Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
23
Sextugsafmæli:
Sigfús Kristjáns-
son tollfulltrúi
Sigfús Kristjánsson, tollfulltrúi
á Keflavíkurflugvelli, er sextugur
í dag. Árin telja og aldurinn
hækkar, en mér finnst Sigfús ekk-
ert eldast, kannski erum við svo
jafnstíga að eldast, að ég sé ekki
muninn, væntanlega gott fyrir
báða. Við höfum átt saman í starfi
langa og góða samvinnu við lög-
gæslustörf á Keflavíkurflugvelli.
Sigfús hefur ávallt sýnt
trúmennsku, dugnað og reglusemi
í starfi. Það er fátítt að mönnum
takist að halda sömu árvekni í
starfi áratugum saman, en það
hefur honum tekist.
Sigfús er fastur fyrir, hann
skiptir ekki um skoðun nema fyrir
liggi staðfestar og vel grundvall-
aðar niðurstöður, en þó er hann
réttlátur og málefnalegur.
Sigfús hefur um áratugaskeið
mikið starfað að margs konar fé-
lagsmálum. Almenn og staðgóð
þekking hans á landsmálum,
markviss og vönduð vinnubrögð,
samfara dugnaði, hafa valdið því
að Sigfúsi hafa verið falin ótal-
mörg félags- og trúnaðarstörf í
gegnum árin og má þar tilnefna:
Stjórnarmaður Kaupfélags Suður-
nesja síðan 1963 og stjórnarfor-
maður þess síðan 1974, í stjórn
Skákfélags Keflavíkur frá 1957,
nær óslitið í 20 ár og formaður
þess í 7 ár, formaður Félags áfeng-
isvarnarnefnda í Gullbringusýslu
síðan 1969 og í Áfengisvarnanefnd
Keflavíkur síðan 1964, formaður
Leikfélags Keflavíkur 1977, for-
maður yfirkjörstjórnar í Keflavík
siðan 1978, í stjórn kjördæmis-
sambands Framsóknarmanna í
Reykjaneskjördæmi frá 1964 til
1972 og formaður þess í 5 ár, for-
maður framfærslunefndar Kefla-
víkur frá 1970—1981, í miðstjórn
Framsóknarflokksins 1972.
Samvinnuhreyfingin hefur
ávallt átt mjög ríkan þátt í lífi og
starfi Sigfúsar. Hann hefur stutt
starfsemi hennar af alhug og
ósérhlífni, enda verið þess fullviss
að á grundvelli hugsjóna sam-
vinnuhreyfingarinnar yrði hags-
munum þjóðarinnar best borgið.
Á hundrað ára afmæli hreyfingar-
innar ritaði hann ágæta grein,
sem ég leyfi mér að taka orð upp
úr sem hljóðuðu svo: „Samtök
þeirra byggjast upp af viðskipta-
stefnu og félagsmálastefnu, sem
grundvallaðist á viðhorfum fé-
lagshyggju, mannúð og trú á mátt
samtakanna. Síðast en ekki sist
má nefna menningarstefnu með
beinni fræðslu innan félaganna.
Þar var einnig leitast við að halda
opnum leiðum fyrir utanaðkom-
í dag er 80 ára að aldri Gunn-
hildur Guðmundsdóttir. Hún
fæddist 17. ágúst 1904 á Akrahóli í
Grindavík þar sem faðir hennar,
Guðmundur Magnússon, stundaði
sjósókn. Móðir Gunnhildar hét
Gyðríður Sveinsdóttir af ætt þess
nafnkunna kennimanns, Jóns
Steingrímssonar prófasts í
Skaftafellsþingum.
Gunnhildur giftist 3ja dag des-
embermánaðar 1927 Björgvini
Pálssyni, f. 3. júlí 1907 á Lamba-
felli undir Eyjafjöllum. Þau flutt-
ust snemma á búskaparárum sín-
um til Vestmannaeyja svo sem
margt fólk í leit að vinnu og
bjuggu þar lengst af, eða uns nátt-
úruhamfarirnar hófust aðfarar-
nótt 23. janúar 1973, og íbúar
máttu yfirgefa eyna. Settust þau
þá að í Hveragerði þar sem þau
hafa unað sér vel.
Stundum ber það við að fólk,
sem aðeins hefir haft dálitla af-
spurn af tilveru skyldfólk síns,
hittist á nýjan leik. t bjargræð-
isskorti fyrri tíma og allt fram á
þessa öld, leystust heimili upp og
skyldir sundruðust. Sá sem þessar
línur ritar, minnist þess ungur er
faðir hans, sem þá var lífs, kom
fagnandi til síns heima með ætt-
ingja sem hann hafði hitt aftur af
tilviljun. Þessi dagstund var upp-
hafið að meiriháttar kynnum og
órjúfandi böndum vináttu og
skyldleika. Þessi fjarlæga taug
skyldleika, sem þarna náði aftur
saman, átti mikinn þátt í því að
auka skilning og víðsýni, að
ógleymdum aðgangi að þeim ríku-
lega fjársjóði sem mölur og ryð fá
ei grandað.
Heimili Gunnhildar og Björg-
vins hefir löngum verið sannkall-
aður miðpunktur mannlegra sam-
skipta meðal ættingja, þar sem
ýmis mannlegur breyskleiki hefir
verið krufinn til mergjar, ýmsir
erfiðleikar verið ræddir og þar
hefir sjaldnast verið skortur á
andi þekkingu og menningar-
straumum. Þetta samspil efnis-
legra og andlegra þátta hefur orð-
ið samvinnuhreyfingunni drjúgt
veganesti í eitt hundrað ár og það
er afmælisósk mín til hennar, að
vægi þeirra raskist ekki." Sigfús
er ritfær maður, hann hefur skrif-
að margar greinar um mismun-
andi efni. Það er gaman og fróð-
legt að lesa greinar hans, þar fer
saman gott vald á íslenskri tungu
og vel grundvallað efnisval. Sigfús
er vel hagmæltur, eftir hann ligg-
ur mikið magn af vísum og kvæð-
um, en því miður hefur alltof lítið
af þvi, birst opinberlega. Sigfús
hefur gott skopskyn, við sam-
starfsmenn hans fáum stundum
sendar vísur, þar sem atburðum er
stundum lýst með kjarnyrtum
orðum og duldum hætti eða þá
skotið beint í mark.
Sigfús hefur mikið yndi af skák,
enda teflt mikið um dagana. Það
er alltaf gaman að tefla við Sigfús,
J
góðum og hugheilum ráðlegging-
um. Þar hefir á stundum öllu verið
brugðið í glens og gaman, lítið
gert úr vandræðum um stund en
komið að efninu aftur, gjarna úr
annarri átt með nýjum viðhorfum
sem hafa raunverulegar lausnir í
för með sér. Hafa því mörg vanda-
málin horfið á methraða en gleðin
yfir góðum árangri verið allsráð-
hann er góður skákmaður, keppn-
ismaður mikill og sókndjarfur.
Vonandi eigum við eftir að tefla
margar skákir saman, ég lifi í von-
inni að verða jafngóður og hann,
hver veit nema að sóknaraðferðir
mínar fari að skila tilskyldum
árangri.
1 þessari stuttu afmælisgrein
hef ég aðeins tilgreint lítinn hluta
af þeim fjölda góðra málefna, sem
þú, Sigfús, hefur látið til þín taka.
Ég þakka þér ánægjulegt sam-
starf um áratugaskeið og vona að
samskipti okkar eigi eftir að vara
lengi enn.
Sigfús er kvæntur Jónínu
Kristjánsdóttur, leikstjóra. Þau
hjónin taka á móti gestum aö
heimili sínu Hringbraut 69, Kefla-
vík, milli kl. 4 og 7 á afmælisdag-
inn. Bestu hamingjuóskir i tilefni
dagsins og lifðu heill.
Kristján Pétursson
andi. Frá litla heimilinu þeirra
hjóna í Vestmannaeyjum og nú
síðastliðinn áratug í Hveragerði
hefir stafað ótrúleg birta og ylur
sem ekki veitir af í viðsjárverðri
og villtri veröld. Þar hefir hið
sannkallaða kristilega æðruleysi
og hjartahlýja fengið að dafna og
ávaxtast sem allt of margir fara á
mis við í nútíma timaleysi við
söfnun veraldlegra forgengilegra
gæða, sem er því miður misskipt,
en það er Önnur saga. Þar er og
reglusemin og festan hvarvetna í
fyrirrúmi, enda slíkt mikil for-
senda farsæls og heilbrigðs lífs.
Það hefir verið mér stundum
áleitið umhugsunarefni, hvað
valda kunni misjöfnu hjartalagi
fólks. Hjá þér frænka góð er allt
svo ríkulegt af hlýju og gleði með-
an aðrir eru eins og ískaldur freri
allan ársins hring. Ekki er útilok-
að að hjartalagið þitt kunni i
mörgu að minna á hjartalag þíns
góða og merka ættföðurs Jóns
eldklerks, þess sem hafði svo
sterkan sannfæringarkraft af trú-
arhita að eldurinn fékk ekki
grandað honum.
Mína allrabestu og hugheilu af-
mæliskveðju leyfi ég mér og fjöl-
skylda mín að senda þér, kæra
ömmusystir, Gunnhildur Guð-
mundsdóttir.
Guðjón Jensson
Gunnhildur Guðmunds-
dóttir frá Vestmanna-
eyjum - Afmæliskveðja
Málefni aldraðra
Þórir S. Guðbergsson
Hjálpartæki
Mörgum öldruðum reynist erf-
itt að fá pláss á hjúkrunar- eða
langleguedeildum. í sumar hefur
deildum á sjúkrahúsum verið
lokað bæði vegna sparnaðar og
vegna skorts á hjúkrunarfræð-
ingum eða sérmenntuðu starfs-
liði. Margir aldraðir hafa því
verið útskrifaðir af spitölum
sem fyrst og fremst eru ætlaðir
bráðveiku fólki þegar slys eða
sjúkdóma ber að höndum. En
stundum hafa jafnvel fallið þau
orð að ekki séu nógu margir
hjúkrunarfræðingar til þess að
annast þetta fólk og þá hafa
ófaglærðir aðstandendur þurft
að annast það daga og nætur.
' Sumir aldraðir þurfa því að
vera heima vegna skorts á
hjúkrunar- eða langleguplássum
en aðrir kjósa fremur að vera
heima eins Iengi og þeim frekast
er unnt. Það er því eðlilegt að
spurt sé: hvaö er til ráða til þess
að gera öldruðum kleift að búa
heima við þolanleg skilyrði?
Heimahjúkrun — heimilis-
þjónusta — dagvistun
Margir aldraðir þurfa á hjúkr-
un að halda í heimahúsum. Sum-
ir þurfa sprautur, aðrir lyfja-
gjafir eða eftirlit með sárum,
hjálp til þess að baða sig, fylgj-
ast með blóðþrýstingi o.s.frv.
Heimilislæknar sækja um
heimahjúkrun fyrir skjólstæð-
inga sína ýmist á heilsugæslu-
stöðvar eða til Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur, heima-
hjúkrun. Með heimsókn hjúkr-
unarfræðings er siðan ákveðið
hversu mikla og tíða hjálp sjúkl-
ingurinn þarf á að halda. Ekki er
alltaf unnt að verða við beiðnum
Sumir aldraðir þurfa að vera heima vegna skorts á hjúkrunar- oj
langleguplássum en aðrir kjósa fremur að vera heima eins leng.
og þeim frekast er unnt. Það er því eðlilegt að spurt sé, hvað sé til
ráða til þess að gera öldruðum kleift að búa heima við þolanleg
skilyrði.
strax og biðtíminn þá misjafn-
lega langur. Heimsókn heima-
hjúkrunarfræðings er sjúkling-
um að kostnaðarlausu.
Sömu sögu er að segja um
heimilisþjónustu við aldraða.
Hún hefur aukist mjög á undan-
förnum árum og myndast oft
langir biðlistar. Heimilislæknar
eða viðkomandi sjálfur getur
beðið um heimilisþjónustu undir
erfiðum kringumstæðum og er
þá viðkomandi heimsóttur og að-
stæður kannaðar nánar. Allir
fbúar 67 ára og eldri fá 50% af-
slátt af gjaldi fyrir heimilisþjón-
ustu, en annars miðast greiðslur
við ákveðnar gjaldskrár sveitar-
félaganna.
Ekki þarf að tíunda það nánar
hversu mikilvægt það er fyrir
sjúka aldraða að geta notið
heimahjúkrunar og heimilis-
þjónustu til þess að geta búið
sem lengst á eigin heimili við
sæmileg skilyrði og þyrfti enn að
auka við þessa þjónustu um
kvöld, helgar og nætur.
Starfsmenn í þessum stöðum
vinna því mjög þýðingarmikil
störf sem sjaldan eru metin til
fulls.
Dagvistun aldraðra er rekin á
4 stöðum í Reykjavík og víða úti
á landi. Hefur hún aukist mjög á
undanförnum árum. Oft er nauð-
synlegt fyrir aldraða að komast í
endurhæfingu eftir sjúkdóms-
legu, slys eöa veikindi til þess að
ná aftur bata eða halda við
heilsu og fyrirbyggja stirðnun
eða hrörnun.
4*
í Hátúni lOb, Hafnarbúðum og
Múlabæ í Reykjavík er um slíka
endurhæfingu að ræða og lækn-
ismeðferð og sækja heimilis-
læknar um dagvistun fyrir sjúkl-
inga sina. Síðan er metið hvað
viðkomandi þarf að koma oft i
viku, en allir eru sóttir heim að
morgni og ekið heim siðdegis.
Gjaldskrá er mismunandi og er
hún sjúklingum að kostnaðar-
lausu i Hafnarbúðum og i Há-
túni lOb en i Múlabæ, sem rek-
inn er af Reykjavíkurdeild
Rauða krossins, greiða sjúkl-
ingar fyrir akstur.
I Þjónustuibúðum aldraðra við
Dalbraut hefur dagvistun verið
rekin á undanförnum árum af
Reykjavíkurborg og eru þátttak-
endur í dagvistun alla 5 daga
vikunnar. Þar hefur greiðsla
verið um 4.000 krónur á mánuði.
Margir aldraðir sem búa í
heimahúsum eiga einnig við ým-
iss konar fötlun að stríða t.d.
liðagigt á háu stigi, lömun eftir
heilablóðfall, hreyfihömlun í
handleggjum eða ganglimum
o.fl.
Á síðustu árum hafa ýmis
tæki verið hönnuð með tilliti til
þessa t.d. sérstakar griptangir
með fjöðrun, handföng á krana,
sérstakir vinkilostaskerar með
breiðu handfangi og þannig
mætti lengi telja.
Ástæða er til þess að vekja at-
hygli fólks á slíkum hjálpar-
tækjum svo og ýmsum lagfær-
ingum sem unnt er að gera á
heimilum t.d. fjarlægja þrösk-
ulda, setja upp góð handföng á
bað, eldhús og aðra staði í íbúð-
inni, hugsa vel um góða lýsingu,
fá sérstakar skífur á símtól fyrir
sjónskerta og stillanlega sfma
fyrir heyrnardaufa o.s.frv.
Á undanförnum árum hafa
einnig komið á markaðinn ýms-
ar gerðir hjólastóla og hentugra
stóla sem lita út eins og venju-
legir stólar en hafa þó margvís-
lega tæknilega möguleika. Hélt
fyrirtækið Epal athyglisverða
sýningu á slíkum tækjum á sl.
vetri.
í grein þessari er ekki um að
ræða nákvæma upptalningu á
því sem til er af slíkum hjálpar-
tækjum, en gott sýnishorn er
unnt að fá í Hjálpartækjabanka
Rauða krossins og hjá ýmsum
félögum og félagasamtökum.
Hjá upplýsingafulltrúa Trygg-
ingastofnunar ríkisins fást einn-
ig nánari upplýsingar um þátt
Tryggingastofnunar í greiðslu á
slíkum hjálpartækjum.