupluðu.
Sagði Anandatissa, að hverjum
íbúa bæjarins, sem hefði orðið
fyrir fjárhagstjóni, yrðu greiddir
tvö þúsund dollarar í skaðabæt-
ur.
Leiðtogar 55 milljóna tamíla á
Indlandi hafa krafist þess, að
indverska stjórnin grípi í taum-
ana á Sri Lanka og sendi þangað
her til að stöðva ofbeldið gegn
tamílum. Indira Gandhi hefur
vísað þeim kröfum algerlega á
bug. I Jaffna, helstu borg á
Norður-Sri Lanka, eru sjúkrahús
yfirfull af fólki, sem orðið hefur
fyrir barðinu á stjórnarher-
mönnum. í Chunnakam var
fréttamönnum sýnt lík gamals
manns, sem hermenn skutu á og
særðu þegar hann reyndi að
forða sér undan þeim. Síðan var
hann hengdur.
Samstarf þriggja þjóða:
Gervihnöttum
skotiö á loft
Reagan ekki sigraður
án stuðnings svartra
- segir Jesse
Jackson
New York, 16. áfpíst. AP.
SÉRA Jes.se Jackson sagði í dag, að
hann væri „ekki fullkomlega þátt-
takandi" í kosningabaráttu Walters
Indland:
Stjórnin
Pradesh
Nýju Delhí, 16. á(rú»l. AP.
STJÓRN Rama Raos í fylkinu
Andhra Pradesh á Indlandi var leyst
upp í morgun. Jafnframt bárust fréttir
af því, að Kama Rao og ýmsir háttsett-
ir embættismenn hefðu verið fangels-
aðir.
Mikið uppnám varð á indverska
þjóðþinginu í dag vegna þessara at-
burða og sökuðu þingmenn stjórn-
arandstöðunnar frú Indiru Gandhi
Mondales fyrir forsetakosningarnar
í haust og varaði við því að Mondale
gæti ekki sigrað Ronald Reagan án
stuðnings svertingja.
„Án atkvæða svertingja getur
Demókrataflokkurinn ekki sigr-
að,“ sagði Jackson. „Svertingjar
hafa alltaf verið tryggari Demó-
í Andhra
leyst upp
og stjórn hennar um stórfelld
stjórnarskrárbrot, svo að annað
eins hefði ekki gerzt „í sögu lands-
ins“. Lýsti Madhu Dandavate, leið-
togi stjórnarand8töðunnar þessum
atburðum sem valdaráni, sem ind-
verska stjórnin hefði staðið á bak
við.
Stjórn Rama Raos er þriðja fylk-
isstjórnin f Indlandi, sem leyst er
upp frá því í maí.
krataflokknum en gyðingar eða
verkamenn eða nokkur annar hóp-
ur kjósenda," sagði Jackson enn-
fremur.
Jackson lét þessi orð falla í
morgunþætti ABC-sjónvarps-
stöðvarinnar „Góðan daginn
Bandaríkin" og komu þau í kjölfar
kvartana frá Mondale þess efnis,
að Jackson stæði ekki við loforð
þau, sem hann hefði gefið um að
styðja frambjóðendur demókrata í
forsetakosningunum.
„Ég er ekki þátttakandi í innri
hring stuðningsmanna Mondales,
ég á ekki þátt í því að móta stefn-
una,“ sagði Jackson. Skoraði hann
á Mondale að halda fund með sér
og öðrum áhrifamiklum demó-
krötum í því skyni að gera áætlun
um, hvernig unnt megi verða að
sigra Reagan í nóvember.
„Til þessa höfum við ekki verið í
þeirri beinni snertingu, sem við
hefðum þurft,“ sagði Jackson
ennfremur. „Við þurfum að standa
saman. Þegar við gerum það ekki,
þá töpum við. Þegar við stöndum
saman, þá sigrum við. Ég vona, að
við getum staðið saman."
l'lórida. 16. ágúat. AP.
GERVIHNÓTTUM þriggja þjóða
var skotið á loft í dag til að leiða
fram og gera rannsóknir á gervi-
skýjum og búa til eftirlíkingu af
halastjörnu. Er þetta gert í tengsl-
um við rannsóknir á sólstormum.
Þriggja þrepa bandarísk eld-
flaug af Delta-gerð, búin gervi-
hnöttum frá Bandaríkjunum,
Vestur-Þýskalandi og Bretlandi,
hóf sig af skotpallinum síðdegis í
dag. Flugtaki var frestað um sex
mínútur vegna skips, sem þurfti
að yfirgefa siglingarsvæði
skammt frá skotpallinum.
Eldflaugaskotið tafðist um tvo
daga sökum tæknierfiðleika, en
Frankfurt, 16. ágúst. AP.
STARFSMENN vestur-þýzka flugfé-
lagsins Lufthansa hafa hafnað sátta-
tillögu, sem fram hefur verið borin
til lausnar kjaradeilu starfsmanna
hjá flugfélögum í Vestur-Þýzkalandi.
þetta er í fyrsta sinn, sem eld-
flaug búin gervihnöttum frá
þremur ríkjum, er send á loft.
Er verkefni gervihnattanna
eitt hið flóknasta sem um getur á
þessu sviði visinda, og er áætlað-
ur kostnaður um 78 milljónir
dollara.
Meðal þess, sem rannsakað
verður eru áhrif sólar á veðurfar
og fjarskipti. Einnig vonast vís-
indamenn til að komast að því
hvernig sólstormar ná inn í seg-
ulsvið umhverfis jörðina, og
hvort rafurmagnaðar róteindir
vindsins séu orsök geislunar á
Van Allen-beltinu, sem umlykur
heimskringluna.
Er nú mikill uggur kominn upp
vegna yfirvofandi hættu á verkfalli,
sem lamað gæti flugsamgöngur með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir
milljónir flugfarþega og spillt mjög
fyrir rekstri flugfélaganna.
Nær 79% af 2.952 starfs-
mönnum Lufthansa greiddu at-
kvæði gegn sáttatillögunni, en
samkvæmt henni var gert ráð
fyrir kauphækkun en engri stytt-
ingu vinnutímans.
Hinn 15. júní sl. varð Lufthansa
að fresta eða fella niður 24 innan-
landsflug vegna þriggja klukku-
stunda aðvörunarverkfalls, sem
1.500 starfsmenn tóku þátt í.
Eldur í olíu-
palli út af Rio
Rio de Janeiro, 16. ipjst AP.
ELDUR kom upp á olíuborpalli úti
fyrir Rio de Janeiro og að minnsta
kosti 31 maður drukknaði, er
björgunarbát hvolfdi þegar verið
var að bjarga starfsmönnum á
olíupallinum í land. Nokkurra er
enn saknað og mikill fjöldi
slökkviliðsmanna og björgunar-
sveitarmanna svo og lögreglu
börðust við eldinn klukkustundum
saman.
Borpallurinn er 130 mílur aust-
ur af Rio. Þar hafa verið fram-
leiddar 40 þúsund olíutunnur á
sólarhring.
Klæddi sjúkling upp
eins og Boy George
Áminnt fyrir slæma hegðun í starfi
Newrawtle upon Tyne, 16. ágúst. AP.
Hjúkrunarkona, sem klætt hafði
upp 65 ára gamlan mann, þannig
að hann leit alveg eins út og popp-
söngvarinn Boy George, hefur ver-
ið fundin sek um slæma hegðun í
starfi. Hafði hún sett varalit og
augnfarða á manninn og síðan
greitt hár hans með sama hætti og
poppsöngvarinn frægi gerir.
Hjúkrunarkonan Valerie
Hodgson, 40 ára að aldri, úthellti
höfgum tárum, er aganefndin
komst að þeirri niðurstöðu, að
hún hefði sýnt sjúklingnum
óvirðingu með háttalagi sfnu.
Nafn hans var ekki nefnt, en það
varð hjúkrunarkonunni til auk-
ins áfellis, að hann var kominn
„út úr heiminum" af völdum
slags, sem hann hafði fengið
fyrir nokkru. Gerði maðurinn
sér því ekki nokkra grein fyrir
því, sem gert hafði verið við
hann.
Aganefndin féllst hins vegar
á, að ekki væri þörf frekari að-
gerða í þessu máli og samþykkti,
að frú Hodgson héldi starfi sínu
sem hjúkrunarkona.
Uppátæki hjúkrunarkonunnar
varð uppvíst, er hún var kölluð
burt og læknir uppgötvaði, að
maðurinn, sem ekki gat talað,
var með andlitsfarða og hárið
greitt „eins og á kvenmanni".
Frú Hodgson, sem starfað hef-
ur á sjúkrahúsinu í Carlisle í 8
ár, gaf þá skýringu á uppátæk-
inu, að það hefði verið „meint
sem grín“ til skemmtunar fyrir
sjúklinginn og aðra á sömu
deild. Maðurinn hefði heldur
ekki virzt taka þessu illa.
Cliff Allison, lögmaður hjúkr-
unarkonunnar sagði, að atvikið
hefði valdið „mikilli kátínu" og
að einn af sjúkiingunum hefði
sagt, að það hefði verið eitt það
skemmtilegasta, sem komið
hefði fyrir á sjúkrahúsinu, eftir
að hann kom þangað. „Allir
viðstaddir hlógu með manninum
en ekki að honum. Hann varð
ekki aðhlátursefni, heldur þáttt-
akandi í gríninu. Hefði læknir-
inn verið til staðar, þá er ég viss
um að aldrei hefði verið kvartað
út af atvikinu," var haft eftir
Allison.
Graham Franks, yfirmaður
Boy George í eigin mynd.
hjúkrunarfólks á sjúkrahúsinu,
sagði eftir atvikið, að frú Hodg-
son hefði fengið skriflega aðvör-
un og verið flutt á aðra deild
sjúkrahússins.
Vestur-Þýskaland:
Flugverkfall
yfirvofandi